Dagur - 22.10.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 22.10.1999, Blaðsíða 6
\ V l’ <> l V. J n t) 'V A O .ss !lT)3Mi Í'iíöí 6 -FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 ÞJÓÐMÁL msmmmmmm Útgáfuféiag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: elIas snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu si, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVlK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. Á mánuði Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netfong auglýsingadeildar: greta@dagur.is - gunnarg@dagur.is Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVlK)563-i6i5 Ámundi Amundason (AKUREYRI)460-6191 Gunnar Gunnarsson 460-6192 Gréta Björnsdóttir Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simbréf ritstjórnar: 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVlK) Danska fordæmið 1 íyrsta lagi Þeirri spurningu er enn ósvarað hvort kjarnorkuvopn hafi ver- ið á Islandi á sjötta áratugnum. Bandarísk stjórnvöld segja að greinarhöfundar í Bulletin of the Atomic Scientists hafi rangt fyrir sér í að minnsta kosti einu þeirra átján tilvika þar sem þeir geta sér til um yfir nöfn hvaða landa kerfiskarlar hafa strikað í nýbirtri leyniskýrslu frá 1978 um staðsetningu kjarn- orkuvopna utan Bandaríkjanna. Þar með er auðvitað í reynd verið að segja að í allt að sautján tilvikum hafi greinarhöfund- ar rétt fyrir sér. t öðru lagi Leyniskýrslan sýnir að um árabil voru Bandaríkjamenn með atómsprengjur í tugum landa. Blekkingum og lygum var mark- visst beitt til að villa um fýrir almenningi. I sumum tilvikum, eins og í Danmörku, tóku örfáir háttsettir ráðamenn þátt í því að ljúga að þjóðinni og brugðust þar með frumskyldum lýð- ræðislegra kjörinna stjórnenda. Þetta kom upp á yfirborðið þegar ítarleg rannsókn fór fram á kjarnorkuvopnamálunum á Grænlandi fyrir fáeinum árum - reyndar án aðstoðar banda- rískra stjórnvalda. Enda staðfesta birt gögn að bandarískir sendimenn hafa skipulega reynt að ljúga að fjölmiðlum um slík mál, til dæmis um flugslysið við Thule árið 1968. í þriðja lagi Þegar Niels Helveg Petersen, utanríkisráðherra Dana, stað- festi loks árið 1995 að kjarnorkuvopn hefðu verið geymd árum saman á Grænlandi, var hann í þeirri stöðu að hafa áður þver- neitað slíku og borið Bandaríkjamenn fyrir sig, eins og nú er gert hér á landi. Bandarískur ráðherra ritaði leynibréf tíu dög- um eftir að Petersen hafði logið í góðri trú og staðfesti hið rétta í málinu, en fór fram á að því yrði áfram haldið leyndu - það er að danski utanríkisráðherrann héldi sig við lygina! Þetta danska fordæmi gerir allar yfirlýsingar bandarískra stjórnvalda um þessi efni grunsamleg. Einungis er hægt að leiða hið sanna í ljós með því að afnema leynd af bandarískum leyniskjölum. Ellas Snæland Jónsson Nostalgía Garri hefur einn eiginleika til að bera sem er afar áberandi í skapferli hans. Hann er hald- inn ótrúlegri fortíðarfíkn - nostalgíu - sem nánast á sér enga líka. Hún lýsir sér í því að hann les nánast ekkert annað en gamlar bækur. Hann hlust- ar helst ekki á aðra tónlist en þá sem var vinsæl þegar Garri var ungur, og hann horfir ekki á aðrar bíómyndir en þær sem gerðu sig í „gamla daga“. Myndaalbúmin bjarga fjölskyldulífinu, þar getur Garri með reglulegum hætti rifj- að upp hvernig hlut- imir voru, þegar hann var ungur og hafði enn kynhvöt, þegar konan var ung og grönn, og hvernig það var að eiga börn sem ekki óðu yfir hann á skítugum skónum. Hátíð Það má því nánast segja að komin sé hálfgerð aðventa hjá Garra, því alla þessa viku hef- ur verið hátíð og þjóðmálaum- ræðan hefur leikið undir hjá Garra eins og hljómsveit. Garri, eins og þjóðin öll, er að upplifa nostalgíuklímax. Voru geymd kjarorkuvopn á Islandi? Var Island Atómstöð? Umræð- an hefur blossað upp á ný, og af engu minni krafti en var þegar allt var hér njörvað í klakabönd kalda stríðsins. Skyndilega stendur Garri frammi fyrir þeim veisluhöld- um að þurfa ekki að ylja sér við minninguna um kalda stríðið með því að horfa á sjónvarps- þætti um það. Nú er það bein- línis komið - í allri sinni dýrð - inn á Alþingi og inn í stofur landsmanna. V Gömlu komm- arnir Og það er auðvitað Davíð Oddsson sem eins og svo oft áður bjargar geðheilsu Garra. Hann var fljótur að átta sig á hvað klukkan sló. Auðvitað voru þetta bara gömlu komm- arnir, sem enn á ný voru að reyna að klína einhverjum skít á herinn. Enda svaraði hann málinu á þeim nótum. Já Dabbi kallar nú ekki allt ömmu sína þegar kommarnir eru ann- ars vegar. Og ekki spillti nú fyrir að fá sjálfan generálinn, Björn Bjarnason, til að greina stöðuna líka. Bara við það eitt að heyra Björn tala um NATO og herinn þá flugu fyrir hugskotsjónum Garra þúsundir greina sem Björn skrifaði um þessi mál í Morg- unblaðið þegar hann var þar og allar snerust um hvaða strategía hentaði best gegn Bússum. Mogginn kórónaði svo allt með því að skrifa einn gamalkunnan leiðara um mál- ið, þar sem okkar menn fyrir vestan voru að sjálfsögðu varð- ir. Það eina sem vantaði í þessa mynd var að heyra í þeim Olafi Bagnari og Svavari Gestssyni á hinum vængnum - þá hefði nostalgian orðið full- komin. En það er ekki hægt að fá allt sem maður vill, - eins og Islandsvinurinn Jagger söng á sínum tíma - og því vill Garri bara þakka fyrir þá frábæru nostalgíu sem þó var boðið upp á! Takk Davíð, takk Björn, og takk Moggi. GARRI Enn er borið í bakkafullan læk- inn þegar fjallað er um hvort kjarnorkuvopn hafi verið geymd hér á landi eða ekki. Á dögum kalda stríðsins var rokið upp með jöfnu millibili til að skýra frá því að Keflavíkurflugvöllur væri geymslustaður atómvopna. Skáldverkið Atómstöðin var til að mynda trygg sönnun fyrir því að Island væri atómstöð, að minnsta kosti í listrænum skiln- ingi. Málið var yfirleitt ofur einfalt. Þeir stjórnmálamenn og fylgj- endur þeirra sem trúðu á sak- lausan og ómengandi kjarnorku- herafla Sovétríkjanna ruku til að sanna að heilsuspillandi bombur Ameríkananna og Nató væru geymd hér á landi til að hrella þjóðina og verjast friðelskandi kjarnorkuherafla Sovétríkjanna og fylgifiska þeirra. Rfkisfréttirnar voru sérstak- lega duglegar að taka upp fréttir af þessu tagi og skýra frá alls Nú verður þrasað og þvargað kyns traustum heimildum, sem vissu meira um vopnabúnað á Is- landi en var á valdi innfæddra að vita. Vondar bombur Enn cru það mildar fréttir að ef til vill hafi verið geymd kjamavopn hér á Iandi fyrir einhverjum ára- tugum, aðallega á tím- um svonefndra vinstri stjórna. Þetta þykja óttalegar upplýsingar er sýnilegt að þjóðin hafi verið í mikilli hættu vegna þess að hér hafi verið geymd einhver atómvopn á tilteknum tíma. Vel má vera að svo hafi verið, en fór það framhjá öllum þeim sem voru að veita upplýsingar um hernaðarmátt, að til voru og að til eru vopnabirgðir sem geta útrýmt öllu Iífi á jörðinni fimm- tíu þúsund sinnum, eða ríflega það. Á þeim tíma sem heims- friðnum átti að stafa hvað mest hætta af vopnabirgðum á Kefla- víkurflugvelli voru ótal flugvélar á stanslausu sveimi yfir heims- höfunum og heimsálfum fullar upp með kjarnorkusprengjum, sem hægt var að koma til skila með stuttum fyrirvara. Síðar var eldflaugum bætt við kjarnorku- birgðirnar sem nú eru á Iofti, á láði og í legi og veit svosem enginn hvað á að gera við þessi ósköp vegna þess að skortur er á verðug- um óvinum til að varpa bombunum á. Orkuverin bila Mikið er af kjarnorkuverum um allan heim og fer þeim sífjölg- andi þar sem álitið er að miklu meiri mengunarhætta stafi af uppistöðulónum og vatns- aflsorkuvcrum en kjarnorku. Annað slagið eru þessi orkuver að bila og er mannlegum mistök- um ávallt kennt um og tekið fram í leiðinni að svona uppá- komur geti ekki komið fyrir, vegna þess að allt sé þetta svo ör- uggt. En svo bara bilar eitthvað sem ekki á að geta bilað og þá fer sem fer og forstjórarnir hafa ekki annað til mála að leggja en „Sorrí Stína“, og lofa bót og betr- un. Nú er verið að heimta að ein- hverjir afdankaðir hershöfðingjar fari að játa á sig að hafa plantað niður atómvopnum á Islandi endur fyrir Iöngu. Ef til vill felst einhvers konar friðþæging í því en erfitt er að sjá hvaða máli það skiptir úr því sem komið er. En það er aukaatriði miðað við að nú verður hægt að þvarga fram og til baka um hvort kjarnorku- sprengjur hafi einhvern tímann verið geymdar hér eða ekki og mun það verða gert svikalaust. Eiga íslensk stjómvöld að táka orð bandarískra stjómvalda trúanleg um að hérhafi ekki verið geymd kjamorkuvopn? Ragnar Arnalds jyrrum þingmaðwog herstöðvaand- stæðingur: „Nei. Málið er óneitanlega afar gruggugt og út- heimtir ítarlega rannsókn. Reynslan sýnir að yfirlýsingum bandarískra stjórnvalda um mál af þessu tagi er Iítt að treysta. Skemmst er að minnast hvernig Danir og Græn- lendingar voru blekktir varðandi kjarnvorkuvopnin í Thule á Grænlandi." Jón Hákon Magnússon formaðwrSamtaiia um vestræna samvinttu: „Ég tel það. Við höfum haft varn- arsamning við Bandaríkjamenn í bráðum hálfa öld og við hljótum að taka þá trúanlega þangað til annað kemur í ljós. Ég á ekki von á að þeir séu að Ijúga upp í opið geðið á okkur, ef svo má að orði kom- ast. Hingað til hefur verið gagn- kvæmt traust í þessum samskipt- um.“ Ragnar Stefánsson jaiðskjálftafræðingur og herstöðvaand- stæðingur: „Við eigum ekki að taka þau orð trúanleg. Banda- ríkjamenn hafa haft mikla ástæðu til að segja Is- lendingum ósatt í þessu máli frá upphafi vegna þeirrar miklu and- stöðu sem alltaf hefur verið hér gegn herstöðinni og því að geyma hér kjarnorkuvopn. Hvort ein- hverjir stjórnmálamenn hafa vit- að um þetta er svo annað mál. Mér finnst merkilegt hvernig stjórnvöld hafa tekið á málinu nú. Þau hafa niðurlægt þá rann- sóknarstofnun sem heldur þessu fram í stað þess að þjóna hags- munum fólks í landinu með því að segja: Engu verður til sparað að kanna málið ofan í kjölinn. Það hefði verið eðlilegt af núver- andi stjórnvöldum sem eiga að sýna ábyrgð gagnvart málinu, ekki bara gagnvart pólitískum for- verum sínum, hvort sem þeir eru íslenskir eða amerískir." Gunnarsdóttir „Það er engin ástæða til annars en að taka þau orð trúanleg, bæði orð stjórn- valda í Bandaríkj- unum og eins þeirra sem komið hafa að málinu, m.a. orð Gylfa Þ. Gíslasonar. Engar nýjar upplýs- ingar hafa komið fram. Mér finnst það óvísindalegt að byggja á forsendum sem eru einhverjar getgátur í stafrófsröð, að auki meðal landa sem tilheyra ekki Evrópu. ísland er flokkað þar á meðal.“ Þorgerður K. alþingismaður:

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.