Dagur - 22.10.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 22.10.1999, Blaðsíða 1
Flj ótsdalsvirkjtm oilítil fyrir álver Bj axnarflagsvirkjun komtn á fufla ferð, en Náttúrurannsóknar- stöðin við Mývatn ekki boðuð á kynning- aríund. Frummat á umhverfisáhrifum væntanlegt í desem- ber. Ljóst er að Fljótsdalsvirkjun eins og hún er nú fyrirhuguð af hálfu Landsvirkjunar mun ekki ná að uppfylla raforkuþörf 120 þúsund tonna álvers á Reyðarfirði, en það er fyrirhuguð stærð fyrsta áfanga álversins þar. Til að brúa bilið við að tryggja afhendingu nægilegrar orku til fyrsta áfanga álversins hefur Landsvirkjun uppi áform um að virkja í Bjarn- arfíagi í Mývatnssveit. Gufuafls- virkjunin þar yrði 40 megawatta virkjun og frá henni yrði þá reist raflína við hlið byggðalínunnar austur á Reyðarfjörð. Agnar Olsen, framkvæmdastjóri verk- fræðisviðs, segir ljóst að virkjun við Bjarnarflag þurfi að fara í umhverfismat sem og línulögnin frá henni. „Bjarnarflagsvirkjun þarf að fara í umhverfismat og skýrsla um hana mun verða til- búin nú í byrjun desember og við munum þá senda hana inn til skipulagsstjóra," segir Agnar. Styttri bygg- ingartími Agnar segir að byggingartími virkjunar í Bjarn- arflagi sé mun styttri en á Fljótsdal og því ætti að gefast ráðrúm til um- hverfismats þar án þess að það raski tímaáætlunum um bygg- ingu álversins. Að sögn Agnars þarf bygging virkjunarinnar ekki að fara af stað fyrr en 2001 til þess að hún verði tilbúin 2003. „Matið fer þá inn núna í vetur og vonandi fáum við þá fyrsta úr- skurðinn í vor eða fyrri hluta næsta árs frá skipulagsstjóra. En ef við þurfum síðan að fara með þetta í svokallað frekara mat þá höfum við næsta sumar til að undirbúa það og senda þá inn endanlega skýrslu næsta haust,“ segir Agnar. Ekki boðaðir á fimdiim Bjarnarflags- virkjun liggur nú tilbúin á teikni- borði Lands- virkjunar og í síðustu viku var hún kynnt fyrir lögboðnum um- sagnaraðilum, s.s sveitarstjórn Skútustaða- hrepps, Skipu- lagsstofnun og Náttúruvernd ríkisins. Sérstök heimildarlög um slíka virkjun voru samþykkt á Alþingi sl. vor. Eftir sem áður gilda um slíka virkjun lög um verndun Laxár og Mývatns og samkvæmt þeim lög- um er Náttúrurannsóknarstöðin við Mývatn umsagnaraðili um slíkar framkvæmdir. Gísli Már Gíslason, forstöðumaður stöðv- arinnar, sagði í samtali við Dag í gær að Rannsóknarstöðin hefði fyrir fjórum árum Iagt upp spurningalista um áhrif slíkrar virkjunar á náttúru svæðisins, sérstaldega áhrifin á Hverarönd- ina í Námafjalli sem væri eina háhitasvæðið sem lægi við hring- veginn. Hins vegar hafi fulltrúar Náttúrurannsóknarstöðvarinnar ekki verið boðaðir á fundinn í síðustu viku þar sem lögboðnum umsagnaraðilum var kynnt frumskýrsla um málið. Því treysti hann sér ekki til að tjá sig um þetta fyrr en hann hefði fengið vitneskju um hvort spurningum stöðvarinnar hefði verið svarað á fullnægjandi hátt. Spurður um skýringar á því að Náttúrurann- sóknarstöðin var ekki boðuð til fundarins, vonaðist Gísli til að það hafi verið mistök, en hann hafi fyrst frétt af honum í gær. Olöf Guðný Valdimarsdóttir, formaður Náttúruverndarráðs, vísar í fyrri athugasemdir ráðsins um virkjun í Bjarnarflagi, en seg- ir að ef farið verði í lögformlegt umhverfismat og niðurstöður þess virtar sé ekki hægt að setja sig upp á móti slíkri framkvæmd. - BG Fljótsdalsvirkjun mun ekki uppfylla raforkuþörf nýs álvers og Bjarn- arflagsvirkjun þarf til. Höfiiðpaur fimdmn? Enn Ijölgar þeim sem koma við sögu „stóra fíkniefnamálsins" svokallaða því í gær úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur karl- mann á fertugsaldri í gæsluvarð- hald til eins mánaðar en lög- regla krafðist varðhalds til tveggja mánaða. Mun maðurinn vera talinn einn af höfuðpaur- um málsins. Ekki er talið útilok- að að fleiri verði teknir. Þar með hafa 11 menn verið handteknir vegna málsins og sitja 10 í varðhaldi. Sá sem sætti rannsókn efnahagsbrotadeildar Rfkislögreglustjóra hefur verið látinn laus en deildin kemur að rannsókn málsins í heild, yfir- heyrir alla sakborningana og vitni, til þess að geta haft uppi á, kyrrsett og lagt hald á fjármuni þeirra með það fyrir augum að hægt sé að gera upptækan ágóða þeirra af fíkniefnavið- skiptum. Hrannar B. Arnarsson, borgarfulltrúi R-listans, tók sæti á ný i borgarstjórn í gær eftir að rannsókn máls hans hjá skattstjóra er lokið. Hrannar þarf að greiða 450 þúsund krónur í sekt. Áður en Hrannar fór á borgarstjórnarfund hitti hann Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra og leiðtoga R-listans, að máli í Ráðhúsinu og fór vel á með þeim eins og sjá má. Nánar er fjallað um málið á bls. 5 í blaðinu í dag. mynd: e.ól. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings. „Okkur ofviða“ „Við fundum ekki lendingu í málinu sem gat þjónað hags- munum hluthafa okkar. Þetta reyndist okkur ofviða í þessari Iotu,“ sagði Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, eftir að frestur rann út í gær til að skila inn þátttökutilkynningu í FBA- útboðinu. Guðmundur Hauks- son, sparisjóðsstjóri SPRON, sagði slíkt hið sama en spari- sjóðirnir og Kaupþing skoðuðu saman þann möguleika að bjóða í FBA. Eríiðir útboðsskilmálar Sigurður sagði að skilmálarnir hefðu að mati Kaupþings „ekki verið í samræmi við þann veru- Ieika sem við blasti". Tilboðs- fresturinn væri skammur og að ekki yrði ljóst fýrr en 5. nóvem- ber hvort tilboðum yrði tekið eða ekki. Eftir það væru aðeins tíu dagar til að útvega 10 millj- arða að lágmarki. „Áskilnaður um nafnbirtingu fælir einhverja frá, sérstaklega erlenda aðila. Yfirtökuskilyrði eru óljós, sem gætu hækkað kaupverðið um milljarða. Síðan eru ráðgerðar breytingar hjá Seðlabankanum á lausafjárregl- um bankastofnana. Það gerir aðstöðu manna til stórra ákvarð- ana erfitt um vik. Svo eru að nálgast all sérstök áramót, sem gefa tilefni til aðgæslu um heim allan,“ sagði Sigurður og Guð- mundur tók undir þessi atriði. Guðmundur sagði, líkt og Sig- urður, að skilmálar útboðsins hefðu verið snúnir. Rætt hefði verið við fleiri aðila en Kaupþing en ekki náðst niðurstaða þrátt fyrir áhuga margra fjárfesta. FBA væri áhugaverður kostur og hann sagðist líta svo á að spari- sjóðirnir væru ekki endanlega búnir að missa áhuga á bankan- um. Þeir félagar lýstu báðir yfir undrun sinni með að einkavæð- ingarnefnd upplýsti ekki hversu margar tilkynningar bárust. - BJB - Sjd nánar á bls. 5 wmmmm Afgreiddir samdægurs Venjulegir og demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI462 3524

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.