Dagur - 02.11.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 02.11.1999, Blaðsíða 3
I’RIDJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 - 3 Leikskólastefna R-lista „í þroti“ í það minnsta að hnmi komin. R-listinn víðsfjarri síiiiuii markmiðum. Eliki nóg að byggja ef starfsfólMð vautar. Uppsögn dvalarsamn- inga ekki rædd í Leik- skólaráði. Guðlaugur Þór bórðarson, borg- arfulltrúi og fulltrúi sjálfstæðis- manna í Leikskólaráði Leikskóla Reykjavíkur, segir að stefna R- listans í málefnum leikskóla borgarinnar sé gjaldþrota. Björg Bjarnadóttir, formaður Félags ís- lenskra leikskólakennara, segist ekki sjá fram á annað en að stef- na borgaryfirvalda í þessum málaflokki sé að hruni komin. Guðlaugur Þór segist undra sig á því að uppsagnir á dvalarsamn- ingum foreldra leikskólabarna skuli ekki hafa verið ræddar á sfðasta fundi leikskólaráðs og því séu menn að frétta af þessu úti í bæ. Hann útilokar ekki að mál- efni leikskóla verði til umræðu á næsta fundi borgarstjórnar nk. fimmtudag. Tvöfalda launin Björg Bjarnadóttir, formaður Fé- lags íslenskra leikskólakennara, segir að miðað við stöðuna á leik- skólum borgarinnar megi segja að leikskólastefna borgarinnar sé að hrynja. Hún segir að þótt það sé í sjálfu sér ágætt að byggja fína og flotta leikskóla, þá sé það ekki nóg ef það sé ekki hægt að fá fólk til að starfa þar vegna lágra launa. Þetta sé Félag leikskóla- kennara búið að benda á í mörg herrans ár. Hún segir að í þeirri umræðu vísi borgin einatt til ábyrgðar ríkisvaldsins í mennt- unarmálum leikskólakennara og í sjálfu sér sé hægt að taka undir það. Björg bendir á að vöntun á leikskólakennurum hefur fram til þessa verið bjargað með ófag- lærðu starfsfólki. Sjálf leggur hún til að laun leikskólakennara verði tvöfölduð en b^Tjunarlaun þeirra séu rétt tæp 100 þúsund krónur á mánuði fyrir skatta. Markmiðin víðsfjarri Guðlaugur Þór Þórðarson, borg- arfulltrúi sjálfstæðismanna, segir að þegar skoðað sé það markmið sem R-listinn setti sér þegar hann tók við völdum árið 1994, þá var því lofað að öll eins árs börn og eldri yrðu búin að fá vist- un fyrir sitt hæfi fyrir lok þess kjörtfmabils. Hinsvegar sé víðs- fjarri að því takmarki sé náð. Þrátt fyrir fjárfestingar fyrir milj- arða í leikskólum á undanförnum árum, þá séu biðlistar áfram að lengjast og enn verra að fá starfs- fólk. Sem dæmi nefnir hann að það sé hægt að fjölga leikskóla- börnum um 230 í þeim skólum sem fyrir séu ef þeir séu full- mannaðir. Sjálfur telur hann að það hefði verið vænlegra fyrir borgina að styrkja frekar einkaað- ila í rekstri grunnskóla og leggja meiri áherslu á það. Þá mætti Iíka bugsa sér þátttöku grunn- skólanna í þessu með deildum fyrir elstu leikskólabörnin svo ekki sé minnst á atvinnulífið sem á hagsmuna að gæta vegna vinnu foreldra. Hann minnir einnig á að R-Iistinn hefði fellt þá tillögu að þeim aukafjárveitingum sem farið hafa til leikskólanna yrði skipt út til þeirra starfsmanna sem unnið hafa þar í 12 mánuði eða Iengur með einni ein- greiðslu. Það mundi þýða um 80- 90 þúsund krónur fyrir hvern og einn starfsmann. - GRH Sjá einnig jréttaviðtal bls. 2 Ilafiiar kvótaútboði Davíð Oddsson forsætisráðherra er ckki sannfærður um að út- boðsleiðin sé rétta Ieiðin til að úthluta þcim 1.500 þorskígildis- tonna kvóta sem Byggðastofnun hefur árlega til ráðstöfunar til einstakra byggðarlaga í vanda. Þessu svaraði Davíð til þegar Svanfríður Jónasdóttir þingmað- ur innti hann eftir því á Alþingi hver væri afstaða hans til þess að formaður Byggðastofnunar hefði meinað Vesturbyggð að út- hluta 200 tonnum frá Byggða- stofnun með útboði milli þeirra 20 aðila sem sýnt hefðu kvótan- um áhuga. Hjá Svanfríði kom fram að Vesturbyggð hefði viljað fara þessa leið til að koma í veg fyrir illindi og átök, en Byggða- stofnun hafnað því. Forsætis- ráðherra sagði afgreiðslu Byggðastofnunar hafa verið tekna samhljóða og þverpólitískt innan stjórnar stofnunarinnar. - FÞG Vilja 20 milljóiiir króna fyrir Kerid Kerið: Eigertdur viija minnst 20 miiijónir en rtkið býður 3,5 miiijónir. Eigendur Kersins f Grímsnesi og ríflega 12 hektara lands í kring- um það vilja fá nálægt 20 millj- ónir króna að lágmarki fyrir eign- ina, en í gær rann út frestur til að tilkynna áhuga á að kaupa þessa náttúruperlu. Að sögn Gústavs Adólfs Guðnasonar, eins eiganda Kersins, liggur fyrst fyrir í vikunni hversu margir hafi tilkynnt áhuga, en Ijóst væri að þeir yrðu nokkrir. Eigendur Kersins og spildunn- ar í kringum það, Gústav, Bragi Halldórsson menntaskólakenn- ari og fleiri, auglýstu í september að þessi náttúruperla væri til sölu. Ekki var auglýst eftir til- hoðum, heldur eftir áhuga á kaupum. Fyrir liggur að Gríms- neshreppur muni ekki nýta sér forkaupsrétt sinn og það stað- festir Gunnar Þorsteinsson odd- viti. „Við höfum ekki fengið formlegt erindi um málið, en sjá- um ekki beinlínis að sveitarfélag- ið hafi hagsmuni eða ávinning af því að eignast þetta,“ segir Gunnar. Ríkið, sem hefur forkaupsrétt á eftir sveitarfélaginu samkvæmt náttúruminjalögum, hefur sem fyrr segir ekki verið tilhúið til að greiða meir en 3,5 milljónir fyrir eignina. Ottast meðal annars fordæmið sem skapast ef ríkis- sjóður kaupir eignir á náttúru- minjaskrá dýru verði. - FÞG Andsnúiii kjaraþróun Bjöm skoðar einkavæðmgu Hafnfirðinga Björn Bjarnason menntamálaráð- herra segir að hann hafi heimild til að samþykkja að sveitarstjórnir geri tilraunir með rekstur grunnskólanna og að á grundvelli þess heimildaá- kvæðis geti hann brugðist við erindi Hafnarfjarðarbæjar um útboð á rekstri grunnskólanna í bænum. Björn svaraði ekki beinum orðum fyrirspurn Ögmundar Jónassonar á Alþingi í gær, en Ogmundur krafðist þess að fá að vita hvort ráðherra ætl- aði að samþykkja erindi bæjaryfir- valda í Hafnarfirði „og gera hafnfirsk börn að tilraunadýrum". Björn sagði að erindið væri í skoðun og að eftir væri að kanna betur efni bréfsins, áður en afstaða til þess yrði tekin. - FÞG Verktakasameinmg Stjórn íslenskra aðalverktaka hf. nefur ákveðið að sameina alla starf- semi utan varnarsvæða í eitt félag sem ber heitið IAV hf. Þau félög sem verða sameinuð eru Ármannsfell, Alftárós, Verkafl, Nesafl og Byggingafélagið Ulfarsfell. Forstjóri yfir hinu nýja sameinaða félagi verður Stefán Friðfinnsson sem jafnframt er forstjóri Islenskra aðal- verktaka hf. Hið sameinaða félag tekur yfir alla starfsemi félaganna frá og með 1. nóvember nk. Islenskir aðalverktakar hf. á Keflavíkur- Ilugvelli verða reknir áfram með sama hætti og fyrr. Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Baldurs á Isafirði telur að frá því samið var hafi kjaraþróunin verið andsnúin verkafólki. í ályktun fé- lagsins kemur fram að á sanm- ingstímanum hafa ýrnsir for- gangshópar knúið fram sértækar Iaunahækkanir umfram verkafólk og því sé launamunurinn orðinn ískyggilegur. 1 því sambandi er m.a. bent á að stjórnvöld hafa ákveðið sér og sínum launahækkanir sem séu jafnvel einar og sér hærri en mán- aðarlaun verkafólks. Þá hafa al- þingismenn hvar í flokki scm þeir séu tekið við sínum launahækk- unum án þcss að hugur þeirra hafi hvarflað til þeirra verst seltu. I þessu t,i]y.iki séu öll skæðin,e.imj, , Fundurinn bendir á að krafan um 100 þúsund króna lágmarkslaun sé fyllilega réttmæt. Skorað er á öll félög láglaunafólks að standa saman við gerð næstu samninga og knýja fram með góðu eða illu réttlátar launahreytingar og kjara- jöfnun. Þótt oft hafi verið þörf á samstöðu verkalýðsfélaga sé það .pjrta.yupjtið li| hjargar. - GH(| Vilja endurhæfingu eystra Félag hjartasjúklinga á Austurlandi hefur sent frá sér ályktun þar sem tekið er undir ályktanir Austurlandsdeildar SÍBS og hvatt til þess að fjárveitingavaldið og hcilbrigðisyfirvöld beiti sér fyrir því að starf- semi heilsárs endurhæfingardeildar við Fjórðungssjúkrahúsið í Nes- kaupstað verði að veruleika. Einnig er minnt á HL-stöðvar, þar sem unnið er að þjálfun hjarta- og lungasjúklinga „og hefur reynst þeim er hana stunda árangursrík til hættrar heilsu eftir langvarandi veik- ii^í'.OgpiinnkaiVþryk';.^ , . ..

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.