Dagur - 02.11.1999, Blaðsíða 10
10- ÞRIDJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999
ERLENDAR FRÉTTIR
rD^tr
Til sölu__________________________
Til sölu lítill ísskápur stærö 80 x 45 verð:
Tilboð.
Upplýsingar í síma 460-1406 eða
891-7806.
Ökukennsla_________________________
Kenni á nýjan Mercedes Benz A-class
(litla Benzinn).
Útvega öll náms- og prófgögn. Kenni allan
daginn, á kvöldin og um helgar.
Anna Kristín Hansdóttir, ökukennari,
Þingvallastræti 18,
heimasími 462-3837,
GSM 893-3440.
Kirkjustarf_________________________
Glerárkirkja
Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl. 18:10. Á mið-
vikudag hádegissamvera kl. 12-13, orgel-
leikur, helgistund og léttur hádegisverður á
vægu verði. Á fimmtudag opið hús fyrir
mæðurog börn kl. 9-12.
Minnumst þess i erli dagsins.
http://www.umferd.is
sem er.
UMFERÐAR \
RÁÐ
Áskriftarsíminn er
8oo 7080
Ástkær faðir okkar,
JÓHANNES JÓNSSON,
Hóli, Höfðahverfi,
lést á dvalarheimilinu Grenilundi mánudaginn 1. nóvember.
Fyrir hönd systkina
Sveinn Jóhannesson
Tugir þúsunda
taldir hafa farist
Fellibyluriim á föstu-
dag var einu sá al-
versti sem orðið hefnr
á Indlandi.
Erfítt er að vita hve miklu tjóni
og mannskaða fellibylurinn, sem
reið yfír á austurströnd Indlands
á föstudag, olli þar sem bæði
fjarskipti og samgöngur við
svæðið Iágu að mestu leyti niðri
enn í gær.
Þó er vitað að hundruð manna
fórust, en talið er að þúsundir og
jafnvel tugir þúsunda hafí farist
þótt erfítt sé að fá nákvæmar töl-
ur þar um enn sem komið er.
Milljónir manna misstu heim-
ili sitt, þar af 200 þúsund manns
í borginni Bhubaneswar, og er
það sjötti hver íbúi borgarinnar.
Stór hverfí með fátækrahreysum
sópuðust burt með öllu þegar
fellibylurinn reið yfír. Víða er
fólk innlyksa vegna flóða sem
fygldu hamförunum. Einnig er
vitað að a.m.k. fímmtíu fiskiskip
fórust, en þeim hafði verið siglt í
skjól í höfninni í borginni Para-
dip.
Vindhraði mældist allt að 260
kílómetrar á klukkustund og allt
að tíu metra háar flóðbylgjur
riðu á ströndinni. Þetta er einn
allra versti fellibylur sem sögur
fara af á Indlandi.
Töluverður vindur var enn í
gær, þótt mjög hafi nú dregið úr
honum. Sömuleiðis hefur dregið
úr rigningum, sem voru miklar
næstu dagana eftir að ósköpin
riðu yfír.
MikiII órói hefur verið meðal
íbúa á hamfarasvæðunum. I gær
réðst til að mynda hópur fólks á
flutningabíla með hjálparvörum,
en mikill matarskortur og vatns-
skortur hefur verið á hamfara-
svæðunum allt frá því á föstudag.
Um það bil 10.000 indverskir
hermenn voru settir í það starf
að koma hjálpargögnum til íbúa
á svæðinu og voru þær m.a. flutt-
ar með þyrlum.
Stjórnvöld voru gagnrýnd fyrir
að grípa seint til aðgerða vegna
yfirvofandi fellibyls, en bylurinn
hafði haldið sig f fímm daga úti á
Bengalflóa áður en hann hélt til
lands á föstudaginn svo fyrirvari
var góður. Styrkur bylsins var þó
meiri en spáð hafði verið.
Rabins minnst í Osló
NOREGUR - Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Ehud Barak, forsæt-
isráðherra Israels, sögðu báðir að hleypa verði nýju lífi í friðarviðræð-
ur Israelsmanna og Palestínumanna, en vildu jafnframt draga held-
ur úr vonum manna um beinan árangur af leiðtogafundinum í Osló,
þar sem rætt er um málefni Austurlanda nær. Fundurinn, sem hald-
inn er til minningar um Jitsak Rabin, hófst í gær og auk Clintons og
Baraks eru þangað mættir þeir Jasser Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, og Valdimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands. Aðalverkefn-
ið á fundinum er að ganga frá ýmsum atriðum í sambandi við loka-
áfanga friðarviðræðnanna milli Israels og Palestínumanna, en Barak
og Arafat ákváðu að hittast næst á mánudag eftir viku til að ræða
næstu skref.
Kútsma og Simonenko í aðra umferð
ÚKRAlNA - Leoníd Kútsma, forseti Ukraínu, og Simonenko, fram-
bjóðandi kommúnista, verða í kjöri þegar seinni umferð forsetakosn-
inganna í Ukraínu fer fram eftir tvær vikur. Enginn frambjóðandi
náði meirihluta atkvæða þegar kosið var í gær, og verður þess vegna
kosið um tvo efstu í annarri umferð. Kútsma fékk um það bil 36% at-
kvæða, en Simonenko 22 prósent.
Flóttamannabátiir sökk
ÍTALÍA - A.m.k. Ijórir menn fórust þegar flóttamannabátur sökk
undan ströndum Ítalíu í gær. Óhappið varð aðeins nokkur hundruð
metra frá höfninni í Brindisi á suðurhluta Ítalíu og var veðurfar gott.
Tíu manns tókst að bjarga. Talið er að báturinn hafí komið frá
Albaníu.
Prinsiun ergir Blair
BRETLAND - Karl Bretaprins brá sér á refaveiðar um helgina ásamt
sonum sínum, þeim Vilhjálmi og Harry. Þetta athæfi fór nokkuð fyr-
ir brjóstið á Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem lítur svo á að
um beina mótmælaaðgerð hafi verið að ræða gegn fyrirhugaðri laga-
setningu, þar sem bann verður lagt við refaveiðum. Dýraverndunar-
sinnar hafa einnig gagnrýnt feðgana vegna þessa.
Allir
fórust
Grunur uui skenund-
arverk þegar egypsk
flugvél fðrst á simnu-
dag.
Talið var fullvíst að allir farþeg-
ar og áhöfn egypskrar Boeing-
þotu, sem fórst á sunnudag
skömmu eftir flugtak frá New
York, hafí Iátið lífið, alls 217
manns.
Flugvélin hrapaði mjög
skyndilega úr 33.000 feta hæð
aðeins 33 mínútum eftir að hún
fór frá New York, og þykir það
benda til þess að sprenging hafi
orðið um borð. Grunur vaknaði
um að um hryðjuverk hafi verið
að ræða, þótt engin staðfesting
hafi fengist á því síðdegis í gær.
Búist var við að rannsókn á or-
sökum slyssins myndi taka lang-
an tíma.
Flugvélin var á leið frá New
York í Bandaríkjunum til Kaíró í
Egyptalandi. Meirihluti farþeg-
anna voru Bandaríkjamenn, en
fjölmargir Egyptar voru einnig
um borð.
Bandaríska strandgæslan leit-
aði í hafinu að fólki sem hugs-
anlega gat hafa lifað slysið af, en
einungis brak úr vélinni og eitt
lík hafði fundist.
Aðeins tæpar tvær vikur eru
frá því egypskri flugvél var rænt
á flugleiðinni milli Istanbul og
Kaíró, og var vélinni beint til
Þýskalands þar sem flugræning-
inn gafst upp og hlaust ekkert
manntjón af.