Dagur - 02.11.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 02.11.1999, Blaðsíða 8
I' T 8 - I’HIVJVDAGU R 2. NÓVEMBEH 1999 - Ðagur ÞRIDJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 - 9 FRÉTTA SKÝRING Eftírmarkaðiiriim bíður Eftir að ljóst varð hverjir buðu í hlut rík- isins í FBA ríkir nú mesta spennan yfír því hvemig þróunin verður á eftirmarkaði. Stjóm- arandstaðan telur ástæðu til að óttast á meðan stjómarliðar, formaður einkavæðing- amefndar og fleiri sofa rólegir. Hópur fjárfestanna 26, sem gerði tilboð í 51% hlut ríkisins í Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins, FBA, staðfesti síðdegis í gær sölutilboð frá einkavæðingarnefnd um að kaupa hlutinn á genginu 2,8 fyrir alls ríflega 9,7 milljarða króna. Nafnvirði hlutarins er nákvæmlega 3.468 milljónir króna og er þetta stærsta einkavæðing sem fram hef- ur fárið hér á landi til þessa. Hóp- urinn verður að vera búinn að stað- greiða hlutinn fyrir 15. nóvember næstkomandi. Það mun hafa verið Orca-hópurinn, sem fyrir átti 28% hlut í bankanum, sem átti frum- kvæði að samsetningu hópsins með því að leggja inn þátttökutil- kynningu. Sjálfurá Orca-hópurinn óverulegan hlut í tilboðinu fjár- hagslega. Alvcg fram á síðustu stundu á föstudaginn 29. október var verið að koma hópnum saman og tók það einkavæðingarnefndina nokk- urn tíma að ganga úr skugga um að öllum skilyrðum hefði endanlega verið fullnægt. Til að tryggja að engir skyldleikar væru með bjóð- endum þá fékk nefndin ættfræðing til liðs við sig. Eins og sjá má á meðíylgjandi lista er þetta mjög breiður og fjölbreyttur hópur. „Stórkostlegur sigur“ Hreinn Loftsson, formaður einka- væðingamefndar, sagðist í samtaii við Dag vera ánægður með hvemig til tókst og sér iitist afar vel á þann hóp sem bauð (. Ekkert hefði kom- ið honum á óvart í þeim hópi. „Bjóðendur eru að huga að fram- tíðinni og þeir Iíta á FBA sem hag- stæða langtímafjárfestingu. Eg óska þeim alls hins besta og vona að þessi fjárfesting skili þeim góðri ávöxtun í framtíðinni. FBA er öfl- ugt og gott fyrirtæki sem hefur á að skipa óvenju hæfileikaríku starfs- liði og stjórnendum," sagði Hreinn. Hreinn sagði að stjórnvöld gætu verið ánægð með niðurstöðuna. Markmið sölunnar hefði verið að fá fullt verð fyrir allan hlutinn og stuðla að dreifðri eignaraðild. „Ef fram fea-sem horfir þá er um stórkostlegan sigur að ræða, ekki aðeins fyrir stjórnvöld og skatt- greiðendur, heldur fyrir alla þá, sem vilja vinna að frekari einka- -væðingu og losa ríkið út úr rekstri sem það á ekki að vasast í. Um leið hljóta kaupendur og aðrir hluthaf- ar að vera ánægðir svo ekki sé minnst á stjórnendur og starfsfólk FBA,“ sagði Hreinn. Aðspurður hvort hann óttaðist að eignasamsetningin riðlaðist á eftirmarkaði, þ.e. að bankinn endi á fárra höndum, sagðist Hreinn ekki reikna með því. Hann ætti von á því að eignasamsetning í hlut- hafahópi FBA haldist dreifð þó að vissulega kunni að verða einhveijar breytingar á eftirmarkaði. Fljótt náðist samstaða Eyjólfur Sveinsson, stjórnarfor- maður Orca, sagðist í samtali við Dag vera ánægður með hvernig til tókst með tilboðsgerðina. Niður- staðan væri sú besta sem hugsast gat, bæði fyrir fyrirtækið og hlut- hafa þess. Hann sagði fljótt hafa náðst samstöðu í hópnum eftir að Ijóst varð að aðeins ein þátttökutil- kynning hefði borist. Hvort samsetning hópsins ætti eftir að breytast á eftirmarkaði sagði E)jólfur ómögulegt að segja til um á þessari stundu. Fjárfestar ráðstöfuðu sínum eignum eins og þeir völdu. „Eg held að þeir hluthafar sem þarna koma að, séu allir að hugsa dæmið til lengri tíma að vinna með bankanum. Fram undan eru spennandi tækifæri," sagði Eyjólf- Lífeyrissjóðir ekki alveg sammála Einn af stærri fjárfestunum í hópn- um er Lífeyrissjóðurinn Framsýn, eins og kom fram hér að framan. Stjórnarformaður þar er Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssím- ans. Aðspurður af hverju sjóðurinn hefði tekið þátt í tiiboðinu sagði Þórarinn því auðsvarað. Skylda sjóðsins væri að ávaxta þá peninga scm best sem þar söfnuðust. FBA væri áhugaverður kostur sem ætti að geta skilað góðri ávöxtun. „Þessi banki hefur verið að fara nýjar leiðir. Með samhentu Iiði fjárfesta erum við sannfærðir um að hann eigi að geta orðið enn öfl- ugri hér á innlendum Ijármála- markaði og í erlendum verkefn- um,“ sagði Þórarinn. Hann sagði umræður hafa farið fram milli forsvarsmanna lífeyris- sjóðanna um sameiginlega þátt- töku í FBA-útboðinu. Eftir þær viðræður hefðu mismunandi við- horf innan sjóðanna komið ( Ijós um það hvað væri ábatasamt og hvað ekki. Sumir hefðu sýnt FBA áhuga og aðrir ekki. Þórarinn sagð- ist vera ánægður með þetta og það sýndi að lífeyrissjóðir störfuðu ekki sem ein blokk. Eins væru nokkrir lífeyrissjóðir komnir í þá stöðu að geta ekki tekið þátt j verkefnum sem FBA-útboðinu. Astæðan eru lagaákvæði sem segja að þeir mega ekki vera með meira en 35% af eig- in fé bundið í hlutafé. Margir sjóð- ir eru, að sögn Þórarins, komnir upp undir þetta þak, ekki síst vegna fjárfestinga sinna erlendis. Þórarinn sagði brýnt að breyta reglunum, þær væru að hamla því að sjóðirnir næðu enn betri árangri fyrir sína sjóðfélaga. Hann sagði áhuga vera fyrir því innan sjóðanna að ríkisvaldið breytti reglunum. Víða erlendis væri Iífeyrissjóðum heimilt að fjárfesta enn meir í Uutabréfum, þannig væri hlutfall- Á meðal fjárfesta í hópnum sem bauð í hlut ríklslns voru þrír afæðstu stjórnendum FBA, auk bankans sjálfs. Reiknað er með að starfsmenn auki sína hluti í bankanum. - mynd: e.ól. ið í Bretlandi á bilinu 60-70%. Rík- ið ætti að láta stjórnendum sjóð- anna eftir að meta áhættuna og hvar best væri að róa hvcrju sinni. Breytingax í vændiun Aðspurður um eftirmarkaðinn sagðist Þórarinn telja að eignarað- ildin á FBA yrði áfram dreifð. Hann sagðist ekki vita um neinn einn aðila sem væri að leita eftir yf- irtöku á bankanum. Hvort lífeyris- sjóðirnir myndu selja aftur sagðist Þórarinn reikna með að Framsýn myndi eitthvað minnka sinn hlut. Sjóðurinn ætti (yrir rúmt 1% og hlutabréfaeignin ( FBA væri því komin vel yfir 7%. „Lífeyrissjóðurinn á einnig 10% í íslandsbanka þannig að við höfum verið áhugasamir á þessum mark- aði. Það hefur skilað góðum ár- angri fyrir sjóðinn," sagði Þórarinn. Um það var rætt á sínum tíma að sameining FBA og Kaupþings gæti komið til greina, að minnsta kosti var vilji fyrir því hjá Kaupþingi og sparisjóðunum þar til þeir seldu hlut sinn í bankanum til Orca. Nú er talið að sú umræða geti farið af stað á ný. Þórarinn V. vildi ekkert segja um það hvort FBA og Kaup- þing ættu eftir að sameina kral’ta sína. Hins vegar ættu breytingar eftir að eiga sér stað á íslenska fjár- málamarkaðnum í átt til aukinnar hagræðingar. Það væri áhugavert fyrir Iífeyrissjóðina að vera þátttak- endur í því ferli. „Möguleikar eru <mikllr dí því. að tuí ,betri> árángri1 í rekstri á fjármagnsmarkaði á ís- landi. Þetta er langtímafjárfcsting hjá okkur, við erum ekki að leita eftir einhverju sem skilar hagnaði á morgun,“ sagði Þórarinn V. Þórar- insson. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, vildi ekkert segja um það hvort fyrirtækið hefði frum- kvæði að sameiningarviðræðum við eigendur FBA. Hann sagði mestu skipta að bankinn hefði selst. Fáum væri að þakka það meira en Kaupþingi og sparisjóð- unum að áhuginn hefði beinst svona mikið að bankanum. Sigurð- ur sagðist ekki hafa skipt um þá skoðun að mikil hagræðing næðist fram með þessari sameiningu. Góðir möguleikar gæfust á tekju- aukningu þessara fjármálafyrir- tækja. „En áhuginn reyndist nú ekki meiri en þetta, í bili að minnsta kosti,“ sagði Sigurður. Bankinn áður talinn verðlaus eign En hvað skyldu stjórnmálamenn segja um hvernig til tókst með söl- una? Við ræddum lyrst stuttlega við Finn Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, áður en hann steig um borð í flugvél í London í gær. Hann sagðist vera ánægður með söluna, ríkið hefði fengið gott verð fyrir sinn hlut. Rifjaði Finnur það upp að á sínum tíma, þegar FBA varð til, hefði stjórnarand- staðan í umræðum á Alþingi talið að um verðlausa eign væri að ræða. Afhenda ætti sjóðina viðskipta- bönkunum, en FBA varð sem kunnugt er til m.a. með samuna Iðniánasjóðs og Fiskveiðasjóðs. „Nú er ríkissjóður, og skattgreið- endur þar með, að fá á annan tug milijarða fyrir eignina. Þetta tel ég vera aðalatriðið ( málinu," sagði Finnur og vildi ekkert segja til um kaupendurna. Nú eru bara tveir eftir! Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, taldi ástæðu fyrir ríkissjóð og forráðamenn hans að vera ánægða með niðurstöðuna. Gott verð hefði fengist fýrir bréfin og áhuginn í útboðinu sýndi að verðið hefði Iíklega verið í hærri kantinum. „Það er ánægjulegt að einkavæð- ingin skuli hafa tekist svona og að það sé búið að selja einn ríkisbank- ann. Nú eru ekki nema tveir eftir. Það kom mér reyndar á óvart að fleiri skulu ekki hafa gert atrennu með tilboðum. Það kom mér einn- ig á óvart að almenningi skuli ekki hafa verið gert kleift að gera tilboð. Það var alveg opin leið til þess hjá tilboðsgjafanum að auglýsa eftir tilboðum frá almenningi til að vera með. Annars er verðið gott og fyrir mestu að bankinn skuli vera seld- ur. Það er algjör tímaskekkja að ríkið sé að standa ( útlánum á pen- ingum,“ sagði Pétur. Aðspurður um samsetningu hópsins sagði Pétur það vitað mál að lífeyrissjóðir væru þeir aðilar á markaðnum sem hefðu langmest ráðstöfunarfé. Þeir væru að ráð- stafa 90-100 milljörðum króna á ári. Þar af væri nettóráðstöfun um 50 milljarðar á ári. „Menn mega búast við að sjá líf- eyrissjóðina víðar, bæði í einka- væðingu og fjárfestingum almennt. Það gerir enn brýnna að sjóðfélag- ar, sem raunverulega eiga þessa peninga, komi að stjórnum lífeyris- sjóðanna," sagði Pétur. Varðandi þróun mála á eftir- markaði með ríkisbréfin sagðist Pétur ekki hafa skilið ótta margra við það. Reynslan sýndi að fjárfest- ar væru ekki að setja of mikið í einn banka. Skynsamlegra væri að eiga hluti í mörgum fyrirtækjum og leggja ekki allt sitt traust á eitt. „Ég sé ekki að samþjöppun á eignum verði í þessum banka frekar en annars staðar. Hjá Islandsbanka er t.d. engin samþjöppun sem heitið getur. Lífeyrissjóðir eru þar stórir og eru það Iíka hjá FBA og mörg- um öðrum fyrirtækjum." Bankarnir gætu dagað uppi Pétur sagði að nú ætti sú vinna að vera komin á fulla ferð að selja hluti ríkisins í Landsbanka og Hreinn Finnur fngólfsson. t r.i Eyjólfur Sveinsson. Þórarinn V. Þórarinsson. Sigurður Steingrímur J. Einarsson. , Sigfússon. .... ... .***-- *t. *s. * i aj m. -• - Pétur H. Guðmundur BJöndal. Áffli Stefánsson. Búnaðarbanka. Bankarnir gætu dagað uppi ef ríkið héldi áfram eign sinni þar. Samkeppnin væri orðin svo mikil hjá bönkunum og tæknin eftir því. Menn gætu tekið lán í erlendum bönkum heima í stofu með aðstoð tölvunnar. „Landslagið er að breytast mjög hratt. Utibú, sem einu sinni þóttu vera mikil eign bankanna, eru nú orðinn myllusteinn um hálsinn á þeim. Ég hugsa að hefðbundin bankastarfsemi muni leggjast af að miklu leyti. Viðskiptin fara bara í gegnum tölvuna og alla þessa heimábanka og netbanka. Viðhorf- in eru gjörbreytt varðandi útlánin. Nú eru bankarnir í vanda að finna góða skuldara. Biðstofur fyrir utan skrifstofu banka- og útibústjór- anna, sem áður voru troðfullar, eru núna orðnar tómar, gott ef ekki horfnar. Góðir skuldarar eru orðn- ir eftirsóttir viðskiptavinir, menn sem bankastjórar voru að verjast hér á árum áður,“ sagði Pétur. Hann sagði að eftir engu væri að bíða með einkavæðingu hinna rík- isbankanna. Markaðurinn þyrfti engan tíma til að jafna sig eftir FBA. Ráðstöfunarfé lífeyrissjóð- anna segði allt sem segja þyrfti, þeir gætu einir sér gleypt svona pakka eins og FBA fjórum sinnum á ári. „Svo vona ég að erlendir aðilar fari að Ijárfesta hér líka. Þeir hafa verið tregir til þess hingað til. Við fjárfestum miklu meira erlendis heldur en útlendingar hér á landi,“ sagði Pélur H. Blöndal. „Sparigluggatjöld“ „Þetta er nú bara staða andartaks- ins,“ sagði Guðmundur Arni Stef- ánsson, þingmaður Samlý'lkingar- innar, þegar Dagur ræddi við hann utn FBA-útboðið. „Þetta eru spari- gluggatjöld í frumsölunni til þess að menn reyni að standa váð stóru orðin um dreifða eignaraðild. Svo veit enginn hvað gerist daginn eft- ir þegar gengið hefur verið frá frumsölunni. Þess vegna getur bankinn verið kominn á örfárra hendur eftir viku. Eg hef verulegan ótta af því. Við sjáum þróun í þá veruna bæði hér á landi og erlend- is,“ sagði Guðmundur Arni. Hann sagðist alla tíð hafa verið þeirrar skoðunar að búa ætti til Iagaramma um sölu af þessu tagi þannig að eftirmarkaðurinn lúti einnig lögmálum líkt og frumsalan. Allt annað væri fráleitt. Það væri Ktið samhengi ( því að búa til regl- ur um frumsöluna og leyfa eftir- markaðnum svo að leika lausum hala. „Ég b(ð með að reka upp húrrahróp fyrr en ég sé hvemig eft- irmarkaðurinn gerir sig.“ Höfum ráðrúm og tíma Guðmundur Arni taldi eðlilegt að nú önduðu menn að sér og biðu með frekari einkavæðingu ríkis- bankanna. Enginn væri að missa af neinni lest. „Við höfum alveg ráðrúm og tíma. Fram undir þetta hefur einkavæðingin gengið undir þeim forsendum að það þurfi að laga stöðu ríkissjóðs. Það er ekki aðalat- riði málsins. Ég hef talið sjálfsagt að ríkið selji þær eignir sem eru á samkeppnismarkaði og geri það þá þannig að auka við samkeppnina en dragi ekki úr henni. Við í Sam- fylkingunni höfum einnig bent á að þessar gegndarlausu sölur á . þenxjutíraum. ýta 1 frckar undir þensluna heldur en að draga úr henni," sagði Guðmundur Arni. „Sýndarmennska“ Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri-grænna, sagðist ekki hafa svo mikið um sjálfa niður- stöðu útboðsins að segja. Hún væri í samræmi við þær aðferðir sem ríkið valdi. Ljóst væri að sam- keppnin væri ekki mikil um bank- ann. Mergur málsins væri hins vegar sá að út í hött hefði verið að fara út í söluna við núverandi að- stæður. ,Auðvitað átti að byrja á því að móta einhverjar leikreglur í upp- hafi, ef menn vilja hrófla við eign- arhluta ríkisins á annað borð, sem ég tel reyndar að hefði betur verið ógert í framhaldi af klúðrinu í sumar og haust. Það er ekkert nema sýndarmennska að mínu mati að vera með svona regluverk og ættfræðiflækjur til að koma í veg fyrir að menn séu nú ekki of skyldir. Þetta var svo flókið að þeir urðu að ráða sér ættfræðing, líkt og fram hefur komið. Síðan eru engar reglur um það sem getur gerst dag- inn eftir að frumsölunni lýkur. Þá getur þess vegna ein fjölskylda, eða einn fjársterkur aðili, byijað að sópa þessum hlut til sín. Þetta er auðvitað brandari að standa í þess- um æfingum til að Iáta líta svo út að vilji sé fyrir dreifðri eignaraðild. Þetta gagnrýni ég harðast, fyrir utan vitleysisgang og kák í allri þessari framkvæmd," sagði Stein- grímur. Dæmi engan sigurvegara Aðspurður hvort forsætisráðherra hefði beðið ósigur í málinu, í Ijósi fyrri yfirlýsinga hans um Orca- hópinn, höfunda þessa tilboðs sem barst, sagðist Steingrímur ekki vilja dæma um. Þetta væri ekki spurn- ing um hver hefði tapað og hver sigrað. Eins ætlaði hann ekki að taka þátt í umræðu um hverjir ættu þarna í hlut, einstaklingar eða fyrirtæki. „Ég get ekkert að því gert þótt einhveijir af þessum aðilum fari í skapið á forsætisráðherra. Það er hans vandamál. Slík við- brögð dæma sig sjálf. Mergurinn málsins er að mér finnst ekki skipta máli hverjum veitir betur í áflogunum um þennan eignarhlut, fyrst að boðið er upp á þau áfiog á annað borð. Ég dæmi ekki ein- hvern einn sigurvegara í málinu eða einn tapara. Mér finnst öll rík- isstjórnin hafa sett niður fyrir vinnubrögð sín í þessu máli. Það mun reynast ríkisstjórninni skammgóður vermir í þessu tilviki, líkt og öðrum, að reyna alltaf að vinna sigra á sjálfri sér,“ sagði SteingrímurJ. Sigfússon. Fjárfestamir tuttugu og sex Eftirtaldir aðilar staðfestu í gær tilboð sitt (51% hlut ríkisins í FBA. Nafnvirði bréfanna er 3.468 milljónir króna og söluvirðið 9,7 milljarðar. Kaupendur bréfanna eru alls tuttugu og sex, sjö h'feyrissjódir, tíu félög, forstjóri og framkvæmdastjórar FBA og Qórir aðrir einstaklingar, auk bankans sjálfs. Kauphlutur hvers og eins er eftirfarandi í stærðarröð: Lífeyrissjóður verzlunarmanna 6,00% Lífeyrissjóðurinn Framsýn 6,00% Þróunarfélag íslands hf. 5,50% FBA hf. 4,70% Partimonde Holdings Anstalt 4,00% Hannes Smárason 3,50% Gunnar Þór Ólafsson 3,00% Sterkir stofnar ehf. 3,00% Spectra A.S. 2,60% Samvinnusjóður íslands hf. 2,20% Lffeyrissjóður sjómanna 2,00% Eiríkur Sigurðsson 1,80% Samvinnulffeyrissjóðurinn 1,30% Geir Gunnar Geirsson 1,20% Söfnunarsjóður Kfcyrisréttinda 1,00% Bjami Ármannsson 0,60% Lffeyrissjóður Vestmannacyja 0,50% Lífeyrissjóður Vesturlands 0,50% Sund hf. 0,50% Svanbjöm Thoroddsen 0,30% Tómas Krístjánsson 0,30% Erlendur Magnússon 0,10% Fjárfestingarfélagið Gaumur hf. 0,10% Jón Ólafsson & co sf. 0,10% Oddeyri ehf. 0,10% Óháði fjárfestingasjóðurinn hf. 0,10% Kaupverð í milljónum kr. 1.142,4 1.142,4 1.047,0 894.9 761.6 666.4 571,2 571.2 495,0 418.9 380,8 342.7 247.5 228.5 190,4 114.2 95,2 95,2 95,2 57,1 57,1 19,0 19,0 19,0 19,0 19,0 Til frekari upplýsingar skal þess getið að Partimonde Holdings Anstalt cr á vegum Gunnars Björgvinssonar, flugvélasala f Lúxem- borg, Spectra A.S. er verðbréfafyrirtæki, starfrækt á lslandi, Odd- eyri ehf. er í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar, Óháði fjárfestinga- sjóðurinn hf. er í eigu Eyjólfs Sveinssonar og Sveins R. Eyjólfsson- ar, Fjárfestingarfélagið Gaumur hf. er f eigu Kristínar Jóhannes- dóttur, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Jóhannesar Jónssonar, Sund hf. er Ijárfestingarfélag Gunnþórunnar Jónsdóttur, ekkju Óla í OIís, og Sterkir stofnar ehf. er fjárfestingarhópur, oft kenndur við Áburð- arverksmiðjuna. j' - *' ~‘ - • “-•■ * *;•• •• •• . I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.