Dagur - 02.11.1999, Blaðsíða 13

Dagur - 02.11.1999, Blaðsíða 13
ÞRIDJUDAGV K 2. NÓVEMBER 1999 - 13 t^trr ÍÞRÓTTIR Stjömuhrap Chelsea Horacio Carbonari, ieikmaður Derby, í baráttu við Gianfranco Zoia hjá Chelsea í 3- 7 sigurleik Hrútanna á Pride Park á laugardaginn. Derby vaknaði til lífs- ins. Leeds leiðir deild- ina áfram. Sterkt hjá United. Lánið lék ekki við Wimbledon. Watford vantar sterk- ari leikmenn. Þegar úrslit helgarinnar í enska boltanum eru skoðuð stendur tap Chelsea fyrir Derby upp úr. John Smith og lærisveinar hans hjá Der- by hala átt alleitu gengi að fagna það sem af er leiktíðinni. Glæsileg- ur sigur Hrútanna á stjörnuprýddu Iiði Chelsea ætti að vekja sjálfs- traust manna á Pride Park aftur til lífsins. Derhy hefur alla möguleika til að klóra sig út úr vandræðum sínum. Sunderland heldur enn áfrani sigurgöngu sinni. Tottenham varð að sætta sig við ósigur gegn nýlið- unum. Sá sigur sýnir að það er engin tilviljun hver staða Sunder- land er í dag. Liðið hefur tapað færri stigum en Arsenal, sem gerði markalaust jafntefli við Newcastle. Bobby, gamli, Robson sagðist ekkert skammast sín fyrir þá leik- aðferð sem Newcastle Iék gegn Arsenal. „Stigin eru mikilvægari en allt annað fyrir okkur í þeirri stöðu sem liðið er í. Ef við ætlum að lifa af veturinn þurfum við að ná í stig. Það er mikilvægara en að bera ein- hvern sirkus á borð lyrir stuðn- ingsmenn okkar.“ United að hressast Stórgóður 3-0 sigur Manchester United á Aston Villa hefur eflaust verið kærkominn á kontórnum hjá aðalsmanninum, Ferguson, eftir misjafnt gengi United í október. Leikurinn staðfesti mikilvægi Roy Keane fyrir framgang meistaranna og undirstrikar rækilega hvers vegna Alex Ferguson er tilbúinn til að brjóta allar reglur um launa- greiðslur á Old Trafford ef það verður til þess að halda í Irann. Ian Harte tn'ggði Leeds 1-0 sig- urinn á West Ham fyrir framan rúmlega 40 þúsund stuðnings- menn liðsins á Elland Road. Þar með heldur Leeds forystunni í deildinni með Manchester United á hælunum. Egil Drillo Olsen var sá sem síð- astur hló á Selhurst Park á laugar- daginn. Eftir látlausar sóknir Wimbledon í fyrri hálfleik náði Southampton óvænt forystunni. Það var ekki fyrr en á síðustu mín- útu leiksins að Brjálaða gengið náði að jafna. Olsen sagði að þetta væri sennilega besti leikur liðsins undir sinni stjórn. Eftir að Her- mann Hreiðarsson var keyptur til liðsins er vörnin farin að ráða bet- ur við verkefni sitt. „Nú þurfuni við bara að fara að nýta betur fær- in sem við fáum. I dag hefðum við átt að vinna með minnst fjórum mörkum," sagði Drillo. A sama tíma og Wimbledon nælir í eitt og eitt stig sígur allt á ógæfuhliðina hjá nágrönnum þeirra í London, Watford. Leikur liðsins gegn Coventry á sunnudag- inn staðfestir það að liðið þarf að fá til sín fleiri mun sterkari Ieik- menn en það hefur nú. Leikkerfi þeirra var alls ekki út í hött. Strák- arnir réðu einfaldlega ekki við verkefni sitt. Það er höfuðverkur Graham Taylor númer eitt. Arsenal - Newcastle 0-0 Derby - Chelsea 3-1 (Burton, 7. Delap, 80. 88.) - (Leboeuf, 10.) Leeds - West Ham 1 -0 (Harte, 57) Leicester - Sheffield W. 3-0 (Taggart, 24. 36. Cottee) Manchester U. - Aston Villa 3-0 (Scholes, 30. Cole, 45. Keane, 65) Middlesbrough - Everton 2-1 (Zige, 15. Deane, 61.) - (Campell, 3.) Wimbledon - Southampton 1 -1 (Gayle, 90.) - (Pahars, 67.) Coventry - Watford 4-0 (Keane, 17. Frogatt, 34. lladji, 49. McAllister, 62. Víti) Sunderland - Tottenham 2-1 (Quinn, 10. 21.) - (Iversen, 63.) Markahæstir: 13 mörk: Kevin Phillips, Sundcrland 11 mörk: Alan Shearer, Newcastle 9 mörk: Michael Bridges, Leeds Andy Cole, Manchester U. 8 mörk: Dion Dublin, Aston Villa Dwight Yorke, Manchester U. 7 mörk: Nwankwo Kanu, Arsenal Muzzy Izzet, Leicester Steffen Iversen, Tottenham 6 mörk: Robbie Keane, Coventry Kevin Campbell, Everton Tony Cottee, Leicester Brian Deane, Middlesbrough John Hartson, Wimbledon 5 mörk: Davor Suker, Arsenal Rory Delap, Derby Niall Quinn, Sunderland Paolo Di Canio, West Ham Öruggt hjá Rosenborg Rosenborg vann sinn áttundabikarsigur, 0-2 á Brann á laugardag- inn. Ami Gautur Ara- son annar íslendingur- inn sem viimur norska bikarinn. Besta tímabil í sögu Rosenborgar. Rosenborg sannaði á laugardaginn að liðið er langsterkasta lið Nor- egs. Eftir hundleiðinlegan fyrri hálfleik, þar sem Brann var skárra liðið ef eitthvað var, tóku meistarn- ir leikinn í sínar hendur og stjórn- uðu ferðinni. Eftir fyrra mark Jan Derek Sörensen brotnaði Brann niður í frumeindir sínar og voru eins og lömb á leið til slátrunar lengst af seinni hálfleik. Maður leiksins var tvímælalaust Jan Der- ek, sem skoraði bæði mörk Rosen- borgar. Þetta var þriðja tilraun hans til að vinna bikarinn. Áður hafði honum mistekist með bæði Bodö/Glimt og Rosenborg í fyrra. Nú tókst það með eftirminnilegum hætti hjá leikmanni, sem margir voru búnir að afskrifa sem bara efnilegan en aldrei góðan fyrir ári síðan. Með sigrinum tryggði Ros- enborg sitt besta tímabil í sögu fé- lagsins. Arni Gautux fékk bikar - Ámi Gautur Arason fékk verðlaun eftir bikarleikinn. Átti hann von á því? „Eiginlega ekki þar sem maður þarf að hafa leikið minnst þrjá leiki í bikarkeppninni eða koma inn á í úrslitaleiknum. Þannig eru regl- urnar í norska boltanum. En svona er nú karlinn (Nils Arne Eggen, þjálfari Rosenborgar) bara. Það var mjög gaman að fá að koma inn á þó það væri ekki meira en hálf mínúta. Þú verður að segja frá því að ég hafi átt stórleik sagði mark- maðurinn bros- andi.“ - Nú varst þú héma líka í fyrra þegar Rosenborg tapaði jyrir Sta- bæk. Að hvaða leyti var þessi leik- ur öðruvtsi en þá? „Það er erfitt að segja. Sá leikur var náttúrulega mjögjafn og bæði liðin gátu þá unn- ið. Við höfum ver- ið að spila þessa alvöru ieiki okkar mjög vel í haust, Evrópuleikina. Við vorum allir ákveðnir í dag að liðið þyrfti að standa sig. Við ætluðum alla vega alls ekki að koma hingað annað árið í röð til að tapa bikarúrslita- leik.“ - Undirbúningurinn fyrir þennan leik. Var hann eitthvað öðruvísi en fyrir þessa stórleiki sem þið haftð verið að leika undanfarið? „Nei svo sem ekki. Hann var þó öðruvísi aðjiví Ieyti að við komum hingað til Oslóar í gær. Venjulega komum við bara á leikdegi þegar við spilum hérna. Annars var þetta bara cins og fyrir alla Ieiki hjá okk- ur.“ - Nú hlýtur fyrri hálfleikurinn í dag að hafa verið hundleiðinlegur fyrir ykkur ekkert stður en áhorf- endur. Breytti karlinn eitlhvað um taktík t hálfleik? „Nei alls ekki. Við fengum bara að hcyra það hjá honum og hann lét alla skilja það að við ættum bara að spila okkar leik. Þegar menn fóru út voru allir ákveðnir í því. Síðan bara kom þetta hjá okk- ur. Eftir fyrsta marldð okkar þurfti Brann að sækja og sú staða hentar okkur mjög vel. Við stjórnuðum leiknum eftir það og þeir fengu mjög fá mark- tækifæri. Það var aðeins í lokin að þeir áttu einhver skot á markið. Við höfðum fulla stjóm á því sem við vorum að gera og það er það sem skiptir máli í svona leikjum." Gott gengi í Meistaradeildinni - Nú er það Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. Þetla hefur verið mjög stíft hjá ykkur síðustu vikum- ar? „Já, það má segja það. Það er nú samt mjög góð tilfinning að við erum búnir að tryggja okkur áfram. Það hafði örugglega góð áhrif á okkur í dag að úrslitin í HoIIandi skipta ekki neinu máli. Það var engin pressa á okkur vegna leiksins á þriðjudaginn. Við erum þegar búnir að vinna riðilinn okkar og komnir áfram. En það er alveg klárt að þó við séum öruggir áfram reynum við að ná í stig í leiknum." - Samkvæmt fréttum i síðustu viku er Rosenborg sjöunda besta lið i heiminutn. I lafið þið sett ykkur einhver ákveðin markmið i Meist- aradeildinni? „Já, já. Samkvæmt CNN erum við það. En ég veit nú ekki hversu mikið er að marka þá könnun. Við höfum alla vega verið að vinna þau lið sem eru talin með þeim allra bestu í Evrópu. Það segir eitthvað til um styrk okkar að vera búnir að vinna riðilinn áður en síðasta um- ferðin er Ieikin. Leikurinn við Dortmund í Þýskalandi var nátt- úrulega alveg ótrúlegur og vegur sjálfsagt mikið í þessari röðun á okkur. Urslitin þar voru mjög óvænt fyrir flesta og við sjálfir átt- um ekki von á þeim. En við höfð- um ekki sett okkur nein ákveðin markmið önnur en þau að reyna að komast áfram í millikeppnina. Nú hefur það tekist og þá er bara markmiðið að gera eins vel og við getum.“ - Hvemig er það þegar þið kotnið niður til Evrópu og leikið við þá bestu við bestu aðstæður sem evr- ópskur fótbolti hefur upp á að bjóða. Lítið þið ekki á ykkur eins og hverja aðra isbimifrá Norður Nor- egi í viðleitni til að komast af? „Eg veit það nú ekki. Eg held að flestir leikmanna okkar séu farnir að venjast þessu. Við leikum bara okkar leik og höfum náð því bæði á heimavelli og útivelli. Það hefur sitt að segja. Eg held að enginn í Rosenborg hafi neina minnimátt- arkennd þó liðin heiti einhvetjum frægum nöfnum. Það sást best í Dortmund, þar sern við einfaldlega keyrðum yfir þessa íyrrum Evrópu- meistara." - Nils Ame sagði að þið væmð vitlausari en hann héldi ef þið óskuðuð ykkur Manchester United sem næstu mótherja. Idvað segir þú um það? „Sagði hann það já. Jú ég held að það sé rétt hjá honum. Þó United sé mitt uppáhaldslið vil ég frekar mæta þeim seinna. Það væri gaman að rnæta þeim í úrslita- leiknum.“ — GÞÖ Úrslit uin helgina Körfiibolti Bikarkeppni karla Stafholtst. - KRb 86-82 Dalvík - Selfoss 86-82 Stjarnan - Grindav. 51-86 ÍV - ÍR 82-90 Fjölnir - Haukar 46-107 Árm./Þr. - Tindast. 69-115 GG - Smári 63-58 ÞórAk. -KFÍ 82-91 Breiðabl. - Hamar 56-88 Keflav. - Njarðv. 76-97 ÍS - KR 48-89 Þór Þor. - Skallagr. 64-96 Valur - ÍA 66-85 Úrvalsdeild kvenna 59-66 56-60 IUMFG - KFI UMFG - KFÍ Keflavík KR ÍS KFÍ Tindastóll UMFG 376:261 10 289:181 6 219:208 6 244:291 4 208:276 0 205:324 0 Handholti Úrvalsdeild kvenna Valur - Fram KA - Víkingur 30-17 13-18 UMFA - Grótta KR 19-34 ÍBV - Stjaman 32-26 ■ Haukar - FH 17-17 Gr./KR 6 5 1 0 146:106 11 Víking. 5 4 1 0 97:84 9 Valur 6 4 0 2 150:114 8 Haukar 5 3 2 0 126:93 8 ÍBV 5 3 1 1 134:107 7 FH 6 2 2 2 141:113 6 Stjarnan 6 3 0 3 156:143 6 Fram 5 1 0 4 100:114 2 ÍR 5 1 0 4 84:116 2 KA 6 0 1 5 99:145 1 UMFA 5 0 0 5 79:177 0 Úrvalsdeild karla ÍBV-ÍR 26-17 KA - Stjarnan 25-27 UMFA - Haukar 26-24 FH-HK 18-18 Fylkir - Fram 22-31 UMFA 6 5 1 0 163:139 11 5 0 1 156:148 10 4 0 2 171; 132 8 3 2 1 129:126 8 3 1 2 139:139 7 3 0 3 137:134 6 2 1 3 153:145 5 2 1 3 138:142 5 2 1 3 134:149 5 2 0 4 146:151 4 Fram KA FH ÍR Valur Haukar 6 HK 6 ÍBV 6 Stjam. 6 Víking. 6 1 1 4 146:164 3 Fvlkir 6 0 0 6 125:168 0 [ 2. deild karla Selfoss - Fjöinir 28-22 Grótta/KR - Fram B 26-14 Breiðablik - ÍR B 28-23 Gr./KR 4 4 0 0 120:78 8 Selfoss 3 2 0 1 75:66 4 Breiðab. 3 2 0 1 73:66 4 ÍRb 3 2 0 1 79:74 4 Fjölnir 3 2 0 1 76:76 4 Fram b 3 1 0 2 59:72 2 ÍH 2 0 0 2 53:61 0 Þór Ak. 2 0 0 2 41:52 0 Völsung. 3 0 0 3 65:96 0 LeiMr í kvöld Handbolti M Bikarkeppni karla KI. 20:15 Fjölnir - ÍBV Kl. 21:00 Fram B - Valur Kl. 20:00 Valur b - Breiðab. b Miðvikud. 3. nóv. Kl. 19:30 ÍR B - ÍH KI. 20:00 Fylkir - Stjarnan Kl. 20:00 Völsungur - FH Kl. 20:00 ÞórAk. - Víkingur Kl. 20:30 FH B - HK Kl. 20:00 Selfoss - ÍR Kl. 20:00 Breiðablik - Fram Kl. 20:00 ÍBV B - Haukar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.