Dagur - 02.11.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 02.11.1999, Blaðsíða 6
6 - ÞKIÐJUDAG V R 2 . NÓVEMBEH 19 9 9 ro^u- ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Simar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasötuverð: Grænt númer: Netföng auglýsingadeildar: Simar auglýsingadeildar: Símbréf auglýsingadeildar: Simbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.900 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is (REYKJAVÍK)563-161 5 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Gréta Björnsdóttir 460 6161 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Frelsi og tískuæði í fyrsta lagi „Gemsi“ er nafnið á fótanuddtæki ársins á Islandi. Fram hef- ur komið að langflest skólabörn eru nú þegar með slíkan síma í farangrinum. Líklega munu sum þessara símtóla koma að meira gagni en nuddtækin frægu sem lágu árum saman ónot- uð í geymslum og/eða bílskúrum landsmanna og gera kannski enn. En „gemsavæðingin" er dæmigerð fyrir það hvernig nýtt æði grípur þjóðina á ári hveiju. Nú eru það börnin sem þurfa að eignast tískutækið, og auðvitað af því að allir aðrir eru með það. Símakostnaður heimilanna verður vafalaust mikill og mun reynast mörgum erfiður, ekki síst hjá þeim mörgu ijöl- skyldum þar sem góðærið hefur ekki enn látið sjá sig. En síma- fyrirtækin græða. í öðru lagi Annað æði Islendinga og mun alvarlegra er klámvæðingin sem tröllriðið hefur borgarbúum síðustu mánuði og er nú að ber- ast út um landið. Þessi bylgja er ekki sprottin af sjálfu sér; hún er bein afleiðing af þeim ákvörðunum stjórnvalda að gefa allt frjálst í áfengis- og gleðilífí þjóðarinnar. Nú virðast ýmsir tals- menn kerfisins loksins sjá að í óefni er komið, en það gengur hægt að taka á vandanum - meðal annars vegna þess að „frels- ið“ verður áfram að hafa forgang. Og eftirspurn eftir ldáminu er svo sannarlega fyTÍr hendi, ekki síst hjá þeim sem lifa á markaðnum alla daga og telja að það sé ekkert ósiðlegra að kaupa lifandi manneskju en dauð verðbréf. 1 þrið ja lagi Klámbylgjan er eðlileg afleiðing þeirrar óheftu markaðshyggju sem íslendingar hafa játast undir um hríð. Þegar allt er gefíð frjálst án þess að kannað sé fyrirfram hvaða afleiðingar það muni hafa, þá er þess að vænta að gróðafíklar leiti í þá starf- semi sem löngum hefur verið arðbærust á jarðríki - það er að höfða til lægstu hvata mannskepnunnar og fá borgað fyrir. Vonandi nær sú andúð á taumlausri klámvæðingu, sem nú gerir loksins vart við sig, að magnast svo á næstunni að stjórn- völd neyðist til að hemja ósómann. Elías Snæland Jónsson Utvarpssj ónvarp eða sjónvarpsútvarp Garri fylgdist af áhuga með morgunsjónvarpinu nýja á Stöð 2 í gærmorgun, enda vert að gefa gaum að hinu nýjasta í innrás ameríska draumaþjóð- félagsins í þjóðarsál Islend- inga. Garri hefur reyndar lengi verið efins um gildi þess að samtengja útvarp og sjónvarp, enda oftsinnis komið í Ijós þegar hann er á ferð í bílnum og heyrir fréttaþulinn vara við myndum sem fylgja fréttinni eða þá þegar veðurfræðingur- inn bendir á tiltekinn stað á ís- Iandskortinu og segir að lægð- in verði um það bil hérna um hádegisbilið. Sem út- varpshlustandi við þessar og aðrar ámóta aðstæður hefur Garri oft fengið þá tilfinn- ingu að vera dálítið ut- anveltu og einatt skipt þá yfir á pfrzugjafa- þætti hinna útvarps- stöðvanna. Nóg annað Garri verður reyndar að viðurkenna að hann horfði ekki á nema hluta morgunsjónvarpsins en svona hlustaði á það líka inn á milli um leið og vinna dagsins hófst. Það verður líka að segj- ast eins og er að Garri er efins um að margir muni gefa sér tíma til að kveikja á sjónvarp- inu og horfa á morgunútvarp Bylgjunnar yfir ristaða brauð- inu eða súrmjólkinni. Miðað við hvernig flestir Islendingar hegða sér í morgunumferðinni er deginum ljósara að tími er það sem vantar og þá er ekki á bætandi stressið með því að ætla að fara að eyða tíma framan við sjónvarpsskjáinn á meðan maður flýtir sér í fötin, finnur til nesti fyrir krakkana, Guðjón Guð- mundsson - glæsimark i útvarpii tínir saman útifötin sem hanga á snúrunni frá því dag- inn áður og setur í leikskóla- pokann, reynir af veikum mætti að bleyta hárið og greiða til að sýnast nýþveginn en ekld nývaknaður. Og svo framvegis. Og svo framvegis. Garri hefur nóg að gera á morgnana svo ekki bætist nú sjónvarpsglápið við. Sjáum þetta aftur! Það var síðan endanlega til að undirstrika vantrú Garra á þessu fyrirbæri og framtíðarmöguleikum þess þegar hinn góð- kunni íþróttafrétta- maður Guðjón Guð- mundsson hóf að segja frá íþróttum kvöldsins áður. Eigi eitthvert sjónvarpsefni ekki heima í útvarpi þá er það íþróttalýsing eins og þessi: „...og síðan innsigluðu þeir sigur- inn með þessu glæsi- Iega marki, sjáiði hvað hann sólar hann flott og bang, boltinn steinliggur í netinu. Við skulum sjá þetta aftur!“ Þetta voru að vísu ekki orð Guðjóns nákvæmlega en lýs- ingin var greinilega aðeins gerð fyrir sjónvarp og ekkert annað en sjónvarp. Garra fannst eins og morgunútsjón- varp Bylgjustöð2 hafi eiginlega ekki áttað sig á því hvort það er útvarpsþáttur eða sjón- varpsþáttur eða hvort tveggja eða hvorugt. Morgunþættir Bylgjunnar voru ágætir sem slíkir og best að halda þeim - í svart/hvítu. GARRI JÓHANNES SIGURJÓNS- SON skrifar Landsbyggðarflóttinn er vin- sælasta vandamál samfélagsins um þessar mundir og eru margir spekingar í blóðspreng við að Ieysa þennan vanda og hafa sum- ir verið lengi að. Stjórnmála- flokkarnir hafa beitt sér í byggða- málum og skipað margar úr- valdsnefndirnar til að skilgreina vandann og leita leiða til lausna. En árangurinn til þessa er því miður ekki í réttu hlutfalli við erfiðið. Stjórnvaldsaðgerðir. hafa sem sé ekki dugað og ekki heldur yf- irgripsmikil skýrslugcrð og um- fjöllun í fjöhniðlum, nú síðast bráðgóðir þættir Stefáns Jóns Hafstein á stassjón 2. Og hvað er þá til ráða? spyrja ráðalausir. Náttúrlega liggur beinast við og er hin íslenska leið að setja sam- an nýjar nefndir til að endurskil- greina vandann. En cinnig væri ekki úr vegi að huga að þeim lög- niálum sem við lýði eru í landinu og móta þróun á ílestum sviðum Landsbyggðin lokkar og laðar samfélagsins. Sem sé mark- aðslögmálunum. Það þarf að huga að framboði og eftirspurn í byggðamálum og finna leiðir til að auka eftirspurn eftir lands- byggðinni. Það þarf sem sagt bara að selja landsbyggðina og það verður auð- vitað best gert með auglýsingum. Uggur í brjósti Um helgina bárust af þvf fréttir að 82% Reykvíkinga, sem eru á gangi í sinni heima- byggð að næturþeli, óttast um öryggi sitt og eiga von á því á hverri stundu að á þá verði ráðist og þeim nauðgað eða misþyrmt. Aðeins um 33% landsbyggðar- manna bera hinsvegar ugg í brjósti þegar þeir rölta um aðal- götuna sína í skjóli nætur. Þá var þess og getið í fréttum að í Reykjavík sé nú vcrið að út- hýsa leikskólabörnum í stórum stíl og hafa þó blessuð börnin fátt til saka unnið. Þessar stað- reyndir og margar fleiri væri hægt að nota í markaðssetningu landsbyggðarinnar og auglýs- ingaherferð sem nauðsynlegt er að stjórnvöld styrki til að vinna bug á flótt- anum til höfuðborg- arinnar. Auglýsingar á borð við þessar kæmu t.d. til greina: Hlaiul fyrir höfuöborgar- hjartað - Færðu hland lýrir hjartað í Austurstræti að næturlagi? Flyttu þá út á land, þar sem glæpamennirnir fara snemma í háttinn. - Landsbyggðin, þar sem ieik- skólarnir leyfa börnunum að koma til sín og banna þeim það eigi. - Rjúpurnar, laxarnir, silung- arnir, hreindýrin og aðalbláberin halda sig á landsbyggðinni. Styttu veiðitúrinn, nálgastu berjamóinn og flyttu út á land. - Búðu allan ársins hring í sumarbústað, fjarri skarkala borgarinnar. Landsbyggðin bíður þín. Býður borgin betur? - Ertu orðinn leiður á umferð- aröngþveiti? Eru börnin þín hætt að þola strætó? Flytjið útá land og labbið í vinnuna og skólann. - - Langar þig upp á svið? Ertu orðinn leiður á að sitja frammi í sal? Leikfélögin á landsbyggð- inni eru að bíða eftir manni eins og þér. Og svo framvegis. Þegar aug- lýsingar í þessum dúr hafa þjarmað að Iandsmönnum í þrettán mánuði cða svo, þá fara Reykvíkingar væntanlega að streyma út á land. Því það hlýtur fjandakornið að vcra hægt að markaðssctja landsbyggðina ekki síður en kók, dömubindi og fóta- nuddtæki. Ha? sva ráö Ergagnrýni Steingríms Hermannssonar á Fram- sóknarflokkinn réttmæt? (í helgarviðtali Dags fór Stein- grimnr Hermannsson mikinn og gagnrýndi forystumenn flokksins m.a. fyrir stefnuna í umhverfis- og Evrópumálum.) Páll Pátursson jélagsntálatáðherra. „Eg er sammála Steingrími í Evr- ópumálunum eins og alltaf. En það er helvíti að hann skuli ekki hafa verið kom- inn á þessa skoð- un sem hann hefur í Eyjabakka- málinu þegar hann stóð að því að sökkva heiðum undir Blöndulón, þar var sökkt 60 ferkílómetrum af algrónu landi en þeir hefðu kom- ist af með þriðjungi minna lón hefði annað Iónstæði verið valið. Þegar framkvæmdir við Blöndu voru ákveðnar var Steingrímur áhrifamikill í ríkisstjórn og að ákvörðun stóðu Hjörleifur og hann.“ Jakob Bjömsson bæjarjulltr. Framsókmtfl. áAkureyri. „Steingrímur fell- ur í þá gryfju að vera á móti virkj- unaráformum eystra en bendir ekki skýrt á aðra kosti og gerir Iítið úr þeim rann- sóknum á umhverfi sem fram hafa farið, þó umhverfisáhrif séu ekki metin skv. núgildandi lögum. Mér finnst Steingrímur gera lítið úr því að menn vilji nú af raunsæi ræða Evrópumálin. Og gagnrýni á Halldór fyrir að vera of mikið erlendis finnst mér ekki sann- gjörn, þegar hann gegnir mikil- vægum störfum á alþjóðavísu." ísólfur Gylfi Pálmason þ ingmaðurFramsókttar. „Eg er einsog aðr- ir framsóknar- menn bæði víð- sýnn og umburð- arlyndur og alla tíð hef ég haft mætur á Stein- grími Hermanns- syni, sem átti farsælan feril í stjórnmálum. Hinsvegar finnst mér orka tvímælis þegar menn sem farnir eru út af sviðinu viðra skoðanir sínar með þessum hætti opinberlega, vilji menn halda áfram að hafa áhrif er rétti vett- vangurinn innan flokksins." Herdis Á. Sæmundsdóftir leiðtogi Framsókmr í SkagafiiðL „Ég get að mörgu leyti tekið undir sjónarmið Stein- gríms um auð- hyggju og græðgi, en þau gildi eru áberandi í um- ræðunni í dag. Hvað varðar Eyjabakkamálið er ég fylgjandi því að virkjað verði eystra og vil að málið verði tekið upp á Alþingi með rökum, en ekki tilfinningunum einum einsog einkennandi hefur verið. Við verðum að halda landinu í byggð og nvta náttúruna en ekki ganga á hana þpnnjg að evðilagt sé.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.