Dagur - 02.11.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 02.11.1999, Blaðsíða 1
Margt hálf hlaegi- legt 1 sMpuIaginu Svæðisskipulag iiöf- uðborgarsvæðisins. Garðbæiugum ekki skenunt. Finnst sinn hlutur ekki sem skyldi. Ætla sér stóra hluti með sinn mið- bæ. Ingimundur Sigurpálsson, bæjar- stjóri í Garðabæ, segir að ýmislegt í tillögum samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæð- isins sé hálf hlægilegt. I það minnsta það sem snýr að hlut Garðabæjar í þeim. Að því leyti segist hann líta á margt af því sem fram kemur í tillögunum sem frumorð á blaði. Hinsvegar telur hann að vitræn umræða um skipulagsmálin sé af hinu góða. Það á síðan eftir að reyna á það hvort menn komast að sæmilegri pólitískri niðurstöðu um svæðis- sldpulagið. Verulegar at- hugasemdir Bæjarstjórinn segir að bæjar- stjórn Garðabæj- ar sé ekki búin að móta neina af- stöðu til fram- kominna tillagna samvinnunefnd- arinnar um svæð- isskipulagið höfuðborgar- svæðinu, enda sé málið enn vinnslustigi. Hann bendir þó á að bæjarstjórn- in sé búin að gera verulegar at- hugasemdir um skilgreiningar nefndarinnar á svonefndum kjörnum. I því sambandi telja menn að það liggi ekki fyrir rök- studd skilgreining á því hvernig eigi að útfæra þessa kjarna og hvernig þeir séu hugsaðir. Sem dæmi nefnir bæjarstjórinn að það sé hálf cinkennilegt að horfa uppá það að miðbæjarkjarni Reykjavík- ur sé skilgreindur Irá Kvosinni og inn í Skeifu. A sama tíma sé ver- ið að skilgreina tvo kjarna í Kópavogi. Ann- arsvegar Smár- ann og hinsvegar Hamraborgina sem Garðbæing- um finnst vera hálf einkennileg framsetning. Ingimundur segir að menn séu að bíða eftir frekari skýringum, enda sé enn verið að vinna að þessu máli í nefndinni og meðal sveitar- stjórnarmanna í þeim átta sveitar- félögum seni hlut eiga að máli. Þá telur hann að vinnan við svæðis- skipulagið hafi út af fyrir sig ekk- ert með sameiningarmál sveitar- félaga að gera á svæðinu, enda sé það allt annað mál. Hinsvegar sé viðbúið að þetta geti leitt til auk- innar samvinnu sveitarfélaganna. Bam í brók Ingimundur segir að menn hafi allan þann tíma sem til þarf til að skoða kosti og galla á öllum þeim hugmyndum og tillögum sem fram koma um svæðisskipulagið. Hann segir að svona skipulag verði aldrei barn í brók nema að menn nái samkomulagi um aðal- þættina í því. Í því sambandi bendir hann á að Garðbæingar ætla sér stóra hluti með sinn mið- bæ. Af þeim sökum munu þeir ekld sætta sig við það að hann verði settur á einhvern annan pall cn aðrir miðbæir í kringum þá. Þessvegna gefur bæjarstjórinn ekki mikið fyrir þá hugmynd að miðbær Garðabæjar verði flokk- aður sem einhver C-kjarni eins og gert sé ráð fyrir í tillögum sam- vinnunefndarinnar. Samkvæmt þeim sé gert ráð fyrir að núver- andi kjarni verði styrktur með fyr- irtækjum úr upplýsingaiðnaði í góðu samræmi og sátt við nær- liggjandi íbúðahverfi. — GRH Ingimundur Sigurpálsson bæjar- stjórí í Garðabæ. Vonbrigði með Bjork „Jú, við getum ekki leynt vonbrigð- um okkar þar sem við höfðum lagt mikið í kynningu á aíbending- unni,“ sagði Nanna Sveinsdóttir, umboðsmaður danska fyrirtækis- ins Bröste hér á landi. Aðstand- endur Bjartsýnisverðlauna Bröst- es, sem afhent voru í nítjánda og síðasta sinn á laugardag, fengu þau skilaboð rétt fyrir afhending- una frá umboðsmanni Bjarkar Guðmundsdóttur, að hún myndi ekki mæta væru sjónvarpstöku- menn og Ijósmyndarar blaðanna viðstaddir. Svo fór að aðeins einn ljósmyndari, sem Bröste-umboðið réði, fékk að taka myndir. „Mér fannst Björk bera merki þess að hún væri feimin og ótta- slegin. Skiljanlega fannst Peter Bröste, stofnanda og aðstandanda verðlaunanna, þetta ekki sniðugt því þetta var jú hans veisla,“ sagði Nanna, en þess má geta að fjöl- miðlar fengu að mynda óáreittir þá hátíðardagskrá sem fram fór í Salnum í Kópavogi í tilefni þess að verðlaunin voru afhent. - BJB Unibank Það var aðeins einn Ijósmyndari sem mátti taka myndir við verðlaunaafhendingu Bröste-verðlaunanna, Ijósmynd- ari sem var á vegum Bröste-umboðsins hér á landi. Björk Guðmundsdóttir heldur á ávísuninni, milli þeirra Peters Bröste, stofnanda verðlaunanna, og Úlafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands, sem afhenti verðlaunin, 50 þús- und krónur danskar, eða um 550 þúsund íslenskar krónur. - mynd: bragi ðo OKTff/J 50 ooo FEMTI Tuíj/NDE éjörk amjNDGoörriR FBA er á leiðinni úr eign ríkissjóðs. Tilboði sMlað Gestur Jónsson, lögmaður fjárfest- anna sem buðu í FBA, skilaði stað- festingu síðdegis í gær þess efnis að sölutilboði ríkisins hefði verið tekið í 51 prósentið á genginu 2,8. Um er að ræða tilboð 26 fjárfesta að andvirði 9,7 mifljarða króna. Markaðurinn tók við sér í gær og fóru bréfin á Verðbréfaþingi hæst í 2,95 en enduðu í 2,87 sem er 3% hækkun frá föstudeginum. I framhaldi af kaupunum rnunu eigendur Orca skipta upp hluta- bréfum sínum þannig að þeir verði beint hluthafar í FBA. Þangað til af því getur orðið munu hlulhafar í Orca fara beint með atkvæði sín á hluthafafundum í FBA, þ.e. í samræmi við sinn eignarhlut. Eigriarhlutur Orca er nú 28%. Eft- ir þessi viðskipti munu stærstu hluthafar í FBA hver um sig l'ara með um 7% atkvæðisrétt í félag- inu. Sameining við Kaupþing? Bjarni Ármanns- son, forstjóri FBA, sagðist í samtali við Dag vera mjög ánægður með niðurstöðuna. Dreifður hópur einstaklinga, fyr- irtækja og stofn- anafjárfesta . BJarn' kæmi að bankan- Armannsson. um. Allri óvissu um eignarhaldið væri nú eytt. Bankinn væri að fullu kominn úr ríkiseigu og gæti farið að einbeita sér að nýjum verkefnum. Aðspurður hvort eignaraðild bankans ætti eftir að þéttast á eft- irmarkaði sagðist Bjarni ekki geta séð þá aðila í hópnum sem ætluðu sér að selja sína hluti. Samþjöpp- un væri ekki fyrirséð. Hvort vænta mætti sameiningar á fjármála- markaði sagði Bjarni erfitt að segja um það á þessari stundu. Varðandi sameiningu við Kaupþing sagði Bjarni þann möguleika enn vera til staðar. Með þessari eignatilfærslu nú hcfðu líkurnar a.m.k. ekki minnkað. — BJB - Sja nánar á bls. 8-9.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.