Dagur - 06.11.1999, Side 10

Dagur - 06.11.1999, Side 10
tl - V V (M 'V '!i í tnvír/l .3 'U! í) Kd 55 IMVj t 1 10-FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 ERLENDAR FRÉTTIR Barak ætlar að sýna hörku ISRAEL - Ehucl Barak, forsætisráðherra Israels, sagðist í gær ætla að beita fullri hörku - ekki gagnvart Palestínumönnum líkt og forveri hans í embætti - heldur gagnvart ísraelsku landnemunum á Vestur- bakkanum ef þeir verða ekki við þeirri kröfu ríkisstjórnarinnar að rýma Iandnámssvæðin, sem svo eru nefnd. Barak náði málamiðlun- arsamkomulagi við fulltrúa landnemanna í síðasta mánuði um að fækka þeim landnámssvæðum, sem rýma á, úr 1 5 í 12, og hétu land- nemarnir því að rýma þau sjálfir. Ef þeir standa ekki við það mun rík- isstjórnin sjá um að það verði gert, að sögn Baraks í gær. Saman gegn hermennsku hama NORÐURLÓNDIN - Ríkisstjórnir Norðurlandanna og norrænu Rauða kross félögin hafa birt sameiginiega viljayfirlýsingu um að vinna að því að alþjóðlegt bann verði lagt við þátttöku barna yngri en 18 ára f stríðslokum. Einnig hyggjast ríkisstjórnir og Rauða kross fé- lög á Norðurlöndunum beita sér fyrir að réttindi barna verði virt í stríðsátökum. Nú er talið að um 300 þúsund börn undir 18 ára aldri taki þátt í stríðsátökum. Mörg þeirra eru þó mun yngri, allt niður í sex eða sjö ára. Viljayfirlýsingin er gerð í tilefni af Alþjóðaráðstefnu Rauða krossins og Rauða hálfmánans, sem þessa dagana fer fram í Genf í Sviss. Hungurdauði á Indlandi INDLAND - Meira en níu milljón- ir manna í Orissa á Indlandi bíða þess enn að matvæli og aðrar nauðsynjar berist þeim, viku eftir að fellibylur reið þar yfir, og er nú svo komið að fólk á flóðasvæðun- um er farið að deyja úr bungri og smitsjúkdómum. Enn er ekki vitað hve margir létu lífið af völdum fellibylsins, en það eru þúsundir og hugsanlega tugþúsundir manna. Nærri því öll hrísgrjóna- uppskeran á svæðinu eyðilagðist og milljónir manna eru enn ein- angraðar vegna flóðanna sem fylgdu fellibylnum. Lítt hrifnir af páfaheimsókn INDLAND - Jóhannes PálT II. páfi hélt í gær til Indlands, en þetta er síðasta utanlandsför hans á þessu ári. Páfinn hyggst dvelja í þrjá daga á Indlandi, og meðal annars flytur hann messu í Nýju-Delhi. 23 milljónir manna á Indlandi játa kristna trú, en það eru u.þ.b. 24% landsmanna. Hindúar hafa verið með mótmælaaðgerðir í til- efni af heimsókn páfa. Sérstaklega eru þeir ósáttir við að kaþólska kirkjan stundi ennþá trú- boð á Indlandi, en sumir hindúar líta svo á að með því sé um leið stefnt að því að svipta Ind- veija menningu sinni. Matvöruverð lækkað NOREGUR - Norska stjórnin hefur ákveðið að lækka matvöruverð í landinu, en það verður gert með því að ríkið greiði bændum bætur fyrir tekjutap sem þeir verða fyrir vegna Iægra matvöruverðs. Káre Gjonnes, landbúnaðarráðherra, hefur staðfest að þetta verði eitt af markmiðunum í landbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar, sem lögð verður fram í desember. Síðasti fundiir HaUdórs FRAKKLAND - Ut- anríkisráðherrar aðildarríkja Evr- ópuráðsins hittust á fundi í Strassborg í Frakklandi á fimmtudag, þar sem rætt var um þátttöku Evrópu- ráðsins í stöðug- leikasáttmála fyrir Suðaustur-Evrópu. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra stýrði fundinum, en þetta var sfðasti fundurinn á for- mennskutímabili Islands í ráðherranefnd Evrópuráðsins. Halldór áréttaði m.a. mikilvægi Evrópuráðsins við að tryggja varðveislu mannréttinda í Suðaustur-Evrópu og eflingu lýðræðis og réttarríkis á svæðinu. Á fundinum áréttuðu utanríkisráðherrarnir einnig mikil- vægi þess að Sambandsríki Júgóslavíu og Hvíta-Rússland virtu grundvallarreglur mannréttinda, lýðræðis- og réttarríkis, en um- sóknir beggja þessara rfkja um aðild að Evrópuráðinu hafa verið lagð- ar til hliðar vegna stjórnmálaástandsins þar. Irland hefur nú tekið við formennsku í ráðherranefndinni. Síðasta utanlands- ferð páfa fyrir hátíð- arárið. -DMýir i Þessi maður er einn heisti leiðtogi þeirra sem vilja stofna lýðveldi í Ástralíu. L ' • ?: í • | Jtt 1 XJ I 1 1 % wi Í Þmgkjörmn forseti eoa drottningm áfram við völd? Ástralir greiða at- kvæði rnn það í dag hvort stofna eigi lýð- veldi eða halda hresku konungsfj ölskylduuui áfram. Flest bendir til þess að meirihluti íbúa f Ástralíu treysti sér ekki til þess að losa sig við Elísabetu Bretadrottningu og stofna lýð- veldi með þingkjörnum forseta alveg á næstunni, a.m.k. ef marka má niðurstöður skoðana- kannana sem birtar hafa verið síðustu daga. Síðustu kannanir gefa til kynna að 41 % ætli að greiða lýð- veldisstofnun atkvæði sitt, en 47% hafni því. Hins vegar eru 12% ennþá óákveðin þannig að ekkert er hægt að gefa sér um úr- slitin fyrr en að kosningum Iokn- um í kvöld. Meira að segja ríkisstjórnin er klofin f afstöðu sinni. Peter Costello, aðstoðarforsætisráð- herra, hefur ákaft hvatt lands- menn til þess að velja lýðveldis- fyrirkomulagið, en John Howard forsætisráðherra hefur verið and- vígur því. Howard segist ætla að hafna lýðveldinu á kjörstað, því það fyr- irkomulag sem taka ætti við er ekkert skárra að hans mati held- ur en konungdæmið. Hann seg- ist ekki treysta þeim sem segja að það verði eitt alls herjar sæluá- stand í landinu ef lýðveldi verður tekið upp. Gengur ekki nógu langt Rúmlega tólf milljónir manns hafa kosningarétt í Ástralíu, en alls eru íbúar landsins um 19 milljónir. Deilur hafa staðið um þessar kosningar mánuðum sam- an og oft verið harðvítugar. Verði Iýðveldisfyrirkomulagið samþykkt, þá verður Ástralía lýð- veldi með þingkjörinn forseta þann I. janúar árið 2001. Alls eru 64 ríki heims nú með kon- unglegan þjóðhöfðingja, en lýð- veldin eru 146 talsins. Svo virðist sem ein helsta ástæða þess að meirihluti kjós- enda ætli að hafna lýðveldis- skipulaginu sé ekki sú, að þeir vilji hafa Elísabetu Bretadrottn- ingu áfram sem þjóðhöfðingja, heldur fínnist þeim frumvarpið sem kosið er um ekki ganga nógu Iangt, því ekki sé gert ráð fyrir að þjóðin kjósi sér forseta heldur verði hann kosinn á þinginu. Konungssinnar í minnihluta Ástralir virðast ekkert vera sáttir við það að þinginu sé treyst til þess að kjósa forseta sem í raun hefur ekki neinu eiginlegu póli- tísku hlutverki að gegna heldur verður fyrst og fremst skraut- fígúra á hátíðarstundum líkt og Bretadrottning hefur verið. Þá sé skárra að hafa bara drottninguna áfram og vera ekkert að hræra í málunum fyrr en fram kemur til- laga um fyrirkomulag sem þjóðin getur sætt sig við. Þeir sem styðja konungdæmið er mikill minnihluti landsmanna, og má því segja að undarlegt kosningabandalag hafi orðið til þar sem konungssinnar og áköf- ustu lýðveldissinnarnir, sem vilja þjóðkjörinn forseta en ekki þing- kjörinn, hafa tekið höndum sam- an um að hafna tillögunni sem kjósa á um í dag. Flókið að breyta stjómar- skránni Ástralía hefur verið sjálfstætt ríki frá því 1901, en samt haldið í það fyrirkomulag að hafa sama þjóðhöfðingja og Bretar líkt og fleiri ríki breska samveldisins. Bæði Kanada og Papúa-Nýja- Gínea hafa einnig haft þennan háttinn á. Allar breytingar á stjórnarskrá landsins eru erfiðar, því bæði þarf meirihluta yfir landið allt til þess að samþykkja stjórnarskrár- breytingu og líka meirihluta í fjórum af sex íylkjum landsins. Einungis átta sinnum hefur tek- ist að koma í gegn stjórnarskrár- breytingum á þeim 98 árum sem núgildandi stjórnarskrá hefur verið við lýði. Sjálf hefur Elísabet Breta- drottning tekið þessum kosning- um með jafnaðargeði og sagt að hún myndi fyllilega sætta sig við niðurstöðuna á hvorn veginn sem hún verður. Og ekki er held- ur að sjá sem andúð á drottning- unni eða bresku konungsfjöl- skyldunni hafi verið áberandi af- staða í kosningabaráttunni. Tengslin hafa smám saman minnkað Smám saman hafa Ástralir samt verið að Iosa sig við ýmislegt af því sem tengt hefur landið við Bretland. Ástralía hefur gefið út eigin vegabréf í sextíu ár, og Ástr- alir hafa notað sinn eigin dollar í 33 ár f staðinn fyrir breska pund- ið. Og það eru 1 5 ár frá því þeir hættu að syngja breska þjóðsöng- inn við hátíðleg tækifæri. Drottningin sjálf gegnir Iíka sáralitlu hlutverki nú orðið í Ástralíu. Hún þarf reyndar að gefa formlegt samþykld sitt þegar ástralski forsætisráðherrann tek- ur ákvörðun um það hver verði ríkisstjóri landsins, og ríkisstjór- inn þarf hvort eð er lítið annað að gera en að mæta á samkomur og klippa á borða. Sérstaða frambyggja stað- fest? Jafnframt því sem kosið verður um lýðveldisfyrirkomulagið greiða Ástralir einnig atkvæði um annað mál, nefnilega hvort stað- festa eigi sérstöðu frumbyggja landsins í stjórnarskránni. Það yrði ekki síður mikil breyt- ing og veruleg réttarbót fyrir frumbyggja, sem lengi hafa mátt þola mismunun og niðurlægingu af hendi evrópsku innflytjend- anna.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.