Dagur - 06.11.1999, Blaðsíða 12
12 - LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 19 9 9
Evrópumeistarar United lentu í
sterkasta riðlinum
I gær var dregið í milliriðla (16-Iiða úrslit) Meistaradeildar Evrópu, þar
sem leikið verður í fjórum fjögurra liða riðlum. Ljóst er að Evrópumeist-
arar Manchester United lentu þar í sterkasta riðlinum, með Fiorentina,
Valencia og Bordeaux á meðan Barcelona, sem margir spá Evrópumeist-
aratitlinum, Ienti í mun Iéttari riðli með Sparta Prag, Porto og Elerthu
Berlín.
Samkvæmt reglum keppninnar var liðunum sextán sem komust áfram
úr fyrstu lotunni, raðað í fjóra potta með eftirfarandi hætti: Sigurlið riðl-
anna í potta 1 og 2 eftir styrkleika og síðan liðin sem lentu í öðru sæti í
potta 3 og 4 eftir sömu reglu. Eitt lið úr hveijum potti var svo dregið í
hvern milliriðil, en þó aldrei nema eitt frá hverri þjóð í sama riðil. Auk
þess voru þau lið sem áður höfðu leikið saman í fyrri riðlunum ekki dreg-
in saman í milliriðlana.
Pottur 1: Man. United, Lazio, Barcelona og Real Madrid.
Pottur 2: Chelsea, Rosenborg, Valencia og Sparta Prag.
Pottur 3: Bayern Múnchen, Feyenoord, Bordeaux og Porto.
Pottur 4: Fiorentina, Marseille, Dynamo Kiev og Hertha Berlín
A-ríóill
Barcelona
Sparta Prag
Porto
Hertha Berlín
Drátturiim:
B-riÓill
Man. United
Valencia
Bordeaux
Fiorentina
C-ríÓill
Real Madrid
Rosenborg
Bayern Múnchen
Dynamo Kiev
D-ríÓill
Lazio
Chelsea
Feyenoord
Marseille
Fyrsta umferð verður leikin 23. og 24. nóvember.
Kemst Sunderland í toppsætið?
Athyglisverðasti leikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er án efa leik-
ur Sunderland og Middlesbrough, sem fer fram á River Stadium í dag.
Sunderland, sem er í þriðja sæti deildarinnar með 27 stig, stendur þar
frammi fyrir möguleikanum á að komast í efsta sæti deildarinnar, svo
framarlega sem úrslit í Ieikjum Leeds og Manchester United, sem nú eru
í efstu sætunum, verði þeim hagstæð. Leeds, sem er í efsta sætinu með
29 stig, á útileik gegn Wimbledon á morgun og Manchester United, sem
er í 2. sætinu með 27 stig eða jafnmörg og Sunderland, á heimaleik gegn
Leicester í dag.
Peter Reid, framkvæmdastjóri Sunderland, sem útnefndur var fram-
kvæmdastjóri októbermánaðar, hefur í vetur leitt Sunderland til besta ár-
angurs sem liðið hefur náð síðan árið 1955. Hann veit að liðið verður að
sýna sitt besta í dag til að landa öllum þremur stigunum og það ætlar
hann sér með markahrókinn Kevin Phillips í fremstu víglínu.
Phillips, sem skoraði fimm mörk í fjórum leikjum októbermánaðar,
verður þó örugglega í góðri gæslu varnarmanna Boro og má ætlað að það
verði hlutskipti þýska varnarjaxlsins Christian Ziege að gæta kappans.
Sex frá Leeds í enska 21-árs landsliðinu
Eftir þreytandi ferðalag til Mosvku í fyrradag, þar sem Leeds vann góð-
an sigur á Lokimotiv Moskva í Evrópukeppni félagsliða, mætir hið unga
lið Devids O’Leary liði Egils Drillo Olsens, Wimbledon, á Selhurst Park
í London í dag. Þó Donamir séu nú í sjötta neðsta sæti deildarinnar hafa
þeir aðeins tapað einum af tíu síðustu Ieikjum sínum í deildinni og eru
því til alls líldegir með Hermann Hreiðarsson í hjarta varnarinnar og
harðjaxlinn Hartson í fremstu víglínu. Einnig er Iíklegt að Egil Olsen
muni stilla upp Norðmanninum, Kjetil Wahler, sem er sá fjórði sem
hann kaupir til liðsins frá heimalandinu, frá því hann tók við fram-
kvæmdastjórastöðunni af Joe Kinnear.
David O’Leary, sem nú hefur 40 milljónir punda í vasanum til leik-
mannakaupa, vonar að ungu strákarnir haldi áfram á sömu braut og
haldi liðinu áfram í toppsætinu, eins og þeir hafa gert síðustu vikumar.
Frammistaða þeirra hefur vakið mikla athygli og nú er svo komið að sex
þeirra hafa verið valdir í 21-árs Iandsliðshóp Englands sem leikur gegn
Júgóslövum í Evrópukeppninni þann 14. nóvember n.k. Það eru þeir
Robinson, Mills, Woodgate, Bowyer, Bridges og Smith, sem allir eiga
framtíðina fyrir sér.
Ferguson langar á toppinn
Sir Alex Ferguson, stjóri United, sem norfir löngunaraugum á toppsætið,
fær Leicester sem er í fimmta sætinu í heimsókn á Old Trafford í dag.
Liðsmenn United em án efa fullir sjálfstrausts efir góða útkomu úr riðla-
keppni meistaradeildarinnar, þar sem þeir urðu sigurvegarar D-riðils eft-
ir sigurinn á Sturm Graz á miðvikudaginn. Leikmenn Leicester verða þó
engin lömb að Ieika sér við og eru örugglega ákveðnir í að velgja Evrópu-
meisturunum undir uggum.
LeiMr helgarinnar
Laugardagur: Aston Villa - Southampton, Bradford - Coventry, Liverpool
- Derby, Man. United - Leicester, Middlesbrough - Sunderland, Sheff.
Wed. - Watford
Sunnudagur: Chelsea - West Ham, Newcastle - Everton, Tottenham -
Arsenal, Wimbledon - Leeds
Stuðningsmenn Frakka hittast á
Glaumhar
Urslitaleikur heimsmeistaramótsins í Rugby, milli Astralíu og Frakklands
fer fram í dag í Cardiff í Wales. Undanúrslitaleikir mótsins fóru fram um
síðustu helgi, en þar unnu Astralir 27-21 sigur á Suður-Afríku og Frakk-
ar unnu Ný-Sjálendinga 43-31.
Stuðningsmenn Frakka ætla að hittast á Glaumbar (Tryggvagötu 20),
í dag kl. 1 5:00 og fylgjast með úrslitaleiknum í beinni útsendingu.
ÍÞROTTIR Á SKfÁNUM
Laugard. 6. nóv.
Fótbolti
Kl. 14:25 Þýski boltinn
B. Dortmund - B. Leverkusen
Handbolti
Kl. 16:30 Leikur dagsins
Valur - Afturelding
Fótbolti
Kl. 12:00 Alltaf í boltanum
Kl. 14:45 Enski boltinn
Middlesbrough - Sunderland
Keila
Kl. 17:45 Freyjumótið
Utsending frá keilumóti sem ný-
lega var haldið í Keilu í Mjódd.
Hnefaleikar
Kl. 22:50 Hnefaleikakeppni
Þar mætast m.a. Julio Cesar
Chavez og Willie Wise.
Sunnud. 7. nóv.
Kðrfubolti
Kl. 12:20 NBA-Ieikur vikunnar
Fótbolti
Kl. 12:45 Skoski boltinn
Rangers - Celtic
Kl. 15:45 Enski boltinn
Wimbledon - Leeds
Kl. 18:00 Meistarak. Evrópu
Fjallað almennt um keppnina
og farið yfir leiki.
Kl. 19:25 ítalski boltinn
Torino - Juventus
Golf
Kl. 21:20 Golfmót í Evrópu
ÍÞRÓTTIR UM HELGINA
Laugard. 6. okt.
■KÖRFUBOLTI
Urvalsdeild kvenna
Kl. 18:00 Keflavík - Grindavík
1. deild karla
Kl. 14:00 Höttur - ÍR
Kl. 13:00 Selfoss - Stjarnan
Phandbolti
Urvalsdeild karla
Kl. 17:00 HK - Víkingur
KI. 16:30 Valur - Afturelding
Urvalsdeild kvenna
Kl. 16:00 ÍR - KA
KI. 16:30 Stjarnan - Afturelding
Kl. 15:30 Fram - ÍBV
Kl. 17:00 Grótta/KR - Haukar
Kl. 15:00 Víkingur - Valur
Bikarkeppni karla
Kl. 15:00 Njarðvík - KA
2. deild karla
Kl. 16:00 Fjölnir - Grótta/KR
Kl. 13:30 Fram b - Völsungur
Suuuud. 7. nóv.
■ körfubolti
Urvalsdeild karla
Kl. 20:00 Hamar - Þór Ak.
Kl. 20:00 KFÍ - Njarðvík
Kl. 20:00 KR - Grindavík
Kl. 20:00 Tindastóll - ÍA
Kl. 16:00 Haukar - Skallagr.
Kl. 20:00 Snæfell - Keflavík
Urvalsdeild kvenna
Kl. 18:00 KR - ÍS
1. deild karla
Kl. 20:00 Valur - Stafholtstung.
■ handbolti
Urvalsdeild karla
Kl. 20:00 Fram - FH
Kl. 20:00 Haukar - ÍBV
2. deild karla
KI. 19:00 ÍR b - Selfoss
Kl. 14:00 Fjölnir - Völsungur
■ blak
1. deild kvenna
Kl. 14:00 Þróttur- ÍS
ROBERtS RICHARDGERE
RUNAWAYBRIDE
Maggie á viö smá vandamál aö stríöa,
hún strýkur úr öllum brúðkaupunum
sínum og blaöamaöurinn Ike ætlar aö
segja öllum heiminum frá vandamáli
hennar.
RÁÐHÚSTORGI
SÍMI461 4666 TÍHX
Sýnd laugard. kl. 18, 21 og
Sýnd kl. 21 og 23.15
Sýnd um helgina kl. 15
og 16.15