Dagur - 10.11.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 10.11.1999, Blaðsíða 2
2 - MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 FRÉTTIR Innanlandsaðstoð Hjátparstarfsins nam 7 milljónum króna á nýliðnu starfsári auk matargjafa, sem metnar voru á um 8 milljónir króna að lágmarki, að mestu gjafir frá fyrirtækjum. Jólasöfnim í imdirbúningi Hvaö sem góðærinu líður íjölgar stöðugt þeim sem leita eftir innanlandsað- stoð Hjálparstarfs kirkj- uimar, einkum öryrkjum. „Já, góðærið hefur allavega skilað sér í hækkun söfnunartekna, sem við erum mjög þakklát fyrir. Síðasta jólasöfnun var t.d. rúmlega 70% hærri en árið þar áður og aðrar safnanir hafa einnig geng- ið mjög vel, en heildartekjur Hjálpar- starfs kirkjunnar hækkuðu um 45% milli ára,“ sagði Jónas Þórisson, fram- kvæmdastjóri stofnunarinnar, sem hóf nýtt starfsár núna í október og er nú að undirbúa næstu jólasöfnun, bæði pen- inga og matvæli. „Við höfum ákveðinn lista yfir íyrirtæki sem hafa hjálpað okk- ur í fjölda ára og alltaf tekið okkur mjög vel. Við förum að hringja út seinna í þessum mánuði.“ Nær 3.400 slqólstæðmgar Innanlandsaðstoð Hjálparstarfsins nam 7 millj. kr. á nýliðnu starfsári auk matar- gjafa, sem metnar voru á um 8 milljónir króna að lágmarki, að mestu gjafír frá fýrirtækjum. Matarpakkar eru útbúnir eftir því sem er í búrinu hveiju sinni, en reynt að hafa ákveðinn grunn og mis- munandi stóra eftir fjölskyldustærð. Alls um 1.550 matarpökkum og styrkjum var úthlutað á nýliðnu starfsári, 16% fleiri en því næsta á undan. Um 3.380 manns nutu þessarar aðstoðar hvar af um helmingurinn eru börn. Leiðsogn uin „kerfisfrujnskóginn“ Innanlandsaðstoð Hjálparstarfsins er tvíþætt: Jólaaðstoð í desember og „Að- stoð árið um kring,“ sem spannar hinna 11 mánaða ársins og beinst einkum að þeim sem lent hafa í óvæntum erfiðleik- um, Ijarhagslegum og/eða félagslegum. Hún felst m.a. í því að félagsráðgjafar hjálpa fólki að fínna út réttindi þess, sem ýmsum er ókunnugt um. Jónas tel- ur að fjölgun umsókna megi m.a. rekja til þessarar auknu ráðgjafaþjónustu. Þess utan bendi flestar tölur til þess að hlutur öryrkja hafí skánað minna en annarra f góðærinu. Langtímaaðstoðina segir Jónas lyrir fólk sem rétt skrimtir meðan ekkert kemur upp á. Oft komi í ljós að með reglulegri aðstoð, fýrst og fremst í formi matargjafa eða smáfyrirgreiðslu í nokkra mánuði þá sé hægt að fleyta fólki yfír ákveðna erfiðleika, t.d. meðan það er að greiða upp einhver neyslulán, eða vegna veikinda, eða dýrra lyfja sem fólk þarfn- ist í ákveðinn tíma. Þessi tilfelli séu öll skoðuð vel og áður en ákveðin er aðstoð til lengri tíma. Sérstakur jólahópur „Við vonum auðvitað að þörf fyrir jóla- aðstoð hafi minnkað, en það verður bara að koma í ljós. En það er alltaf töluverður hópur af láglaunafólki sem leitar til okkar fyrir jólin en ekki þess utan. Þetta er fólk sem þreyir þorrann og Iætur enda ná saman svona að öllu venjulegu, en þegar koma aukaútgjöld, eins og um jól þá hjálpar það upp á að fá eitthvað matarkyns í poka fyrir nokk- ur þúsund krónur. Þetta eru ekki fjár- framlög en fólk hefur þá kannski heldur rýmri fjárráð en ella til að kaupa annan jólaglaðning, -HEI FRÉTTAVIÐTALIÐ í pottúuun var verið að ræða máleíni Kvemialist- ans og landsfundinn um síðustu helgi. Höfðu pott- veijar tekið eftir því hvað htla afhygli fundurum fékk hjá fjöhniðlum en engu að síður voru mörg athyglisverð mál tíl umijöllunar, allt frá Wámi til SamfylWngariimar. Samfylk- ingin virðist farin að virka tæknilega séð því einn pottveiji hafði teWð eftir bréfhaus á faxbréfi sem horist hafði einum fjöl miðlinum. Faxið kom nefnilega úr herbúðum Al- þýðuflokksins... Pottverjar voru einnig að ræða tölvuskeytaárásina sem lierjar á Hæstarétt þessa dagana iyrir að hafa sýknað meintan kyn- ferðisafbrotaföður. Pottveijar höfðu ákveðnar efasemdir um gildi þessara árása en meiri gaum höfðu þeir gefið mál- flutningi verjanda mannsins, sem er Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. Riijuðu pottverjar það upp að Jón Steinar hefði á sínum tíma skrifað heila bók þar sem hami fór ófögrum orðum um Hæstarétt og hveniig Iiann stæði með ríWsvaldinu í málaferlum. Þá hafði Jóni Steinari gengið heldur illa í sölum Hæstaréttar. Nú, þegar Jón Steinar hafði sigur í Hæstarétti í kynferðisbrotamálinu, gengur hann fram íýrir skjöldu og ver réttinn með hörku. Nú bíða pott- verjar spenntir eftir því hvort Jón Steinar ætlar að skrifa aðra bók... Jón Steinar Gunnlaugsson. Pottverjar, Hkt og aðrir landsmenn, hafa verið minntir á það að undanfömu að jólin em á næsta leiti. Bókaflóðið á þar stóran hlut að máli en við lestur hókablaðs Moggans í gær tóku pott- verjar eftir því að eitthvað höfðu Moggamenn verið að ilýta sér. Þannig tókst þeim að gera hina ágætu bók Jóhanns Óla Hihnarssonar, íslenskur fuglavlsir, að „íslenskum fuglavisum“ og ekW bara einu sinni heldur tvisvar. „Góð“ vísa er greinilega aldrei of oft kveðin hjá þeim á Mogga... AHtof stíf sókn í þorsk- stofniim í Barentshafi Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hajfannsóknastofnunar. Þorskstofninn íBarents- hafi erhruninn samkvæmt niðurstöðum rannsóknaAl- þj'óða hafrannsóknarúðs- ins, sem vill gífurlegan samdrátt í veiðunum í Ij'ósi þessara niðurstaðna, eða alltað 70%. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir að þessar fréttir komi honum ekki alveg í opna skjöldu. AI- þjóða hafrannsóknaráðið hafi verið með niðurskurðartiilögur á undanförnum árum og á síð- asta fundi þess var Iögð fram til- laga um 360 þúsund tonna þorskafla í Barentshafi fyrir yf- irstandandi ár. Kvótinn var síð- an ákveðinn 460 þúsund tonn og fyrirsjáanlegur afli er síðan ekki minni en 480 þúsund tonn. Það er þó minni afli en verið hefur á þessu svæði á undan- förnum árum. Þannig var aílinn í Barentshafi árið 1987 um 552 þúsund tonn samkvæmt opin- berum tölum, en fór í 796 þús- und tonn árið 1994 og var svip- aður þrjú næstu ár á eftir. Það er þrefalt magn þess heildar- kvóta sem veiða má í íslenskri lögsögu á fiskveiðiárinu 1999/2000. „Það að veitt er um 120 j)ús- undum tonnum meira af þorski en Iagt var til kallar á að ástand þorskstofnsins versni fremur en að það batni. Ég sé það einnig í gögnum Alþjóða hafrannsókna- ráðsins að stofninn hefur auk þess verið ofmetinn, þ.e. veiðiá- lagið hefur verið vanmetið." - Hefur verið stunduð þarna rányrkja? „Það er ljóst að það hefur ver- ið allt of stíf sókn í þorskstofn- inn á þessum slóðunt jjrátt fyrir aðvaranir frá Alþjóða hafrann- sóknaráðinu. Svo kunna ein- hverjar umhverfisaðstæður að hafa orðið óhagstæðar og breyt- ing í lífríki hafsins." - Er sá kvóti sein ísland fékk í Barentshafi í samningum við Rússa og Norðmenn fyrir hí? „Nei. Hann er til fjögurra ára en ef heildarkvótinn í Barents- hafi verður í samræmi við þessa ráðgjöf þá verður hann lægri en þau mörk sem miðað er við. Til- lagan hljóðar upp á 110 þúsund tonna heildarafla á næsta ári með það í huga að byggja hrygn- ingarstofninn upp í 500 þúsund tonn árið 2001. Með því væri verið að ná botninum í þessari veiði. Ef stjórnvöld í þessum löndum vilja hins vegar fara hægar í sakirnar og byggja hann upp í 500 þúsund tonn árið 2003 þá yrði veiðiálagið heklur meira á næsta ári, eða 260 jrús- und tonna afli. Þegar aflaheim- ildirnar fara yfir 350 þúsund tonn fara Islendingar að fá veiðiheimildir í Barentshafi samkvæmt samningum Islend- inga, Norðmanna og Rússa.“ Astandið í Barentshafi er því fjarri því að líkjast því sem ger- ist hérlendis nú. I árlegum rannsóknaleiðangri á fjölda og útbreiðslu fiskseiða fannst afar mikið af þorskseiðum og var vísitalan sú lang hæsta sem mælst hefur frá því seiðarann- sóknir hófust hér við land árið 1970. Þarna er þvf á ferðinni efniviður í mjög sterkan þorskárgang en afkoma seið- anna á komandi vetri mun þó ráða miklu um hvernig úr ræt- ist. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.