Dagur - 10.11.1999, Blaðsíða 8
8 -MIÐVIKUDAGU R 10. NÓVEMBER 1999
T>gptr
MIDVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 - 9
FRÉTTA SKÝRING
FRÉTTIR
Vinnubrögð lögreglunnar í málefnum unglinga hafa mjög breyst til hins betra á undanförnum árum, en ekki er hægt að leysa úr brýnustu meðferðarþörf erfiðustu tilfellanna vegna plássleysis.
FRIÐRIK
ÞÓR
GUÐMUNDS
SON
SKRIFAR
Tiittugu imglingar í
brýnni meðferðarþörf,
en mega horfa uppá
margra mánaða
biðlista. Úrræði
stjómvalda dragast á
langiim. Rúmt ár liðið
frá ákalli Umboðs-
inaims bama. Aðgerð-
ir en ekki fleiri neflid-
ir og skýrslur, segir
Margrét Frímanns-
dóttir.
Málefni 16 ára pilts, sem fyrir
skömmu stakk tvítugan mann
með hnífi í Hafnarstræti, hafa
vakið athygli og þykja af kunnug-
um vera dæmigerð fyrir það, þeg-
ar „kerfið“ bregst of seint við og
þá ekki fyrr en í óefni er komið.
En út af fyrir sig skar þessi piltur
sig ekki að ráði úr í þeim hópi
ungmenna sem talin eru í brýnni
þörf fyrir sérhæfða mcðferð;
Hann er einn um 20 unglinga -
barna samkvæmt laganna hljóðan
- sem vitað er að eru á þeim öm-
urlegu tímamótum, að ef ekkert
er gert í þeirra málum leiða fíkni-
efni, ofbeldi og afbrot þau á braut
sem ekki verður aftur snúið úr.
En þetta eru bara þeir unglingar
sem verst eru staddir; við jaðar-
inn eru tugir ef ekki hundruð
unglinga sem eiga skamman veg
eftir í að flokkast sem „brýn
vandamál".
Um nokkurt skeið hefur verið
vitað um að vænn hópur unglinga
yrði að fá nauðsynleg meðferðar-
úrræði sem hæfa aldri þeirra og
hækkun sjálfræðisaldursins úr 16
í 18 ára kallaði á aðgerðir. Og
vissulega hefur ýmislegt verið
gert eða reynt til að koma til móts
við þennan vanda. Lögreglan hef-
ur breytt vinnubrögðum sínum
og stjórnvöld og félagasamtök
hafa beitt sér í þágu barnanna.
En mikilvægustu úrræðin, neyð-
arvistun og langtímameðferðar-
heimili með nægum plássum Iáta
á sér standa.
Ríkisstjórnin tók hins vegar
ákvörðun í júní sl. að leggja fé til
að koma upp auknu rými í neyð-
arvistun og stofna langtímameð-
ferðarheimili út á Iandi. Málið
var falið ráðuneytum féltigsmála
og heilbrigðismála í sameiningu
og verkefninu eyrnamerkt íjár-
veiting á þessu og næsta ári. En
töf hefur orðið á efndunum og þá
vfsað til ýmiss konar vandamála
sem upp hafi komið.
Kerfisvantlamál tefla
efndirnar
Þannig varð töluverð rekistefna
strax í byijun um hvar út á landi
ætti að koma upp nýju langtíma-
meðferðarheimili. Og ýmis laga-
tæknileg vandkvæði fylgja því að
tvö ráðuneyti komi að málinu.
Þetta eru vandamál sem „kerfið"
vinnur nú að því að leysa, en á
meðan blasir langur biðlisti við
þeim unglingum og foreldrum
sem eiga í vanda. Bragi Guð-
brandsson, forstöðumaður
Barnaverndarstofu, var til svara
um vandann og lausnirnar.
„Biðtíminn hjá okkur hefur ver-
ið að rokka á milli 8 og 12 mán-
uði, en er nú 6-7 mánuðir. Það
eru ríflega 20 unglingar á lista og
þar er í öllum tilvikum um mjög
brýn tilvik að ræða. Við förum að
jafnaði eftir aldri umsókna, en
forgangsröðum þó ef upplýsingar
knýja á um það. Það breytir því
ekki að þótt einstakt mál fái al-
geran forgang þá er biðtíminn
samt nokkrar vikur upp f mánuð.
Það eru einfaldlega svo fá rými í
pottinum," segir Bragi.
Bragi segir að rfkisstjórnin hafí
samþykkt að veita á þessu ári 30
milljónum króna til undirbúnings
starfsemi nýrrar bráðamóttöku
fyrir unglinga og að í fjárlaga-
frumvarpi næsta árs sé gert ráð
fyrir 70 milljónum vegna málsins
til að reka staðinn á ársgrund-
velli, en þar sé gert ráð fyrir 8 til
10 rýmum. „Það hefur komið í
Ijós í undirbúningnum að það eru
ýmis ljón í veginum fyrir þessu,
sem að undanförnu hefur verið
unnið í að Ieysa. Fundur um
þessi vandamál var haldinn sfðast
á föstudag. Verkcfnið er vand-
meðfarið, en ég er bjartsýnn á að
það finnist lausn og að það verði
ekki mjög langt að bíða,“ segir
Bragi.
Ríkisstjórnin samþykkti einnig í
júní að að setja á fót nýtt lang-
tímameðferðarhcimili fýrir ung-
linga úti á landi, með 6 rýmum,
og varð jörðin Skjöldólfsstaðir
fyrir valinu. „Sú ráðagerð hefur
dregist nokkuð, en undirbúning-
urinn er nú á lokastigi. Það horf-
ir því til bóta, en betur má ef
duga skal,“ segir Bragi.
„Kerfið hefur gjörsamlega
bragðist“
Sem fyrr segir þykja mál hníf-
stungupiltsins að mörgu leyti
dæmigerð fyrir það sem getur
gerst þegar of seint er brugðist
við vandanum. Mál hans höfðu
lengi velkst um í félagsmálakerf-
inu án þess að fundist hafi með-
ferðarúrræði fyrir hann og var
sérstaklega varað við því að mál
drengsins væru komin í hnút og
hann Iíldegur til að grípa til ör-
þrifaráða.
Það var gert í greinargerð fé-
Iagsmálayfirvalda sem fylgdi
drengnum þegar lögheimili hans
var flutt suður i' Reykjavík í von
um skjótari úrlausn. Aðstandend-
ur unglingsins hafa þrýst á um
aðgerðir og svo fór að fundið var
pláss fyrir hann frá miðjum nóv-
ember - en það gerðist örlítið of
seint.
Vi'sbendingarnar um að ung-
lingurinn og félagi hans í svipuð-
um vanda myndu fyrr heldur en
sfðar grípa til örþrifaráða voru til
staðar, því þeir hafa á undanförn-
um árum gert sig seka um alvar-
leg lögbrot og ofbeldi, en stigvax-
andi frá og með nýliðnu sumri.
Þá urðu þeir, ásamt tveimur öðr-
um, uppvísir að vopnuðu ráni í
Grill-Vídeói í Efstaleili og þá
upplýstist að þeir hefðu staðið að
ráni í söluturn í Þingholtunum,
þar sem kylfu var beitt á af-
greiðslustúlku. Fullyrt er að þeir
félagarnir hafi lcitað eftir kaup-
um á afsagaðri haglabyssu í sum-
ar og enn frcmur að þeir hafi báð-
ir beðið um og fengið skamm-
tímavistun á barna- og unglinga-
geðdeild Landspítalans. A föstu-
dag fellur dómur yfir unglingnum
vegna þessara brota í sumar og þá
gæti hann að óbreyttu vistast á
Litla-Hrauni.
Móðir unglingsins og móður-
systir hafa orðið fyrir sárum von-
brigðum með þau úrræði sem í
boði eru af samfélagsins hálfu.
„Kerfið hefur gjörsamlega brugð-
ist. Einu viðbrögð kerfisins hafa
verið þau, að segja að því miður
sé ekkert meðferðarpláss fyrir
Bragi Guðbrandsson, forstöðu-
maður Barnaverndarstofu: Verk-
efnið er vandmeðfarið, en ég er
bjartsýnn á að það finnist lausn og
að það verði ekki mjög langt að
bíða.
hendi,“ segir móðursystirin.
„Sonur minn er að mínu mati
hvorki þunglyndur né geðveikur,
en á í erfiðum andlegum vanda-
málum, sem mér finnst að hefði
verið hægt að taka á áður en allt
fór á versta veg. Það er lán i' óláni
að nú skuli hann eiga að fá úr-
ræði fljótar en til stóð og ég er
mjög þakklát þeirri hjálp sem ég
hef fengið hjá sálfræðingi og Iög-
reglu á undanförnum vikum,"
segir móðir piltsins.
Ákall Umboðsmaims baraa
Þórhildur Lindal, Umboðsmaöur
barna: Hér á landi er ekki að finna
neina stofnun sem ætlað er það
sérstaka hlutverk að annast með-
ferð og endurhæfingu ungra af-
brotamanna á aldrinum 16-17 ára.
Þórhildur Líndal umboðsmaður
barna skrifaði í fyrrasumar álits-
gerð til dómsmálaráðherra um
málefni ungra barna, þar sem
hún varaði við þeirri stefnu að
vista unga fanga að Litla-Hrauni
eða í Hegningarhúsinu við Skóla-
vörðustfg og benti á að það væri
ólíkleg leið til að beina ungmenn-
um frá afbrotabrautinni.
Þórhildur minnti á Barnasátt-
mála Sameinuðu þjóðanna, þar
sem áhersla er lögð á að það, sem
börnum er fyrir bestu, skuli ávallt
hafa forgang þegar gerðar eru
Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn: Oft gefst mjög lítill tími
til að bregðast við vandanum, þegar
samþykki foreidra eða einstaklings-
ins liggur fyrir um meðferðarferli. Þá
þarfað vera pláss fyrir hendi.
ráðstafanir sem þau varða. Að þeir
sem eru ungir að árum séu mót-
tækilegri en þeir eldri fyrir hvers
konar endurhæfingu, hvort sem er
í formi menntunar, þjálfunar eða
annars konar meðferðar. Að frels-
issvipting á borð við handtöku,
varðhald og fangelsun skuli ein-
ungis beitt sem síðasta úrræði
þegar börn eiga hlut að máli, frels-
issvipting eigi þá að standa sem
styst og hæfa sem best velferð
barnanna.
Þórhildur sagði í álitsgerðinni
að það bæri að „beita öllum til-
Margrét Frímannsdóttir, alþingis-
maður: Vandamálið er þekkt og
löngu kominn tími til að hætta að
setja nýjar og nýjar nefndir og
semja nýjar og nýjar skýrstur, held-
ur koma með úrbætur.
tækum úrræðum til þess að koma
í veg fyrir að ungmenni, yngri en
18 ára, séu vistuð í fangelsum.
Hún bendir á að það skorti skýrari
ákvæði til viðurlaga, þar á meðal
um vistun á meðferðarstofnun. I
veginum standi „sú staðreynd að
hér á landi er ekki að finna neina
stofnun sem ætlað er það sérstaka
hlutverk að annast meðferð og
endurhæfingu ungra afbrota-
manna á aldrinum 16-17 ára. Ég
tel hins vegar afar brýnt að koma
slíkri stofnun á fót sem fyrst.“
Inngrip eins fljótt og unnt er
Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfir-
lögregluþjónn í forvarnar- og
fræðsludeild Lögreglustjórans í
Reykjavík, segir að mikilvægast sé
að svigrúm sé fyrir hendi til að
geta komið unglingum sem brjóta
af sér á mjög skömmum tíma inn í
kerfið. „Oft gefst mjög lítill tími til
að bregðast við vandanum, þegar
samþykki foreldra eða einstak-
lingsins liggur lyrir um meðferðar-
ferli. Þá þarf að vera pláss fyrir
hendi, því allt annað hljóð getur
verið komið í viðkomandi viku síð-
ar. Og árangur af meðferð verður
takmarkaður ef viljinn er ekki fyr-
ir hendi. Þess vegna skiptir svo
miklu máli að þetta sé aðgengilegt
og það er hlutur sem stjórnvöld
verða að tryggfa.ef það á að nást
einhver árangur."
Karl Steinar segir að mjög mark-
viss skref hafi verið stigin á und-
anförnum árum f samvinnu allra
sem koma að málefnum ungra
brotamanna. „Það er fullur vilji til
aðgerða hjá öllum aðilum, líka
stjórnvöldum, en þetta eru hlutir
sem þ\a' miður taka sinn tíma og
við á sumum sviðum nokkuð á eft-
ir. Ég hef enga patent lausn í sjón-
máli umfram það sem komið hef-
ur fram, þar sem almennt er við-
urkennt að skynsamlegt sé að geta
gripið inn f atburðarásina hjá ung-
lingunum eins fljótt og unnt er.
Menn hafa reynt að hafa þetta að
leiðarljósi og það fer ákveðið ferli f
gang hjá okkur i' lögreglunni. En
því miður tekst ekki alltaf að grípa
inn í þróunina, því oft eru erfiðir
íylgifiskar með í för eins og fíkni-
efnaneysla,“ segir Karl Steinar.
Aðgerðir nú - nóg af
skýrslum
Margrét Frímannsdóttir alþingis-
maður hefur oft beitt sér í málefn-
um fanga, ekki síst ungra fanga.
Hún segir að þó nokkuð oft sé
búið að vekja athygli á þeim
vandamálum unga fólksins sem
ánetjast hörðum fíkniefnum, eru
djúpt sokkinn og leiðast út á af-
brotabrautina. „Við erum búin að
ræða aftur og aftur á hverju þingi
um vandann. Menn hafa sagt að
vandinn sé þekktur og að nú eigi
að taka á honum og stórum íjár-
hæðum hefur verið heitið til að
leysa vandann. Nefndir hafa verið
skipaðar og skýrslum skilað.
Vissulega hafa meðferðarúrræði
bæst við, en það er líka vegna þess
að sjálfræðislögunum var breytt.
Eftir stendur að allt of margir
unglingar bíða eftir plássi, bæði
þeir sem eru komnir f harða
neyslu og þeir sem ekki eru eins
djúpt sokknir og auðvelt ætti að
vera að hjálpa. En maður hefur
það stundum á tilfinningunni að
maður sé farinn að hljóma eins og
biluð plata; ég segi það sama nú
og ég sagði í fyrra og í hitteðfyrra
og árið þar áður.“
Margrét fullyrðir að miklir
möguleikar séu fyrir hendi til að
bregðast við vandanum. „Þetta er
tiltölulega lítið og fámennt þjóðfé-
lag, vandamálið er þekkt og mjög
margir eru tilbúnir til að taka þátt
í að leysa það. En það vantar til
þess Qármagn og það er út af fyrir
sig umhugsunarvert, að þótt það
sé út af fyrir sig gott að skila um-
talsverðum afgangi í íjárlögum, þá
verður að levsa svona brýn vanda-
mál þegar þau koma upp. Afgang-
urinn verður þá einfaldlega að
vera rninni."
Margrét segir íjölgun neyðar-
rýma samkvæmt ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar frá því í júní ekki
nægilega. „Og langtímameðferð
eftir neyðarvistun verður að vera
til staðar í öllum tilvikum. Þegar
ungt fólk er í afbrotum sem tengj-
ast oftar en ekki fíkniefnum þarf
sérstök úrræði. Ég hef verið tals-
maður þess að komið verði upp
meðferðar- og vistunarstofnun þar
sem foreldrum er gert kleift að
taka þátt f meðferðinni, sem er
mjög nauðsynlegt. Það vantar slík-
an stað og þannig er meðferðar-
heimilið sem á að starfrækja að
Skjöldólfsstöðum ekki hugsuð, því
þá þyrftu að koma til umönnunar-
laun og ferðapeningar. Því segi ég,
að vandamálið er þekkt og löngu
kominn tími til að hætta að setja
nýjar -og nýjar nefndir og semja
nýjar og nýjar skýrslur, heldur
koma með úrbætur," segir Mar-
grét.
„Konur ei*ja að
kosta bameignir“
Greiu á vefsíðu
Heimdallar hefur vald-
ið miMUi dlgu iiman
félagsius, ekki síst á
meðal kveuna. Á vefn-
um segir m.a. að kon-
ur eigi að hera kostn-
að af bameignum.
Grein á vefsíðunni Frelsi.is, sem
er á vegum Heimdallar, félags
ungra sjálfstæðismanna í
Reykjavík, hefur valdið mikilli
ólgu innan félagsins og SUS,
ekki síst á meðal kvenna. í grein-
inni er vikið að Iaunamun kynj-
anna og m.a. sagt að konur hafi
lægri laun en karlar þar sem þær
þurfi að ganga með þörn. Konur
eigi að bera kostnaðinn af barn-
eignum en ekki rfkið. Greinin
sjálf er skrifuð undir nafni
„Frelsarans" en á öðrum stað á
vefsíðunni, þar sem sagt er frá
hörðum viðbrögðum við grein-
inni, kemur fram að höfundur-
inn er ívar Páll Jónsson. Til upp-
lýsingar fyrir ætt-
fróða má geta
þess að ívar er
sonur Jóns Stein-
ars Gunnlaugs-
sonar hæstarétt-
arlögmanns.
Greinin hefst á
þessum orðum:
„Kvenréttindafólk
segir að konum
séu borguð lægri
laun en karlar fyr-
ir sömu störf. Af
hverju hefur þá
enginn eigandi
fyrirtækis nýtt sér
launamuninn og
ráðið bara konur?
Slíkt myndi veita
gríðarlegt forskot í
rekstri. Sannleik-
urinn er sá að eins og á öðrum
mörkuðum er tilhneiging til að
greiða sama verð lyrir sömu vöru
eða þjónustu. Auðvitað eru
sveiflur í vcrði, en sá sem til
lengdar býður sömu vöru á
hærra verði en keppinauturinn,
verður undir í samkeppninni.
Svo einlalt er það.“
„RiMð er ekkí eiginmaður“
Greinarhöfundur segir síðan að
ekki megi ræða um það að konur
flosni oft upp frá námi vegna
barneigna. Konur séu af þeim
sökum ekki jafn eftirsóttir starfs-
kraftar og karlar og algengara sé
að þær ráðist í aukastörf sem séu
verr borguð.
Að lokum segir greinarhöfund-
ur á frelsi.is: „En lítum aðeins
nánar á afleiðingar þess að kon-
ur þiggi þau laun sem svara til
markaðsverðs vinnu þeirra (þ.e.
oftast/stundum lægri laun en
karlar). Á hverjum lendir kostn-
aðurinn? Jú, við barneignir koma
oftast við sögu karlmenn. Konur
eignast börn með karlmönnum.
Sem þýðir að í langflestum tilvik-
um er fjárhagur þeirra sameigin-
Iegur. Parið ber því kostnaðinn
saman. Nema konan vilji ekkert
með föðurinn hafa. Sem gerir þá
ákvörðun hennar um að verða
ófrísk mjög óskynsamlega. Ein-
staklingar verða að taka ábyrgð á
eigin gjörðum, annað ýtir undir
ábyrgðarleysi, eins og felst í
skáletraðri staðhæfingu. Ríkið er
ekki eiginmaður."
„Slæmt fyrir flnkkinn“
Viggó Orn Jónsson, formaður
Hcimdallar, sagðist í samtali við
Dag hafa orðið var við óánægju
sinna félagsmanna með grein-
ina. Hann sagði að það væri tek-
ið fram á vefsíðunni að skoðanir
„frelsarans" lýstu ekki skoðunum
stjórnar Heimdallar. Þær væru á
ábyrgð pistlahöf-
undar í hvert
sinn. Persónu-
lega sagðist Viggó
vera ósammála
þessum skoðun-
um um launamál
kynjanna.
Margrét Leós-
dóttir, sem á sæti
í stjórn
Heimdallar, sagði
við Dag að það
væru ekki bara
konur innan
Heimdallar sem
væru óánægðar
yfir þessum skrif-
um. Óánægjan
ætti \áð um bæði
kynin. Hún sagði
konur innan fé-
lagsins ekki ætla að eyða kröft-
um sínum í að svara „þessu
bulli". Hins vegar væri búið að
koma þeim tilmælum á framfæri
við forráðamenn félagsins að
greinar af þessu tagi yrðu birtar
undir nafni á vefsíðunni svo les-
endur hennar héldu ekki að inni-
haldið lýsti skoðunum félagsins.
Mál þetta var tekið til umfjöllun-
ar á félagsfundi í Heimdalli í
fyrrakvöld þar sem bókuð voru
mótmæli vegna þeirra sjón-
arniiða sem fram koma í grein-
inni á hcimasíðunni.
„Það er slæmt fyrir flokk, sem
á fyrir undir högg að sækja varð-
andi jafnréttismál, að svona
greinar séu að birtast í málgagni
félagsins," sagði Margrét. - BJB
"Kvenréttindafólk segir að
konum séu borguð lægri laun
en körlum fyrir sömu störf. Af
hverju hefur þá enginn eigandi
fyrirtækis nýtt sér launamuninn
og ráðið bara konur?" spyr
„Frelsarinn" m.a. á vefsíðunni
umdeiidu.