Dagur - 10.11.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 10.11.1999, Blaðsíða 4
4- ÞRIDJUDAGV R 10. NÓVEMBER 1999 FRÉTTIR SJÓMENN Sjómenn enn þátttakendur í kvótakaupum Formannafundur amldarfélaga Sjómannasambands Islands var haldinn nýlega á Isafirði. Fundurinn minnir á að rúmir 19 mánuðir eru liðnir síðan Alþingi setti lög á kjaradeilu milli sjómanna og útvegsmanna. Með lögunum var verkfalli á fiskiskipaflotanum aflétt og kjarasamning- ar sjómanna framlengdir til 15. febrúar árið 2000. Fundurinn telur ljóst að sú tilraun sem hófst með lagasetningunni 27. mars 1998, til að upp- ræta kvótabrask og þátttöku sjómanna í kvótakaupum útgerðarinnar hafi mistekist. Sjómenn séu enn þátttakendur í kvótakaupum þrátt fyr- ir að bæði kjarasamningar og lög banni slíkt. Kvótaþing áfram Formannahindurinn benti á að samtök sjómanna hvorki báðu um Kvótaþing né úrskurðamefnd til að Ieysa þann vanda sem sjómenn standa frammi fyrir vegna óeðlilegrar verðmyndunar á sjávarfangi til vinnslu á Islandi. Hins vegar voru framangreindar tvær stofnanir ásamt Verðlagsstofu skiptaverðs hluti af þeim pakka sem ríkisstjórnin rétti sjó- mönnum til að réttlæta inngrip í deiluna. Fundurinn telur að Kvótaþing verði að starfrækja svo lengi sem Alþingi heimilar útgerðarmönnum að versla með verðmæti sem þeir ekki eiga. Með tilkomu Kvótaþings full- yrða útgerðarmenn að leiguverð á kvóta hafi hækkað umtalsvert, sem sé alrangt. Kvótaverð hefur haldist í hendur við hækkun afurðaverðs en Kvótaþing eitt og sér dugir hins vegar ekki til að koma í veg fyrir þátt- töku sjómanna í kvótakaupum útgerðarinnar. Þrátt fyrir jákvæða af- stöðu til Kvótaþings áréttaði fund- urinn þá skoðun aðildarfélaga Sjó- mannasambands Islands að afnema eigi heimildir útgerðarmanna til að framselja aflamark af skipum sín- um. Veiðirétturinn eigi að vera af- notaréttur, og ekkert umfram það. Fundurinn taldi að í hagræðingar- skyni eigi að heimila flutning á afla- marki milli skipa í eigu sömu út- gerðar og jöfn skipti aflamarks milli tegunda, en að öðru leyti verði flutningur aflamarks milli skipa bannaður. Úrskurðarnefnd verði lögð niður Formannafundurinn taldi að úrskurðarnefnd sjómanna og útvegs- manna leysti engan vanda og gerði fundurinn þá kröfu að hún verði lögð niður f næstu kjarasamningum. I staðinn verði tekið upp fyrir- komulag við verðmyndun á fiski sem sé raunhæft og skili árangri. Það er því krafa aðildarfélaga Sjómannasambands fslands að í framtíðinni verði ferskt hráefni upp úr sjó verðlagt með sölu á innlendum eða er- lendum fiskmörkuðum eða með fiskmarkaðsverði. Tekið er undir álykt- un Samtaka fiskvinnslu án útgerða um að aðskilja beri rekstur veiða annars vegar og vinnslu hins vegar til að tryggja eðlileg samkeppnisskil- yrði í sjávarútvegi. Starfsemi fískmarkaða verði styrkt Formannafundurinn telur að tryggja eigi öllum jafnan aðgang að hrá- efni með því að styrkja starfsemi fiskmarkaðanna, enda eðilegt að þeim sem heimilað er að sækja aflann á miðin verði janframt uppálagt að selja hann á fiskmarkaði þannig að eðlilegir viðskiptahættir ríki í við- skiptum með fisk. Að mati fundarins eru samkeppnislög nú brotin með óeðlilegu samráði útgerðarmanna um það verð sem greitt er fyrir aflann auk þess sem veiðiheimildir eru notaðar sem skiptimynt fýrir hráefni til vinnslu. Verðlagsstofa skiptaverð hefur skilað góðu starfí Formannafundurinn telur að Verðlagsstofa skiptaverðs hafi skilað góðu starfi. Hlutverk stofunnar sé mikilvægt af þeirri ástæðu að stjómvöld hafa að kröfu samtaka útvegsmanna lokað fyrir upplýsingagjöf til sam- taka sjómanna vegna uppgjörsmála við sjómenn. Tilgangurinn sé að koma í veg fyrir að samtök sjómanna geti upplýst kvótabrask útgerðar- manna og óeðlilega verðlagningu sjávarafla. Fundurinn krafðist þess að stjórnvöld veittu samtökum sjómanna fullan aðgang að öllum upplýs- ingum er varða laun til sjómanna. Tvískráuingu íiskiskipa hafnað Formenn aðildarfélaga Sjómannasambands Islands hafna því alfarið að tvískráning fiskiskipa verði heimiluð hérlendis. Með því að heimila út- gerðarmönnum að skrá fiskiskip í skipaskrá annars ríkis undir þjóðfána þess, án þess að skipið sé tekið af íslenskri skipaskrá, sé verið að bjóða útgerðarmönnum upp á Ieið til að ráða til sín ódýrt erlent vinnuafl í samkeppni við íslenska sjómenn. Reynsla undanfarinna ára hafi kennt forystumönnum sjómanna að stjórnvöld fáist ekki til að taka á brotum útgerðarmanna sem reka skip undir íslenskum fána. Því síður geta sam- tök sjómanna vænst þess að stjómvöld taki á málum þegar fiskiskip undir erlendum fána hlítir ekki þeim skilyrðum sem sett eru þó skip sé skráð í íslenskri skipaskrá. Hvalveiðar verði hafnar Fundurinn á Isafirði 5. og 6. nóvember sl. krafðist þess að Alþingi sam- þykkti að hvalveiðar verði þegar hafnar. Allar vísindalegar úttektir á stærð hvalastofna við ísland mæli með veiðum og á fundi NAMMCO á Akureyri í haust staðfesti vísindancfnd samtakanna þá niðurstöðu. Formannafundurinn hafnaði alfarið fullyrðingum um að hvalveiðar muni draga úr ferðamannastraumi til landsins. Fundurinn sá ekkert því til fýrirstöðu að reglur verði settar um hvalveiðar og hvalaskoðun, þan- nig að hvalaskoðunarferðir með ferðamenn og hvalveiðar geti farið saman. GG Þríðjungur allra fyrirtækja í byggingariðnaði á í vandræðum með að ráða fóik, samkvæmt nýrrí könnun Aflvaka. Víða skortur á starfsfólM Um 30 40% fyrirtækja með fleiri en 4 starfs- meim hafa staðið í stríði viö að fá fólk til starfa - líka fyrirtæki á laudsbyggðinni. Verulegra erfiðleika við að fá fólk til starfa hefur greinilega gætt víð- ar en á Leikskólum Reykjavíkur, því í næstum helmingi fýrirtækja með 10 starfsmenn eða fleiri hafa stjórnendur strítt við slíka erfið- leika á undanfömum tólf mánuð- um. Þetta kom m.a. í ljós í nýlegri Aflvaka-könnun á rekstrarum- hverfi smáfýrirtækja í landinu. At- hygli vekur að þessa mikla vinnu- aflsskort hefur ekkert síður gætt í fyrirtækjum á landsbyggðinni heldur en á höfuðborgarsvæðinu. Víða vantar fólk Forsvarsmenn 21% af öllum fyrir- tækjum á höfuðborgarsvæðinu og 23% fýrirtækja á landsbyggðinni kváðust hafa átt í þessum erfið- leikum með mannaráðningar að undanförnu. Vandinn er þeim mun algengari sem fýrirtækin eru stærri og er sömuleiðis töluvert mismunandi eftir greinum. Þannig kváðust um 43% stjórn- enda fyrirtækja með fleiri en 10 starfsmenn hafa átt í erfiðleikum með að fá fólk til starfa, rúmlega 30% fyrirtækja með 4-10 starfs- menn og 17% fýrirtækja með 1-4 starfsmenn, en fremur fáir ein- yrkjar stríddu við þetta vandamál. Iðnaðarmenn eftirsóttastir Vandinn var mestur í byggingar- iðnaði, þar sem þriðjungur allra fyrirtækja í greininni var í vand- ræðum að ráða fólk og það sama átti við um rúmlega fjórðung allra verslunarfýrirtækja. Um fimmta hvert iðnfýrirtæki hafði strítt við manneklu og litlu lægra hlufall þjónustufýrirtækja. Athygli vekur að þessi vandi virðist hafa verið minnstur í fiskvinnslu og -veiðum, þar sem „aðeins" sjötta hvert fýr- irtæki hafði átti í basli með mannaráðningar - en þetta er þó sú atvinnugrein sem hvað mest hefur flutt inn af erlendu vinnu- afli til starfa. -HEI Launagreiðslur uppmn 17% Heildarlaimakostnað- ur A-hluta ríkisstofii- aua hækkaði sem nam tæpum 72 milljörðum í fyrra úr tæpum 45 mUljörðuin árið áður. Launakostnaður A-hluta ríkis- sjóðs hækkaði um 6,3 milljarða (tæp 17%) í fyrra, úr rúmlega 37 milljörðum árið 1997 í hátt í 44 milljarða árið 1998, samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar. Greiddum ársverkum hjá stofn- unum í A-hluta ríkisreiknings, sem greiddu laun gegnum starfs- mannaskrifstofu fjármálaráðu- neytisins fjölgaði um rúmlega 1% í dagvinnu. Greiddum yfirvinnu- stundum reiknuðum til ársverka fækkaði aftur á móti um 13% og dæmi fundust um allt að helm- ings fækkun hjá sumum ráðu- neytum. Ríkisendurskoðun segir þetta vafalaust ekki síst stafa af breyttu launakerfi ríkisstarfsmanna, þar sem yfirvinnugreiðslur voru færðar inn í grunnlaunin. Ríkis- starfsmcnn hafi sums staðar fengið fasta yfirvinnu, oft á bil- inu 20-50 tíma á mánuði og dæmi um meira. hækkun launatengdra gjalda, að mestu vegna gjaldfærslu lífeyris- skuldbindinga sem fimmfölduðust milli ára. 20 prósenta hækkun í heilkrigöismáluni Mest hækkuðu launagreiðslur um 21,4% hjá félagsmálaráðu- neyti og um 20,3% hjá heilbrigð- isráðuneyti, en undir það eru færðar 18,6 milljarða launa- greiðslur, eða næstum 43% allra launagreiðslnanna. Næstum 3/4 launagreiðslna ríkissjóðs eru hjá þrem ráðuneytum; heilbrigðis-, mennta- og dóms- og kirkjumála, sem að stærstum hluta eru þá laun heilbrigðisstéttanna, kenn- ara f framhalds- og háskólum, lögreglu, dómstóla og presta. AIls 72 niilljarða launakostnaður Heildarlaunakostnaður A-hluta stofnana hækkaði hins vegar um rúma 27 milljarða milli ára og varð hins vegar næstum 72 millj- arðar á síðasta ári, eða að jafnaði 350.000 krónur á hvern framtelj- anda (alla 16 ára og eldri). Hækk- unin skýrist aðallega af mikilli Maiyjir fengið óvæntan glaðning Rúmlega 125 milljóna lífeyris- skuldbindingar voru gjaldfærðar í efnahagsreikningi A-hluta ríkis- sjóðs í lok síðasta árs. Skuldin hafði þá hækkað um rösldega 30 milljarða frá byrjun ársins, eða um 32% á þessu eina ári - og sjö- falt meira en árið áður. Astæðan er mikil hækkun viðmiðunar- launa til útreiknings lífeyrisrétt- inda, sem að stórum hluta skýr- ast af áðurnefndum aðlögunar- samningum. En við slíka breyt- iíigu hækka allar lífeyrisskuíd- bindingar strax, bæði gagnvart fyrrverandi og núverandi starfs- mönnum. Um 2,5 milljarðar af þessari hækkun voru greiddir í fyrra - 170% hærri upphæð en árið áður, sem þýðir væntanlega að margir fyrrum starfsmenn hins opinbera hafi óvænt fengið Iag- Iegar lífeyrishækkanir á árinu. - HEl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.