Dagur - 10.11.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 10.11.1999, Blaðsíða 7
MIDVIKUDAGV R 10. NÓVEMBER 1999 - 7 ÞJÓÐMÁL Já, iá og nei, nei éturfrændi 5 STEINGRÉVJ- IJK J. SIGFUS- SON FORMAÐUR VINSTRI- HREYFINGARINNAR - GRÆNS FRAMBOÐS SKRIFAR Pétur Snæbjörnsson í Reynihlíð skrifar grein sem birtist í Degi fimmtudaginn 5. nóv. sl. undir fyrirsögninni „Um vinstri græna byggðastefnu". I rauninni er þetta ein af þeim greinum sem svara sér að mestu sjálfar og þeir sem slíkan samtíning senda frá sér eru auðvitað sjálfum sér verstir. Bæði af þeim sökum og einnig vegna frændsemi og kunningsskapar gegnum tíðina hefði ég helst kosið að láta kyrrt liggja. Eg Iæt mér í léttu rúmi liggja tilraunir Péturs Snæ- björnssonar til að gera lítið úr mér sem stjórnmálamanni, en því miður kemur fleira til. Pétur veitist þarna að öðrum nafn- greindum einstaklingum og reynir að gera tortryggilega á alla Iund þá stjórnmálahreyfingu sem ég er í forsvari fyrir um þessar mundir. Ég tel mér þvf skylt að svara skrifunum í nokkru þó auðvitað orki alltaf tvímælis hvað sé svaravert og hvað ekki. I fyrsta Iagi er rétt að láta grein Péturs tala sjálfa og taka hér nokkrar beinar tilvitn- anir. Hann segir m.a.: „Ef eitt- hvað er skelfileg tilhugsun er það að á Alþingi skuli sitja óá- byrgt fólk sem virðist ekki gera sér grein fyrir hinu raunverulega lífi almennings í landi hér.“ Um Kolbrúnu Halldórsdóttur, al- þingismann fjallar jafnréttishetj- an Pétur Snæbjömsson með eft- irfarandi hætti: „Kolbrún Hall- dórsdóttir situr á Alþingi í skjóli Steingríms J. Sigfússonar, þing- manns Norðurlands eystra." Kol- brún Halldórsdóttir er kjörin þingmaður Reykvíkinga. Hún skipaði 2. sæti á lista okkar í Reykjavík og er 17. þingmaður kjördæmisins. I fyrsta sæti á lista hreyfingarinnar i Reykjavík var Ogmundur Jónasson sem er kjördæmakosinn. Kolbrún Hall- dórsdóttir situr þar af leiðandi á Alþingi í krafti eigin ágætis og þess stuðnings sem sá flokkur sem hún starfar fyrir nýtur í Reykjavík. Hún hefur einnig sannað það með vasklegri fram- göngu sinni á þingi það sem af er að hún þarf ekki á því að halda að sitja í skjóli eins eða neins. Um mig segir Pétur að í málefn- um sem snerta atvinnulíf í Mý- vatnssveit hafi ég „verið marg- staðinn að tvískinnungi". I hver- ju hefur þessi tvískinnungur birst? Er ekki rétt að tilgreina dæmi? Um Kísiliðjuna telur hann að ég hafi slegið úr og í árum saman. Og í næstu setn- ingu kemur síðan að ég hafi fyrir síðustu kosningar sagt hreint út að ég vildi ekki kísilgúrnám úr Mývatni. Er nú ekki pínulítil mótsögn í þessu, frændi? I mál- efnum Kísiliðjunnar hef ég reynt að vera sjálfum mér samkvæmur og haldið fram mínum sjónar- „I/arilíðan Framsókriarmanna og vanmetakennd gagnvart okkur í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði hefur ekki farið fram hjá neinum upp á síðkastið. Greinilegt er að vaxandi brautargengi okkar með þjóðinni og skeleggur málflutningur fer mjög í taugarnar á Framsóknarmönnum." miðum, þó það hafi ekki alltaf verið auðvelt í návígi við marg- víslega hagsmuni og reyndar deilur heimamanna. Ég hef lýst sömu skoðunum hvort heldur er á fundum á Hótel Reynihlíð, á Skútustöðum eða í Reykjavík. Mín sjónarmið eru og hafa alltaf verið þau að í samskiptum við viðkvæmar og dýrmætar nátt- úruperlur eins og lífríki og allt umhverfi Laxár og Mývatns, verði menn að hafa í heiðri við- urkenndar varúðarreglur. Þar af leiðandi geti komið til þess að ekki teljist á það hættandi að halda kísilgúrnámi áfram. I það hefur stefnt að undanförnu, enda þannig frá málinu gengið af stjórnvöldum þegar núgildandi vinnsluleyfi var gefið út og námasvæði afmörkuð. A þennan veruleika málsins hef ég minnt menn undanfarin ár. Það er yfir- leitt erfitt hlutskipti að vera boð- beri slæmra tíðinda, en þau hverfa ekki þó reynt sé að skjóta sendiboðann. Hveijum á nú að refsa fyrir nýfallinn úrskurð Skipulagsstjóra, blöðunum sem skýrðu frá niðurstöðu hans? Ég hef aldrei tekið svo til orða um atvinnulíf í Mývatnssveit að í stað Kísiliðjunnar yrðum við „bara að finna eitthvað annað“ og við þessa „eitthvað annað“ stefnu í atvinnumálum lands- byggðinnar yfirleitt kannast ég ekki. I ræðum og riti og þingmál- um sem ég hef flutt á undan- förnum árum og nú síðast f ítar- legri tillögu okkar sem skipum þingflokk Vinstrihreyfingar - græns framboðs í 12 liðum um aðgerðir í byggðamálum, birtast efnislegar tillögur á þessu sviði. Þessi „hara eitthvað annað" frasi er hins vegar orðinn fastur í munni stóriðjusinna sem sjá enga aðra lausn í atvinnumálum yfirleitt en álver og virkjanir. Til að tilgreina nokkra fleiri bjúg- verpla úr grein Pétprs má nefna eftirfarandi: „Hin svokallaða byggðastefna Steingríms J. Sig- fússonar er uppfull af mótsögn- um“ og „fordómafullur málflutn- ingur liðsmanna Steingríms minnir okkur á að það bylur hæst í tómri tunnu", „að krefjast verndunar og friðunar í hvert sinn þegar velta á við steini", „en þetta vill þingmaður okkar Stein- grímur J. Sigfússon og kallar hyggðastefnu í þokkabót". Eitt- hvað nálægt 10 fullyrðingar af þessu tagi, órökstuddar með öllu eru uppistaðan í grein Péturs Snæbjörnssonar og slíkur mál- flutningur dæmir sig sjálfur. Kveikjan að skrifum hans virðist vera uppsláttur Dags á símviðtali sem tekið var við Kolbrúnu Hall- dórsdóttur um virkjanamál. Kol- brún hefur þegar Ieiðrétt þær rangfærslur sem þar birtust enda ýmislegt úr samhengi tekið og henni gerðar upp skoðanir. Hefði Pétur Snæbjörnsson haft áhuga á því að kynna sér raun- verulegar skoðanir fólks eða af- stöðu og málflutning þá hefði hann væntanlega vandað betur til heimildarýni sinnar heldur en hann hefur greinilega gert. EkM bæði sleppt og haldið Um umhverfismál vil ég segja al- mennt vegna þessa upphlaups Péturs að ég geri satt best að segja afar Iítið með málflutning manna sem í öðru orðinu tala um nauðsyn og réttmæti um- hverfisverndar en ráðast svo með ómaklegum og ómerkilegum málflutningi að öllum þeim sem vilja leggja þeim hinum sama málstað lið. Kolbrún Halldórs- dóttir er einlægur umhverfis- verndarsinni, hún hefur sett sig vel inn í þau mál og framganga hennar á því sviði hefur þegar vakið athygli. Að sjálfsögðu er ekki við því að búast og ekki til þess ætlast að allir séu henni sammála en þeir sem vilja tala fyrir öðrum sjónarmiðum verða að gera það með rökum eigi að vera hægt að taka þá alvarlega. Staðreyndin er sú að að því kem- ur stundum í umhverfismálum eins og á mörgum öðrum sviðum að það verður ekki bæði sleppt og haldið. Það er ekki bæði hægt að éta kökuna og geyma hana. Sem betur fer er það svo að mjög oft geta athafnir mannsins og nýting á auðlindunum farið prýðilega saman við góða um- gengni um náttúruna og sam- ræmst sjónarmiðum um sjálf- bæra nýtingu og búskaparhætti. En svo er ekki alltaf. Það rann t.d. upp fyrir mönnum fyrir nokkrum áratugum síðan hér í henni Reykjavík að það yrði ekki hvoru tveggja hægt að dást að Rauðhólum um aldur og ævi sem sérstæðum og fögrum nátt- úrufyrirbærum en moka þeim líka upp og nota þá í húsgrunna. Menn sáu sem sagt að þarna var ekki bæði hægt að borða kökuna og geyma hana og Rauðhólarnir voru friðaðir. Því miður að vísu ekki fyrr en búið var að vinna stórskemmdir á austurhluta svæðisins en þó var því bjargað sem bjargað varð. Dæmin eru að sjálfsögðu fleiri. Eyjabakkar verða ekki hvoru tveggja í senn; beitiland fyrir gæsir og hreindýr og varpsstöðvar álfta, sú ósnort- na gróðurvin og paradís í sínu stórbrotna umhverfi sem þeir eru í dag en líka botninn á uppi- stöðulóni fyrir virkjun. Þar verð- ur ekki bæði sleppt og haldið. Ferðamenn verða ekki dregnir til Mývatnssveitar tugum þúsunda eða hundruðum þúsunda saman til þess að skoða fugla eða dást að hverum sem ekki verða þar lengur til staðar ef svo illa færi. Við stöndum því iðulega frammi fyrir vandasömu mati á því hver- ju á að fórna og hveiju ekki, hvaða áhættu er réttlætanlegt að taka og hvaða ekki. Að sjálf- sögðu er ekki við því að búast að um slíkt verði menn alltaf sam- mála. Innihaldslaus orð um að menn vilji vernda náttúruna, sem síðan eru gleymd og grafin þegar menn Ienda í þeim sporum að verða að velja, gef ég ekki mikið fyrir. Og satt best að segja er erfitt að skilja að maður eins og Pétur Snæbjörnsson, sem er vaxinn upp úr því umhverfi sem hann er og hefur mikilla hags- muna að gæta í ferðaþjónustu, skuli ekki hafa svolítið meiri skilning á þessum hlutum eða skrifa um þá í pínulítið betra jafnvægi. En kannski er skýring- in komin í frétt sem ég sá í blöð- um fyrir nokkrum dögum að nefndur Pétur Snæbjörnsson hafi verið einn af fulltrúum á kjördæmisþingi Framsóknar- manna í Norðurlandi eystra fyrir skemmstu. Þá loksins falla brot- in saman í eina heild og þá verð- ur skiljanlegra að Pétur Snæ- björnsson geti verið bæði með og á móti náttúruvernd. Sú stefna var einu sinni kölluð já, já og nei, nei, Pétur frændi. Var þó Fram- sóknarflokkurinn miklu skárri flokkur á allan hátt þá heldur en hann er orðinn í dag. Vanlíðan Framsóknar Vanlíðan Framsóknarmanna og vanmetakennd gagnvart okkur í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði hefur ekki farið fram hjá neinum upp á síðkastið. Greinilegt er að vaxandi brautar- gengi okkar með þjóðinni og skeleggur málflutningur fer mjög í taugarnar á Framsóknarmönn- um. Sérstaldega á það við um formann þeirra sem hefur nú löngu tapað niður hinu lærða brosi frá því fyrir síðustu alþing- iskosningar. Það er dapurlegt til þess að vita ef ólund formanns Framsóknarflokksins, sem hafði t.d. það helst fram að færa um undirritaðan á dögunum að hann væri á móti framtíðinni og á móti himninum, smitar svo heiftarlega út frá sér að jafnvel glaðlyndur piltur eins og Pétur Snæbjörnsson í Reynihlíð telur sér skylt að skrifa blaðagreinar í sama geðvonskustílnum. Ofan í þessi hjólför þeirra Framsóknar- manna ætla ég ekki að fara og læt liggja bærilega á mér þessa dagana enda hef ég öll tilefni til. Ég hef af því litlar áhyggjur að geðvonskuskrif með órökstudd- um og innantómum upphrópun- um skaði þann málstað sem Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð stendur fyrir og hefur notið vaxandi stuðnings með þjóðinni. Þyki þér það, frændi, skelfileg tilhugsun að eitthvert fólk sitji á Alþingi ættirðu að hugleiða hvers vegna það situr þar. Jú, það er vegna þess að það naut stuðn- ings kjósenda í landinu og það er þeirra réttur að velja sér fulltrúa sína á Alþingi. 22% kjósenda í Norðurlandi eystra kusu Vinstri- hreyfinguna - grænt framboð og okkur Arna Steinar Jóhannsson á þing og þ. á m. miklu fleiri í Mývatnssveitinni en þig grunar. Vertu svo sæll að sinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.