Dagur - 10.11.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 10.11.1999, Blaðsíða 1
Lðg um hópup]} - sagnir þverbrotm Fiskverkafólk mót- mælir lögleysu. Krefst sektarákvæða og skaðabóta í endur- skoðuu laga. Stjórnvöld loka aug- um. Svo virðist sem töluverður mis- brestur sé á því að atvinnurek- endur í fiskvinnslu fari eftir ákvæðum kjarasamninga og laga um hópuppsagnir. A nýafstöðn- um aðalfundi fiskvinnsludeildar Verkamannasambands Islands var þessari lögleysu harðlega mótmælt. Bent er á að á sama tíma og stjórnvöld ámálga að herða lög við hópuppsögnum op- inberra starfsmanna loki þau augunum lyrir lagabrotum þegar verið sé að segja upp almennu verkafólki í tugavís. I ályktun fundarins er þess krafist að gerð verði breyting á lögum um hóp- uppsagnir með ákvæðum um sektir og skaðabætur. Unglingar í vanda Tuttugu unglingar eru í brýnni meðferðarþörf, en mega horfa uppá langa biölista og tugir ung- linga til viðbótar eru á hættu- svæði. Urræði stjórnvalda hafa dregist, því kerfinu gengur hægt að leysa úr eigin vanda; kerfis- læg vandamál tefja fyrir fjölgun meðferðarúrræða. Mál hnífstungupiltsins sem Dagur hefur fjallað um undan- farna daga er dæmi af unglingi þar sem tímabært inngrip hefði getað forðað örþrilhráði. Að- standendur piltsins segja að kerfið hafi brugðist - aðstoð hafi borist of seint. Umboðsmaður barna kallar eftir aðgerðum og vísar til Barnasáttmála Samein- uðu þjóðanna og lögreglan segir að meðferðarpláss verði að vera fyrir hendi, oft sé tími til inn- gripa skammur. - FÞG - Sjá opnuumfjöllun bls. 8-9. Yfir 400 manns Aðalsteinn Á. Baldursson, for- maður fiskvinnsludeildar Verka- mannasambands íslands, VMSI, segir að hópuppsagnir séu meðal annars ekki tilkynntar til stjórn- valda, gengið sé framhjá trúnað- armönnum, samráð sé nafnið tómt og fátt eitt sé gert til að lág- marka það tjón sem starfsfólk verður fyrir vegna hópuppsagna. A undanförnum mánuðum hafa hópuppsagnir bitnað á yfir 400 félagsmönnum aðildarfélaga VMSI. Aðalsteinn segir að þessi ákvæði laganna séu þverbrotin af atvinnurekendum í fiskvinnslu víða um iand. Á aðalfundinum hefði verið mjög heitt í fólki út af þessum vinnubrögðum atvinnu- rekenda og þá ekki síst yfir því að þeir virðast komast upp með þetta átölulaust. I það minnsta hafa menn ekki orðið varir við að stjórnvöld hafi fett fingur út í þessi vinnubrögð. Hann segir að innan verkalýðshreyfingarinnar sé þetta litið mjög alvarlegum augum og meðal annars hefur ASÍ skrifað bæði félagsmálaráðu- Aðalsteinn Arnar Sigur- Baldursson. mundsson. neyti og Vinnumálastofnun þar sem bent sé á þessar lögleysur. Útíhött Formaður Samtaka fiskvinnslu- stöðva, Arnar Sigurmundsson, segist fljótt á litið telja að þarna sé um að ræða eitt af þessum álitamálum um dagsetningar á tilkynningum til vinnumiðlana þegar fyrirtæki segja upp starfs- fólki. Hann segist hins vegar ekki kannast við aðrar ásakanir fisk- verkafólks og því komi þær á óvart. Aftur á móti sé ekki hægt að útiloka einhver mistök í þess- um efnum. Þá finnst honum sér- kennilegar kröfurnar um sektará- kvæði og skaðabætur, enda sé það út í hött. Á hinn bóginn sé því ekki að leyna að atvinnuör- yggið sé ekki það sama í físk- vinnslu og í öðrum atvinnugrein- um vegna óvissu um hráefni. Potlur brotinn Gunnar Sigurðsson hjá Vinnu- málastofnun segir að það sé til skoðunar að endurskoða lögin um hópuppsagnir og gera þau skýrari. Ef ráðist verður í endur- skoðun laganna sé viðbúið að það sé gert í samstöðu við aðila vinnumarkaðarins. Hann segir rétt að atvinnurekendur í fisk- vinnslu hafa ekki allir uppfyllt öll formsatriði vegna hópuppsagna og þá einkum að tilkynna þær. Þá sé oft pottur brotinn í samráðs- ferlinu á milli fyrirtækis og starfs- manna. Fyrir vikið upplifir starfs- fólkið ákvörðun um uppsagnir sem einhliða tilkynningu af hálfu íyrirtækisins. Vegna alls þessa sé meðal annars verið að vinna að því hvernig hægt sé að upplýsa atvinnulífið betur um skyldur þess í þessum efnum. - GRH „Við erum a móti þessari búllu," segir yfirmaður í Landsbankanum. Keisara- aðferð á Maxiin’s? Forráðamenn fyrirtækja við Hafnarstræti hafa rætt óform- lega sfn á milli um þann mögu- leika að kaupa húsnæði það, sem Walter Lenz gleraugnasali á í Hafnarstræti 9 og hýsir nú nektardansstaðinn Maxim’s (Hafnarkrána). Væri með því svipuð aðferð notuð og gekk upp gagnvart Keisaranum við Hlemm; hinn „óæskilegi" er keyptur burt. Degi er kunnugt um að þessi möguleiki hafi verið ræddur óformlega af forráðamönnum Landsbankans og svipuð hug- mynd mun hafa verið rædd inn- andyra hjá Eimskipafélaginu. Skipafélagið á iyrir meirihluta sömu fasteignar og leigir nektar- dansstaðnum reyndar aðstöðu í kjallaranum. Yfírmaður í Lands- bankanum sagði í samtali við Dag að þessi möguleiki á að kaupa húsnæðið hefði verið ræddur en sé enn ókannaður. „Það eina sem liggur fyrir er að við erum á móti þessari búllu, sem við teljum skemma út frá sér og eyðileggja ímynd Hafnar- strætis." Vildu húsnæði Geirs Haarde Aðstandendur Maxim’s Iáta hins vegar neikvæða umræðu um sig lítið á sig fá og leita nú ráða til að færa út kvíarnar í Hafnar- stræti. Þannig leituðu aðstand- endur Maxim’s nýlega eftir því við eigendur veitingahússins Pí- anó-barsins hvort barinn væri hugsanlega til sölu, þ.e. rekstur- inn og húsaleigusamningurinn. Hefðu þessar viðræður náð lendingu hefði sú sérstæða staða komið upp að nektarbúll- an Maxim’s væri komin yfir í húsnæði í eigu fjármálaráðherra Islands, því fasteignaeigendur þeir sem leigja Píanóbarnum eru bræðurnir Geir og Stcindór Helgi Haarde. Ekkert varð þó úr kaupum Maxim’s á Pfanóbarn- um, því mönnum bar ekki sam- an um verð. - FÞG Flugleiðir kynntu í gær með viðhöfn í flugskýli á Keflavíkurflugvelli nýja ímynd fyrirtækisins, eða „nýtt útlit til nýrrar aldar" eins og yfirskriftin var. Um leið lenti fyrsta farþegaþota Flugleiða í nýjum litum félagsins. Ný einkennisföt fíugþjóna og flugstjóra vöktu ekki síst athygli viðstaddra sem gátu þreifað á fötunum. Á innfelldu myndinni er for- stjórinn, Sigurður Helgason, ásamt fíugfreyju og fíugstjóra í nýjum búningum. í gær var einnig opnaður endurbættur Flugleiðavefur á Netinu. myndir: e.ól. flö fujifilm VELDU BESTU FRAMKttUUNINA SAMANBURÐURÁ ENDINGU Á UTMYNDAPAPPÍR Niðurstöður Rannsóknar Wilhelm Imaging Research Fujicolor Crystal Archive pappír 60 ár Kodak Edge 7 og Royal VII pappír 18 ár Kodak Portra III Professional pappír Konica Color QA pappír gerð A7 14 ár 14 ár Skipholti 31, 568 0450 Agfacolor pappír gerð 11 13 ár Kaupvangsstræti 1, Ak. 461 2850 Copyright 1999 Wilhelm Imaging Research Inc. www.fujifilm.is FUJIFILM FRAMKOLLUN UM ALLT LAND

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.