Dagur - 10.11.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 10.11.1999, Blaðsíða 3
rPfgpr FRÉTTIR —T MIDVIKUDAGUR 10. NÚVEMBER 1999 - 3 Harka í forsetakj örí N orðurlandaráðs Vanalega kernur for- seti Norðurlandaráðs úr hópi stjómarand- stæðinga þess lands sem fær hann hverju sinni, nema þegar ís- land á í hlut. Sjálf- stæðismenn vilja að Sigríður Anna Þórðar- dóttir taki við að þessu sinni en jafnað- armenn vilja Sighvat Björgvinsson. Mið- flokkahandalagið klofió í málinu. Eins og fram kom í Degi í gær sagði í fréttum ríkisútvarpsins að Framsóknarflokkurinn hefði lof- að Sighvati Björgvinssyni stuðn- ingi í kosningu forseta Norður- landaráðs við lok þings Norður- landaráðs, sem nú stendur yfir í Stokkhólmi. Halldór Asgrímsson og Isólfur Gylfí Pálmason höfn- uðu þessu en drógu seiminn. Það var rétt sem þeir sögðu að Sighvatur Björgvinsson. flokkurinn hefði ekki lofað Sig- hvati stuðningi en Halldór Ás- grímsson vildi halda áralanga hefð við forsetakjör á þingi Norðurlandaráðs. Þannig er að um langt árabil hefur það verið venjan að forseti ráðsins komi úr hópi stjórnar- andstæðinga þegar Svíar, Norð- menn eða Danir eiga forseta ráðsins. Norðurlöndin skiptast á um að eiga forsetann. Nú er til að mynda kona úr Hægri flokkn- um í Svíþjóð forseti ráðsins en þar eru jafnaðarmenn við stjórn. Þetta hefur verið venja sem flest- ir vilja halda þvf jafnaðarmanna- Sigríður Anna Þórðardóttir. flokkarnir í þessum þremur löndum eru svo sterkir að þeir hefðu ekki þurft að gera þetta. Krataflokkarnir á þinginu nú bjuggust við að Islendingar myndu ekki leggjast gegn þessari hefð eins og raunin hefur orðið og að íslenskur stjórnarandstæð- ingur yrði fyrir valinu að þessu sinni. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur aldrei virt þessa hefð þegar Is- land hefur átt forsetann. Klofið miðflokkabandalag Það var þessi hefð um að forseti ráðsins komi úr röðum stjórnar- andstöðunnar, sem Halldór Ás- grímsson vildi halda, en ísland fær hann að þessu sinni. Sjálf- stæðisflokkurinn sótti af alefli að forsetinn kæmi úr þeirra röðum. ísólfur Gylfí hafði því lofað Sig- ríði Onnu Þórðardóttur stuðn- ingi í málinu og Halldór átti óhægt um vik að styðja Sighvat. Halldór gerði sér grein fyrir því að ef hefðin yrði rofin nú gætu jafnaðarmenn í Danmörku, Nor- egi og Svíþjóð fengið forseta úr sínum röðum. Flokkahóparnir í Norður- landaráði hafa verið að styrkjast mjög á undanförnum árum og það eru þeir sem tilnefna í nefndir og ráð en ekki Iöndin sem slík. Nú hefur komið fram formlega tillaga frá íhaldsflokka- hópnum um Sigríði Önnu Þórð- ardóttur en frá kratahópum til- laga um Sighvat Björgvinsson. Það er mikil harka komin í þetta mál og hefur miðflokkahóp- urinn klofnað í málinu. Sumir voru búnir að binda sig við Sigríði Önnu vegna stuðnings framsókn- armanna við hana. Aðrir flokkar hafa áhyggjur af því hvaða dilk þetta allt getur dregið á eftir sér og eru hikandi. Þess vegna er óvíst hvernig fer þegar forseti Norðurlandaráðs verður kjörinn á morgun, fimmtudag. - S.DÓR Gísli S. Einarsson. Lágmarkið llzþúsund Gísli S. Einarsson alþingismað- ur mun í dag mæla fyrir frum- varpi til laga, sem hann flytur, um að lágmarkslaun í landinu fyrir 18 ára og eldri verði 112 þúsund krónur á mánuði fyrir dagvinnu. Þá gerir Gísli ráð fyr- ir því í frumvarpinu að laun sem eru 170 þúsund krónur eða meira hækki ekkert næstu tvö árin. Nú eru lágmarkslaun 70 þús- und krónur á inánuði. í frum- varpinu er gert ráð fyrir að þau hækki um 42 þúsund krónur á mánuði. Laun sem eru 80 þús- und hækki um 37.500 kr., laun sem cru 90 þúsund hækki um 33.600 kr., laun sem eru 100.000 kr. hækki um 29.400 kr. og síðan koll af kolli þannig að launahækkunin minnki um 4.200 kr. upp að 170 þúsund krónum á mánuði. Gísli segir að þannig muni launabilið minnka úr 100 þús- und krónum f 60 þúsund krónur á umræddu launabili. - S.DÓR Sektir tvöfaldast eftir tölvuvæðingu *^**^Hi Með nýju sektakerfi í ársbyrjun 1998 tók eitt samræmt kerfi við af þeim 27 mis- munandi kerfum sem áður voru rekin. „Skemmst er frá að segja að fjöldi umferðarlagabrota sem lögregl- an skráði og sektaði fyrir jókst um hartnær 100% á árinu 1998 frá árinu á undan. Upphæð sekta hjá tekjubókhaldi ríkisins nær tvöfaldaðist á sama tíma,“ segir jónmundur Kjartansson yfirlögregluþjónn í ársskýrslu Bíkislögreglustjóra, þar sem hann lýsir þeim miklu breyting- um sem urðu við gildistöku nýrrar rcglugerðar um sektir og þess að nýtt sektakerfi var tckið í notkun í ársbyrjun 1998. I kjölfar þess var boðuð aukin áhersla lögreglunnar á umferð- areftirlit jafnframt því sem ríkis- lögreglustjórinn gaf út tilmæli um sérstakt eftirlit með ölvun- arakstri, hraðakstri og notkun öryggisbelta. Víðnetið opnaði nýja mögu- leika Tcnging allra lögregluembætta landsins við víðnet dómsmála- ráðuneytisins opnaði nýja mögu- leika á úrvinnslu' mála. I fram- haldi af því fól ráðuneytið ríkis- lögreglustjóranum að sjá um greiningu á nýju sektakerfi, sem skyldi næta kröfum nýrrar reglu- gerðar um sektir. Ákveðið var að búa til kerfi sem byggði á þcim gögnum sem þcgar var búið að skrá í málaskrá lögreglu og að álagning sektanna í tekjubók- haldi ríkissjóðs yrði sjálfvirk, þ.e.a.s. að ekki þyrfti að færa álagninguna sérstaklega inn í bókhaldið. Áður 27 mismunandi sekta- kerfi Mesta breytingin var ef til vill sú, að sögn Jónmundar, að með þessu nýja kerfi var komið á sam- ræmingu, en fram til ársins 1998 hafi hvert lögregluembætti séð um sín sektamál og þannig í raun verið rekin 27 mismunandi sektakerfi, með hinum ýmsu formum greiðsluseðla. I nýja kerfínu séu öll gögn geymd á miðlægum gagnagrunni lögregl- unnar, öll sektaboð prentuð út á einum stað, sem og allar ítrekan- ir, sem síðan séu birtar viðkom- andi af starfsmönnum Islands- pósts. Þetta tryggði að alls staðar yrði tekið með sama hætti á um- ferðarlagabrotum og boðið upp á að Ijúka máli með sömu sektar- fjárhæð, sama hvar brotið átti sér stað. Þá var hætt að senda öll mál á milli embætta og taka þau fyrir á heimavarnarþingi þess kærða. Með nýja fyrirkomulag- inu eru sektarboð send frá því embætti þar sem brotið átti sér stað, sem leiddi til þess að sekt- arinnheimta margfaldaðist hjá sumum lögregluembættum. -HEI Mótmæla útburði í borginni Stjórn Leigjendasamtakanna hefur sent frá sér ályktun, þar sem (ýr- irhuguðum „fjöldaútburði" á leigjendum í íbúðum á vegum Reykja- víkurborgar er mótmælt harðlega. „Stjórnin undrast þá veruleikafirr- ingu sem lýsir sér í þeirri hugmynd að senda bjargarlaust fólk útí það hrikalega ástand sem hér ríldr á leigumarkaðnum og minnir um leið á skyldur sveitarfélaga," segir m.a. í ályktunni og er skorað á borgar- stjórn að beita sér fyrir úrbótum á ástandinu m.a. með uppbyggingu eðlilegs Ieigumarkaðar og mótun húsnæðisstefnu, sem tekur mið af ríkjandi ástandi í þjóðfélaginu. Stjórnin sér ástæðu til að minna sér- staklega á að „það var alþýðan fyrst og fremst" sem kom núverandi meirihluta til valda í borginni. Svanurmn kyimtur I tilefni þess að 10 ár eru liðin frá því að nor- ræna umhverfismerkið, Svanurinn, var tekið í notkun kynnti Siv Friðleifsdóttir, umhverfís- ráðherra og norrænn samstarfsráðherra, merk- ið á fréttamannafundi á Norðurlandaráðsþing- inu í gær. Meira en þúsund vörutegundir eru nú merktar Svaninum og stöðugt fleiri bætast í hópinn. Umhverfismerkið er sagt tryggja strangt umhverfiseftirlit allt ffamleiðsluferlið. Á fundinum kynnti Siv m.a. nýja könnun á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar sem sýndi að Svanurinn væri það umhverfis- merki sem flestur neytendur á Norðurlönd- um þckktu. Átján miHjóna snióleysisstyrkur Vegna snjóleysis í Kerlingarfjöllum er áætlað í nýju fjárlaga- frumvarpi fyrir þriggja milljóna króna tímabundnu framlagi á næsta ári til Skíðaskólans í Kerlingarfjöllum, þar sem snjó- leysi hafi leitt til tekjutaps. Skólinn hefur þegar fengið 12,5 milljóna framlag á árunum 1997 og 1998 og lagt cr til að hann fái 2,4 milljónir á fjárlögum 2001. Alls er því þetta snjóleysisf’ramlag til skólans áætlað 17,9 milljónir á fjórum árum. Hins vegar eiga að falla niður 14 milljóna framlag til Hand- knattleikssambands Islands sem fengið hefur samtals 42 milljónir á þrem árum, og framlag til Bridgesambandsins, sem fengið hefur níu milljónir á þrem árum. - HEl Siv Friðleifsdóttir. -ilil •nitHfe lOVMtj j-M EI UHtl -Ij'll't !<i"UV Uíi lllö liOÍO 1,101! 0b>- U H I: 1 : i "•>

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.