Dagur - 10.11.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 10.11.1999, Blaðsíða 11
Tk%pr MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 - 11 ERLENDAR FRETTIR Hátið í Berlin í Berlín var haldið upp á það að tiu ár eru liðin frá því múr- inn féll, en níundi nóvember á sér lengri sögu í Þýskalandi. „Við gerðum það sem rétt er,“ sagði Mikhaíl Gorbatsjov, fyrr- verandi Sovétleiðtogi, þegar þess var minnst í gær í Berlín að tíu ár voru liðin frá því múrinn, sem í eina tíð skipti borginni í tvennt, var opnaður og Austur-Þjóðverj- um leyft að fara óhindrað yfir landamærin. Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, minntist þess nýlega að án Gorbatsjovs og hugrekkis hans hefði sú atburða- rás sem varð haustið 1989 aldrei orðið. Þeir voru báðir staddir í Berlín í gær ásamt George Bush, fyrr- verandi Bandaríkjaforseta og ný- bökuðum heiðursborgara Berb'n- ar, og minntust þeir atburðanna fyrir tíu árum. Allir lögðu þeir áherslu á alþjóðlega þýðingu þess sem gerðist. Kohl sagði hrun múrsins hafa verið sigur frelsisins, og jafn- framt hvatti hann Þjóðverja til bjartsýni þrátt fyrir að samein- ingarferlið hafi verið og sé enn erfitt. Einnig lagði hann áherslu á þýðingu Evrópusambandsins fyrir sameiningu þýsku ríkjanna. Dagsins var minnst með ýms- um hætti í Berlín í gær. Minn- ingarguðsþjónusta var haldin í gærmorgun og einnig var sérstök hátíðarathöfn í þinghúsi lands- stjórnarinnar í Berlín. Þá var sérstakur hátíðarfundur haldinn í Reichstag, þinghúsinu sem stendur rétt við Brandenborgar- hliðið í Berlín. Þar fluttu þeir Gorbatsjov, Bush og Kohl ræður sínar og sömuleiðis Gerhard Schröder, núverandi kanslari Þýskalands, Wolfgang Thierse forseti þýska sambandsþingsins og Gauck, sem hefur haft yfir- umsjón með gögnum austur- þýsku öryggislögreglunnar. Gauck var einnig hugsaður sem sérlegur fulltrúi þeirra austur- þýsku andófsmanna sem voru í lykilhlutverki í atburðarásinni fyrir tíu árum. Verulegri gagn- rýni hefur sætt að þeim var ekki ætlað stærra hlutverk í hátíðar- höldunum í gær. I gærkvöld var svo slegið upp stórri útihátíð við Brandenborg- arhliðið og var búist við að allt að 100.000 manns myndu láta sjá sig þar. Eberhard Diepgen, borgar- sljóri Berlínar, sagði í ræðu sinni í gærmorgun að 9. nóvember væri hátíðardagur, sem Þjóðverj- ar gætu verið stoltir af. Þjóðverj- ar hafa lengi átt í erfiðleikum með sögu sína, sem er blóði drif- in og valdatími Hitlers varpar sí- fellt skugga á flestar tilraunir Þjóðverja til þess að minnast at- burða úr sögunni. Dagurinn þegar múrinn féll, Helmut Kohl, Mikhaíl Gorbatsjov og George Bush I Berlín á mánudag. 9. nóvember, er þar ekki undan- skilinn, því aðrir sögulegir at- burðir hafa gerst þennan dag sem Þjóðverjar eru lítt stoltir af. Arið 1938 var hin svokallaða Kristalnótt, eða Pogrom, þegar þýskir nasistar skipulögðu of- beldisherferð á hendur gyðing- um í borgum landsins, rændu og brenndu samkunduhús, verslan- ir og heimili gyðinga. „Þetta er fagnaðardagur, en líka dagur skammar og umhugsunar," sagði Gerhard Schröder, núverandi kanslari Þýskalands, í ræðu sinni í gær. Glufur voru byrjaðar að myndast í Berlínarmúrinn allnokkru áður en Austur-Þjóðverjum var loks leyft að fara vesturyfir. Þessi skuggalega saga varð m.a. til þess að Þjóðverjar treystu sér ekki til þess að velja níunda nóvember fyrir þjóðhá- tíðardag sameinaðs Þýskalands, heldur varð 3. október fyrir val- inu og átti sameining Austur- og Vestur-Þýskalands í eitt ríki sér stað þann dag árið 1990. Mikill munur er enn á lífskjör- um og tækifærum íbúa landsins eftir því bvort þeir búa austan eða vestan megin gömlu landamæranna, og fordómar eru miklir á báða bóga. Finnst mörg- um því sem múrinn lifi enn góðu lífi og töluverðu verki sé ólokið áður en óhætt sé að fullyrða að sameiningarferlinu sé í raun lok- ið. Austur-Þjóðverjar hófu að reisa múrinn sem skipti Berlín í tvennt í ágúst árið 1961, þannig að hann var orðinn 28 ára gam- all þegar hann féll í nóvember fyrir tíu árum. Meira en 200 manns létu lífið við flóttatilraun- ir, en þýskir landamæraverðir tóku hart á slíku og hikuðu ekki við að skjóta á þá sem reyndu að flýja vestur yfir. Egon Krenz, síðasti þjóðhöfð- ingi Austur-Þýskalands og sá sem tók ákvörðun um að opna múrinn, hefur verið dæmdur til sex ára fangelsisvistar vegna „skotleyfisins" sem þýskir landamæraverðir höfðu, og tveir aðrir fyrrverandi austurþýskir ráðamenn hlutu styttri fangelsis- dóma. Annar þeirra var Gúnter Schabowski, sá hinn sami og kom fram í sjónvarpi að kvöldi fimmtudagsins 9. nóvember til að tilkynna Austur-Þjóðverjum að þeim væri frjálst að fara yfir landamærin. Afrýjunarréttur í Leipzig staðfesti þessa dóma á mánudag, daginn áður en falls múrsins var minnst. Fall múrsins átti sér vitaskuld nokkurn aðdraganda. Fjölmargir Austur-Þjóðverjar höfðu safnast saman í sendiráðum Vestur- Þýskalands í Póllandi, Tékkóslóvakíu og Ungverjalandi nokkrum mánuðum fyrr, en segja má að fyrsta alvöru glufan í Járntjaldið hafi myndast þegar Ungverjar opnuðu landamæri sín til Austurríkis þann 10. sept- ember, en þá fóru Austur-Þjóð- verjar að strqyma í stórum stíl til Ungverjalands og áfram þaðan til Austurríkis. 15.000 Austur- Þjóðverjar fóru þessa leið á fyrstu þremur dögunum. Fljót- lega eftir það sáu Krenz og Schabowski að <_kki þeirri þróun yrði aftur snúið. Stllttmi \m !Í1T1 -1 ■ \ Lnul JU 1 1 HEIMURINN Ágremiitguriim of- arlega í huga FRAKKLAND - Efmd Barak, for- sætisráðherra Israels, ogjasser Ara- fat, leiðtogi Palestínumanna, hitt- ust í gær í París og lögðu báðir mikla áherslu á það sem milli ber í samningaviðræðum þeirra, sem nú eru að hefjast eina ferðina enn. Engu að síður sögðust þeir vera bjartsýnir, en deilumál sem komið hafa upp síðustu daga voru greini- lega ofarlega í huga þeirra beggja. Ehud Barak. 4.000 mairns flýja daglega RUSSLAND - Rússneski herinn hélt í gær áfram árásum sínum á Téténíu, en skyndilegar vetrarhörkur urðu til þess að dregið var nokkuð úr árásunum. Ekkert Iát er á flóttamannastraumnum frá Téténíu, en nú yfirgefa um 4.000 manns landiö á degi hverjum. Aimar flugritiim ftmdiim BANDARIKIN - Annar flugrita egypsku farþegaþotunnar, sem hrap- aði í hafið í síðustu viku, er fundinn. Vonast er til þess að hann varpi einhverju ljósi á orsakir flugslyssins, sem enn eru á huldu. Egypska þotan hrapaði skyndilega í hafið skömmu eftir flugtak frá New York og fórust allir sem um borð voru, alls 21 7 manns. Tugþúsundir manna innilokaðir VIETNAM - Tugþúsundir manna eru enn einangraðir vegna flóð- anna í Víetnam og skortir þá bæði mat, hreint drykkjarvatn og lyf. Flóðin voru þau verstu sem komið hafa í landinu í 35 ár. Meira en 600 manns eru þegar látnir og meira en hálf milljón manna missti heimili sitt. Skyndilokun kjamorkuvers RUSSLAND - Kjarnorkuveri í rússneska bænum Kursk, sem er suð- ur af Moskvu, var lokað skyndilega vegna neyðarástands, en ekki er Ijóst hver nánari tildrög þess voru. Fullyrt var að engin geislavirk efni hefðu lekið út. 1 síðustu viku var fyrst gerð úttekt á því hvort tækja- búnaður kjarnorkuversins myndi standast 2000-vandann svonefnda. Sþgusagnir um hrottrekstur Pútíns RÚSSLAND - Rússnesk stjórnvöld vísuðu í gær á bug orðrómi um að innan slcamms eigi að reka Vladimír Pútín forsætisráðherra úr embætti, en hann hefur gegnt þvf í þrjá mán- uði. Rússneskir fjölmiðlar hafa verið að gera því skóna að Boris Jeltsín, forseti Rússlands, ætli að reka Pútín vegna ágreinings þeirra um stríðið í Téténíu. Samkvæmt þessum vanga- veltum á Jeltsín að vilja binda enda á stríðið vegna þrýstings frá Vestur- löndum, en Pútín sagður vilja halda áfram stríðsrekstrinum þangað til ísl- amskir skæruliðar hafa verið brotnir algjörlega á bak aftur. Stríðið hefur kostað aragrúa óbreyttra borgara í Téténíu b'fið. Vladimír Pútín. Fólksflótti frá Búlgaríu BÚLGARIA - Ibúum í Búlgarfu hefur fækkað um eina milljón frá því kommúnisminn í Austantjaldsríkjunum leið undir lok fyrir um tíu árum, en það samsvarar meira en 10% þjóðarinnar. Þetta er meiri fólksfækkun en í nokkru öðru fyrrverandi austantjaldslandi. Nú búa 8,2 milljónir manna í landinu, og hafa 700.000 manns flutt úr landi á síðustu tíu árum. Auk þess hefur orðið viðbótarfólksfækkun vegna þess að dánartíðni er allnokkru lægri en fæðingartíðnin, en fæðing- artíðni hefur lækkað úr 12 af hveijum þúsund í 7 af hverjum þúsund á síðustu tíu árum. Fótholtábullur dæmdar ÞYSKALAND - I gær féllu dómar í máli íjögurra þýskra manna sem börðu franskan lögreglumann til óbóta utan við fótboltavöll í Frakk- lancli þar sem fram fór leikur í heimsmeistarakeppninni 1998. Einn IJórmenninganna, Andre Zawacki, hlaut sex ára fangelsi fyrir morð- tilraun, en hinir þrfr hlutu styttri fangelsisdóma. ISI Y R E I M U R A N ETI N U

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.