Dagur - 10.11.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 10.11.1999, Blaðsíða 6
6 -MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: el(as snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: MARTEINN JÓNASSON Skrifstofur: strandgötu si, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14. REYKJAVÍK Sfmar: 460 6ioo og soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á mánuði Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Simar auglýsingadeildar: (REYKJAV(K)563-i6i5 Amundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Gréta Björnsdóttir Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRl) 551 6270 (REYKJAVÍK) Staða Hæstaréttar í fyrsta lagi Síðustu dagana hafa margir orðið til þess að veitast harkalega að Hæstarétti vegna nýlegrar niðurstöðu meirihluta dómsins í kynferðisbrotamáli. I því máli töldu þrír af fimm dómendum að ákæruvaldinu hefði ekki tekist „að færa fram vafalausa sönnun um sekt hins ákærða samkvæmt þeirri verknaðarlýs- ingu, sem fram kemur í ákæru.“ Minnihlutinn, tveir dómarar, var hins vegar á öðru máli og taldi rétt að staðfesta dóm und- irréttar um fjögurra mánaða fangelsi hins ákærða. Má ljóst vera að í svo viðkvæmum málum er afar óheppilegt að æðsti dómstóll landsins skuli klofna með slíkum hætti. í öðru lagi Þetta er reyndar í annað sinn á stuttum tíma sem Hæstiréttur lendir í því að klofna svo rækilega við uppkvaðningu dóms í al- varlegu máli - og komast um leið að meirihlutaniðurstöðu sem gengur þvert á að minnsta kosti verulegan hluta almenningsá- litsins í landinu. Hitt málið varðaði enskan mann, sem kom sannanlega með gífurlegt magn af E-tölfum inn í landið, en var samt sýknaður þar sem ekki þótti réttilega staðið að mál- inu. Líka í því máli klofnaði Hæstiréttur; þrír dómarar sýkn- uðu Englendinginn en tveir vildu sakfella hann. I báðum mál- unum réðist það þannig af afstöðu eins dómara af þremur hvorum megin meinhlutinn lenti. í þriðja lagi Hæstiréttur hefur síðasta orðið í íslenskum sakamálum - nema þau séu þess eðlis að hægt sé að áfrýja þeim til alþjóð- legra dómstóla. Hann er æðsti vörður réttarríkisins þar sem forsendan er sú að hinir ákærðu séu saklausir þar til tekist hafi að sanna sekt þeirra íyrir dómstólum. I því Ijósi verður al- menningur auðvitað að virða niðurstöður Hæstaréttar. En á móti kemur að Hæstaréttur verður að gæta þess að senda aug- ljós og afgerandi skilaboð til þjóðarinnar með dómum sínum. Það gerir hann ekki með því að klofna ítrekað með þessum hætti og láta í reynd sekt eða sakleysi velta á afstöðu aðeins eins dómara. Elías Snæland Jónsson Hverá kvenlikamaim? Eignarrétturinn er einhver umdeildasti réttur sem um getur og var raunar ástæða þess að Garri hætti í lögfræð- inni á sínum tíma. Honum þótti sem sé eignarrréttará- kvæðin svo flókin og loðin og misvísandi að hann treysti sér ekki til að starfa sem lögfræð- ingur á grundvelli rfkjandi eignarréttarákvæða. Það er náttúrlega vitað að rummungsþjófar og aðrir hirðusamir einstaklingar hafa aldrei virt eigna- réttinn. En það eru fleiri en gripdeild- armcnn sem greinir á um eignarréttinn. Hver á ísland? Var t.d. spurt á rauðu ljósi af tiltölulega heiðvirðum pólitískum tvíhöfða fyrir nokkrum árum. Og fleiri spursmál hafa komið upp á síðustu misserum. Til dæmis: Hverjir eiga fiskinn í sjónum? Hverjir eiga sjúkraskýrslurnar? Hverjir eiga hina óspilltu nátt- úru? Hverjir eiga rjúpnalönd- in? Hverjir eiga húsin sín? Og svo framvegis. Og síðast en ekki síst er spurt: Hver á kvenlíkamann? Karlskepnur Síðasta spurningin hefur brunnið mjög á mörgum að undaförnu í hinni kviknöktu og grímulausu umræðu um súludansmeyjar. Þannig ályk- taði 50 kvenna landsfundur Samtaka um kvennalista um málið um helgina og mótmælti harðlega misnotkun kvenlík- amans í sölu- og hagnaðar- skyni. Nú er það auðvitað svo og er grafalvarlegt að vitað er um fjölmörg dæmi þess að karlskepnur brúki konur eins og ambáttir og geri þær út í ldámiðnaðinn nauðugar viljug- ar. Það er að sjálfsögðu glæpur sem þarf að koma í veg fyrir. En þær konur eru sjálfsagt ekki færri sem dansa naktar og dilla sér eða selja líkama sinn með öðrum hætti af fúsum og frjálsum vilja, ekki síst laun- anna vegna. A að koma í veg fyrir að þær geti stundað þau störf sem þær hafa kos- ið sér? Hafa þær ekki full yfirráð yfir eigin líkama, líkt og fótbolta- mennirnir sem ganga kaupum og sölum og nota lík- ama sinn í hagnaðarskyni? Sj álfsákvörðim- arréttur Það gengur nefnilega ekki upp að segja í gær að konur hafi fullt forræði yfir líkama sínum þegar þær vilja fara í fóstur- eyðingu og komi engum öðr- um við, en lýsa því svo yfir í dag að konur hafi ekki yfir- ráðarétt yfir þessum sama lík- ama þegar þær vilja nota hann f klámbransanum sér til viður- væris. Annaðhvort er eignar- rétturinn þeirra eða eldd. Kvennalistakonur hljóta að styðja sjálfsákvörðunarrétt kvenna á öllum sviðum. Þannig að ef kynsystur þeirra vilja ráða því sjálfar hvernig þær brúka sinn eigin líkama, þá hljóta allir að virða þá ákvörðun. Líka kvennalista- konur. GAHRI Þegar Halldór Laxness fór að gera upp hugmynafræði komm- únismans, á varfærin hátt að vísu, urðu fleyg orð hans um steinbarnið sem sumir gengu með í maganum hvað sem á dundi, en öðrum tókst að losa sig við. Steinbarniö er úrelt hug- myndafræði, scm enga gerir stoð og er aðeins til trafala í fram- vindu nýrra hugmynda og breyt- inga og þróunar á öld örra tækni- framfara og lífsmynsturs. Þeir sem ganga með meinsemdina í maganum eru haldnir fortíðar- hyggu eða óskhyggju sem aldrei varð barn í brók. Stjórnmálamenn með augu í hnakkanum eru kasóléttir af steinbarni sem þeir losna ekki við. Hugmyndafræðí þeirra hvorki þolir né leyfir rökræður og skoðanaskipti eru illa séð, enda vitagagnslaus, rétt eins og skoðanaskipti um kvenfrelsi og kynvillu eru ekki til, þar sem annar aðilinn hefur kórréttan Stembamið í maga pólitíkusa málstað að sækja, en aðrir eru blindaðir af ofstæki, fyrirlitningu og hatri og málfrelsi þeirra mjög dregið í efa. Misheppnaðir örlagavaldar En steinbarnið sem pólitíkusarnir geta með engu móti losaö sig við, er sú staðfasta ákvörðun þeirra, að þeir stjórni búsetuþró- un og að það ákvarðist af opinberum framlög- um sem þeir skaffa hvar fólk vill eiga stað- festu. Það er höfuð- verkefni Alþingis að koma í veg fyrir allar búsetubreytingar, sem oftar enn ekki tekst svo prýðilega til að fólk er hneppt í átthaga- fjötra og dæmt til eignamissins ef því dettur sú fásinna í hug, að yfirgefa fámenniskjördæmin. Nýhakaður framsóknarmaður, Kristinn H. Gunnars- son með steinbarn i maganum. í eitt áhrifamesta embætti flokksins, lagði fram enn eina byggðastefnuna á nýafstöðnum miðstjórnarfundi. Hann lcggur fram tillögu um róttæka breyt- ingu á tillögum um nýja kjördæmaskipan. Hann vill gera þrjá fjórðunga að einu miklu kjördæmis- flæmi. Hugmyndin er að vissu marki skyn- samleg og vel athugun- ar virði. En forsendurnar fyr- ir henni eru í líki stein- barns sem pólitíkusar losna ekld við úr kvið- arholinu og kemur í veg fyrir að þeir dragi ályktanir af staðreyndum, jafn- framt bví að þeir ofmeta stjórnvisku og dómgreind. Langur meðgöngutúm Samkvæmt frétt í Degi 1 eigin til- sem umsvifalaustjyar hafinn up_p( ( gangur kjördæmis frá (SnæjFelIs- nesi, vestur, austur og suður til Hornaljarðar sú, að svæðið fái fleiri kjördæmatrúa þingmenn og örugglega svo og svo marga ráðherra, hvernig svo sem ríkis- stjórn er samansett. Formaður þingsflokks framsóknar heldur sem sagt að þingmannamergð og ráðherrafjöldi ráði úrslitum urn hvar fólk vill búa á landinu. Allt á það að byggjast einhliða á fjár- veitingum úr ríkissjóði og velvilja ráðherra. Ekki sér fyrir endann á með- göngutíma steinbarnsins sem staðnaðir pólitíkusar ganga með í maganum. Þeir eru búnir að hafa uppi gagnslausa tilburði til að viðhalda löngu úreltu byggða- mynstri Iungann úr öldinni með augljósum árangri. Og enn klifa þeir á að þing- mannafjöldi og ráðherravald ráði úrslitum um byggðaþróun með frjárframlögum. Og atkvæðin sýnast trúa bábiljunni. ‘ðtfkd «««»: • f'iiPtU 'iíottf: jV&r Erréttaö breyta kjör- dæmaskipan ennfrekar enframkomnar tillögur í málinu gera ráðfyrir? Guðmundur Guðlaugsson bæjarstjóri á SiglufitðL “Ef menn ætla að opna kjör- dæmamálið með tilliti til þeirra hug- mynda sem fram hafa komið þá vilj- um við helst vera í einu stóru Norðurlands- kjördæmi. Við höfum fært rök fyrir því að slíkt kjördæmi væri stór og öflug eining og gott mót- vægi við höfuðborgarsvæðið í uppbyggingu byggðar. Ella getum við sætt okkur við að vera í NA- kjördæmi einsog nú er gert ráð fyrir - og það er reyndar valkostur sem við tökum frekar en að vera í NV-kjördæmi.“ Sigurður J. Sigurðsson forsetibæjarstjómarAhireyrar. “Hugmyndir um að gera Norðurland allt að einu kjör- dæmi voru settar út af borðinu fyrir allnokkru síð- an. Þá voru settar í framhaldinu fram hugmyndir um NA-kjör- dæmi sem myndi ná frá Siglufirði til Hafnar í Hornarfirði, að báð- um stöðum meðtöldum. A þessar hugmyndir voru menn hér nyrðra farnir að sættast í meginatriðum og því hefði ég talið óþarfa að fara að hræra í þessum hugmynd- um á nýjan leik. Hinsvegar er engin spurning í mínum huga að eitt stórt Norðurlandskjördæmi hefði verið besti kosturinn." Jóna Valgerður Kristjánsd. oddviti Reykhólahrepps. “Nei, það er búið að sam- þykkja tillögur um kjördæma- breytingu á einu þingi og því nokkuð seint að koma með þessar til- lögur núna. Nú skiptir máli að fyrirhuguð breyting verði ekki til þess að drepa niður jarðarbyggðir landsins, en ég tel að þetta sé nógu stórt skref nú og næsta breyting verði sú að gera landið að einu kjördæmi. Þá vænti ég þess að hér geti búið ein jijóð í einu landi og búsetuslúlyrði og atkvæðisréttur verði jöfnuð að fullu, en þetta tvennt legg ég að jöfnu." Jósef A. Friðriksson sveitarstjóri á Stöðvarfiiúi. “Mín skoðun er sú að landið allt eigi að vera eitt kjördæmi. Menn verða að treysta alþing- ismönnum til að gæta hags- muna heildar- innar og ef tími kjördæmapots er ekki liðinn undir Iok fer svo að verða. Hvenær landið verður hinsvegar orðið eitt kjördæmi þori ég ekki að segja til um.“ - t.i'T'iv ‘•iitiMÚ Jj.«>

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.