Dagur - 26.11.1999, Blaðsíða 10

Dagur - 26.11.1999, Blaðsíða 10
10-FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 SDjgpr SMflflUGL YSINGflR Gler og speglar_______________________ Gler- og speglaþjónustansf., Skála við Laufásgötu, Akureyri, sími 462-3214. Glerslípun Speglasala Glersala Bílrúður Plexygler Verið velkomin eða hringið. Heimasímar: Finnur Magnússon, glerslíp- unarmeistari, simi 462-1431. Ingvar Þórðarson, sími 462-1934. Síminn er 462-3214. Hjónaband_________________________ Gott fjölskyldulíf er grunnur sannrar gleði og hamingju. Ert þú einhleyp/ur á aldrinum 20-44 ára í leit að eilífu ástarsambandi og tilbúin að heita Guði og maka þínum algerum trúnaði og aldrei að skilja. Þá gæti ég haft lausnina fyrir þig! Heimsfriðarsamband fjölskyldna sími 896-1284 Takið eftir_____________________ Frá Sjónarhæð. Unglingafundir á föstu- dagskvöldum kl. 8:30. Á mánudögum kl. 18 verða fundir fyrir drengi og stúlkur. Vonumst til að sjá vini okkar frá Ástjörn. Verið öll velkomin. Fjáröflun hjartasiúklínga Jól á Þingvöllum. Landssamtök hjartasjúklinga safna nú fé til starfsemi sinnar með útgáfu og sölu jóla- korta, sem lengi hefur verið helsta fjáröfl- unarleið þeirra. Sjálfboðaliðar sjá um út- gáfu og dreifingu og eru kortin til sölu á skrifstofum samtakanna um allt land. Um helgar í Kolaportinu. Kortin eru seld fimm saman í pakka. Bílar_________________________________ Mazda 323 station fjórhjóladrifin, árgerð 1993. Skoðaður og toppstandi, er á vetrardekkjum og með föstu drifi að framan. Mjög góður fyrir veturinn. Upplýsingar í síma 867-7733. Kirkjustarf LAUFASPRESTAKALL Svalbarðskirkja: Kirkjuskóli laugardaginn 27. nóv. kl. 11. Guðsþjónusta 1. sunnudag í aðventu 28. nóv. kl. 14. Safnaðarfólk er hvatt til að taka á móti aðventunni með kirkju- göngu. Fermingarfræðsla i safnaðarstofunni kl. 11. Fjölskyldur fermingarbamanna eru hvattar til að koma I messuna kl. 14. Grenivikurkirkja: Kirkjuskóli laugardag kl. 13:30. Kyrrðar- og bænastund sunnu- dagskvöld kl. 21. Grenilundur: Guðsþjónusta 1. sunnudag í aðventu 28. nóv. kl. 16. Sóknarprestur. MÖÐRUVALLAPRESTAKALL Aðventukvöld í Möðruvallakirkju í Hörg- árdal kl. 20:30. Kór kirkjunnar syngur nokkur aðventu- og jólalög undir stjórn Birgis Helgasonar organista, lesin verður jólasaga, fermingarbörn flytja helgileik og telpur úr kór Þelamerkurskóla syngja um heilaga Lúsíu. Ræðumaður verður Sigurður Guðmundsson vigslubiskup. Eftir athöfnina selja fermingarbörn friðarljós frá Hjálpar- starfi kirkjunnar. Sóknarprestur. VÐ ERUM MIÐSVÆÐIS MELVEGUR 17 • HVAMMSTANGA SI'MI 451 2617 • FAX 451 2890 Alúöarþakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu, langömmu og langalangömmu GUÐLAUGAR HELGADÓTTUR Noröurgötu 56, Akureyri Sérstakar þakkir til þeirra sem önnuðust hana í veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Hulda Aöalsteinsdóttir, Stefán Baldvinsson, Aöalheiöur Aöalsteinsdóttir, Jón Aöalsteinsson, Sigrún Björnsdóttir, Helgi Aöalsteinsson, Porlákur Aöalsteinsson, Hjördís Haraldsdótttir, Jónina Aöalsteinsdóttir, Hreiöar Leósson, Baldvin Aöalsteinsson, Sigrún Ásmundsdóttir og ömmubörn Hvað finnst þér um bíl fyrir 7000 á mánuði. Hvernig hljómar það að geta áhyggjulaust gefið þeim langt nef sem sligast undan bílkostnaði upp á tugi þúsunda á mánuði og eru verr settir en öreigar eftir tjón sem getur gerst á sekúndu. Bíllinn verður á þínu nafni en þú munt gera raðgreiðslusamning og getur spókað þig á suðrænni strönd yfir köldustu mánuðina áhyggjulaust og eytt í spar- nað eða annað. Uppiýsingar í gefur Ómar í síma 698-7013 RÁÐHÚSTORGI UU[°ggLl DIGITU I H X SÍMI 461 4666 » The ASTFtC WIFE Sýndkl. 23:30 Sýndkl.21 Sýnd kl. 19:15 m/ensku tali Sýnd kl. 17 m/ ísl. tali Sýnd kl. 17,18:45,21 og 23:15 ÍSLANDSFRUMSÝNING LÍF OG LIST GUÐRÚN EVA MÍNERVUDÓTTIR Afródíta, Isabellu „Bókin sem ég er að lesa heitir Afródíta, er eftir Isabellu Allende og kom út núna um daginn í ágætri þýðingu Tómasar R. Einars- sonar,“ segir Guðrún Eva Mínervudóttir, rit- höfundur. „Þetta er bók um mat og aðrar lífsins lystisemdir. Hún gerir flestum kynörvandi fyrirbærum góð skil. Þarna veltast hvert um annað þvert sögur, fróðleiksmolar og uppskriftir. Hrafn, unnusti minn er hálfur yfir öxlina á mér á meðan ég er að lesa af því að ég skelli upp úr hvað eftir annað. Eg hlýt að vera fullkomlega óferjandi þessa dagana þar sem ég finn hvað eftir annað hjá mér þörf til að lesa upphátt Iitlar ósvífnar athuga- semdir frá Isabellu sem ég (sem kaldhæðinn Islendingur og óféti) kann mjög vel að meta. Isabella hefur greinilega skyn til að sjá að matur, kynlíf og hlátur eru góð þrenning, ef ekki hrein- lega heilög. Svo má kannski bæta því við, svo ég leyfi mér að klifa svolítið á því augljósa, að bók sem fær fólk til að hlæja upp- hátt og lesa upphátt er góð bók.“ Diskur hins tékkneska töframaims „Um daginn gerði ég kjarakaup, keypti mér magnaða stemningu í kassa í skiptum fyrir tvo þvælda blaðsnepla. Það er nýjasti diskur Arvo Part, hins tékk- neska töframanns sem fremur tónlist hafna yfir alla gæðaflokk- un. Diskurinn heitir Alina og með honum snýr Arvo aftur til full- komins minimalisma eftir langa röð af mögnuðum kórverkum. Þetta eru ekki slæm umskipti að mínu viti þótt ég hafi heyrt aðra barma sér, þ.e. þá sem voru að bíða eftir enn einu hugsprengj- andi verki fyrir kór og hljómsveit. Alina inniheldur tvö verk; Fur Alina og Spiegel im Spiegel. Þau læðast áfram í hógværu sam- spili píanós, fiðlu og þagnar og hefja sálina upp til skýjanna. Ég mæli með Alina fyrir alla þá sem kunna að flýta sér hægt.“ Glænýir gripir „Þótt bólun og aiskurinn séu áf einhverjum sökum hvort tveggja glænýir gripir þá er síð- asta eftirminnilega myndbandið sem ég sá Tin Drum eftir sögu Gúnter Grass. Þessi mynd er löngu komin á táningsaldur en samt mun ferskari en flestar nýjar myndir sem flæða yfir heims- byggðina í ógurlegum og stöðugum straumi. Hún íjallar um ungan dreng sem hefur svo mikla andstyggð á siðspilltum og grimmum heimi hinna fullorðnu að hann ákveður að hætta að vaxa. Hann lifir tímana tvenna í Iíkama fimm ára drengs en er síður en svo jafn saklaus og útlit hans bendir til. Hann plottar ýmislegt bak við tjöldin og notar óspart hæfileika sinn til að brjó- ta gler með röddinni til að ráðskast með fullorðnu bjánana. Vildi að ég hefði orðið þeirrar lukku aðnjótandi að sjá þessa mynd þegar ég var enn á barnsaldri.“ ■ fra degi FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 330. dagur ársins, 35 dagar eftir. Sólris kl. 10.29, sólarlag kl. 16.00. Þau fæddust 26. nóvember • 1894 fæddist bandaríski stærðfræð- ingurinn Norbert Wiener. • 1899 fæddist Bruno Hauptmann, sem var sakfelldur og tekinn af lífi fyrir að hafa rænt og myrt tæplega tveggja ára gömlum syni flugkappans Charles Lindbergh. • 1903 fæddist Thor Thors sendiherra. • 1909 fæddist franska leikskáldið Eu- gene Ionesco. • 1922 fæddist bandaríski teiknarinn Charles Schulz, skapari Smáfólksins (Peanuts). • 1931 fæddist argentínski myndhöggv- arinn og mannréttindafrömuðurinn Adolfo Pérez Esquivel, sem hlaut frið- arverðlaun Nóbels árið 1980. • 1940 fæddist ítalski stærðfræðingur- inn Enrico Bombieri. TIL DflGS Þetta gerðist 26. nóvember • 1688 lýsti Lúðvík XIV. Frakkakóngur yfir stríði á hendur Hollandi. • 1793 tók gildi sérstakt tímatal bylting- armanna í Frakklandi. • 1940 þröngvuðu þýskir nasistar gyð- inga í Varsjá í Póllandi til þess að búa í lokuðu hverfi, gettói. • 1941 varð Líbanon sjálfstætt ríki, en hafði fram að því tilheyrt Frakklandi. • 1942 var bíómyndin Casablanca með Humphrey Bogart og Ingrid Bergman frumsýnd. • 1988 neituðu Bandaríkin Jasser Arafat, leiðtoga PLO, um landvistarleyfí en hann ætlaði þá að ávarpa allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna í New York. • 1990 sagði Lee Kuan Yew af sér emb- ætti forsætisráðherra í Singapúr. Vísa dagsins Fyrir allt mitt ferðalag fæ ég litla borgun. Nú má ekki drekka í dag, ef duga skal á morgun. Jón Arnason, Víðimýri Afmælisbam dagsins Söngkonan Anna Mae Bullock fæddist 26. nóvember árið 1938 í smábænum Nutbush í Tenneseefylki í Bandaríkj- unum. Hún var á táningsaldri þegar hún fór að koma ffam opinberlega og gekk í ferðaflokk Ikes Tumer. Tveimur árum seinna var hún orðin stjaman í hópnum og hafði breytt nafni sínu í Tina Tumer. Síðan hefur hún verið á toppnum og á þessu ári kom út safndiskurinn „Simply the best“. Tina sýnir það að rokkið lifir, en hún hefúr verið kölluð Amma Rokk. Ljósmynd vors hugar þarf skuggann hálfan. Einar Benediktsson Heilabrot Hvaða Ieikur er það, sem Páll postuli hafði mestar mætur á? Lausn á síðustu heilabrotum: Hver sá, sem getur ekki svarað spurningunni, stendur á gati. Veffang dagsins Víða á Netinu er að finna heilu listaverka- söfnin, þar sem hægt er að skoða stafræn- ar ljósmyndir af velflestum málverkum gömlu meistaranna. Eitt slíkt safn, með góðu og miklu úrvali evrópskra málverka frá tímabilinu 1200-1700, er á gall- ery.euroweh.hu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.