Dagur - 26.11.1999, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 2 6. NÓVEMBER 19 9 9 - 13
Xk^MT.
ÍÞRÓTTIR
Grótta/KR lagði Islands-
meistara Stjomiumar
Fjórir leiMr fóra fram í
fyrstu deild kveirna í
handbolta í fyrrakvöld,
þar sem Grótta/KR,
topplið deildarinnar,
vann sigur á íslands- og
bikarmeisturum
Stjöraunnar á Seltjam-
arnesi. Víkingar, sem
era í öðra sæti deildar-
innar, gerðu sitt fjórða
jafntefli gegn Haukum
í Hafnarfirði.
Grótta/KR vann í fyrrakvöld sex
marka sigur á Islands- og bikar-
meisturum Stjörnunnar þegar lið-
in mættust í íyrstu deild kvenna á
Seltjarnamesi. Grótta/KR heldur
þar með toppsætinu í deildinni
með fimmtán stig og er nú með
eins stigs forskot á Víking, sem á
sama tíma gerði 18-18 jafntefli við
Hauka í Hafnarfirði. Víkingsstelp-
urnar eru því enn taplausar í deild-
inni, en hafa gert fjögur jafntefli.
Ungar og efnilegar FH-stelpur,
sem í upphafi leiktíðar var spáð
sigri í deildinni, unnu átta marka
sigur á Fram í Kaplakrika, 31-23
og unnu þar með sinn fjórða Ieik á
tímabilinu. Fjórði leikurinn fór svo
fram í Mosfellsbæ, þar sem IR-
ingar unnu auðveldan fjórtán
marka sigur á botnliði Afturelding-
ar, 14-28. Afturelding er enn án
stiga í deildinni, en reynslulítið lið
þeirra hefur fengið á sig 317 mörk
í níu Ieikjum og skorað 148.
Stjaman leiddi í fyrri hálfieik
Þrátt fyrir sex marka sigur
Gróttu/KR gegn Stjörnunni á Sel-
tjarnarnesinu, voru það Stjörnu-
stelpurnar sem höfðu yfirhöndina
framan af leiknum og höfðu þær
eins mark forskot í Hálfleik 9-10.
Fairney lokaði niarkinu
I seinni hálfleiknum tók Fanney
Rúnarsdóttir, markvörður
Gróttu/KR, svo til sinna ráða og
hreinlega lokaði á Garðabæjarlið-
ið, sem skoraði ekki nema Ijögur
mörk í seinni hálfleiknum á með-
an Grótta/KR með þær Öllu Gor-
korian og Agústu Bjömsdóttur í
broddi fylkingar skoruðu ellefu
mörk. Stjarnan átti ekkert svar við
öflugum varnarleik heimaliðsins
og það sem fór í gegn lenti í örugg-
um höndum Fanneyjar, sem varði
alls 22 skot í leiknum.
Þær Alla og Agústa voru allt í
öllu í sóknarleik Gróttu/KR og
skoruðu þær tólf af mörkum liðs-
ins, eða sex mörk hvor.
Hjá Stjörnunni bar mest á Nínu
Björnsdóttur og var hún lang
markahæst með sjö mörk.
Helga varði þrjátíu skot
Helga Torfadóttir, markvörður Vík-
ings, gerði enn betur en Fanney
hjá Gróttu/KR og varði alls 30 skot
í jafnteflisleiknum gegn Haukum í
Hafnarfirði. Heimaliðið byrjaði
betur í leiknum og náði mest
þriggja marka forskoti, sem Vík-
ingum tókst að minnka í eitt mark
fyrir leikhlé, 12-11.
Víkingsstelpurnar héldu upp-
teknum hætti í bytjun seinni hálf-
leiks og náðu þá að komast mest
tveimur mörkum yfir. Þær héldu
forystunni f leiknum allt þar til um
ein mínúta var til Ieiksloka, en þá
tókst Haukum að jafna Ieikinn í
18-18, sem varð Iokastaðan.
Mikið var um mistök í leiknum
og sérstaklega voru liðunum mis-
Iagðar hendur í sóknarleiknum,
þar sem bæði töpuðu boltanum
hvað eftir annað.
Hjá Haukum áttu þær Hanna
Stefánsdóttir og Harpa Melsted
bestan leik, þar sem Harpa átti
mjög góðan leik í vöminni á með-
an Hanna var markahæst með sjö
mörk.
Hjá Víkingi átti Helga markvörð-
ur bestan leik en einnig var Guð-
munda Kristjánsdóttir sterk og var
hún markahæst með sex mörk.
Dagný skoraði ellefu mörk
Hraðaupphlaupin voru allsráðandi
í Kaplakrika þegar FH vann örugg-
an átta marka sigur á Fram. Gest-
irnir áttu ekkert svar við eldsnögg-
um FH-stelpunum, sem höfðu
náð átta marka forskoti í hálfleik,
17-9, þar sem flest mörkin voru
skoruð eftir hraðaupphlaup.
Þar var Dagný Skúladóttir
fremst í flokki, en hún skoraði alls
ellefu mörk í leiknum og átti
stjömuleik. Einnig voru þær Björk
Ægisdóttir og Drífa Skúladóttir
sprækar og gerðu séx mörk hvor.
Grunninn að sigrinum lagði þó
Jólanta Slapikiene, markvörður
FH, sem átti mjög góðan leik og
var fljót að grýta fram í hraðaupp-
hlaupin.
Hjá Fram var Marina Zoveva
best eins og svo oft áður og var
hún markahæst með sjö mörk.
Kafrín með eHefu mörk
IR-ingar unnu sinn þriðja sigur í
deildinni þegar þær burstuðu Aft-
ureldingu með fjórtán marka mun,
14-28, í Mosfellsbænum, eftir að
staðan var 4-13 í hálfleik. Aftur-
elding átti aldrei möguleika í Ieikn-
um og aðeins spurning hve ÍR-
mörkin yrðu mörg.
Katrín Guðmundsdóttir varð
markahæst ÍR-inga með ellefu
mörk og Jóna Ingimundardóttir
gerði fimm.
Hjá Aftureldingu skoraði Jolanta
Limbaite mest, eða sex mörk og
María Ottósdóttir fjögur.
ÚrsHt
Haukar - Víkingur FH - Fram 18-18 31-23
Grótta/KR - Stjarnan UMFA - ÍR 20-14 14-28
Staðan
Grótta/KR 9 7 1 1 208:161 15
Víkingur 9 5 4 0 191:159 14
Valur 9 6 1 2 212:154 13
Haukar 9 4 3 2 210:177 11
FH 9 4 2 3 215:179 0
ÍBV 8 4 2 2 199:170 10
Stjarnan 10 5 0 5 254:228 10
Fram 9 4 0 5 207:206 8
ÍR 9 3 0 6 154:194 6
KA 8 0 1 7 133:186 1
UMFA 9 0 0 9 148:317 0
Kraumar undir John Gregory
Margt bendir til þess
að dagar John Gregorys
séu taldir hjá Aston
Villa. Það hefnr þegar
myndast biðröð eftir
stólnum hans á Villa
Park.
Eftir arfaslakt gengi Aston Villa í
haust eru stjórnar- og stuðnings-
menn félagsins alvarlega farnir að
hugsa um þátt John Gregorys í
gengi liðsins. Stuðningsmennirnir
vilja hann burt nú þegar en Doug
Ellis, stjórnarformaður Villa,
hugsar ráð sitt þó þolinmæði hans
sé þegar á þrotum. Tapið gegn
erkiljendunum í Coventry var súr
bikar að bergja á í Birmingham.
Ekkert nema sannfærandi sigur í
næsta leik, gegn Everton á Goodi-
son Park, getur bjargað sæti
Gregorys. Það var einmitt eftir
góðan sigur á Everton sem hjólið
fór að snúast afturábak hjá Villa á
síðustu leiktíð. „Eg fer ekki frá
Villa Park nema ég verði rekinn,"
sagði knattspyrnustjórinn í síðustu
viku. Það er spurning hvort hann
verði neyddur til að taka sunnu-
dagslestina í leit að nýju starfi.
Kom frá Wycombe
Til gamans má geta þess að John
Gregory kom til Aston Villa í febr-
úar 1998 frá annarrar deildar lið-
inu Wycombe, sem Guðjón Þórð-
arson og félagar hjá Stoke City
Iéku gegn á þriðjudaginn. Hann
var knattspyrnustjóri Iiðsins í 16
mánuði og þurfti Doug Ellis,
stjórnarformaður Villa, að greiða
Wycombe 100 þúsund pund til að
leysa hann undan samningum við
félagið. ,
Biðröö eftir staxixnu
Berskir fjölmiðlar hafa aldrei látið
sér neitt manniegt óviðkomandi.
Þeir eru þegar farnir að spá í spil-
in hver taki við taumunum á Villa
Park í næstu viku og hafa eftir-
taldir verið nefndir til sögunnar:
Terry Venebles, Glenn Hoddle,
Joe Kinnear, Roy Evans, John
Toshack, Greame Souness, Mart-
in O’Neil og Brian Kidd,
Terry Venebles hefur mikla
reynslu, bæði í enska boltanum
og alþjóðlegum fótbolta. Hins
vegar hefur hann aldrei skilið
annað eftir sig en lið f sárum og
því ekki góður kostur þegar til
lengri tíma er litið.
Glenn Hoddle þykir flinkur
þjálfari en efast er um hæfileika
hans í samskiptum við Ieikmenn
eftir óeininguna sem var í hans
tíð hjá enska landsliðinu.
Joe Kinnear sannaði sig sem
frábær þjálfari hjá Wimbledon,
þar sem hann kom slöku liði í
fremstu röð. Þar sem karlinn er
hjartveikur er tæplega hægt að
treysta honum fyrir stórliði eins
og Aston Villa, þar sem miklar
væntingar og kröfur eru gerðar til
liðsins. Hjá Wimbledon var Vögg-
ur hinsvegar öllu feginn.
Roy Evans þykir alltof mikill
„players friend“. Það sem varð
honum að falli hjá Liverpool var
agaleysið í leikmannahópnum.
Hann er einnig orðaður við
Blacburn og hefur lýst áhuga sín-
um á að starfa á Ewood Park.
Enginn efast um hæfileika
John Toshack. Hingað til hefur
hann ekki viljað taka við liði á
Englandi fyrir þá vasapeninga
sem þar eru borgaðir miðað við
Evrópu.
Greame Souness reif Rangers
upp á rassinum á sínum tíma.
Síðan hefur leið Skotans legið
niður á við og hann hefur verið
rekinn frá öllum þeim félögum
sem hann hefur komið nálægt eft-
ir veru sína á Ibrox. Hann þykir
mjög þver og leiðinlegur í mann-
legurn samskiptum.
Martin O’NeiI er samnings-
bundinn Leicester City þó grunnt
sé á því góða milli hans og stjórn-
ar liðsins. Á síðustu árum hefur
hann sannað sig sem einn af
snjöllustu stjórunum í enska bolt-
anum. Þar er því feitan gölt að flá
fyrir öll úrvalsdeildarliðin.
Brian Kidd misheppnaðist al-
gerlega hjá Blackburn þrátt fyrir
að fá alla þá leikmenn og peninga
sem hann vildi. Sir Alex Ferguson
hafði sennilega rétt að mæla þeg-
ar hann sagði að Kidd væri of
veikur karakter til að honum væri
treystandi sem knattspyrnu-
stjórna.
Stuðningsmenn Aston Villa
verða nú að bíða og sjá hvort
Gregory hressist. Geri hann það
ekki verður spennandi að sjá hver
verður eftirmaður hans á Villa
Park. Þar er ein besta staðan í
enska boltanum. — GÞÖ