Dagur - 23.12.1999, Qupperneq 4
20
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999
ÍAjJUJjJL/ )
„Eins og allar nunnur og prestar í
kaþólskum kirkjum biðjum við okkar
tíðabænir og á aðventunni felst
starfið íað vænta komu Jesú, lesa
sérstaka ritningartexta og biðja fyrir
fólki." myndir: teitur
Undirbúningurinn
mest andlegur
Þegarjóla-
ösin og
stressið í
stórborginni
er í hámarki
síðdegis á
föstudegi er
góð tilfinning að ganga
inn í Karmelklaustrið í
Hafnarfirði. Þar inni ríkir
sérstakt andrúmsloft
sem fyllir sálina fríði. Prí-
orínnan, systir Agnes,
tekur Ijúfmannlega á
móti blaðamanni og
leysir greiðlega úr öllum
hans fávíslegu spuming-
um gegnum rimlanet Sú
fýrsta verður óhjákvæmi-
lega:
- Eruð þið Karmelsystur alltaf bak
við rimlanet?
„Já, þetta er tákn um að við
helgum algerlega Iíf okkar Guði
og höldum okkur frá skarkala
heimsins. En þótt við lokum okk-
ur svona af þá snertir allt okkur
sem gerist í heiminum og við
biðjum fyrir því.“
- En hvemig undirbúið þið
komu jólanna?
„I byrjun þurfum við að spyija
okkur: hvað eru jól? Undir hvað
erum við að búa okkur? Fyrir alla
kristna menn er þetta spurning
um hvaða þýðingu fæðing Jesú
hafði fyrir mannkynið. Svarið er
að hann kom hingað til okkar að
gefa okkur kærleika og hamingju
og það hefur persónulega þýð-
ingu fyrir hvem mann. Það að jól-
in eru um miðjan vetur þegar sól-
in er lægst á Iofti hjálpar okkur
hér á norðurhveli að skilja enn
betur að með fæðingu Jesú kom
ljós inn í heiminn. I Biblíunni er
honum oft lýst sem sól sem rann
upp í okkar myrkri til að lýsa í
hjörtu mannanna."
- Er undirbúningur ykkar aðal-
lega andlegur?
„Já, hann er það. Eins og allar
nunnur og prestar í kaþólskum
kirkjum biðjum við okkar tíða-
bænir og á aðventunni felst starf-
ið í að vænta komu Jesú, lesa sér-
staka rítningartexta og biðja fyrir
fólki.“
- Kafið þið einungis í Biblíuna
eða lesið þið í önnur rít líka?
„Mest lærum við af Biblíunni
og ef við lesum eitthvað annað þá
er það til að læra að skilja Biblí-
una enn betur. Vegna þess að
Biblían er orð Guðs sem voru
send tii okkar og hún er þannig
að þótt þú hafi oft áður lesið ein-
hvern texta í henni getur þú alltaf
fundið eitthvað nýtt í þeim texta.“
Allt skreytt á jólum
- í klaustrínu búa 11 nunnur, all-
ar pólskar. Sú elsta rúmlega sjö-
tug, þrjúr um fertugt, hinar yngri.
Ilvemig skyldi aðfangadagskvöld
vera hjú þeim?
„Þann 24. desember er sett upp
falleg jata í kapellunni okkar og
allt er skreytt. A aðfangadags-
kvöld kemur til okkar kór Flens-
borgarskóla og það kvöld eru
alltaf mjög margir í messu. A eftir
förum við í viðtalsherbergi, fólk
fær kaffi og kórinn syngur áfram
svo það er hátíðleg samvera fram
eftir nóttu.“
- Undirbúið þið líka jólin á ver-
aldlegan máta?
„Já, við útbúum ýmsa hluti sem
Við útbúum ýmsa
hluti sem minna okkur
á jól. Málum kerti og
búum til kort sem fólk
getur fengið hjá okkur.
Svo viljum við hafa
eitthvað sem hjálpar
okkur að upplifa hátíð,
góður matur á jólum
er hluti af því.
minna okkur á jól. Málum kerti
og búum til kort sem fólk getur
fengið hjá okkur. Svo viljum við
hafa eitthvað sem hjálpar okkur
að upplifa hátíð, góður matur á
jólum er hluti af því.“
- Fáið þið jólamat frá ykkar
heimalandi, Póllandi, eða borðið
þið íslenskan mat?
„Við borðum íslenskan mat, þó
ekki hangikjöt, því við borðum
ekki kjöt. En fyrst þú nefnir
pólskan mat þá dettur mér í hug
að sumir Islendingar eru svo
hugsunarsamir að ef þeir sjá ein-
hvern pólskan mat f búðum þá
kaupa þeir hann og færa okkur,
til að gleðja okkur. A jólum borð-
um við einhvern góðan fiskrétt,
ost og allskyns góðgæti. Við skipt-
umst á um að vinna í eldhúsinu
og sú systir sem er í eldhúsinu á
jólum finnur upp á einhvetju sem
hún vill gleðja hinar systurnar
með, svo það er mismunandi."
- Klæðið þið ykkur upp á á jól-
um?
„Nei, við notum sömu ldaustur-
búningana árum sáman. Við eig-
um sumarbúninga sem við notum
frá páskum og fram að jólum og
svo vetrarbúninga sem eru úr svo-
Iítið þykkra efni og þá tökum við í
notkun á jólunum."
- Engefið þið jólagjafir?
„Já, við gefum vinum okkar
gjafir sem við búum sjálfar til og
fáum gjafir frá þeim. Svo sjáum
við líka til þess að hver systir fái
eitthvað sem hún óskar sér. Það