Dagur - 23.12.1999, Page 15
X^«r
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999- 31
JÓLALÍF/Ð í LANDINU
Sungið og spilað á hersamkomu.
Þótt vasarnir séu ekki alltafþungir þá er sra mikils virði að finna gleði í starfinu og sjá árangur.
Við hétum því tvisvar að elska hvort annað og vera hvort öðru trú þar til dauðinn skildi okkur að.
Það hefur dugað vel.“
heimili í Bergen, sem búið var að
byggja fýrir hundrað heimilislausa
menn. Þetta var knappur tími til
að undirbúa flutningana og ganga
frá okkar málum. Við áttum fimm
börn, þar af fjögur í skóla en elsta
dóttirin var gift á Akureyri. Tveir
synir okkar vildu verða eftir, ann-
ar var í Kennaraskólanum og
hinn í Menntaskólanum í Reykja-
vík. Viö þurftum að koma þeim
fyrir. Síðasta kvöldið fór ég með
bílinn okkar til vinar míns og bað
hann reyna að selja hann.“
Eftir tvö ár f Bergen lá leið íjöl-
skyldunnar til Oslóar þar sem
Oskar varð yfirmaður fangelsisins
innan hersins. Þegar þjónustunni
þar lauk 1972 fengu þau skipun
til Islands aftur, báru þá ábyrgð á
hernum í Færeyjum líka og
þurftu að fara þangað nokkrum
sinnum á ári.
í áfallahjálp á Bfldudal
Ingibjörg: „Það hefur verið voða
mikið flakk á okkur alla tíð. Árið
1943, tveimur dögum eftir brúð-
kaupið okkar, fengum við skipun
til Isafjarðar. Fórum með Esjunni
vestur og tvö herskip fylgdu okkur
áleiðis því stuttu áður var búið að
sökkva skipi. Við lentum í alveg
voðalegu veðri fyrstu nóttina."
Óskar: „Þá nótt fórst skipið
Þormóður og með honum fjöldi
fólks frá Bíldudal. Þegar við kom-
um vestur fór ég strax til Bíldu-
dals með tveimur öðrum mönn-
um úr hernum að reyna að hjálpa
og hugga. Við höfðum guðsþjón-
ustur þijá daga í röð og kirkjan
fylltist alltaf. En við ætluðum
hvergi að geta fengið inni því
presturinn og aðrir embættis-
menn sem helst höfðu tekið á
móti svona óviðkomandi gestum
höfðu farist með skipinu. Eina
gistingin sem okkur bauðst var í
lítilli rafstöð innst í dalnum, þar
sváfum við á lofti fyrir ofan raf-
magnsvélarnar."
Ingibjörg: „Það var yndislegt að
vera á Isafirði. Eg kunni svo vel
við mig þar. Eins og annars staðar
snerust okkar daglegu störf þar
um að halda samkomur og heim-
sækja fólk á sjúkrahúsum og elli-
heimilum. Unglingastarfið var
líka mjög blómlcgt. Eg kenndi
krökkunum smávegis á gítar og
við settum upp leikþætti með
þeim eldri. Isfirðingar hafa alltaf
verið ákallega hlynntir hernum.
En við fengum bara að vera eitt
ár þar, þá vorum við send til
Reykjavíkur aftur.“
Sorgin barði að dyrum
Óskar: „Sonur okkar, Óskar, sem
ílengdist í Noregi, kynntist líka
starfi hersins á Isafirði. Eftir að
hann gerðist foringi í hernum
úti var hann tvívegis sendur til
ísafjarðar og dvaldi þar í nokkur
ár.“
Ingibjörg: „Við misstum þenn-
an son fyrir tveimur árum úr
krabbameini. Það var erfitt.
Hann kom í heimsókn í febrúar
‘97 og var þá búinn að fá þann
úrskurð að hann ætti fáar vikur
eftir. En hann náði að lifa fram
yfir jólin og dó þann 28. desem-
ber. Svona er þetta. Maður
ræður ekki sjálfur og verður að
trúa því að þetta hafi verið Guðs
vilji. Óskar var mjög duglegur
strákur og alltaf í góðu skapi.
Hann hafði lifandi trú og var
búinn að undirbúa vel sína burt-
för.“
Óskar er ekki eina barn þeirra
hjóna sem starfað hefur á veg-
um Hjálpræðishersins. Myriam,
dóttir þeirra er flokksstjóri í
Reykjavík og Ragnhildur á Akur-
eyri.
Kraftaverkin gerast
Eins og gefur að skilja hafa marg-
ir leitað hjálpar hjá þeim Óskari
og Ingibjörgu gegn um tíðina,
bæði vegna fáktæktar og líka til
„Krakkarnir sváfu með
vettlinga. Oft stóð mað-
ur lengi í biðröð eftir
eldiviði og það kom fýrir
að ég hafði gítarinn
með mér og hélt uppi
söng“
að sækja andlegan styrk. Ingi-
björg segir frá: „Eitt sinn var
bankað hjá okkur á dyrnar. Við
bjuggum þá í Herkastalanum og
ég gekk með elsta barnið. Úti
fyrir stóð maður, ákaflega alvar-
legur og sagði: „Okkur hjónin
langar svo að fá ykkur heim til
okkar að biðja fyrir barninu okk-
ar sem er að deyja.“ Mér var um
og ó. Að þurfa að horfa upp á
deyjandi harn skömmu áður en
ég fæddi mitt fyrsta barn. En við
fórum. Eg sé ennþá fyrir mér
herbergið með litla glugganum,
barnið liggjandi máttvana, þurrt
og blátt kringum augun og móð-
urina grátbólgna. En það var
hægt að biðja og við báðum um
kraft handa barninu og kraft
handa foreldrunum.
Þremur dögum seinna kom
maðurinn aftur og nú með
stærðar blómvönd og sagði: Mig
langar að færa ykkur þetta,
barnið okkar er orðið frískt.“
Það var stórkostleg stund. Þarna
greip Guð inn í. Svona getur líf-
ið verið dásamlegt."
í biðröö eftir eldiviði
Árið 1946 voru Ingibjörg og
Óskar send til Danmerkur og
störf’uðu þar á Jótlandi í eitt ár.
Veturinn var sá kaldasti sem í
Danmörku hefur komið og
margir dóu úr kulda, enda eldi-
viður af nijög skornum skammti.
Óskari segist svo frá: „Þegar við
komum út um haustið var svolít-
ið til af mó en eftir það var kox
það eina sem fékkst til brennslu.
Við urðum að hætta að kynda
samkomusalinn, en höfðum dá-
lítið stóra stofu og héldum
stofusamkomur. Þó við kyntum
náðum við stundum ekki nema
13 gráðu hita.“
Ingibjörg: „Krakkarnir sváfu
með vettlinga. Oft stóð maður
lengi í biðröð eftir eldiviði og
það kom fyrir að ég hafði gítar-
inn með mér og hélt uppi söng."
Óskar: „Einu sinni leið yfir
Ingibjörgu í biðröðinni. Hún
vildi aldrei láta mig fara f eldi-
viðarleiðangrana því hún vissi að
ég mundi hleypa öllum fram fyr-
ir mig og þeir síðustu fengju
ekki neitt, svo hún fór frekar
sjálf.“
Eldað handa
hundrað bömum
Eftir Jótlandsárið var stefnan
tekin á Fredricia, sunnar í Dan-
mörku. Þar voru mildari vetur.
Húsnæðið var betra þar og þau
fengu úthlutað kolum enda sáu
þau um matargjafir til 100
barna daglega um tíma.
Óskar: „Það var þannig að
múrarar og fleiri iðnaðarmenn
höfðu enga vinnu f janúar, febr-
úar og mars og þröngt var í búi
hjá fjölskyldum þeirra. Börn
fengu mat í skólunum en þau
sem voru undir skólaaldri borð-
uðu oft hjá okkur. Ingibjörg eld-
aði matinn í stórum potti með
eldstæði neðst. Þá eyðilagði hún
á sér fæturna því hún þoldi éldri
hitann frá eldinum og fékk fóta-
sár sem hún kvaldist af í mörg
ár. Hún hefur ekkert hlíft sér,
þessi kona.“
Ingibjörg: Þetta er búið að
vera spennandi ævistarf. Ef ég
væri ung mundi ég ekki hika við
að fara út í það aftur ef mér
byðist það. Þetta er svo gefandi.
Þótt vasarnir séu ekki alltaf
þungir þá er svo mikils virði að
finna gleði í starfinu og sjá ár-
angur.