Dagur - 23.12.1999, Qupperneq 25

Dagur - 23.12.1999, Qupperneq 25
JÓLALÍF/Ð í LAND/NU FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999- 41 Aðeins tvær eiginlegar jólafrumsýningar verða í leikhúsunum á annan í jólum. Gullna hliðið verður frumsýnt í Þjóð- leikhúsinu í leikstjórn Hilmis Snæs Guðna- sonar og Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir Afaspil eftir Örn Árna- son í Borgarleikhúsinu. Leikfélag Akureyrar tók forskot á sæluna eins og kunnugt er með leikritinu Blessuð jólin eftir Arnmund Back- man en Iðnó frumsýnir hins vegar Stjörnur á morgunhimni eftir Al- exander Galin milli jóla og nýárs. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, sá hinn sami og „fór með ærslum um útnes og afdali, gerði usla í hverju koti og hugskoti," með ljóðabók sinni Svörtum fjöðrum árið 1919 svo „loft varð þrungið bríma og sindrum - þetta var einmitt tónninn sem okkar lífs- þyrsta unga Island vantaði" eins og Jóhannes úr Kötlum Iýsti viðtökum bókarinnar í til- efni af sextugsafmæli skálds- ins, skrifaði einnig leikritið Gullna hliðið sem Þjóðleikhús- ið frumsýnir á sunnudag. GuIIna hliðið er um hina fá- dæma kærleiksrfku Kerlingu sem gift er hinum breyska Jóni og Ieggur hún á sig langt og strangt ferðalag með anda karls í skjóðu til að koma honum kyrfilega fyrir í himnaríki. Leikurinn var í frumuppfærslu LR árið 1941 vinsælasta leikrit sem nokkurn tímann hafði ver- ið sýnt á Islandi - en hvort það er „einmitt tónninn sem okkar lffsþyrsta unga Island" vantar í dag er óvíst. Hitt er víst að sá hópur sem nú stendur að upp- færslu Þjóðleikhússins hlýtur að nálgast leikrit Davíðs með öðrum hætti en LR gerði í upp- hafi enda stendur við stjórnvöl- inn einn af yngstu kynslóð leik- stjóra hér á landi, Hilmir Snær Guðnason sem leikstýrir nú í fyrsta sinni í Þjóðleikhúsinu, og var hann nýsloppinn af æf- ingu þegar Dagur skundaði til fundar við hann. Synduqir menn í nimnaríki „Mér leist ekkert á Ieikritið við fyrsta lestur og fannst fáir möguleikar í því - en það breyttist fljótlega," segir Hilmir og kveðst fljótlega hafa farið að sjá á því ýmsa möguleika sem útfæra mætti skemmtilega á sviði. Leikritið er byggt á vel þekktri þjóðsögu, Sálinni hans Jóns míns, sem hefur kannski lifað lengur en ella vegna kvæðis sem Davíð samdi upp úr þjóðsögunni áður en hann setti Gullna hliðið saman. Tals- verður munur er á - þessum þremur útgáfum, þjóðsögunni, kvæðinu og leikritinu. I þjóð- sögunni er Kerlingin hið kjaft- forasta kvendi en í leikritinu tekur Jón af henni ómakið og sér um kjaftháttinn. I leikritinu verður Kerlingin hins vegar kærleikurinn uppmálaður enda hefur þvf verið haldið fram að kærleiksboðskapurinn sé kjarni Gullna hliðsins, eins og segir f leikskrá. „Hún er jafnvel meira en boðbcri kærleikans," segir Hilmir. „Það sem sló mig í þessu verki er einmitt að það er ekki nokkur maður sem fyrir- gefur nokkurn skapaðan hlut. Ekki einu sinni á himnum - nema Kerlingin og vinkona hennar.“ „Við frískum aðeins upp á Jón og Kerlingu og vildum þess vegna hafa yngri leikara en vænta mátti, “ segir Hilmir, en Edda Heiðrún Backman og Jón leika skötuhjúin. Á himnum eru nefnilega ekki allir syndlausir og með hjarta úr skíragulli. Lykla-Pétur, Páll postuli, María mey, englarnir og hinir útvöldu eru rétt eins misjöfn og mennirnir á jörðu niðri. En hvers konar himna- ríki er þetta? „Og hvar er þetta gullna hlið?,“ spyr Hilmir á móti. „I einhverri bók sem ég las segist Davíð hafa leyft vini sfnum að Iesa leikritið en hon- um hafi ekki litist allt of vel á. Þá segir Davíð: Skilurðu þetta ekki maður? Þetta er draumur kerlingar." Ut frá þessari túlk- un segist Hilmir hafa unnið uppfærsluna: að allt gerist þetta í draumi Kerlingar. í draumum getur allt gerst - Tekurðu þér eitthvert skálda- leyfi, ferðu með þetta fram til núttmans? „Nei, en ég hef þau heldur ekki á sauðskinnsskónum. Þetta er í einhverju drauma- landi. Það er kannski eitt og annað sem minnir á gamla og nýja tíma en ég vildi halda þessu í draumkenndu ástandi - því í draumum getur allt gerst.“ I himnarfki Davíðs voru stærri torfbæir en gengur og gerist og vænir sauðir á beit um allt. „Það var náttúrulega himnarfki þess tíma, að búa ekki í vosbúð og vesöld. Við leggjum meiri áherslu á hvern- ig fólk er þar. Lykla-Pétur og Páll postuli hafa t.d. syndgað jafnvel meira en Jón. Og hvernig líður fólkinu þar? Það er nefnilega hálf leitt á köflum. Jú, jú, það er voðalega gott að vera þarna en það er dálítið þreytandi lognmolla.“ Þegar ungir leikstjórar stinga upp kollinum og ekki síður þegar þeir taka sér stjórnun á klassísku verki er þess stund- um vænst að frá þeim komi að einhverju leyti byltingarkennd túlkun, a.m.k. fersk meðhöndl- un. Þannig munu menn hafa deilt nokkuð harkalega um uppsetningu Sigmundar Arnar Arngrfmssonar hjá LA árið 1970, m.a. vegna þess að hann hafði hurðarhúna Gullna hlið- isins mótaða eftir friðarmerk- inu! Aðspurður segir Hilmir að meiningin hjá sér sé alls ekki að stuða nokkurn mann. „En það getur vel verið heilmargt í þessari sýningu sem stuðar því hún er kannski ekki alveg hefð- bundin. Jú, eflaust eiga margir eftir að stuðast. En þá bendi ég á að leikritið er Iíka til í bókar- formi. Eg reyndi bara að búa til sýningu sem ég hefði gaman af að horfa á.“ LÓA Engar lexíur í Afaspili Ævintýraskógur helxir skotið rót- um á Litla sviði Borgarleikhúss- ins, þar sem Leikfélag Reykjavík- ur frumsýnir ævintýraleikritið Al’aspil íý'rir yngstu áhorfendurna eftir Örn Arnason á annan jólum. Afi gamli (Örn), sem hefur verið umsjónarmaður morgunsjónvarps barnanna á Stöð 2 undanfarin 13 ár, verður sögumaður og eins konar gestgjafi sýningarinnar í Borgarleikhúsinu, þar sem Örn setti saman fjögur ævintýri í eina syrpu, Geiturnar þrjár, Hans og Gréta, Jói og baunagrasið og Rumputrítill. Við hringdum í afa gamla þar sem hann var á ferð um bæinn í jólaösinni mcð far- símann í hendinni. Skemmtuninaðalatriðið - Hvemig kom þetta nú til að afi gamlifór í leikhúsið? „Mér var mútað...,“ segir Örn og skellir upp úr. „Nei, nei, ég er búinn að ganga með þennan draum í maganum í nokkur ár að gera Ieikrit þar sem afi gamli Stöðvar 2 kemur við sögu. Ég er búinn að lesa rnikið af sögum fýr- ir börnin í sjónvarpsþættinum þar sem eitt ævintýri getur verið um 100 blaðsíður að lengd en svo hef ég líka fengið harðspjaldabækur þar sem sama ævintýrið er á fimm harðspjöldum og Iiggur við jafn mörgum setningum. Eg fór þá alll í einu að hugsa hvort ég gæti ekki sett saman fjögur lítil Ieikrit íýrir eina sýningu sem tæki kannski 15-20 mínútur hvert og setja þetta saman í einn pakka,“ svaraði Örn og kvaðst heldur vilja hafa Ijölbreytni í sýningunni heldur en að einbeita sér að einu leikriti. „An þess að ég hafi mikla vantrú á íslenskum börnum sem áhorfendum þá finnst þeim voða gaman að horfa á nokkrar sögur.“ Það var einfaldlega persónuleg- Fjórir leikarar bregða sér i gervi álfa, trölla, forynja og annarra ævintýravera í Afaspili, þau Edda Björgvinsdóttir, Halldór Gylfason, Hildigunnur Þráinsdóttir og Valur Freyr Einarsson. ur smekkur Arnar sem réði úrslit- um um hvaða ævintýri voru valin og flest þeirra eru afar vel þekkt, það væri helst að Rumputrítill gæti hljómað ókunnuglega í eyr- um fullorðinna sem fákunnandi eru í ævintýrabókum barnanna. „Rumputrítill er eins konar Gilitrutt. Lítil álfavera heimtar barn drottningar sem greiðslu fýr- ir að hjálpa henni. Hún vill ekki fórna barninu og álfurinn býður henni þá að geta upp á nafni sfnu. Svo er náttúrulega farsæll endir eins og gengur og gerist." Örn segir það lykilatriði að skemmta börnum í leikhúsi og það hefði hann haft að leiðarljósi þegar hann samdi leikgerðina. „Þetta var ekki lagt upp sem dæmisögur, börnin fá lexíurnar heima hjá sér og úr umvöndun- um hér og hvar. Ég sé enga ástæðu til að fara að bætast í þann hóp...“ LÓA

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.