Dagur - 23.12.1999, Blaðsíða 30

Dagur - 23.12.1999, Blaðsíða 30
46 - FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 SDgpir Eínn e{tirl[Tmdl Ógmrvald Feigðardrauraar Ung stúlka er sökuð um hræðileg morð sem hún minnist ekki að hafa framið. Sekt hennar virðist augljós en hvað býr að baki? Sidney Sheldon er snillingur í að spinna sögu eins og heimsbyggð veit og honum hefur sjaldan tekist betur. Breiðþota ferst með 330 manns innanborðs. Enginn kemst af og þegar farið er að leita orsakanna vakna óhugnanleg dularöfl. Dean Koontz er í hópi allra vinsælustu spennusagnahöfunda samtímans og hafa bækur hans verið þýddar á hátt í fjörutíu tungumál. Getur forseti Bandaríkjanna komist upp með morð? David Baldacci leitar svars við þeirri spurningu í þessari sögu sem skaut honum í einu vetfangi í fremstu röð spennusagna- höfunda samtímans. Ógnarvald öðlaðist þegar feiknarlegar vinsældir og sagan hefur verið þýdd á fjölda tungumála. fyrir tönn Fólk með ólíka fortíð hittist á afskekktu býli um hávetur. Úti geisar óveðursbylur sem engu eirir en inni spinnast þræðir ótta og hryllings. Einn er sá sem heldur öllum þráðum í hendi sér - en hver hann er, það kemur óvænt í Ijós að sögulokum, og þá fær ástin líka að blómstra. Raðmorðingi, sem einbeitir sér að einmana konum um borð í glæsilegum skemmtiferða- skipum, er hér viðfangsefni metsöluhöfundar- ins Mary Higgins Clark. Þetta er æsileg spennusaga, jafnframt því sem ráðgátan og lausn hennar væri fyllilega samboðin þekktustu höfundum leynilögreglusagna. Hereule Poirot óttast fátt - en hann óttast tannlækna! Hann er þess vegna frelsinu feginn þegar hann kemur út af tannlæknastofu Morleys. En skömmu síðar fær hann þær fréttir að tannlæknirinn hafi stytt sér aldur. Poirot grunar hins vegar að ekki sé allt með felldu. Skjaldborg ehi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.