Dagur - 31.12.1999, Side 1

Dagur - 31.12.1999, Side 1
Verð í lausasölu 150kr. 82. og 83. árgangur - 249. tölublað BLAÐ Finnur í bankann og ekki er verra að fá handsalaðar hamingjuóskir frá Davíð. - mynd: pjetur Nýr seðla- baíikastjórs Finnur Ingólfsson gekk á fund Davíðs Oddssonar síðdegis í gær og afhenti honum þar lausnar- beiðni sína sem iðnaðar- og við- skiptaráðherra. I staðinn lét Davíð Finn fá skipunarbréf þar sem hann er ráðinn seðlabanka- stjóri. Hér má sjá þá Davíð og Finn í stjórnarráðinu í gær. Dregurúr byggðaflótta „Áætlað er að brottflutningur fólks af landsbyggðinni umfram aðflutning árið 1999 hafi verið um 1.340 manns sem svarar til 1,2% af íbúafjölda landsbyggðar- innar. Þetta er nokkuð lægri tala en verið hefur undanfarin fjögur ár,“ segir í nýju yfirliti Þjóðhags- stofnunar um búsetuþróun árið 1999. Síðustu þrjú árin var landsbyggðarflóttinn meiri en nokkru sinni áður, nær 1.800 manns á ári, eða á fimmta hundrað fleiri en í ár. Af rúmlega 3.400 manna fjölg- un í landinu á þessu ári er meira en þriðjungurinn vegna aðfluttra frá útlöndum, sem nú voru rúm- lega 1.200 fleiri en fluttust af landi brott. Þetta er mesta nettó- fjölgun vegna millilandaflutn- inga síðan í góðærinu árið 1988. Bæði landsbyggð og höfuðborg- arsvæði njóta nú nettóaðflutn- ings frá útlöndum. Ibúaþróun á Akranessvæðinu er ein sú athyglisverðasta sem orðið hefur á landsbyggðinni undanfarin ár að mati Þjóðhags- stofnunar. íbúum þar hefur fjölgað um nær 270 frá 1996, eða hátt í 5%. Áætlað hafi verið, áður en ráðist var í stóriðju á Grundartanga, að þeim breyting- um mundu fylgja um 500 manna fjölgun á næstu fjórum til fimm árum, en annars mætti búast við áframhaldandi fækkun. Fjölgun á Akranesi virðist því nokkurn veginn í takt við áætlanir, segir Þjóðhagsstofnun. „Það verður bara þokkalegt vetrarveður, “ svaraði Þorsteinn Jónsson á Veðurstofunni spurður um líklegt veður á brennu- og rakettutíma á gamlárskvöld. Þótt gengið geti á með dimmum éljum af og tif sérstaklega suð-vestanlands, þá rofi alltaf til á milli svo ekkert ætti að vera því til fyririrstöðu að lands- menn geti brennt út 20. öldina og fagnað þeirri 21. með flugeldum. Búist er við suð-vestanátt 10-15 metrum á sekúndu og slyddu eða éljum öðru hverju á Suð-Vesturlandi en heldur bjartara og lygnara á Norð-Austurlandi. - mynd: brink Byggðastofmm vill sértækar aðgerðir Ekkert bjaxgar verst stöddu byggðarlögun- um nema sérstakar stj ðmvaldsaðger ðir. Útgerðin drottnar en fiskvinnslan situr eft- ir. Ódýrar lausnir hafa gert meira ógagn en gagn, segir ráðgjafi Byggðastofnunar. Gríðarlegur vandi landsbyggðar- innar vegna kvótasölu og fólks- flótta var aðalefnið á „uppgjörs- fundi“ stjómar Byggðastofnunar á miðvikudag og segir Egill Jónsson, formaður stjórnarinnar, að vanda- mál eins og á Flateyri og Suður- eyri „verði varla Ieyst nema með sérstökum stjórnvaldsaðgerðum". Egill vildi ekki lýsa slíkum að- gerðum, heldur jtÖí það að vera í verkahring nýrrar stjórnar um ut- Byggðastofnunar eftir áramót. Á blaðamannafundi í gær hlutun byggðakvóta kom fram alvarleg gagnrýni á það ástand sem skapast hefur á landsbyggðinni. Uthlutun byggðakvóta uppá 1.500 þorskígildis- tonn er um hálft prósent af heildarkvóta. 94 um- sóknir bárust, en kvótinn kom í hlut 39 fyrirtækja í 11 byggðarlögum á Vest- fjörðum, Norðulandi og Austfjörðum og er áætlað að þetta skapi 60-70 var- anleg ársverk. En ráð- gjafar Byggðastofnunar telja að þrátt fyrir jákvæð áhrif byggðakvótanna þurfi miklu meira að koma tik Drottnandi útgerð, hnignandi fiskvinnsla Ráðgjafarnir, Haraldur L. Har- aldsson og Stefán Þórarinsson í Nýsi hf., draga ekkert undan í lýs- ingum á hinni alvarlegu stöðu. Stefán segir að öll hagræðing hafi lent útgerðarmegin við borðið meðan fiskvinnslan sitji eftir og ofan á þetta bæt- ist þegar eigendur fyrir- tækja selja kvóta úr byggðarlögunum. Þróun- in í Isafjarðarbæ sýni þetta í hnotskurn, en þar er þriðjungur kvótans farinn og annar þriðj- vegna Egill Jónsson: Vandinn á Flateyri, Suðureyri og víðar kallar á sérstakar stjórnvaldsaðgerðir. ungur í uppnami Básafellsmálsins. Stefán vildi ekki kenna kvótakerfinu um þróun- ina. „Frekar hitt, að til- tekin hagsmunagæsla hefur haldið í spottana of Iengi, þar sem málefni fiskvinnslunnar hafa ekki komist á blað“. Vanhugsaðar lausnir eins og kvótaþing og niðurlagning línutvöföldunar spili hér sterkt inn í og vaxandi hlutur sjófrysting- ar. Skipaðar hafi verið ótal nefnd- ir og framreiddar ódýrar lausnir sem frekar hafi gert ógagn en gagn. Fiskvinnslan sitji eftir með reksturinn í járnum og laun á nið- urleið. Á meðan drottnar útgerð- in, nýtur hagræðingarinnar og laun sjómanna hækka. „Mér finnst mjög lýsandi fyrir ástandið að flestir skipstjórar og yfirvél- stjórar aflaskipa búa í Reykjavík, en fótgönguliðið sjálft á lands- byggðinni," segir Stefán. Ekki hægt að bjarga nema... I skýrslu um atvinnumál í Isa- fjarðarbæ og Hrísey segir Harald- ur: „Ekki er fyrirsjáanlegt að hægt verði að bjarga þeim byggðum þar sem farið hefur verið að mestu með veiðiheimildir á brott öðru- vísi en með sameiginlegum stjórn- valdsaðgerðum." Egill vildi ekki taka jafnt djúpt í árina og Stefán ráðgjafi hans og lagði áherslu á jákvæð áhrif að- gerða Byggðastofnunar, riieð byggðakvóta og meiru. „Við í stjórn Byggðastofnunar erum ánægðir með okkar viðskilnað og teljum okkur skila af okkur þráð sem ekki má slitna.“ — FÞG ÍVenjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMKHR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI - SÍMI 462 3524

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.