Dagur - 31.12.1999, Blaðsíða 7
X^WT'
FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 - 7
ÞJÓÐMÁL
SÞ og mannrétt-
indi á 21. öidinni
„En fyrst og fremst höfum við skuldbundið okkur þeirri hugmynd að enginn einstaklingur - óháð kynferði, þjóð-
erni eða kynþætti - skuli sæta því að mannréttindi hans séu misnotuð eða hunsuð," segir Kofi Annan m.a. í grein
sinni.
1 KOFIANNAN
1 FRAMKVÆMDASTJÚRI
' * ; J SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA
f \ 1 SKRIFAR
Við lok 20. aldar eru Sameinuðu
þjóðirnar farnar að gegna mikil-
vægara hlutverki í lífi fleira fólks
en nokkru sinni fyrr. Með starfi
okkar að þróunarmálum, friðar-
gæslu, umhverfismálum og heil-
brigðismálum aðstoðum við
þjóðir og samfélög við að byggja
upp betri, frjálsari og farsælli
framtíð. En fyrst og fremst höf-
um við skuldbundið okkur þeirri
hugmynd að enginn einstakling-
ur - óháð kynferði, þjóðerni eða
kynþætti - skuli sæta því að
mannréttindi hans séu misnotuð
eða hunsuð. Þessi hugmynd er
varðveitt sem helgidómur í
stofnsáttmála Sameinuðu þjóð-
anna og Mannréttindayfirlýsing-
unni. Hún er uppsprettan að
æðstu hugsjónum okkar og hvat-
inn að mestu afrekum okkar. Við
upphaf 21. aldarinnar vitum við
að án þess að virða réttindi ein-
staklingsins getur engin þjóð,
ekkert samfélag og ekkert þjóð-
félag verið í raun og sannleika
frjálst.
Á þessu ári sem er að líða hef
ég sett einstaklinginn í öndvegi í
allri viðleitni minni til að efla
skilning okkar á því hvað það
þýðir að vera samfélag þjóða.
Hvort sem það þýðir að þoka
þróuninni áleiðis, eða að leggja
áherslu á mikilvægi fyrirhyggj-
andi aðgerða, eða að grípa inn í
rás atburða - jafnvel yfir landa-
mæri ríkja - til þess að stöðva
brikaleg og kerfisbundin mann-
réttindabrot, þá hefur einstakl-
ingurinn verið í miðpunkti alls
sem ég hef látið mig varða. Það
er ekki síst vegna þess að öfl al-
þjóðavæðingar og alþjóðlcgrar
samvinnu eru að skilgreina upp
á nýtt fullveldi ríkja, í undir-
stöðunierkingu þess orðs. Nú er
víða litið á ríkið sem þjón fólks-
ins, en ekki öfugt. Jafnframt
þessu hefur fullveldi einstakl-
ingsins - og þá meina ég mann-
réttindi og grundvallarfrelsi
hvers einstaklings eins og þau
eru varðveitt í sáttmála okkar -
vaxið vegna endurnýjaðrar vit-
undar um rétt allra einstaklinga
til þess að ráða yfir örlögum sín-
um.
Hugsa upp á nýtt
Þetta tvennt, sem þróast hefur
samhliða - og teljast má bæði
undravert og að mörgu leyti
fagnaðarefni - verður hvorki
túlkað með einföldum hætti né
notað til einfaldra ályktana. Það
krefst þess hins vegar af okkur
að við séum reiðubúin að hugsa
það upp á nýtt hvernig Samein-
uðu þjóðirnar bregðast við
mannúðarvanda sem hrjáir svo
stóran hluta heimsins; þær að-
ferðir sem alþjóðasamfélagið
beitir þar sem neyðarástand rík-
ir; og vilja okkar til þess að grípa
til aðgerða á sumum átakasvæð-
um á meðan við virðumst ekkert
skeyta um margar aðrar hörm-
ungar sem daglega kosta það
mörg mannslíf og þjáningar að
við ættum að skammast okkar til
aðgerða.
Þörfin til þess að hugleiða
þessar stóru spurningar á sér
rætur í þeim atburðum sem átt
hafa sér stað undanfarinn ára-
tug, og sérstaklega þær áskoran-
ir sem alþjóðasamfélagið stend-
ur frammi fyrir nú í Kosovo og á
Austur-Tímor. Frá Siera Leone
til Súdan og áfram til Angóla og
Kambódíu ogAfganistan er mik-
ill (jöldi fólks sem þarf ekki bara
á samúðarorðum að halda frá al-
þjóðasamfélaginu, heldur
langvarandi skuldbindingu til
þess að hjálpa til við að binda
endi á vítahringi ofbeldisins og
koma þeim inn á örugga braut í
átt að velsæld.
Meðan þjóðarmorðið í Rúanda
og tjöldamorðin í Srebrenica
standa, í huga okkar kynslóðar,
fyrir afleiðingar aðgerðarleysis
andspænis fjöldamorðum, þá
hafa átökin í Kosovo nýverið vak-
ið upp mikilvægar spurningar
um afleiðingar þess að hafast að
þegar algjöra samstöðu skortir af
hálfu alþjóðasamfélagsins.
Þau hafa varpað sterku ljósi á
þá úlfakreppu sem kennd hefur
verið við „inngrip af mannúðar-
ástæðum“: öðru megin höfum
við spurningu um Iögmæti þeirra
aðgerða sem gripið er til af hálfu
svæðisbundinna samtaka án um-
boðs Sameinuðu þjóðanna; hinu
megin höfurn við skyldu okkar,
sem almennt er viðurkennd, að
stöðva í raun hrikaleg og kerfis-
bundin mannréttindabrot sem
hafa alvarlegar afleiðingar f för
með sér fyrir mannkynið. Van-
máttur alþjóðasamfélagsins til
þess að samhæfa báða þess knýj-
andi hagsmuni alþjóðasamfé-
lagsins í Kosovo - algilt lögmæti
og árangur í mannréttindavernd
- er einungis hægt að líta á sem
harmleik.
Að skapa einmgu
Þetta hefur leitt í ljós þá megin
áskorun sem Sameinuðu þjóð-
irnar og alþjóðasamfélagið í
heild standa frammi fyrir á
næstu öld: Að skapa einingu um
þá forgangsreglu að víðtæk og
kerfisbundin mannréttindabrot -
hvar svo sem þau eiga sér stað -
megi ekki láta viðgangast.
I Stofnsáttmála Sameinuðu
þjóðanna er því lýst yfir að
„vopnuðum her rná ekki beita
nema í þágu almannahags." En
hver er þessi almannahagur?
Hverjum ber að skilgreina hann?
Hverjum ber að vernda hann? I
umboði hverra? Og eftir hvaða
leiðum ber að grípa inn í? Þetta
eru þær stóru spurningar sem
blasa við okkur þegar \ið göngum
mót nýrri öld. Það sem er ljóst er
að réttindi einstaklingsins snerta
nú kjarna þessa „almannahags".
Rétt eins og okkur hefur lærst
að heimurinn getur ekki setið
hjá þegar hrikaleg og kerfisbund-
in mannréttindabrot eiga sér
stað, þá hefur okkur einnig Iærst
að inngrip verða að byggjast á
lögmætum og algildum for-
gangsreglum ef þau eiga að njóta
stuðnings þjóða heimsins. Þessi
alþjóðlega regla, sem nú er að
verða til, um að grípa beri inn í
til þess að vernda óbreytta borg-
ara gegn fjöldaslátrun, mun
vafalaust áfram verða alþjóða-
samfélaginu djúpstæð áskorun.
Allar slíkar breytingar á því
hvernig við skiljum fullveldi ríkis
og fullveldi einstaklings munu
vekja, rneðal sumra, vantraust,
efasemdir og jafnvel andúð. En
þetta er þróun sem okkur ber að
fagna. Hvers vegna? Vegna þess
að þrátt allar takmarkanir og
ófullkomleika ber hún vitni um
mannkyn, sem lætur sig rneira
varða, en ckki minna, þjáningar
sem eiga sér stað á meðal okkar,
og mannkyn sem mun gera
meira, en ekki minna, til þess að
binda cndi á þær. Þetta er nokk-
uð sem vekur vonir við iok tutt-
ugustu aldarinnar.
SIGUWÐUR G.
GUÐJONSSON
HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR
SKRIFAR
I fréttum Stöðvar 2 á þriðjudags-
kvöld vöktu tvær fréttir athygli
mína; annars vegar frétt þar sem
því var slegið föstu að Finnur Ing-
ólfsson yrði Seðlabankastjóri og
hins vegar að að núverandi forseti
Pcrú, sem setið hefur tvö kjör-
tímabil ætlaði að bjóða sig fram á
nýjan leik.
Staða Seðalabankastjóra á ls-
landi er væntanlega ekki jafn
Virðingarleysi
áhrifamikil og embætti forseta
Perú. Fréttir Stöðvar 2 af þessurn
tveimur embættum endurspegla
hins vegar sama virðingarleysi
stjórnvalda í þessum tveimur ríkj-
um lýrir lögum.
Samkvæmt 26. gr. laga nr.
36/1986 um Seðlabanka lslands
eiga þrír bankastjórar að sitja í
bankastjórn hans. Þrátt lýrir þetta
skýlausa ákvæð hafa bankastjórar
bankans aðeins verið tveir í tæp
tvö ár cða frá því er Steingrímur
Hermannsson Iét af störfum fyrir
aldurs sakir. Að mati stjónvalda, í
þessu tilríki Finns Ingólfssonar
vdðskiptaráðherra, virtist enginn
þörf á að virða þetta lagaákvæði
fyrr en flokkur hans var kominn í
vandræði með ráðherraskipti.
Þetta virðingarleysi stjórnvalda
Seðlabankinn.
hér á landi fyrir lögum er því mið-
ur ekki einsdæmi. Þannig hefur
innheimtudeild Ríkisútvarpsins,
sem innheimtir skylduáskriftina
að Ríkisútvarpinu, verið stýrt af
fyrrum fréttamanni, þó svo að í
28. gr. útvarpslaga nr. 68/1985
segi að innhcimtustjórinn skuli
fullnægja almennum dómaraskil-
yrðum.
Samkvæmt stjórnarskrá Perú
getur sami aðili aðeins setið tvö
kjörtímabil á forsetastóli. Forset-
inn telur þetta stjórnarskrár-
ákvæðið ekki eiga við um sig og
hefur hrakið úr embætti dómara,
sem eru honum ósammála. Al-
menningur í Perú hefur þust út á
götur og mótmælt þessari lög-
leysu. Ef að líkum Iætur verða
þaú mótmæli brotin á bak aftur
með valdi Iögreglu og hers, eins
og venja er í ríkjum suður og mið
Ameríku.
Virðing fýrir lögum, stjórnarfar
og vinnubrögð stjórnvalda í Perú
og mörgum öðrum ríkjum suður-
og mið Ameríku hefur almennt
ekki verið talið til fyrirmyndEr.
Ríki þessa heimshluta og ýmis
önnur ríki þriðja heimsins, þar
sem réttaröryggi er af skornum
skammti eru oft nefnt bananalýð-
veldi.
Að mínu mati sýna stjórnvöld á
Islandi og í Perú Iögum jafn litla
virðingu. Geta íslendingar því
ekki alveg eins búist við því að
ríkisstjórnin ákveði að sitja áfram
án þess að efna til kosninga þegar
kjörtímabili hcnnar samkvæmt
lögum er lokið?