Dagur - 31.12.1999, Page 2
2 - FÖSTUDAGVR 31. DESEMBER 1999
Dí&ur
FRÉTTIR
Farið að spá í
varaformaiminn
Frá upphafi þingflokksfundar Framsóknar f vikunni. Varaformannsmáiin
eru óformlega komin á dagskrá.
Fimm nöfn eru oftast
nefnd þegar meirn
velta því fyrir sér
hver tahi við varafor-
mennskunni af Finni
í Framsókn. Þetta eru
þau Guðni, Siv, Val-
gerður, Hjálmar og
Kristinn H.
Finnur Ingólfsson var ekki fyrr
búinn að lýsa því yfir að hann
væri að hætta í pólitík að menn
fóru að velta fyrir sér hver taki
við af honum sem varaformaður
flokksins á landsfundi flokksins
næsta haust. En margir eru kall-
aðir en fáir útvaldir. Þegar rætt
er við Framsóknarmenn um
þetta ber öllum saman um að
enginn einn sé óskorað varafor-
mannsefni.
Þau nöfn sem flestir nefna
þegar spurt er um líkleg varafor-
mannsefni eru Guðni Agústsson
landbúnaðarráðherra, Valgerður
Sverrisdóttir iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, Hjálmar Árnason
alþingismaður, Kristinn H.
Gunnarsson, formaður þing-
flokks Framsóknarflokksins, og
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra. Svo benda menn á að til
séu hæfir menn utan þingflokks-
ins til þess að gegna þessu hlut-
verki.
Brotinn hæll
Ráðherrarnir sem þarna eru
nefndir hafa nú heilt ár til að
sanna sig í starfi og sá þeirra sem
þykir standa sig best hlýtur að
auka möguleika sína. Guðni
Agústsson hefur þótt standa sig
vel sem landbúnaðarráðherra frá
því hann tók við í vor og hann
var raunar orðaður við varafor-
mennskuna þegar Finnur var
kjörinn en gaf ekki kost á sér.
Siv Friðleifsdóttir þykir hins
vegar hafa farið mis vel af stað.
Einn framsóknarmaður orðaði
það svo að hún væri búinn að
brjóta annan hælinn undan
skónum sínum en að sjálfsögðu
mætti líma hælinn undir á einu
ári. Hún keppti við Finn um
varaformennskuna á sínum tíma
en tapaði. Munurinn var þó
minni en fyrirfram var búist við.
Erfitt ráðherraembætti
Valgerður Sverrisdóttir var líka
orðuð við varaformennskuna síð-
ast en gaf ekki kost á sér. Hún er
nú að taka við erfiðu ráðherra-
embætti og ekki ólíklegt að um-
hverfismálin vegna Fljótsdals-
virkjunar og álvers við Reyðar-
fjörð geti orðið henni fótakefli.
Hjálmar Arnason og Kristinn
H. Gunnarsson eru hins vegar
óbreyttir þingmenn sem ekki
eiga sömu möguleika og ráðherr-
arnir að Iáta Ijós sitt skína.
Hjálmar hefur þótt standa sig
mjög vel í Fljótsdalsvirkjunar-
málinu á Alþingi en þar var hann
helsti samstarfsmaður Finns
Ingólfssonar við að koma þings-
ályktunartillögunni um Fljóts-
dalsvirkjun í gang. Kristinn H.
Gunnarsson er formaður þing-
flokks sem þykir upphefð og eng-
inn efast um hæfiíeika hans.
Þetta eru þau sem oftast eru
nefnd sem varaformanns kandi-
datar. Menn mega ekki gleyma
því að heilt ár er í flokksþing og
því getur margt breyst. Vika er
langur tími í pólitík hvað þá heilt
ár. - S.DÓR
Úr kvikmyndinni Englar alheimsins.
Fnunsýncl
á nýársdag
í Díóum
Kvikmynd Friðriks Þórs Frið-
rikssonar, „Englar alheimsins"
verður fruinsýnd á nýársdag í
kvikmyndahúsum í Reykjavík og
á Akureyri. Handritið að mynd-
inni byggir á samnefndri sögu
eftir Einar Má Guðmundsson.
Sagan, sem er margverðlaunuð,
er þroskasaga Páls, sem leikinn
er af Ingvari Sigurðssyni. Páll
þjáist af geðsjúkdómi og fá
áhorfendur að kynnast við-
brögðum almennings við slíkum
veikindum. I upphafi er kynnt til
sögunnar Ijölskylda Páls, æsku-
vinir og stúlkan sem hann elsk-
ar, en sfðar berst sagan inn á
Klepp. A geðspítalalanum koma
við sögu sálufélagar hans, ÓIi
bítill, sem heldur að hann hafi
samið öll bítlalögin og sent Bítl-
unum þau sem hugskeyti, Viktor
sem stundum breytist f Hitler en
ber með sér vissa menntun og
fágun og Pétur, herbergisfélagi
Páls, sem farið hefur yfir um á
sýru og trúir því að hann hafi
skrifað doktorsritgerð um
Schiller í Kína.
Þrjátíu og jjrjú
dauðaslys á árinu
Af 33 eiustákUuguni
sem farist hafa af
slysförum hér á landi
á áriuu eru 3 erlendir
ferðamenu (10%),
sem hlýtur að teljast
mjög hátt hlutfaU.
AIIs höfðu 32 einstaklingar farist
af slysförum hér á landi frá ára-
mótum og auk þess 1 íslending-
ur erlendis, eða alls 24 karlar og
9 konur, samkvæmt bráðabirgða-
tölum Landsbjargar, s.l. mið-
vikudag. En umferðin hefur síð-
an kostað eitt mannslíf til við-
bótar, en maður lést í mjög hörð-
um árekstri fólksbíls og jeppa,
sem varð við Seltjörn á Grinda-
víkurvegi rétt um hádegisbilið í
gær. Banaslysin, sem orðin eru
34 á árinu, hafa þó aðeins einu
sinni á áratugnum verið færri,
eða 32 árið 1996. Alls hafa um
500 manns Iátist af slysförum á
tíunda áratugnum.
Útlendingar í margfaldri
Iiættu
Hátt hlutfall útlendinga í dauða-
slysunum vekur athygli. Af þeim
33 einstaklingum sem farist hafa
hérlendis á árinu voru 4 erlendir
ríkisborgarar. Af þeim voru 3 er-
lendir ferðamenn, eða um 10%
allra slysanna. Miðaðviðum 1,2
milljónir gistinátta útleninga hér
á landi,. samkvæmt I'tegstofu-
skýí^ ‘
L
» -
Alls hafa um 500 manns látist af slysförum á tíunda áratugnum.
menn hér aðeins um 3.300 að
jafnaði á dcgi hverjum, sem sam-
svarar einungis um um 1,2% af
fjölda heimamanna í landinu. Að
10 prósent allra slysadauðsfall-
anna hafi orðið í þessum litla
hópi hlýtur því að teljast mjög
hátt hlutfall.
Og þetta er fremur regla en
undantekning. Því af þeim 500
sem farist hafa af slysförum hér-
lendis á áratugnum voru 40 er-
Iendir ferðamenn, eða 8 prósent
og sömuleiðis 50 þeirra 620 sem
fórust á níunda áratugnum, sem
er sama hlutfall. Erlendir ferða-
menn virðast líka í miklu meiri
lífshættu hér á landi heldur en
Islendingar í útlöndum, sem þar
eru jafnaðarlega fleiri en útlend-
ingar hér. Banaslysin á erlendum
ferðamönnum á árinu voru; í
, ,Bláa lónjnu, í vélsleðaslysi og í
Ekkert sjóslys 2 ár í rðð
Óvenju fá dauðaslys í ár eru því
að þakka að enginn hefur farist í
flugslysi það sem af er árinu og
drukknanir eru nær helmingi
færri en að meðaltali á áratugn-
um (4 í stöðuvötnum, einn í
Reykjavíkurhöfn og ein kona í
Bláa lóninu). En 1999 er annað
árið í röð sem enginn ferst í sjó-
slysi. Ymis slys (5) eru líka meira
en helmingi færri.
Aftur á móti hefur umferðin
tekið 23 mannslíf á árinu, held-
ur fleiri en í meðalári, en fjórum
færri en í fyrra. Nær helmingur
þeirra fórust við akstur/veltu út
af vegi, um fjórðungur í árekstr-
um, 4 af því að ekið var á þá
gangandi og einn í vélsleðaslysi.
Mestu slysamánuðirnir voru
október (6 dauðaslys) og ágúst
(5). - HEI
Þjónustusanmmgiir um krabbaleit
lngibjörg Pálmadótir undirritaoi í gær fimm ára ■■HSBBBB
þjónustusamning við Krabbameinsfélag Islands
um krabbameinsleit í konum. Samkvæmt samn-
ingnum mun Krabbameinsfélagið hafa yfirum-
sjón með sldpuiagðri leit að krabbameini í leg-
hálsi og brjóstum kvenna um land allt.
Þjónustusamningurinn sem nú hefur verið
undirritaður kemur í stað tveggja samninga sem
áður voru í gildi, verksamnings Krabbameinsfé-
lagsins og heilbrigðisráðuneytisins annars vegar
og samnings Tryggingastofnunar við félagið hins
vegar. Samkvæmt samningnum fær Krabba-
meinsfélagið 165 milljónirá næstu fimm árum og
hækkar framlagið um 12% frá því sem gert var
ráð fyrir í fjárlögum.
Ingibjörg Pálma-
dóttir, heilbrigðis-
ráðherra.
Börn ekki uppsagnarsök
„Óheimilt er að segja manni upp störfum eingöngu vegna fjölskyldu-
ábyrgðar,“ segir í frumvarpi félagsmálaráðherra, sem samkvæmt
greinargerð er lagt fram samhliða þingsályktunartillögu um fullgild-
ingu íslands á samþykkt Alþjóðavinnumálastolnunarinnar nr. 1 56 um
jafna möguleika og jafnrétti handa körlum og konum í atvinnu:
Starfsfólk með fjölskylduábyrgð. „Fullgilding samþykktar 156 felur í
sér mikilvæga réttarbót fyrir launafólk og hefur verið baráttumál ASÍ
um árabil,“ segir í Vinnunni. Því með henni komist á sú nýskipan á
islenskum vinnumarkaði, að bannað verði að segja starfsmanni upp
störfum vegna fjölskylduábyrgðar, en hér hefur gilt sú meginregla að
atvinnurekendur þurfi ekki að tilgreina ástæður uppsagnar. Fullgild-
ing væri raunar einnig til vitnis um raunverulegan áhuga stjórnvalda
á að skapa virka Ijöiskyldupólitík. — HEI
Leiðrétting frá leigubílstjórmn
Bandalag íslcnskraTeigubifreiðastjóra hefur sent frá sér fréttatilkynn-
ingu „vegna þess mikla misskilnings er gætir um taxta leigubíla úm
þessi árarnót," eins og segir í tilkynningunni. Þar sem leigubílstjórum
virðist sem almenningur telji að Ieigubílar hækki um allt að helming
og að startgjaldið verði á bilinu 1000-1500 krónur vill Astgeir Þor-
steinsson, formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra, koma því
á framfæri að taxti hækkar um 25 prósent umfram þann sértaxta er
gildir um áramót, sem þýðir að startgjaldið fer úr 420 krónum í 530
jröast ÍfiðtiMBBMHMSÍ