Dagur - 31.12.1999, Qupperneq 6

Dagur - 31.12.1999, Qupperneq 6
6 -FÖSTUDAGVR 31. DESEMBER 1999 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Adstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Netföng auglýsingadeildar: Símar auglýsingadeildar: Símbréf auglýsingadeildar: Símbréf ritstjómar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.900 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-16A2 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir. 460 6161 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Sjá dagar koma í fyrsta lagi Árið 1999 hefur verið ár mikilla breytinga á Islandi, breytinga sem einkennast af því að góðæri sem hefur ríkt á flestum svið- um. Landsmenn hafa sótt fram fullir bjartsýni og sjálfstrausts. A sumum sviðum hefur framþróunin orðið veruleg, svo sem á sviði íjármagnsmarkaðar og í efnahagsmálum ýmis konar, en á öðrum sviðum eins og til dæmis hvað varðar stjórnmálin og flokkakerfið virðist þróunin ætla að taka eitthvað lengri tíma. Engu að síður hefur verið lagður hornsteinn að mikilvægum og spennandi breytingum bæði á flokkakerfi og kjördæma- kerfi. í öðru lagi Við aldahvörf og árþúsundamót fagna Islendingar kristnitöku, blása til menningarborgarhátíðar og meta stöðu sína í samfé- lagi þjóðanna. Trúlega hafa breytingar og framfarir á þessari öld orðið meiri á þessari öld en áður hefur orðið í samanlagðri Islandssögunni. A næstu öld gætu breytingarnar jafnvel orðið enn hraðari. Hugsunarháttur langtímasjónarmiða verður því sífellt mikilvægari einkum í efnahags- og umhverfismálum. Ef þjóðin ætlar að halda stöðu sinni þarf hún að gæta þess að safna ekki í stundargræðgi óviðráðanlegum skuldum hjá er- lendum lánadrottnum eða hjá móður náttúru. A báðum stöð- um er skuldin orðin há - og brýnt að huga að skuldadögum. í þriöja lagi Já, skuldadagar koma, ár og aldir líða. „Enginn stöðvar tímans þunga nið“, eins og skáldið frá Fagraskógi benti á á sínum tíma. Og þó það sé í fullu samræmi við hin dýpstu rök íslensku þjóðarinnar, að lifa á köflum um efni fram, þá hefur hún jafn- framt sýnt að hún spjarar sig þegar á reynir og að „hennar líf er eilíft kraftaverk“. Krafaverkið sem nú þarf er framsýni og langtímahugsun. Sé hún í farteskinu er fullt tilefni til bjart- sýni þegar horft er til næstu þúsund ára „þjóðarinnar við nyrstu voga“ og við því að búast, að í hennar kirkju muni áfram helgar stjörnur loga! Gleðilegt nýtt ár Birgtr Guðmiutdsson Árið sem senn er á enda hefur verið hið prýðilegasta í lífi Garra og hans fjölskyldu. Að vísu varð saumastofan, sem Sigurgríma föðursystir Garra hefur unnið hjá í 19 ár, gjald- þrota og þar sem Sigurgríma hafði skrifað upp á einhverja pappíra fyrir eigandann, missti hún litlu íbúðina sína og er nú flutt inn og lögst upp á Garra um stundarsakir. Við þetta má svo bæta að Skipasmíðastöð Snjólfs Lauf- dals hefur verið verkefnalaus í 14 mánuði og Engilberti Hörg- dal, svila Garra, var sagt upp störfum. Hann er nú kominn norður, blessaður kall- inn og leigir kjallarahol- una hjá Garra og hefur reyndar verið nokkuð greiðslutregur lengi af skiljanlegum ástæðum. Ljúft ár Stórfjölskyldan hefur sem sé verið að þjappa sér saman og er hið besta mál og allt á jákvæðu nótunum. Að vísu Iá dóttir Garra um skeið í mislingum, sonur hans fót- brotnaði á skiðum og móðir hans mjaðmagrindarbrotnaði er hún datt í hálku, en að öðru leyti hefur heilsufar fjölskyld- unnar verið eins og best er á kosið. Reyndar fór Njáll föður- bróðir í þriðja sinn inn á Vog, en nú standa vonir til að hann uppþurrkist endanlega. Dauðsföll í fjölskyidunni hafa flest gengið fram með eðlilegum hætti. Að vísu drukknaði Bernódus gamli frændi Garra fyrir vestan þegar hann var að draga fyrir silung í ósnum, en menn eru sammála um að hans tími hafi einfald- lega verið kominn, og blessuð sé minning hans og megi hann já Garra liafa það sem best á himnum eða hvar sem hann er nú nið- urkominn, ljúflingurinn. Gott ár Þetta hefur sem sé verið hið hupplegasta ár í hvívetna hjá Garra og hans fólki. Þó má geta þess að Styrtla, útgerðar- fyrirtæki Markúsar mágs Garra, sökk endanlega í skuldafenið og sér ekki fyrir endann á því. Og hugsanlega fara víxlarnir fljótlega að falla með enn meiri hraða og þunga en áður á breitt bak Garra, því eins og máltækið segir um mága: „Þeim var ég verstur, er var systur minni bestur.“ En Markús mágur er reyndar að upplagi besta skinn inn við beinið, já eiginlega drengur góður á alla kanta, nema þá helst f peningamálum. En hvað eru nokkrir aurar og fallnir víxlar á milli vina, svo ekki sé nú talað um mága? Árið hefur því verið Garra og hans fólki einstaklega gjöfult. Að vísu kom það flatt upp á marga þegar Hermundur, syst- ursonur Garra, stakk af til Brasilíu í kjölfar þrenginga hjá Kjötverslun Hermundar í Reykjavfk. Fjölmiðlar hafa eitt- hvað minnst á bókhaldsóreiðu hjá Hermundi og að hann hafi dulítið kryddað kjötviðskiptin með hassi, en það hlýtur að vera lygi. Því Garri og hans fjölskylda eru, eins og aðrir ís- lendingar, strangheiðarlegt fólk og eiga því fullkomlega skilið það gargandi góðæri sem einkennt hefur árið 1999. GARRI ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON skrifar Spámenn og aðrir spekingar keppast þessa dagana við að spá um framtíðina - um atburði komandi aldar, jafnvel næstu þúsaldar. Sumt er tiltölulega auðvelt að áætla til nokkurra ára, svo sem mannfjöldaþróun og annað sem byggir á sannferðug- um tölfræðilegum grunni. Annað eru beinar ágiskanir og/eða ósk- hyggja. Líldega er það eitt víst um tuttugustu og fyrstu öldina að hún verður í veigamildum atrið- um allt öðru vísi en spámenn ársins 1999 eiga von á. Og að öllum Iíkindum mun ömurlegri fyrir meginþorra heimsbyggðar- innar en þeir bjartsýnu reikna nú með. Fyrir 100 ánun Lítum aðeins til þess hvernig horft var til tuttugustu aldarinn- ar fyrir hundrað árum síðan. Árið 1899. Framtíðm Enginn reiknaði þá með því að nýja öldin færði mannkyninu tvær heimsstyrjaldir með meiri hörmungum en dæmi eru um í veraldarsögunni. Hvað þá að framundan væri skipulegt þjóðar- morð á gyðingum. Enginn reiknaði með því að þetta yrði öld kjarn- orkunnar og tölv- unnar með öllum þeim gjörbreyt- ingum sem því hefur fylgt. Hins vegar voru menn í óða önn að spá frekari þró- un þeirrar tækni sem þá þegar var kunn - svo sem fljúgandi bílum og fleiru af því tagi. Eins er það nú. Spámenn og spekingar byggja á þeirri þekk- ingu sem fyrir hendi er, og þeirri tækni sem þegar er þekkt, þegar þeir reyna að sjá íyrir atburðarás næstu hundrað ára. Mestar líkur eru hins vegar á því að við höfum ekki hugmynd um hvað það er sem setja mun mestan svip á næstu öld. Það verður líldega eitthvað sem enn er eftir að finna upp - vafalaust bæði til góðs og ills. Hvernig verður næsta öld? Góð ár og slæm Islendingar hafa hins vegar allar _______ forsendur til að hafa það gott efnahagslega á fyrstu árum nýrrar aldar - að svo miklu leyti sem framþróun efna- hags- og atvinnulífs verður á valdi landsmanna sjálfra. Fiski- stofnarnir eru á uppleið, kraf’tur er í nýjum atvinnugreinum á sviði tölvutækni og margvísleg nýsköpun í gangi. Ríkisvaldið notar hluta af stórauknum tekj- um sínum til að greiða niður skuldir um tugi miiljarða króna og býr þannig í haginn fyrir framtíðina. En vissulega er auðvelt að mis- stíga sig í þessum efnum, eins og dæmin sanna frá undanförnum áratugum. Líkurnar á að mikill hagvöxtur, lág verðbólga, lítið at- vinnuleysi og veruleg raunhækk- un kaupmáttar haldi áfram ár eftir ár eru ekki miklar. Það er því skynsamlegt að búa sig undir bakslag með þvf að safna í sjóði og greiða niður skuldir. Dæmi- sagan um sjö góðu og sjö mögru árin á við nú á tímum engu síður en í Egyptalandi til forna. Gleðilegt dr! svaraud Fyrír hverra hluta sahir verihir ársitis 1999 einhum minnst? Haraldur Bjaraason fréttam. Útvarpsins a Egilsstöðum. „Þessa árs verður helst minnst vegna írafárs og hávaða sem hefur orðið vegna fyrir- hugaðra virkjun- ar- og stóriðju- framkvæmda hér eystra. Deilurnar hafa komið illa niður á Austfirðingum, sem hafa fulla þörf fyrir að standa saman um málefni sem þá snerta, á hvorn veginn sem er. Af öðrum atburðum er mér minnsstæð koma farþegaskips á Lagarfljót og forsetaheimsóknin, þegar minnstu munaði að flutningabíll rækist á bílalest forsetans, en snarræði bílstjórans bjargaði því að illa færi.“ Guðný HaHdórsdóttir kvikmyndaleikstjóri. „Árið 1999 stendur uppúr sem ár hnignun- ar. Oldin byrjaði á bjartsýni og þjóðin barðist fyrir sjálfstæði, hefur nú kýlt vömbina í hundrað ár og er orð- in að kjánalegu neysluþjóðfélagi, þar sem stór bluti þjóðarinnar er tilbúinn til þess að fórna öllu fyr- ir fljótfenginn gróða. Hlutafjár- æði og áfergja í að kafffæra land- ið ber vitni um það og í pólítík- inni er orðið opinbert að allt byggist á plottunum og svindli. Forráðamenn þjóðarinnar taka undir það. Hvað eigum við fíflin þá að segja.“ Björa Þórlcifsson skólastjóri Brekkuskóla á Akureyri. „Af atburðum er- lendis hef ég velt vöngum yfir þró- un veðurfars á jörðinni. Mér finnst meira um válynd veður í Evrópu en áður og spyr því hvort einhver óheilla- þróun sé hér í gangi. Ur lands- málum hér heima er frammi- staða Vinstri-grænna í kosning- um og vöxtur þeirra og viðgangur það athyglisverðasta í stjórnmál- unum. Seðlabankastjórastaðan er auðvitað fersk í minni líka. Ur eigin garði mun ég minnast árs- ins 1999 sem ársins þegar ég málaði húsið mitt að utan.“ Svanhildur Konráðsdóttir kynningarfidltrúi Reykjavíkur - menningarborgar árið2000. „Ég helst að þessa árs verði einkum minnst fyrir að íslenska þjóðin skipti skapi í fyrsta sinn í mjög langan tíma. Tilefnið eru umhverfismálin og skiptar skoð- anir um stóriðju og byggðamál. Og hvar svo sem menn standa í þessum deilum er það sérlega ánægjulegt að blóðið rennur enn í æðum íslensku þjóðarinnar, í stað þess að lognmollan ein ríki.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.