Dagur - 31.12.1999, Side 4

Dagur - 31.12.1999, Side 4
4 - FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 FRÉTTIR Kartín Úskarsdóttir segir að mikið hafi verið að gera fyrir áramótin. Fagna 21. öldinni í 18. aldar kríiiólmuin Smókmgar, silfurkjólar, kjólföt og krmólín sem fólk ætlar að skrýðast í aldamótaveislunum hafa undanfama daga streymt úr úr fataleigimum - að ógleymdum brúðarkjólum. „Það er geysileg traffík - við erum hérna fjórar og höfum ekki undan,“ sagði Katrín Óskarsdóttir hjá Brúðarkjóla- leigu Katrínar, er Dagur forvitnaðist um hvort margir bregði á það ráð að leigja sér bara hátíðarskrúða fyrir aldamóta- samkvæmin. „Já, ég þurfti að fá auka- mannskap, þetta er bara eins og vertíð." Og hvað er það þá sem mest er Ieitað eftir? Katrín segir smókinginn mest tek- inn og svo að sjálfsögðu alls konar sam- kvæmiskjóla. Hvít boð og Vínarveislur „Grátt og silfur er auðvitað mjög eftir- sótt, en síðan eru líka krínólín og kjólar FRÉTTAVIÐTALID með víðum pilsum. Boðin eru svo marg- vísleg. Það eru t.d. „hvít boð“, þar sem herrarnir þurfa að vera í hvítum smókingum og dömurnar í hvítum kjól- um með víðum pilsum. Og svo eru kjól- föt og 18. aldar kjólar, sem þá eru Iíka krínólín. Síðan eru það Vínar-böllin sem líka eru með frekar víðum pilsum. Þannig að það er allt mögulegt í gangi,“ sagði Katrín. Má ekki búast við að einhverjar skatri kjólum frá Katrínu í Perluveislunni miklu? Hún segist reyna að forvitnast sem minnst um það hvert fólk sé að fara. „En í þeim fáu tilfellum sem ég á tvo eins kjóla þá reynir maður að láta þá ekki fara á sama staðinn. En auðvitað getur vel verið að einhver klæðist kjól frá mér í Perlunni." Lageriiui í áramótasamkvæmi Katrínu sýnist stefna í að áramótasam- kvæmi verði núna mun fleiri en venju- lega. „Þau eru reyndar alltaf að aukast og líka mikið um dýrðir um síðustu ára- mót. Eg held samt að núna verði mikið meira um að vera. Það var svo snemma byrjað að panta smókinga og kjólföt, Iöngu fyrir jól. En í fyrra gekk þetta allt út dagana milli jóla og nýárs." Katrín sér fram á að mikill hluti af samkvæmisfatnaðinum hennar verði í útleigu um áramótin, á a.m.k. ekki von á að mikið verði eftir í herradeildinni. ,/EtIi ég máli bara ekki á nýársdag - noti tækifærið þegar allt er tórnt." Kjólaleiga sé samt mjög mikil líka, þó meira sé um að konurnar kaupi sér kjól fyrir sam- kvæmi. En margir karlar eigi ekki smók- ing og vilji ekki endilega fjárfesta í slík- um þótt þeir klæðist smóking kannski einu sinni á ári. Flott að gifta sig 1. janúar 2000 Nú vill svo til að nýársdagur; 1. janúar árið 2000, er á laugardegi. Ætla ekki eihver pör að gifta sig á svo sérstökum degi? „Jú, það er fullt af giftingum líka. En brúðirnar eru auðvitað löngu búnar að ákveða kjólinn - lögnu búnar að panta og ganga frá öllu." Reyndar segir Katrín líka mörg brúðkaup fyrirhuguð laugar-’ daginn 8. janúar. — HEI í heita pottinum bíða menn nú spenntir eftir ræðu Ólafs Ragn- ars Gn'mssonar á nýársdag. Búist er við ýmsum stórtíðindum í henni, einkum bíða menn spenntir eftir að heyra af fram- hoðsliugleiðingum forsetans. Vigdís Fiimhogadóttir var vön að tilkymia um það í áramótaræðu sinni á kosningaári hvort hún ætlaði fram eða ekki og velta pottveijar þvi nú fyrir sér hvort Ólafur Ragnar geri það ekki hka. Raunar eru flestir pottverjar sannfærðir um að Ólafur muni tilkymia um framboð í sumar, enda verði hann nánast örugglega sjálfkjörinn.... ’/ ■TrJí'*-' r£i±________íJ Úlafur Ragnar Grímsson. Dorit Moussaieff. En það er fleira sem menn bíða eftir að heyra í ávarpi forsetans. Nú er talsvert um liðið frá því að samband hans við Dorrit Moussaieff varð opinbert og telja margir að erfitt gæti verið fyrir Ólaf að fara hm í kosningar án þess að hafa skilgreint betur stöðu hennar. Þeir rómantísk- ustu í pottinuin eru að gæla við tilkynningu um brúðkaup!.... í pottinum ræða menn hugsan- lega komu Halldórs Ásgrímsson- ar til Reykajvíkur í næstu kosn- ingum, en hefð er fyrir slíku í flokknum. Ólafur Jóhannesson flutti sig úr Norðurlandi vestra til Reykjavíkur og Steingrímur Hermannsson flutti sig á Reykja- nes að vestan. Segja menn að allt sé þegar þreimt er. Það sem liins vegar heldur spennu í málinu er að Reykjavíkur kjördæmin eru tvö og telja sumir að Halldór muni vilja vera í því kjördæini sem Ólafur Öm Haraldsson ætli að vera í, svona svo Ólafur verði örugglega ekki í efsta sæti listans í kjördæm- inu.... Halldór Ásgrímsson. Edda Hrafnhildur Bjömsdóttir forstöðumaðurRauða kross hússins Fjölskyldan saman á tíma- mótum. Foreldrarhvattirtil að leiða bömin inn í nýja tíma áfarsælan oggleðiríkan hátt. Ungt fðlk vil 1 skýr - Hópur félagasamtaka, stofnana og fyrir- tækja hvetur fjölskyldtma til cið vera saman á gamlárskvöld. Finnið }iið fyrir aukinm spennu hjá ungu fólki vegna þessara sér- stöku tímamóta? „Þetta er Iiður í samstarfi þeirra sem vinna með börn og unglinga. Við reynum að takast á við hver tímamót, áramótin í þetta skipti, á svipaðan hátt og þegar samræmdum prófum grunnskóla lýkur. Þá höfum við reynt að senda út sameiginleg skilaboð. Já, óneitanlega höf- um við orðið vör við það að fólk á þeim aldri sem við erum að fást við gerir sér grein fyrir því að það á eingöngu eftir að upplifa ein aldamót og sjá fýrir sér að það verði að vera mjög sér- stök tímamót. Við erum sammála því en okkur finnst sérstaðan eigi að felast í því að skapa sér sameiginlegar minningar með fjölskyldunni, sem verður síðan tenging sem á eftir að lifa með fólki fram á fullorðinsaldur." - Sjáið þið árangur af þvt samstarfi sem hefur verið t gangi, til dæmis með auglýsing- um? „Já, svo sannarlega. Við mælum hann aldrei fyrr en löngu síðar þannig að við sjáum kannski ekki árangur af þessum skilaboðum fyrr en einhvern tíma á næsta ári. En þegar við höfum verið að hvetja foreldra til að vera óhrædd við að segja nei, því að í því felst ákveðin ábyrgð og umhyggja fyrir börnunum, þá finnum við að það skilar sér bæði í því að foreldrar eru þakklátir fyrir stuðninginn og krakkarnir segja líka oft að þeim finnist gott að fá svona skýr skilaboð. Þau finna að það er væntumþykja að baki og vilji til að hafa þau hjá sér, þau hafi ákveðinn tiigang í Ijölskyldunni og ákveðið hlutverk." - Þessi jákvæði hlær, jákvæður áróðtir, skil- ar hann meiru en þegar bent er á neikvæðu hliðamar? „Já, ég er þeirrar skoðunar. Þetta er ná- kvæmlega eins og það hvort þú elur barnið þitt upp með hvatningu og hrósi og jafnvel já- kvæðri og uppbyggjandi gagnrýni á það sem þau gera þannig að þau geti lært af mistökun- um, heldur en að láta þau upplifa sig sem tap- ara þegar þau gera mistök." - Rauði krossinn gegnir ákveðnu hlutverki almennt gagnvart ungu fólki, ekki bara þvt fólki sem á í vanda... „Við rekum Rauða kross húsið, sem er neyð- arathvarf fyrir krakka í hvers kyns vanda, ekki bara fíknivanda, heldur hörn sem eiga erfið heimili, koma úr mjög brotnu umhverfi, krakk- skilaboð ar sem reka sig á misfellur í umhveríinu sem þau ráða ekki við og þurfa styrk og stuðning til að vinna gegn. Svo er Rauði krossinn með ungmennastarf (URKÍ) víða um Iand. Þar fer fram fjölbreytt fræðsla og félagsstarf fyrir ungt fólk sem vill láta gott af sér leiða. URKÍ-sjálf- boðaliðarnir eru mjög duglegir við að heim- sækja skólana með alls kyns efni sem þau semj'a sjálf og hefur margvíslegt forvarnagildi. Það er svo gott fyrir ungt fólk að nýta hæfileika sína og finna hvers þau eru megnug og ég held að URKÍ-félagsskapur sé mjög uppbyggjandi fyrir persónulegan þroska hvers og eins.“ - Hvers virði er að hafa þetta samstarf svotta viðtækt eins og þið gerið í kringum „Nei erjákvætt" herferðina? „Ég held að það geri ómælt gagn. Bæði erum við sem erum að vinna með krökkum að skila betri upplýsingum hvert til annars. Þvf betur sem við greinum aðstæður ungs fólks því betur getum við hlúð að þeim á jákvæðan hátt. Með þessu nást Iíka einfaldari skilaboð til ungs fólks. Þau fá sömu sldlaboð úr öllurn átt- um og hafa ástæðu til að treysta betur á skila- boðin heldur en að vinna úr mjög (lóknum skilahoðum úr ýmsum áttum. Eg held að ungt fólk vilji skýr skilaboð." - HI

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.