Dagur - 31.12.1999, Side 3

Dagur - 31.12.1999, Side 3
Ð^ur FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999- 19 Allt á leið til betrí vegar? „Með hroka sínum og slælegum vinnubrögðum hefur ríkisstjórnin ekki aðeins brugðist í umhverfismálum heldur hefur hún einnig komið í veg fyrir víðtæka sátt um uppbyggingu atvinnulífs og byggðar á Austurlandi." Við höfum um nokkurra ára skeið búið við mikla efnahags- lega hagsæld og árið 1999 er þar engin undantekn- ing. Það reyndist okkur gott á flest- um sviðum þjóð- lífsins. Þjóðar- tekjur héldu áfram að vaxa, kaup- máttur launa jókst, flestar greinar atvinnulífsins blómstra og at- vinnuleysi er tiltölulega lítið. Við skipum okkur á bekk meðal rík- ustu þjóða heims. Við sjáum merki þessarar auknu velsældar víða, meðal annars í auknum framkvæmdum og verulega auk- inni einkaneyslu. Aldrei hafa önn- ur eins ósköp af vöru selst fyrir jólin segja kaupmenn og bæta því við, að nú horfi almenningur ekki eins í aurinn og áður. Fólk kaupir dýrari vöru og peningarnir streyma inn og út úr ríkiskassan- um. Svigrúm til að standa vel að rekstri ríkisstofnana hefur sjaldan eða aldrei verið meira. Það mætti því ætla, að eftir nokkurra ára hagsæld væri hér allt á leið til betri vegar. Lokið væri við að búa svo um hnútana að tiltölulega auðvelt sé nú að mæta samdrætti eða áföllum sem framtíðin kann að bera í skauti sínu. Að góðærið hefði verið not- að til að draga úr misrétti og jafna kjör fólksins í landinu. En er það svo? Þessari spurningu verður því miður að svara neitandi um ára- mótin eins og svo oft áður á sam- bærilegum tímamótum. Á síðustu mánuðum þessa árs sem nú er á enda runnið hafa víða sést merki þess, að við höfum ekki notað tímann á réttan hátt né þá mögu- leika sem vöxtur efnahagslífsins hefur fært okkur. Viðskiptahall- inn hefur stóraukist, skuldir heimilanna vaxið verulega, verð- bólgan hækkað og dregið úr kaupmætti launa. Misréttið hefur aukist þannig að þeir sem mest áttu fyrir hafa borið meira úr bít- um á undanförnum árum en þeir sem minnst höfðu. Aðgerðir stjómvalda hafa ráðið mestu um vaxandi misrétti í þjóðfélaginu. Það er vandasamt verk að stjórna ríkisfjármálum þegar að kreppir í þjóðarbúinu. En það er ekki síður vandasamt þegar vel árar og búa þarf í haginn fyrir framtíðina. Undir þessum vanda hefur ríkisstjórnin ekki staðið og hrugðist þar með hlutverki sínu. Fyrir rúmu ári síðan vöruðu okk- ar helstu efnahagssérfræðingar við slæmunt afleiðingum af stefnuleysi ríkisstjórnarinnar í stjórn Ijármála. Fulltrúar stjórnar- andstöðunnar á Alþingi tóku í sarna streng við afgreiðslu Ijárlaga fyrir árið 1999, en allar aðvaranir voru hundsaðar. Ríkisstjórnin og fylgdarlið hennar voru á eyðslu- ilippi í aðdraganda kosninga og þeim tókst að telja þjóðinni trú um að ekkert ógnaði stöðugleik- anum margumrædda. Blekking- unum var trúað og stjórnarflokk- arnir fengu áfram umboð til að stjórna landinu. Og áfram voru allar viðvaranir hundsaðar. Af- greiðsla fjáraukalaga fyrir árið 1999 og fjárlaga fyrir árið 2000 lýsa ótrúlega miklu ábyrgðarleysi. Þrátt fyrir vaxandi þenslu og verð- bólgu er haldið áfram og í vaxandi mæli að eyða fyrirhyggjulaust. Tekjuafgangur ríkissjóðs er vissu- lega meiri en áður og sama er að segja um tekjur hans, en þeir möguleikar sem skapast hafa til að endurskipuleggja ríkisrekstur- inn, draga úr misrétti og bæta af- komu ríkissjóðs enn meir eru ekki nýttir. Þörfin fyrir aðhaldssöm fjárlög til að slá á þensluna var hundsuð og ábyrgðinni velt yfir á komandi kjarasamninga. Þar skal aðhaldinu beitt. Horft er fram hjá því, að besta leiðin til að sporna gegn verðbólgu og viðskiptahalla er að nota ríkisfjármálin til að stuðla að stöðugleika. Það er öll- um að verða ljóst að ríkisstjórnin hefur brugðist þessu hlutverki sínu á liðnum árum. Ríkisstjómin axlar ekki ábyrgð Launafólk hefur allan þennan áratug frá þvf kjarasamningar voru gerðir árið 1990 lagt sitt af mörkum til að viðhalda stöðug- leika í efnahagsmálum. Um það er ekki deilt, en það er fráleitt að ætlast til þess nú að launafólkið axli þessa byrði áfram á meðan ríkisstjórnin firrir sig allri ábyrgð og ógnar stöðugleikanum með stefnulausum aðgerðum sínum. Niðurstaða komandi kjarasamn- inga mun auðvita ráða miklu um stöðugleika efnahagslífsins. Meira máli skiptir þó hvernig haldið er á ríkisfjármálum og þess vegna er óviðunandi að ríkis- stjórnin skuli ætla að velta öllum vanda yfir á aðila vinnumarkaðar- ins í stað þess að axla sína ábyrgð. Það er augljóst að komandi kjarasamningar verða mjög erfið- ir. Verðbólgan hefur rýrt kaup- mátt launa verulega á síðustu mánuðum þessa árs. Launahækk- anir hafa orðið mun meiri meðal opinberra starfsmanna en á al- menna vinnumarkaðnum. Upp- sveiflu atvinnulífsins gætir mun meira í launum fólks á höfuð- borgarsvæðinu en í dreifðum hyggðum landsins þar sem við samdrátt er að etja á mörgum sviðum atvinnulífsins og í veittri þjónustu. Nauðsynlegt er að bæta verulega kjör þeirra sem Iægstar hafa tekjurnar nú, bæði á al- menna vinnumarkaðnum og meðal opinberra starfsmanna. Það verður að nást sátt um að bæta kjör þessara hópa meira en annarra. Mikilvægi þess er aug- Ijóst þegar horft er til opinberra talna sem sýna svo ekki verður um villst, að aðgerðir stjórnvalda á síðustu árum hafa korhið illa niður á kjörum þessa fólks, ekki síst breytingar á skattkerfinu, og orðið til þess að tekjumunur í þjóðfélaginu hefur aukist veru- lega. Fjölskyldur með þunga framfærslubyrði, sérstaldcga ungt barnafólk sem er að koma sér þaki yfir höfuðið og vinnur mikið, eiga við erfiðleika að etja vegna svokallaðra jaðarskatta og ýmissa vafasamra aðgerða stjórnvalda. Þjóðfélag okkar verður varla talið vera Ijölskylduvænt um þessar mundir. Kjarasamningarnir hljóta að snúast um þessi atriði og reyndar mildu fleiri sem lúta að eðlilegri leiðréttingu á heildar- kjörum þeirra hópa sem minnst hafa handa á milli og þeirra sem bera þunga framfærslubyrði. Vanda sem m. a. á rætur að rekja til óstjómar í ríkisfjármálum og velt hefur verið yfír á herðar þessa fólks um langt skeið. Vanda sem stafar af þeirri skýru og með- vituðu stefríu stjómvalda að auka tekjumun í þjóðfélaginu. Byggðaþróun og ran aldarinnar Verkefnin eru mörg sem bíða okkar á næsta ári. Þróun byggðar í landinu hefur verið skelfileg á liðnum árum og þar á stjórnkerfí fiskveiða stóran hlut að máli. Slæm áhrif kvótakerfisins á byggð í Iandinu og aðrir ágallar þess voru viðurkenndir af öllum stjórnmálaöflum fýrir kosningarn- ar í vor og úrbótum lofað, en af mismiklum heilindum. Fáir mót- mæltu því að verið væri að færa veruleg auðæfi frá almenningi til fárra útvaldra aðila. Jafnvel til einstaklinga sem aldrei hafa ná- lægt sjávarútvegi komið. Talað var um rán aldarinnar og ábyrgð stjómvalda á því. A þessu átti að taka, en nú virðist ljóst að stjóm- arflokkamir tveir beittu þjóðina blekkingum fyrir kosningar. Vilji til breytinga er enginn þegar á reynir. Þeir voru heldur ekki ófáir sem bentu á nauðsyn þess að fram fari endurskoðun á kvóta- kerfínu frá grunni með tilliti til þeirra markmiða sem sett voru þegar kerfið var tekið upp: vernd fiskistofna og hagræðing í sjávar- útvegi. Ekki bólar þó á raunveru- legum vilja stjórnarflokkanna til að endurskoða kerfið í Ijósi reynslunnar. Loforðin voru ekki mikils virði. Snúa þarf byggðaþróuninni við og til þess þarf ekki aðeins að endurskipuleggja stjórnkerfí fisk- veiða heldur þarf einnig að styrkja annað atvinnulíf með aðgerðum stjórnvalda sem og grunnþætti fé- lagslegrar þjónustu. Tryggja þarf m.a. jafnrétti til náms og heilsu- gæslu, en á því er misbrestur. Hið opinbera þarf að styðja við bakið á þcim aðilum sem eru af veikum mætti að byggja upp atvinnu á landsbyggðinni og tryggja þeim eðlilegt starfsumhverfí. I því felst ekki síst að draga úr þeim mis- mun sem nú ríkir hvað varðar eðlilegan og jafnan aðgang að áhættufjármagni, rafmagni og fjarskiptakerfí iandsins. Það verð- ur að gera fólki kleift að nýta þau tækifæri sem bjóðast. Tína rusl og planta tijám Umhverfismálin hafa verið mikið til umræðu á undanförnum mán- uðum í tengslum við eina stóra og umdeilda framkvæmd, Fljóts- dalsvirkjun, sem dregið hefur fram ófagra sýn á vinnubrögð rík- isstjórnarflokkanna. Harkalegar deilur hafa risið, sem koma hefði mátt í veg fyrir ef stjómvöld hefðu staðið eðlilega að málum og undirbúið viðkomandi fram- kvæmd í samræmi við ríkjandi leikreglur á sviði umhverfismála. Með hroka sínum og slælegum vinnubrögðum hefur ríkisstjórnin ekki aðeins brugðist í umhverfís- málum heldur hefur hún einnig komið í veg fyrir víðtæka sátt um uppbyggingu atvinnulífs og byggðar á Austurlandi. Það ber auðvitað að þakka f'yrir hvert það mál sem vekur almenning til um- hugsunar um stöðu umhverfis- mála hér á landi. En ég verð að viðurkenna að ég varð hugsi þeg- ar niðurstöður úr nýlegri skoð- anakönnun sýndu að yfír 70% landsmanna telja að staða um- hverfismála sé góð hér á landi í lok aldarinnar. Hveiju skiiaði þessi mikla umræða ef þetta er rétt niðurstaða og skilningur þjóðarínnar á þessum mikilvæga málaflokki? Það er staðreynd að við stöndum langt að baki öðrum þjóðum í þessum efnum. Við erum vissulega nokkuð dugleg að tína rusl og planta trjám, en um- hverfísmál snúast um svo miklu meira. Þau snúast um virðingu fyrir náttúru landsins okkar og þess lífríkis sem þróast hefur hér við erfiðar aðstæður og skapað hin margvíslegu vistkerfi til lands og sjávar. Við leggjum okkur fram við að varðveita íslenska tungu þótt fáir tali hana í heiminum, reynum að tryggja eðlilega þróun hennar og takmörkum crlend tökuorð. Með sama hætti ber okkur að horfa til náttúrunnar í stað þess að tala um hana sem ónýt klæði sem víkja eigi fýrir er- lendum fatnaði, sama hvers eðlis hann er og sama hvaðan hann kemur. Umhverfismál snúast um sjálfbæra þróun sem felur m.a. í sér að settir verði grænir mæli- kvarðar á flestar ákvarðanir okkar, efnahagslegar sem aðrar, og öfl- uga fræðslu. Á þessu sviði eigum við langt í land. Setja þarf skýrari leikreglur og tryggja að eftir þeim sé farið! Kröfurnar til okkar á þessu sviði munu aukast verulega á næstu öld og tími til kominn að sinna vel þessum mikilvæga málaflokki. Jöfnuður og réttlæti: kjör- orð á nýrri old Nýlegur samanburður á kjörum þeirra sem háð eru elli- og ör- orkulífeyri hér á landi og erlendis sýnir skýrt að velferðarkerfið okk- ar svokallaða stenst ekki saman- burð við velferðarkerfi frændþjóð- anna. Það sama gildir þegar greiðslur til barnafólks eru skoð- aðar vegna þeirra skerðinga sem beitt er á slíkar greiðslur hér. Við hljótum að taka undir réttmætar kröfur um að úr þessu verði bætt. Ekki þó með því að taka upp óbreytt þau kerfí sem hinar Norð- urlandaþjóðirnar eru með, heldur með því að laga það kerfí sem við höfum byggt upp. Sníða af því annmarkana sem eru þekktir og bent er á í vandaðri skýrslu Stef- áns Ólafssonar sem nýlega var birt. „Islenska leiðin" er þekkt og vel skilgreind og óþarfi að skipa fleiri nefndir til að athuga málið. Nefndirnar eru nú þegar orðnar of margar og tími kominn til að framkvæma. Mig minnir að um síðustu ára- mót hafi flestir þeir sem gerðu árið upp í rituðu máli og greindu helstu verkefni sem framundan væru, hafí nefnt vaxandi eitur- lyíjaneyslu sem eitt alvarlegasta vandamálið sem blasti við þjóð- inni. Það hefur síður en svo dreg- ið úr þessum vanda á liðnu ári og nauðsyn fyrir sameiginlegt átak allra til að snúa þessari skaðlegu þróun við. Og enn hefur ekki ver- ið leyst úr alvarlegum skorti á meðferðarheimilum fýrir fíkni- efnaneytendur, ekki síst fyrir börn og unglinga. Vinna þarf að því að forcldrar þessara ungu sjúklinga öðlist sama rétt í tryggingakerfinu og foreldrar annarra veikra barna og er þar ekki um neina ofrausn að ræða. Það er hægt að nefna mun fleiri mikilvæg verkefni sem bíða úrlausnar og ekki hefur verið tek- ið á þrátt fýrir góða afkomu þjóð- arbúsins á síðustu árum. Öll þessi verkefni kosta peninga, en á þeim vanda má taka með breyttri forgangsröðun verkefna þannig að ekki verði um aukin útgjöld ríkissjóðs að ræða. Abyrg fjár- málastjórn felur í sér endurmat á hlutverki ríkisins með áherslu á félags-, mennta- heilbrigðis- og umhverfismál. Einstök gæluverk- efni verða að hverfa sem og ýmsir aðrir þættir í ríkisrekstri sem bet- ur eru komnir annarsstaðar í takt við brcytta tíma. Samfylkingin er stjórnmálaafl sem mun vinna að úrbótum á öllum þeim sviðum þjóðlífsins sem ég hef nefnt hér. Við hvetjum landsmenn til að taka þátt í þeirri baráttu með okk- ur um leið og við óskum þess að næsta ár megi færa Islendingum gleði, gæfu og réttlátari skiptingu þess auðs sem þetta gjöfula land færir okkur.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.