Dagur - 31.12.1999, Side 24

Dagur - 31.12.1999, Side 24
VHborg Daníelsdóttir lét gamlan draum rætast og gerðlst vörubifreiðastjóri á árinu. Að baki henni sést t grjótfiutninga- bíiinn sem vissulega er vandaverk að keyra. mynd: sbs. Rennibrautir sundlauganna draga til sín unga og aldna. Aðalsteinn Gíslason er 86 ára og hann fór tíuþúsundustu salí- bununa í rennibraut Sundlaugar Kópavogs t apríl sl. mynd: hilli Spurning: Hvað var það sem gerði Lífið í landinu svo skemmtilegt á síð- asta ári? Svar: Meðal annars þetta: Hin eina sanna Björk hélt dúndur tónleika í Þjóðieikhús- inu í upphafi ársins og heillaði þar alla upp úr skónum þrátt fyrir að engilsaxneskan virtist hcnni tamari en ástkæra ylhýra. Hún sveif herfætt um sviðið í hvítum vængjakjól og blaðamað- ur Dags varð að klípa sig í und- irhökuna (sem hann hafði kom- ið sér upp um hátíðirnar) til að sannfærast um að þessi upplifun hirtist hi lum í vöku en ekki svefni. Byggin; afulltrúinn í Reykja- vík uppti... þann þjóðlega sið að veita þei gestum og gangandi beina sei að garði bar. Reyndar mátti dei um hversu þjóðlegur sá beini ar (örbylgjupopp og innllutt snakk) en liann jók á ánægju v 'skiptavina sem komu glaðari að borðrönd byggingar- fulltrúan en áður. Að ( iteyjarströnd í Mý- vatnssver kom kona ein, alla leið frá Pétursborg í Rúss- landi til að vinna í reykhúsi Héðins bónda. Aðstæður í henn- ar heimalandi voru á margan hátt bágbornar enda þótti henni mikið til Þingeyjarsýslu koma, þar sem henni virtist smjör drjúpa af hverju strái. Það var í gegnum alnetið sem sú rúss- neska komst í kynni við hina þingeysku sælu. Fyrirsögn Dags tók af allan vafa: Til himnaríkis um Netið. „Sjö ára með svarta beltið" var önnur fyrirsögn í Degi - og mikið rétt, sjö ára gutti suður á welli reyndist hafa náð þessum frækilega árangri - að eignast svarta beltið. Drengurinn, Travis Hodges, hyrjaði að æfa aðeins þriggja og hálfs árs gamall og hann er eldd bara afreksmaður í karate heldur er hann líka seig- ur í víðavangshlaupum og sagnagerð. Frá yngri til eldri. í Hana-nú hópnum, sem samanstendur af eldriborgurum í Kópavogi, er lífsglatt fólk sem kemur saman og skemmtir sér reglulega. Það hefur fyrir sið að krýna af og til einhvern sem Hertogann af Hana-nú og á síðasta ári var það Guðni Stefánsson sem hlaut þá veglegu nafnbót því hann hefur haldið uppi fjöri hjá hópnum með harmoníkuspili við hin að- skiljanlegustu tækifærí. H ún Linda Björg Árnadóttir sem vann sér það til frægðar að sigra hönnunarkeppni fyrir nokkrum árum með kjól úr kindavömbum náði samningum við vel metinn umboðsmann þekktra lískuverslana í borg borganna, New York og er nú farin að koma íslenskri hönnun á koppinn þar westra. Gamall íslenskur eikarbátur sem búinn var að eltast við þann gula um allan sjó síðustu þrjátíu og fjögur árin öðlaðist nýtt líf, nafn og tilgang á árinu. Hann var gerður upp í Slippstöðinni á Akureyri, skfrður Náttfari eftir þrælnum hans Garðars Svavars- sonar og sendur út á hafið frá Húsavík með forvitna farþega í hvalaskoðunarferðum. Eiður Aðalgeirsson er enginn venjulegur hlaupagarpur. Hann gerði sér það að Ieik að hlaupa 102,9 kílómetra einn vordaginn til styrktar ABC hjálparstarfi sem sinnir heimilislausum börn- um. Eiður lagði upp frá Reykja- nestá og linnti ekki spretti fyrr en hann var kominn langleiðina austur að Nesjavöllum. Hann er fjörutíu og fjögurra ára og segist hlaupa allt of lítið! Bændur gera ýmislegt til að bæta búsetuskilyrðin. A Laugar- bökkum í Ölfusi er fj'ósið ekki bara fjós, það er líka móttöku- staður ferðamanna. Bændur þar ákváðu að flétta saman hefð- bundinn búskap og ferðaþjón- ustu með öðrum hætti en ann- ars staðar tíðkast. Þangað kemur fólk til að fylgjast með mjöltum, þiggja veitingar á bar í hlöðunni og dansa línudans í fóðurgang- inum. Aðalsteinn Gíslason sund- kappi Iét ekki árin áttatíu og sex aftra sér frá því að fara reglulega í rennibrautina í sundlauginni í Kópavogi. 30. apríl sl. vor fór hann tíuþúsundustu salíbununa og eflaust hefur hann bætt mörgum við síðan því hann fer yfirleitt fimm á dag og allt upp í tuttugu og fimm. Og meira um sundlaugar. Hjónin Gunnar Magnússon og Drífa Alfreðsdóttir keyptu sér sundlaug á Kanarí og komu með heim. Þar var hún blásin upp og slöngur Ieiddar í hana frá eld- húskrananum og úr henni niður í kjallara. Að því búnu skellti Drífa sér í laugina og fæddi son sinn, ekki eingetinn og gekk allt að óskum. Tuttugu og tveggja ára Reykjavíkurmær, Vilborg Daní- elsdóttir, fékk líka ósk sína upp- fyllta á árinu er hún gerðist vörubílstjóri á Akureyri á nítján tonna grjótflutningatrukki með átján hjólum. Hún leyndi því ekki að það væri vandaverk en vélar og tæki hafi lengi verið hennar helsta áhugamál og ekki spillti að geta verið nálægt unnustanum í vinnunni en hann var gröfustjóri og mokaði á hjá henni. Sumir safna öltöppum, aðrir pennum og enn aðrir spilum. Hjónin Páll A. Magnússon og Halla Lilja Jónsdóttir safna engu af þessu, þau safna vegum. Þau eru ferðagarpar sem nota frftím- ann til að skoða landið og eiga fáa vegi ófarna á Islandi. Kortið er að fyllast. Fyrst minnst er á söfnun. Það eru ekki hara hálf karlægir karl- ar sem fást til að gæta gamalla muna á byggðasöfnum Iands- manna heldur líka ungir og ötul- ir. Ingi Bogi Hrafnsson 15 ára vann sl. sumar sem safnvörður á Hnjóti í Örlygshöfn og sagði spjall við eldra fólk hafa kveikt áhuga sinn. Margir voru á faraldsfæti á síðasta sumri aldarinnar. Það var ekið og tlogið, hjólað og siglt. Gunnhildur Emilsdóttir frá Vestmannaeyjum lét gamlan draum rætast og sigldi á skútu í suðurátt, ásamt fjölskyldu sinni og ráðgerði að yerða ár í ferðinni svo hún er trúlega á siglingu einhversstaðar í Suðurhöfum nú um árþúsundamótin. Sumir eru ólatari að hreyfa sig en aðrir. Öræfingurinn Einar Rúnar Sigurðsson er einn hinna knáu. Eitt hundrað tuttugu og sjö sinnum hafði hann gengið á Hvannadalshnúk, hæsta tind landsins, þann 6. ágúst síðast- Iiðinn, fyrir utan allar aðrar fjall- göngur og hverskonar þolraunir. yTlttfræðiáhugi fólks tekur á sig ýmsar myndir. Flestir láta sér nægja að grúska í ættartölum og jafnvel teikna upp ættartré á blað. Bryndís Svavarsdóttir í Hafnarfirði gerir betur því hún safnar myndum af forfeðrum og öðru skyldfólki og hefur mynda- ættartré í stofunni sinni. Sara Dögg Ásgeirsdóttir gat sér gott orð sem kvikmyndaleik- kona en hún fór með aðal kven- hlutverkið í nýrri mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Myrkrahöfð- ingjanum. Ymis undarleg atvik áttu sér stað meðan á tökum stóð enda við ramma galdra- menn að eiga. Sara Dögg varð vör við milda krafta sem fylgdu leikhópnum allan tímann og þeir kraftar yfirgáfu hana ekki þvf meðan hún beið eftir frum- sýningunni snaraði hún sér í að byggja fjós. - GUN

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.