Dagur - 31.12.1999, Page 25
FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 - 4 1,
ÁRAMÓTALÍFIÐ í LANDINU
Aramótabrennur
ef veður leyfir
Áramótabrennur verða
með hefðbundnum
hætti í Reykjavík svo
fremi sem veður leyfir.
Sérstakur starfshópur
hefur unnið að
öryggisráðstöfunum
fyrir áramótin.
Kveikt verður í öllum brennum í
Reykjavík á sama tíma eða kl.
20.30 nema brennunni við Sel-
ásblett, þar verður kveikt í bál-
kestinum kl. 18.00 og verða
brennurnar og staðsetning
þeirra auglýstar sérstaklega í
fjölmiðlum á morgun og á gaml-
ársdag.
Við brennur verða víða uppá-
komur svo sem söng- og tónlist-
aratriði af ýmsu tagi og eru
borgarbúar hvattir til að fara að
brennu í sínu hverfi. Verði mjög
hvasst og vindátt óhagstæð er
hugsanlegt að hætta þurfi við að
brenna einhverja af bálköstun-
um og verður það þá sérstaklega
auglýst í útvarpi. Þar sem Iang-
tímaveðurspá er mjög óhagstæð
fyrir gamlársdag er almenningur
beðinn um að fylgjast vel með
fréttum og tilkynningum í ljós-
vakamiðlum varðandi viðburði á
gamlársdag.
Búast má við að lögreglan
þurfi að stýra umferð bíla þar
sem flestir verða á ferðinni, svo
sem við Geirsnef, við Oskjuhlíð,
Kveikt verður á brennum klukkan 20.30 á gamlárskvöld nema bálkestinum við Selásblett. Þar verður kveikt klukkan 18.
á Ægissíðu og jafnvel víðar. Eru
ökumenn beðnir að sýna þolin-
mæði og tillitsemi.
Ganastígur við Öskjuhlíð
ruddur
A undanförnum árum hefur
verulegur fjöldi fólks lagt leið
sína í Oskjuhlíðina nálægt mið-
nætti til að njóta útsýnis yfir
borgina. Þar verður að þessu
sinni flugeldasýning ef veður
leyfir á vegum Orkuveitu
Reykjavíkur og Menningarborg-
arinnar sem hefst kl. 23.35 og
stendur í um það bil fimm mín-
útur. Staðsetningin verður end-
anlega ákveðin með tilliti til
vindáttar, en verður líklega vest-
an við Perluna. Neðra bílastæð-
ið við Perluna er lokað vegna
framkvæmda og hefur lögreglan
ákveðið í samráði við borgaryfir-
völd að beina allri umferð að og
frá Perlunni að hringtorginu við
Suðurhlíð og lokaaðkeyrslum að
Perlunni um leið og bílastæðið
er orðið fullt.
Lögreglan vill því benda sér-
staklega á aðra möguleika, sem
er að aka um Suðurhlíð og Vest-
urhlíð niður að Nauthólsvík, en
vegna umferðartafa á Bústaðar-
vegi getur verið betra að fara
Flugvallarveg að Loftleiðahótel-
inu. Bent skal sérstaklega á bíla-
stæði við Flugvallarveg, við Lof-
leiðahótel, malarastæði við ræt-
ur Öskjuhlíðar skammt frá Loft-
leiðahótelinu og bílastæðið nið-
ur við Nauthólsvík.
Göngustígur upp Öskjuhlíðina
að vestan frá Loftleiðahótelinu
er upplýstur og verður búið að
ryðja snjó af honum ef þörf kref-
ur og hann sandborin til að færð
verði sem best.
Sérstakur starfshópur hefur
unnið að öryggisráðstöfunum
fyrir áramótin, safnað saman
upplýsingum um viðburði og
það helsta sem er á döfinni á
gamlárskvöld til að geta verið í
viðbragðsstöðu ef með þarf.
Flelstu aðilar eru; Orkuveitan,
Vatnsveitan, gatnamálastjóri,
slökkviliðið og Almannavarnir
Reykjavíkur og nágrannasveitar-
félaga. Góð tengsl eru á milli
þessara aðila og munu menn
skiptast á upplýsingum svo sem
um vaktir, Qarskipti og aðrar ör-
yggisráðstafanir. — W
Ráðherrann. Guðni Ágústsson,
einsog aðrir frambjóðendur Framsókn-
arflokksins, tók sig saman í andlitinu
fyrir kosningarnar sl. vor og fór á sjálf-
styrkingarnámskeið. Guðni lét vel af
námskeiðinu og sagði að því loknu, að
hann líktist hverjum?
Fleyið. Fyrir um tuttugu árum voru lög
Gylfa Ægisssonar „það sem fólkið vill"
þar sem sungin voru sjómannalög af
ýmsum toga. Hvað hét hljómsveitin
sem Gylfi hélt úti?
Matthildingar. Hvað heita kapparnir
þrírsem sáu um Útvarp Matthildi í
Ríkisútvarpinu fyrir um tæpum þrjátiu
árum?
Ríó. Hvað heita kapparnir þrír sem
skipa Ríó-Tríóið, einsog það hefur ver-
ið síðustu áratugina?
Finnur. Úr hvaða litla þorpi úti á landi
er Finnur Ingólfsson ættaður, þar sem
hann er jafnframt uppalinn?
LAND OG
ÞJÓÐ
1. Geta kaffivélar flogið?
2. Hvenær borðaði Stekkjastaur
hnetustaur?
3. Hver voru þau sígildu kveðjuorð
sem Hemmi Gunn notaði ævin-
lega í lok skemmtiþátta sinna
sem voru á dagskrá Sjónvarpsins
í tíu vetur?
4. Hvert var það þarfaþing sem allir
voru að leita að í kvikmyndinni
Sódóma Reykjavík og varð í raun
útgangspunktur í allri myndinni?
5. Hve hár er jólasveinninn Stúfur?
6. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir
hefur verið orðuð við forsetafram-
boð á næstu árum. Hver verða
slagorð hugsanlegs forsetafram-
boðs hennar?
7. í hvernig rúmi sefur Ólafur Ragn-
ar Grímsson?
8. Hvað hétu bræðurnir þrír sem
bjuggu á Bakka í Svarfaðardal og
segir frá í frægri þjóðsögu?
9. Hvað heitir Bubbi Morthens fullu
nafni?
10. Hverjir áttu í hlut þegar fréttist að
lygnasti maður landsins var
sagður vera að segja þeim trú-
gjarnasta ævisögu sína?
uinpujq xas i uio>| jn uios bujs nöpsjAæ ju/fsjBpjoq
jBjsqjocj jpöBS ujbs !S9us||8jæus b jsgjd uossupBjpq sujy 'JS pw jjb J9 j?h oi'SU9i|jJO|A| uossupsux ujoíqsy '6 '!B|9h 6o Jn>|P!3 '!|sjg '8 'jUJnj6!AS n69|B6u!uujj|!i z '9661 pup ujnun6u!uso>j j jBunsj uossnu6B|/\| Jptjjsy jpBjou pjo6b|S buibs
U9 - jBuusq spoquiBJjBj9SJOj !pjo6B|s pB MpsjsBSsgg uinbjjj/y bj96 pB jjpj ‘JBunjqjjAspuBq upjjsjoj J9 ‘nuna jépjjBjs JnpBuiu^g 'uossnqdos >HJpuj QB ssgcj j;>|es J!>)Aq j>j|cy '9 Bjjp 6o uujg g u!6up/qsjBy i> ,,'SS9|q 'ssgJjs JJ9>|>J9 ‘sssjq pu9A“
'8 jnBjsnjguq !pBpJoq jnBjsBfqqgjs uigs psq jba umun|o[ y z 'uinnqjBtæq jb pbuub jbqb||b>) |9jp|B njg uu|6bp ueÍQiuj uin |jfojn>iv b jnpjou BUioq ujgs s6n|jspuB|S| 6o spuB|Sj söBipjönid jB|9AJBun|jæB lAþ ‘b69|jbuubs oas sBnfu jb|9A!Jjb>| j
|BPJA|A1 J >ua * 'upsjEpjpq'jnjBio 6o uosbuv jsn6v ‘uossjnjsd i6|9h Jisq ma juq JiujsddBx-oiy , 'ujBÍppj uuuBJoq 6o uoss6nB|uung'ujBJH ‘uossppo piABa , iuunujo(jsB|BH ? uiujoqV, 'Bpu9JBpi|H b uBuunn,
('.. i j jB ;íiji! lOBBBna innugrurrýa Jilio/ia unud r/q oA .n'inliijþl i ' -gnBgiiJOÖi i eri&ounu eehsb nmgGbiov nrns Btlámóiur ÞjLOI V jdmL nrtiij jv -joÁg/
/ruo - bö(í Gjggyd noa ibbæf go aniguul i afhCI .muni 'HitUaisqlbjri Ð9A -ifii/ipyj* -lij ^od i -ermkrmtuiet,' truiiúoð