Dagur - 22.01.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 22.01.2000, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 18 - HELGARPOTTURINN Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Janúarleyfi þingmanna er þeim kærkomið, bæði til þess að rækta tengslin við kjósend- ur og til að slappa af eftir rexið og pexió á þinginu. Þannig frétti helgarpotturinn af þremur þingmönnum sem í vikunni voru staddir suður á Mallorca þar sem þeir sleiktu sólina og söfnuðu kröftum fyrir vorþingið. Þetta voru þau Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, Svanfríður Jónasdóttir og Árni Ragnar Árnason, sem reyndar hefur verið frá störfum á þingi í haust vegna veikinda. Þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra var á ferð í Þýskalandi síðla árs í fyrra bauð hann Kohl, fyrrum kanslara, til einakvöld- verðar í íslenska sendiráðinu í Berlín. Þá sagði hann í samtali við Morgunblaðið að Kohl væri mikill vinur sinn og stór merkileg- ur stjórnmálamaður. Nú hefur heldur betur hallað undan fæti hjá Kohl. Enginn fjölmiðill hefur spurt einka vin hans á íslandi álits á hremmingum Kohl, sem stafa af fjáröflun fyr- ir flokk hans og hvort mögulegt sé að ís- lenskir stjórnmálaflokkar, einsog til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn eigi leynireikninga. Davíð Oddsson. Það er ekki nóg með að þorrablótshald landans fari á fullt nú um helgin heldur eru árshátíðir hinna ýmsustu félaga líka framundan. Meðal þeirra sem halda árshátíð um helgina er BDSIVI félagið sem er þekkt fyrir blautlega leiki og það fagnar um leið tveggja ára afmæli. Ekki er gefið upp hvar samkoman verður né hvernig klæðnaðar er krafist. Ekki heldur hver skemmtiatriðin verða en eflaust verða þau bæði frumleg og frjálsleg. Nýr þáttur fer í loftið á næstunni á Stöð 2. Það verður hraðsoðinn kortérsþáttur um skemmtanalífió sem þau Andrea Róberts og Teitur Þorkelsson sjá um. Stjörnur úr leikhúslífi, kvikmyndaheimi og hljómsveitar- bransa verða þar undir smásjánni og svo minni spámenn líka ef tilefni gefst til. Áætlað er að útsendingar hefjist 11. febrúar og að þátturinn verði á dagskrá sex daga vikunnar á sjöunda tímanum á kvöldin. MH -ingar halda áfram að hylla leikslistargyðjuna. Paradísareyjan er það nýjasta úr þeirra smiðju og það verður frumsýnt þann 29. janúar. í Tjarnarbíói. Leikstjórinn er spunasnillingurinn Árni Pétur Guð- jónsson og leikarar eru á fjórða tuginn, sem er með því mesta sem sést hefur á sviði á íslandi í einu. Helgarpottinum barst til eyrna að tveir leik- arar í Myrkrahöfðingja Hrafns Gunnlaugs- sonar hefðu verið valdir til að taka þátt í leik- arakynningunni, Shooting stars, á kvik- myndahátfðinni í Berlín í næsta mánuði, þeirri 50. í röðinni. Fulltrúi íslands verður Hilmir Snær Guðnason og fulltrúi Sví- þjóðar Alexandra Rappaport, sem einnig lék í Myrkrahöfðingjanum. Þau verða þarna í hóþi 19 ungra kvikmyndastjarna sem kynnt- ar verða fyrir fjölmiðlum, leikstjórum og um- boðsmönnum. Þetta mun vera í annað skipti sem íslenskur leikari er valinn til þátttöku í Shooting Stars, en Ingvar E. Sigurðsson tók þátt í þessari kynningu í fyrra... Af DV berast nú þær fréttir að Súsanna Svavarsdóttir sem í tæplega ár hefur ver- ið séð um helgarútgáfu blaðsins sé á för- um. Sússanna yfirgefur Þverholtið um næstu mánaðamót og segir ekki á þessum tíma ákveðið hvað hún taki sér fyrir hendur. Hún ætli þó að byrja á því að taka sér frí í einhvern tíma, en ýmis verkefni séu þó í skoðun, bæði föst störf og í lausamennsku. Akureyrarakademían hefur valið Snorra Ás- mundsson heiðursborgara Akureyrar árið 2000. Verðlaunaafhendingin fer fram í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju á sunnudaginn kl. 14.00. Við athöfnina verða auk ræðuhalda lesin Ijóð eftir Matthías Jochumsson, en eins og menn muna var hann fyrsti heióurs- borgari Akureyrar. Lesari er Lárus H. List, blóðlistamaður, sem kosin var listamaður ald- arinnar sem leið af Akureyarakademíunni. Súsanna Svavarsdóttir. Dagtu- Barþjónar mætast á íslands- meistaramóti i Perlunni um helgina og verður keppt i „þurrum" drykk og faglegum vinnubrögðum, að sögn Ingólfs Haraldssonar, gjaldkera Bar- þjónaklúbbs íslands. Smekkurinn er einstaklingsbundinn íslandsmeistaramót barþjóna í „þurrum“ drykk verður haldið í Perlunni á sunnudag og munu 20 barþjónar reyna með sér. Jafnhliða keppninni á sunnudag og mánu- dag verður haldin stórsýningunni „Vín og drykkir 2000“ þar sem áhersla verður lögð á léttvín. „Keppt er í blöndun „þurra drykkja" og faglegum vinnubrögðum. Keppt verður í þremur greinum, þurrum drykkjum eða „pre dinner", sætum drykkjum eða kokkteilum og „long drinks" eða háum drykkjum. Bar- þjónarnir mega vera með allt að fimm efnishluta í hverjum þurrum drykk og eingöngu áfengi, ekkert gos. Algengustu hlutföllin eru 3-2-1 og svo kannski smávegis af fjórðu teg- undinni en samt er það engin regla. Margir blanda þurru kampavíni sam- an við til að milda dry'kkinn en oft er sagt að sætasti þurri drykkurinn vinni því að sætt fellur fjöldanum best í geð,“ segir Ingólfur Haralds- son, gjaldkeri Barþjónaklúbbs ís- lands. 20 barþjónar keppa Barþjónakeppnin hefst klukkan fjög- ur á sunnudag og tekur hún rúman klukkutíma. Hún fer fram á sýning- arsvæðinu þannig að gestir geta fylgst með barþjónunum að blanda og hrista fínustu drykki. Gert er ráð fyrir að úrslitin liggi fyrir um átta- leytið um kvöldið og verði tilkynnt í lokuðum kvöldverði. Samhliða keppninni munu allir stærstu víninn- flytjendur landsins kynna vöru sína, aðallega léttvín, og verða þeir með fjölda erlendra gesta. Markmið sýn- ingarinnar er að auka vínþekkingu almennings á nýrri öld, ekki síst meðal fagfólks og starfslólks f veit- inga- og áfengisgeiranum. Um 20 barþjónar taka þátt í .Is- landsmeistaramótinu og hafa ])eir þegar sent inn uppskriftir að drykkj- unum sem þeir ætla að keppa með. „Þeir mega ekki nota neitt af því sem hefur verið gert áður, þeir verða bara að finna upp sinn kokkteil," útskýrir Ingólfur. „Þeir verða að skila drykltj- unum inn hálfum mánuöi fyrir keppni, yfírdómari fer yfír hann og lætur vita hvort hann sé í lagi, til dæmis hvort nafnið hafi verið notað áður því að það má ekki og hvort það sé eitthvað í drykknum sem ekki rnegi vera eða hvort drykkurinn sé keimh'kur eða eins og einhver annar drykkur. Það má ekki.“ ValiÖ saman í lið - Það er ekkert nýtt undir sólinni. Er þetta ekki allt keimlíkt? „Nei, alls ekki. Það eru til milljón tegundir af víni og milljón aðferðir til að blanda þeim saman. Það er hægt að vera með sömu efnishlutana og í öðrum drykk ef hlutföllin eru önnur. Þá verður það allt annar drykkur." - Er vandi að finna upp sinn eigin drykk? „Það getur verið það. Það er ekkert mál að blanda saman drykk og sum- ir hafa jafnvel blandað saman drykk og farið með hann í keppni án þess að hafa fundist hann góður. Þeim hefur jafnvel gengið vel. Dómarinn getur verið Jón Jónsson úti í bæ, oft er hluti af dómnefnd valinn á sýning- unni þannig að það er ekkert endi- lega verið að reyna að finna fólk sem hefur vit á þessu þó að það sé auðvit- að í bland. Stundum hefur verið val- ið saman lið af vínspekúlöntum og sérfræðingum og reynslan af því hef- ur verið alveg sú sama og þegar óvant fólk hefur verið fengið í dómnefnd- ina. Þegar upp er staðiö getur alls konar fólks dæmt því að smekkur fólks er svo einstaklingsbundinn.11 Fær refsistig I keppninni verður tíminn tekinn og fær keppandi refsistig ef hann er sjö mínútur eða lengur að blanda drykk. Hann má þó vcra allt að tíu mínútur að blanda. Einnig er keppt í fagleg- um vinnubrögðum, hvort keppandi hellir út fyrir, er með putta í ísnum, hvort hann mælir rétt og klárar allt úr hristaranum og svo framvegis. Sá sem kemurbest út úr vinnubrögðun- um verður íslandsmeistari í fagleg- um vinnubrögðum. Sýningin verður opin á sunnudag frá 14 til 18 og á mánudag frá 16-20. Aðgangseyrir er 1.500 krónur og er aldurstakmarkið 20 ára. íslands- meistaramir fara fyrir Islands hönd á heimsmeistaramótið f Singapor í haust. -GHS MAÐUR VIKUNNAR FLYGUR... ...fram og til baka, oft, já 950 sinnum hefur hann farið með Flugfélagi íslands og áður Flugleiðum milli Akureyrar og Reykjavíkur og hann flýgur enn. Gunnar Ragnars, fyrrum forstjóri Slippstöðvarinn- ar og Útgerðarfélags Akureyringa, kom norður í vikunni og fékk þá blómvönd frá Flugfélagi ís- lands í tilefni af 950. flugferðinni. Á um þrjátíu árum hefur hann þurft að fara fram og til baka, fram og til baka, fram og til baka en þrátt fyrir allt var fyrsta ferðin frá Reykjavík til Akureyrar sú erf- iðasta - og Gunnari þykir alltaf jafn skemmtilegt að fljúga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.