Dagur - 22.01.2000, Blaðsíða 18

Dagur - 22.01.2000, Blaðsíða 18
34 - LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 Alltaf annars lagið dettur inn á borð umsjónarmanns síðunnar efni sem e.t.v. fellur ekki alveg undir hið hefð- bunda umfjöllunarefni, en þó er full ástæða til að eyða orðum að. Tónleikar tenórsins Garðars Cortes, óperu- söngvara og yfirmanns Islensku óperunnar frá upphafi til síðasta árs er hann lét af störfum (gegndi því með örlitlum hléum og var þá Ólöf Kolbrún Harðardóttir í starfinu) þarf vart að kynna lyrir landsmönnum. Hann skapaði sér gott nafn sem söngvari áður en að hann snéri sér að óperustjórninni og söng hlutverk víða um heim. Síðla vetrar 1984 hélt Garðar etirminnilega tón- leika í Austurbæjarbiói ásamt píanóleikaranum Erik Werba á vegum Tónlistarfélags Reykjavíkur. Eru upp- tökur frá þessum tónleikum nú komnar út á geislaformi með samtals 24 söngverkum, innlendum sem erlendum, eftir óh'ka höfunda frá ýmsum tímum svo sem Claude Monteverdi og Karl Ó. Runólfsson. Reyndar er um tvöfalda útgáfu að ræða, seinni geisla- platan er að mestu með sömu lögum en ekki af tónleik- um. Það er Polarfonía sem gefur plötuna út, en útgáfan stóð einnig að plötu Guitar islandciu, þeirri vönduðu smíð, sem kom Iíka út fýrir jólin. Að útgáfunni stendur Þórarinn Stefánson píanóleikari með meiru frá Akur- eyri. Metnaðrfullt blað Þegar í snarheitum huganum er rennt yfir sögu ís- lenskra tónlistarblaða koma nöfn ýmissa blaða upp í hugann. Flest hafa þau átt það sameiginlegt, að hafa átt frekar stuttan líftíma, þó á því hafi verið undantekningar. I dag eru þó merkilegt nokk, til blöð sem náð hafa þokkalegri fótfestu. Þar er átt við seinni tíma SMELL og ekki hvað síst Undir- tóna. Þau blöð hafa eftir því sem best er vitað lifað sæmilegu lífi, hið fyrrnefnda á vegum Æskulýðs- hreifingarinnar, en hitt á vegum einstaklinga og gefið út og rekið eingöngu með auglýsingum, dreift frítt. Um mitt síðasta ár bættist svo nýtt blað í hópinn, SAND, sem auk tónlistar sem þunga- miðju, sinnir áhugamálum ungs fólks á borð við tölvur, tísku, kvikmyndir o.fl. Nú skömmu fyrir jól kom út þriðja tölublaðið, jólaútgáfa sem dreift var í 10.000 eintökum um allt land, frítt. Þar kennir margra og Ijölbreyttra grasa, umfjöllun um hljóm- sveitir á borð við Jagúar, Maus, Sigur rós og Gyllinæð, Ijallað um íslensku og erlendu útgáfuna, plötur tölvuleikir og kvikmyndir dæmdar, fregnir sagðar og margt fleira. Að útgáfu blaðsins og rekstri standa nokkrir ungir menn með ritstjórann með meiru, Ingiberg Þorsteinsson, einna fremstan meðal jafningja. Um dreifingu út á land hefur svo Japís séð. Verður ekki annað sagt en að um athygl- isvert og metnaðarfullt blað sé að ræða, sem eigi vonandi langra lífdaga auðið. „Haróneskjugyöjan“ Hanin Þrátt fýrir að Alec Empire hafi hér á síðunni og víða annars staðar verið nefndur oftar en einu sinni hjarta og heili hinnar írábæru stafrænu rokksveitar Atari teenage riot, er sú sveit skipuð fleirum og óneitanlega fegurri meðlimum. Það á svo sannarlega við um söngkonuna og meðstofnandann að Atari, Hanin Elias, sem á skilið að kallast „Gyðjá harðneskjunnar" (Goddess of digital, eins og það mætti útleggjast á enskunni). Meðfram því að syngja með hljómsveitinni, m.a. á hinni afbragðsgóðu 60 second wipe out á síðasta ári, hefur Hanin sjálf fengist við að búa til tónlist. Nú fýrir viku eða svo kom einmitt hennar fýrsta plata undir eigin nafni á markað hjá DHR og kallast hún En flames. A henni er að finna tónlist sem stúlkan fagra hefur verið að semja og setja saman mest- megnis í heimahljóðveri frá árinu 1995, auk þess sem tónleikaupptaka er þar líka. Jafn hörð, en kannski melódískari, er e.t.v. besta lýsingin á innihaldinu þar sem hvergi er sleg- ið af. Míkið er lagt í útgáfuna, sem væntan- lega verður Hanin til farsældar. Popp- fregnir *Von er á fjórðu plötu kappanna í Oasis, Standing on the shoulder of giants, í næsta mánuði. Það sem ber til tíð- inda við útgáfu hennar, er að hún kemur ekki út á merki Creation, eins og þær fyrri, heldur á nýju mcrki, Big brother, sem þeir Oasis félagar hafa stofnað og eiga sjálf- ir. Eru menn þarna strax farnir að sjá hliðstæðu við Bítl- anna, eins og stundum áður hjá Oasis, að það gæti orðið sambærilegt veldi. Vonandi þó ekki með sömu vandræð- um og Apple varð fyrir Bítlana. *Eins og þeir sem hlusta á útvarp vita, er nýtt lag komið frá Bellatrix, sem eitt sinn hét Kolrassa krókríðandi. Girl with the sparkling eyes, heitir það og heyrir maður ekki betur en þar sé um visst afturhvarf hjá stelpunum (með stráknum eina) að ræða, til þess sem þær voru að gera á Köld eru kvennaráð plötunni. *M og M er nafnið á plötu sem þeir félagar úr Hálft í hvoru, Eyjólfur Kristjánsson og Ingi Gunnar Jóhannsson (m.a. líka í Islandica) hafa sent eða eru að senda frá sér. Þeir félagar komu m.a. fram í Þorláksmessuþætti Mósaiks í Sjónvarpinu þar sem þeir boðuðu komu plötunnar. *Tveir af fyrrum félögum Richars Ashcrofts í The verve, þeir Simon Jones og Nick McCabe, hafa snúið sér að öðru í tónlistinni h'kt og söngvarinn. Jones hefur nú geng- ið til liðs við nýja sveit gítarleikarans John Squire, fyrrum meðlims í Stone roses og The seahorses og sá síðarnefndi hefur verið að gera hitt og þetta með hinum og þessum. Af Ashcroft er svo að segja meir síðar. *GrammyverðIaunin, sem telja verður umfangsmestu verð- laun tónlistariðnaðarins, verða afhent í ár þann 23. febr- úar nk. í Staple center í Los Angeles. Eins og undanfarin ár verða áreiðanlega margar ungstjörnur í sviðsljósinu og þá aðallega poppspúsur á borð við Chrisina Aguilera og Brittny Spears, en sá sem mun þó án efa stela senunni og var raunar senuþjófur síðasta árs, er gamli gítarjálkurinn Carlos Santana. Naut hann fádæma vinsælda með laginu Smooth, sem söngvarinn Rob Thomas úr Matchbox 20 tók með honum og platan hans Supernatural, sú fyrsta frá honum í um áratug, hcfur verið þaulsetin á toppi vin- sældalista, m.a. í Bandaríkjunum. Er kappinn tilnefndur til alls tíu verðlauna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.