Dagur - 22.01.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 22.01.2000, Blaðsíða 4
WÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551-1200 Stóra sviðið kl. 20:00 TVEIR TVÖFALDIR - Ray Cooney í kvöld, lau. 22/1, örfá sæti laus, lau. 29/1, örfá sæti laus, lau. 5/2. Síðustu sýningar. GLANNI GLÆPUR í LATABÆ - Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson. Sun, 23/1, kl. 14:00, uppselt, kl. 17:00, uppselt, sun 30/1, kl. 14:00, örfá sæti laus, kl. 17:00, nokkursæti laus, sun. 6/2 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 13/2 kl. 14:00, örfá sæti laus, kl. 17:00, nokkur sæti laus. KRÍTARHRINGURINN í KÁKASUS - Bertolt Brecht Fim 27/1 ,fös. 4/2, lau. 12/2. GULLNA HLIÐIÐ - Davíð Stefánsson 10. sýn.fös. 28/1, uppselt, 11. sýn. fim. 3/2, örfá sæti laus, 12. sýn. mið. 9/2, nokkur sæti laus, fim.10/2, nokkur sæti laus., lau.19/2. nokkur sæti laus. Smíðaverkstæðið kl. 20:30 VÉR MORÐINGJAR - Guðmundur Kamban Lýsing: Ásmundur Karlsson Leikmynd og búningar: Jórunn Ragnarsdóttir Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson Leikendur: Halldóra Björnsdóttir, Valdimar Örn Flygenring, Kristbjörg Kjeld, Linda Ásgeirsdóttir, Magnús Ragnarsson, Þór H. Tulinius. Frumsýning í kvöld lau. 22/1 ,uppselt, önnur sýning sun.23/1, fös. 28/1 og lau. 29/1. LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSSKJALLARANS mán. 24/1 kl. 20:30 Jazz-kvöld. Píanótríó sem í eru Agnar Már Magnússon, píanó, Matthías Hemstock, trommur og Gunnlaugur Guðmundsson, kontrabassi, leikur bæði frumsamda tón- list sem sígilda “standarda”. Miðasalan er opin mánud,- þriðjud. kl. 13-18, miðvikud.- sunnud. kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551-1200. thorey@theatre.is jmjjjjjjjuAjii. 20 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 Afrísk viðhorf BÚKA- HILLAN Elías Snæland Jónsson ritstjóri Afrískar bók- menntir eru að mestu óþekktar hér á landi. Það er einna helst að bækur nokk- urra rithöfunda frá Suður-Afr- íku hafi náð hingað norður, svo sem eftir Alan Paton og Nadine Gordi- mer. Þá kannast ýmsir við níger- íska leikskáldið Wole Soyianka, enda fékk hann Nóbelinn (1986) eins og Gordimer (1991). Þeir sem sérfróðir eru um skáldskap afrískra höfunda eru yfirleitt á einu máli um að einn merkasti skáldsagnahöfundur álfunnar sé Nígeríumaðurinn Chinua Achebe, en hann hefur um árabil búið í Bandaríkjun- um og stundað kennslu við há- skóla þar samhliða ritstörfum. Achebe slasaðist mjög illa í bíl- slysi í Lagos, höfuðborg Níger- íu, árið 1990 og er bundinn við hjólastól. Það er því ekki aðeins ógnarstjórn herforingja í Níger- íu sem hefur hindrað hann í að flytja heim, eins og hann þráir mest af öllu, heldur á hann þar engan kost á h'fsnauðsynlegri læknisþjónustu því eftir óstjórn síðustu áratuga er heilbrigðis- kerfi landsins í rúst. Tímamótaverk Achebe fæddist árið 1930 í þorpinu Ogidi í austurhluta Ní- geríu. Hann er af Ibo-ættbálkn- um sem hefur lengi átt undir högg að sækja í landinu og reyndi meðal annars að öðlast sjálfstæði á sjöunda áratugnum undir nafninu Biafra, en varð að láta undan ofureflinu eftir hræðilega hungursneyð sem vakti óhug og reiði viða um heim. Faðir hans var kristinn prest- ur sem lét son sinn ganga menntaveginn. A þeim tíma var enska ríkjandi mál í skólum Iandsins og það varð því tungu- málið sem Achebe notaði þegar T H I N G S FALL APART ACHEBE Things Fall Apart: frægasta skáldsaga Achebe. hann fór að skrifa skáldsögur. En hann notar tungumál ætt- bálksins þegar hann yrkir ljóð. I lann skýrir það þannig í nýlegu viðtali við bandarískt stórblað: „Eg hef tvær hendur og ég læt hvora þeirra gegna sínu hlut- verki.“ Achebe Iagði stund á læknisfræði og bókmennt- ir við háskólann í Ibadan og fór að námi loknu að vinna fyrir útvarpið í Lagos. Jafnframt hóf hann að semja sögur. Fyrsta skáldsagan hans, og sú frægasta, kom út í Nígeríu árið 1958 tveimur árum áður en landið hlaut sjálfstæði frá Bretum. Hún heitir „Things Fall Apart“ og þykir tímamótaverk í afrískum bókmenntum. I þessari fyrstu skáld- sögu sinni þykir Achebe lýsa frábærlega og af fullkomnu raunsæi Iífi, trú og siðum í dæmi- gerðu þorpi Ibóa áður en evrópsku nýlenduherr- arnir mættu til leiks undir lok nítjándu aldar- innar, og síðan hvernig trú og menning þorps- búa hrundi undan evr- ópskum yfirgangi. At- burðarásin snýst um Okon- kowo, mann sem hefst til vegs og virðingar fyrir eigin dugnað í þorpinu Umuofia. Hann verður frægur glímukappi og auðugur bóndi og eignast stóra fjöl- skyldu. En fall hans er líka mik- Nígeríski rithöfundurínn Chinua Achebe. ið. Skáldsagan vakti strax mikla athygli í heimalandinu og síð- ar erlendis. Hún hef- ur verið þýdd á fjöl- mörg tungumál og seld í um átta milljón- um eintaka viða um heim. „Latur höfundur" Achebe fylgdi sög- unni eftir árið 1960 með No Longer at Ease, en þar segir frá afkomanda Okon- kowo sem verður hluti af þeirri spilltu stjórn sem tók öll völd í Nígeríu fljótlega eft- ir sjálfstæðið. Næstu árin sendi Achebe frá sér tvær aðrar skáld- sögur - Arrow of God (1964) og A Man of the People (1966). En síðan leið langur tími þar til ný skáldsaga birtist - en það var Anthills of the Savannah (1987). Hins vegar sendi hann frá sér í millitíðinni smásagna- söfn, barnabækur, Ijóð og fræði- bækur. Hann hefur hins vegar ekki skrifað nýja skáldsögu síðan 1987. Ástæðan er vafalítið með- al annars sú að þessi árin hefur hann einkum búið fjarri Níger- íu sem er hin eina sanna upp- spretta skáldskapar hans. Hann fór í heimsókn þangað síðastlið- ið sumar, eftir að borgaralegur forseti tók við af herforingjun- um, og sá ekki aðeins eyðilegg- inguna alls staðar heldur endur- nærðist hann af að hitta á nýjan leik vini, kunningja og aðdáend- ur. Það gaf honum aukinn kraft og innsæi sem að hans sögn gæti skilað sér í nýrri skáldsögu. I fyrrnefndu viðtali segist hann vera „latur rithöfundur" sem skrifi einungis þegar inn- blásturinn hreyfi við honum. Hann er hins vegar að senda frá sér nýtt ritgerðasafn sem heitir Home and Exile og fjallar að mestu leyti um málefni heima- landsins. Fyndni og skemmtun KVIK- An Ideal Hus- band Leikstjóri: Oli- ver Parker Aðalleikarar: Bupert Everett, Julianne Moore, Jeremy Northam, Cate Blanchett og Minnie Driver. Hér er komin bráðskemmtileg kvikmyndaútfærsla á leikriti Oscars Wilde, An Ideal Hus- band. Söguþráðurinn er svosem ekki ýkja merkilegur, þar segir frá fjárkúgun og ástarmisskiln- ingi en allt fer vel að lokum. Sagan sjálf er ekki frumleg en texti verksins bætir hana marg- falt upp þvf hann er hnyttinn og snjall og fær mann til að skella upp úr hvað eftir annað. Enn á ný sannast að Oscar Wilde var með fyndnustu mönnum. Leikararnir standa sig misvel en enginn illa. Rupert Everett hefur besta hlutverkið, fær að slá um sig með tjölmörgum gullkornum og nýtur sín full- komlega í hlutverki hins lata og kærulausa Iífsnautnamanns. Cate Blanchett, sem vann mik- inn leiksigur í Elizabeth, sýnir enn á ný að hún er firnagóð lei- kona. Hlutverk hinnar tryggu og skynsömu eiginkonu virðist ekki bjóða upp á sérstök leiktil- þrif, en Blanchctt sýnir töfrandi leik og tekst að skapa sérlega geðþekka persónu. Julianne Moore leikur tálkvendið og ger- ir það þokkalega en ég hefði viljað sjá leikkonu með sterkari persónuleika takast á við hlut- verkið. Jeremy Northam leikur eiginmanninn sem lcndir í klóm hennar og stendur sig vel án þess að sýna stórlcik. Minnie Driver er leikkona sem mér hef- ur venjulega þótt illþolanleg cn hér er hún alveg bærileg. Fagurkerar geta ekki einungis notið frábærs texta og góðs leiks þeirra Everett og Blanchett heldur einnig glæsilegrar um- gerðar. Sviðsmyndin er íhurðar- mikil, í takt við þann yfirstéttar- heim sem hún sýnir, og búning- arnir sérlega fallegir. Þetta er í alla staði vel gerð mynd sem er sérlega gaman að horfa á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.