Dagur - 22.01.2000, Blaðsíða 12

Dagur - 22.01.2000, Blaðsíða 12
MATARLÍFD nÉÉfiAKfiBfifinfifeBM LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 Máltíöin er ekki fullkomin nema eftirréttur fylgi með. Gallinn við marga eftirrétti er hitaeininga- fjöldinn sem í þeim er en hér koma uppskriftir að hollari eftirréttum en gengur og gerist. |jj| imm Jf ■B |i||í ■ ; '■ v lljíjli H ii— ' H 1111* Döðlu og carobkaka Þessi kaka inniheldur engan sykur, súkkulaði eða hvítt hveiti.225 gr. þurrkaðar döðlur, brytjaðar vatn 100 gr smjör 2 vel þroskaðir bananar, stapp- aðir _____________2 egg____________ 75 gr heilhveiti (1 dl er ca 55 gr) 50 g carob duft 100 gr valhnetur, brytjaðar 1 tesk. vanilludropar Sjóðið döðlurnar í vatni sem rétt flýtur yfir þær í ca 20 mín eða þar til þær eru orðnar að mjúku puré. Kælið. Hrærið síðan smjörinu saman við döðlurnar þar til blandan er orðin nokkuð létt í sér. hrærið eggjunum saman við stappaða bananana einu í einu. Blandið saman heilhveiti, carob, valhnet- um og vanilludropum. Hrærið þvf næst öllu saman vandlega en varlega og setjið í smurt mót (kringlótt eða ferkantað) Bakið við 180 gráður í 40 mínútur. Kælið. (Þeyttur rjómi er nánast ómissandi með þessari!) Döðlupie Engin egg, mjólkurvörur, sykur né hvítt hveiti Botninn 1 bolli heilhveiti 1 bolli hýðishrfsgrjónamjöl 1 bolli kókosmjöl smá salt 5 msk. smjör 3 msk. ólífuolía heitt vatn eftir þörfum Mjölinu og saltinu blandað saman, smjöri og olíu nuddað saman við (má líka nota ein- göngu olíu). Vatni bætt við eftir þörfum þannig að deigið Ioði saman. Því er síðan þrýst upp með hliðunum á bökumóti, pikkað aðeins með gaffli og bak- að tómt í ca 1 5-20 mínútur. Fyllingin 500 gr. döðlur þurrkaðar safi úr einni sítrónu tæplega 1/2 tesk. salt 1 tesk. vanilludropar ca 7 5 gr kókosmassi Döðlumar settar f pott með sítrónusafanum (og e.t.v smá vatni) salti og vanilludropum. Þetta er látið malla við vægan hita í smá stund þar til döðlurn- ar eru mjúkar. Þetta á að vera frekar þykkt mauk. Þá er kókosmassinn bræddur saman við og síðan er öllu skellt f mix- ara til að fá sléttari áferð. Þessu kremi er síðan smurt á botninn þegar búið er að baka liann. Kakan er síðan kæld, skreytt t.d. með ferskum jarðarberjum og kókosmjöli og borin fram með þeyttum rjóma. Kókos gulrótarkaka 1/2 bolli hrásykur 1 bolli sólblómaolía 1 1/2 bolli heilhveiti 1 bolli hakkaðar valhnetur 1 bolli kókosmjöl 1/2 - 3/4 bolli fínrifnar gulrætur _____________2 egg____________ 2 tesk. lyftiduft 1 teks. kanill 1 tesk. vanilludropar Þeytið saman egg og hrásykur, blandið olíunni saman við. Oll þurrefnin sett í skál og síðan er vökvanum blandað varlega sam- an við. Bakað í hringlaga formi við 175 gráður í ca 40 mínútur. Ostakrem 1/2 bolli rjómaostur 4 tesk. hunang 1/4 tesk. vanilludropar 1 msk. jógúrt eða AB mjólk ÖIIu skellt í mixara og bland- að þar til slétt. Smurt á kökuna og skreytt með söxuðum hnet- um. Ef kremið er of þykkt má þynna það með jógúrt eða AB mjólk. Epla og granola _________eftirrettur___________ 1/2 kg epli 125 döðlur, saxaðar 3 dl epladjús 1/2 teks kanill 1.5 dl rjómi 75 gr granola eða annað hung- ansristað morgunkorn (m.a. með hnetum, höfrum og kókos) Setjið epli, döðlur, epladjús og kanil í pott og sjóðið í 10-15 mínútur þangað til eplin eru mjúk. Merjið með gaffli, setjið síðan lokið á og látið kólna. Setj- ið helminginn af þessari blöndu í 4 skálar, dreifið helmingnum af rjómanum yfir og þvf næst helmingnum af granólinu. End- urtakið þessi lög og endið á rest- inni af granólanu. (Úr bæklingi frá Hollum mai Höfundur Halla Magnúsdóttir) SUBARU LEGACY 4X4 1998 EM 37 þús sjálfsk. SUBARU LEGACY 4X4 1997 em 49 þús sjáifsk. SUBARU LEGACY 4X4 1996 EM 84 beinsk. IktJÚA u- SUZUBJ BALENO 4X4 1998 EM 27 þús beinsk. Verð 1.480.000,- TOYOTA COROLLA 1999 EM 11600 beinsk. Verð 1.280.000,- NISSAN ALMERA 1996 EM 73 þús beinsk. Verð 960.000,- Þetta er aðeins sýnishorn af bílum á skrá, verð og greiðslukjör við aUra hæfi. Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 462 2520 - Akureyri BÍLASALA - Sími 461 2960 Verð 1.860.000,- Verð 1.750.000,- Verð 1.550.000,- I .l-.ii 11 Lí , VOLVO 460 1995 EM 60 þús beinsk Verð 930.000,- NMC Lanser 4x4 1996 EM 84 þús beinsk Verð 1.150.000,- Spennandi umræda og fréttir af íslenskum og erlendum stjórnmálum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.