Dagur - 03.02.2000, Page 1

Dagur - 03.02.2000, Page 1
Verð í/ausasölu 150 kr. 83. og 84. árgangur - 23. tölublað I athugun að flytla RARIK til Aluireyrar Svo gæti farið að höfuðstöðvar RARIK flyttust til Akureyrar. Samþykkt liefiir verið í rikisstjóm að hag- kvæmniathugim fari fram á að sameina RARIK og orkufyrir- tæki Akureyrar. Sömuleiðis að höfuð- stöðvar RARIK verði fluttar norður. Eldri athugun á sama máli var jákvæð. Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- ráðherra, staðfesti í samtali við Dag í gær að hún hefði lagt fyrir ríkisstjórnina á þriðjudaginn minnisblað, sem hefði verið sam- þykkt, um að fram fari á vegum iðnaðarráðuneytisins og Akureyr- arbæjar athugun á hagkvæmni þess að flytja höfuð- stöðvar Rafmagns- veitna ríkisins (RARIK) frá Reykjavík til Akur- eyrar og um leið að sameina orkufyrir- tæki Akureyrar og RARIK í nýtt fyrir- tæki. Jafnvel kæmi til greina að blutur Akureyrar í Landsvikrjun kæmi inn í þetta fyrirtæki, ef af stofnun þess verður. Valgerður tók fram að hér væri því ekki um alveg nýja hugmynd að ræða. Árið 1993 hefði farið fram hagkvæmniathugun á að sam- eina RARIK og orkufyrirtæki Ak- ureyrar, með höfuðstöðvar á Ak- ureyri. Sú athugun hefði leitt í ljós að þetta myndi hafa í för með sér umtalsverða hagræð- ingu. Það var vegna erindis frá bæjarstjórn Akureryar sem þessi athugun fer nú af stað. Hefur fækkað í Reykjavík Kristján Jónsson, forstjóri RARIK, sagðist í samtali við Dag ekki hafa heyrt þessar hugmyndir. Hann sagði umræður um flutning höfuð- stöðva RARIK stöðugt hafa komið upp á yfirborðið síð- astliðna áratugi. Kristján benti á að RARIK væri með fjölda starfsmanna úti um allt Iand, alls um 240 manns, og þar af væru 50-60 starfandi í Reykja- vík. Hann sagði að fyrir nokkrum árum hefðu starfs- menn verið mun fleiri í höfuð- borginni, hátt í 150 þegar mest lét. Stjórn RARIK hefur ekki fund- að formlega um þessa hugmynd, samkvæmt heimildum Dags. Stjórnarformaður þar er Sveinn Þórarinsson, verkfræðingur á Eg- ilsstöðum. Aðrir í stjórn eru Árni Johnsen þingmaður, Renóný Arnórsson, bóndi í Þingeyjasýslu, Ingibjörg Sigmundsdóttir, Pálmi Jónsson frá Akri, Magnús Stef- ánsson, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suðurlands, og Sveinn Ingvarsson. RARIK hefur á undanförnum árum skilað taprekstri, einkum vegna mikils kostnaðar við dreifi- og flutningskerfi í strjálbýli og aukinna Iífeyrisskuldbindinga. Þannig nam tapið hálfum millj- arði árið 1998. Eiginfjárhlutfall- ið hefur einnig lækkað töluvert, eða úr 92% árið 1991 í 76% um áramótin 1998/1999. Eigið fé var um þarsíðustu áramót 10 milljarðar og heildareignir metn- ar á rúma 13 milljarða. - bjb/s.dór Rættum skattana Forysta ASÍ gekk síðdegis í gær á fund fjögurra ráðherra, Davíðs Oddssonar, Halldórs Ásgríms- sonar, Páls Péturssonar og Geirs H. Haarde til að ræða við þá um breytingar á skattkerfinu, en hreyfingin hefur bent á það að undanförnu að skattkerfisbreyt- ingin frá því 1997 hafi ekki nýst Iáglaunafólki og að skattleysis- mörk hafi ekki hækkað í takt við launaþróun. Sú krafa hefur kom- ið fram í röðum launamanna að fyrirheit um leiðréttingu á þessu sviði væri forscnda þess að unnt væri að ganga frá kjarasamning- um. Fram kom hjá Davíð Odds- syni eftir fundinn að ríkisstjórnin væri tilbúin til að skoða þetta mál í samstarfi við Jaunþegahreyfing- una, en það stæði ekki til að fara að breyta skattalögunum núna. Ef breyta ætti skattalögum að vori til, en ekki að hausti þegar fjár- lagagerðin stendur yfir, þyrftu að koma til mjög þýðingamiklar ástæður eins og það að slíkt mypdi liðka fyrir því að hægt væri að ljúka við kjarasamninga. Fulltrúar ASI mættu á fund ráðherranna Davíðs Oddssonar, Halldórs Ásgrímssonar, Páls Péturssonar og Geirs H. Haarde í gær. Hér eru frá vinstri: Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands íslands og Magnús L. Sveinsson formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur. - mynd: þök HrannarB. fyrir Helga P. Á fundi borgar- stjórnar í kvöld verður væntan- lega samþykkt að Hrannar R. Arnarsson borg- arfulltrúi taki við formennsku í heilbrigðis- og umhverfisnefnd af Helga Péturs- syni borgarfull- trúa, sem hefur gegnt þessari stöðu frá upphafi kjörtímabilsins. Áður hafði borgarráð samþykkt að leggja þetta til í framhaldi af ósk Flclga um lausn frá störfum f nefndinni og einnig í verkefninu Reykjavík í sparifötin. Helgi Pétursson segir að þessi breyting sé gerð í framhaldi af komu Hrannars B. Arnarssonar til setu í borgarstjórn, eftir að niðurstaða fékkst í máli hans við skattayfirvöld. Hann segir að í upphafi kjörtímabilsins hefði ver- ið ákveðið að hann gegndi for- mennsku í heilbrigðis- og um- hverfisnefnd á meðan Hrannar biði úrlausn sinna mála. — GRH Hrannar B. Arnarsson. KALDIRDAGAR ([)inDesn © Husqvarna Lágmúla 8 • Slmi 530 2800 www.ormsson.ls Tilboð á kæliskáp frystiskápum og frystikist frá 21. janúar ti[5. febrúar [ £* I. ftr.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.