Dagur - 03.02.2000, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 3. FEBROAR 2000 - S
FRÉTTIR
>
Veikir ínwnd
kvotakerfísins
Sala Þorsteins Vil-
helmssonar á hlut sin-
mn í Samherja fyrir
rúma 3 miUjarða
kveikir í kvótaand-
stæðingum. - Halldór
Ásgrímsson utanrík-
isráðherra segir svona
dæmi veikja ímynd
kvótakerfisins.
Fátt er meira umtalað hér á landi
síðustu daga en sú staðreynd að
Þorsteinn Vilhelmsson, fyrrum
Samherjaeigandi, gengur nú út
úr fyrirtækinu og selur 20% hlut
sinn í því fyrir rúmlega 3 millj-
arða króna eftir 1 7 ára starf.
Framsóknarmenn sögðu fyrir
kosningar í vor að þeir vildu
koma sérstökum skatti á kvóta-
hagnað manna sem væru að
ganga út úr útgerð. Halldór As-
grímsson var spurður hvernig
þau mál stæðu nú?
VeiMr kvótakerfíð
„Það er rétt að við höfum talað
fyrir því og það er tiltölulega ein-
falt að eiga við það ef um er að
ræða beinar sölur á eignum.
Hins vegar þegar
um hlutahréfa-
sölu er að ræða,
eins og á sér stað
hjá Þorsteini Vil-
helmssyni, þá
eru vandkvæði á
því. Það gengur
ekki að í gangi
séu mismunandi
reglur á þessu
eftir því um
hvaða atvinnu-
grein er að ræða.
Um gæti verið
að ræða hluta-
bréfasjóði sem
eiga í mismun-
andi eignum,"
sagði Halldór.
Hann sagðist
telja að málið
væri leysanlegt ef um beinar söl-
ur væri að ræða en mjög flókið ef
um er að ræða sölu á hlutabréf-
um og margir efuðust um að
þetta standist jafnræðisreglu
stjórnarskrárinnar.
Halldór var spuður hvort hann
teldi það veikja kvótakerfið í
hugum almennings þegar menn
horfa á mann ganga út úr út-
gerðarfyrirtæki með rúma 3
milljarða eftir 17
ára starf?
„Eg tel að það
veiki það enda er
þctta einn
stærsti galli
þess. Hitt er svo
annað mál að
menn eru að
hagnast á ýmsu
öðru hér á landi.
Til dæmis sú
umræða sem
verið hefur í
kringum starfs-
menn nokkurra
fjármálastofn-
ana, sem hafa
verið að kaupa
og selja hluta-
bréf f sínu starfi.
Þannig að það er
hægt að græða á fleiru í heimin-
um en sjávarútvegi," sagði Hall-
dór Asgrímsson.
Aíiiema eignarkvótann
„Þetta dæmir kvótakerfið á þá
vísu sem við í Frjálslynda flokkn-
um höfum margsinnis bent á,“
sagði Sverrir Hermannsson.
Hann tók hins vegar skýrt fram
að þeir Samherja-frændur væru
harðduglegir menn sem væru
alls góðs maldegir. Það væri kerf-
ið sem væri brogað.
Jóhann Arsælsson sagði að það
væri alvarlegt mál að hægt væri
að draga út úr útgerðinni svona
gífurlegar upphæðir.
„Það er því engin önnur lausn
á svona málum en að afnema
gjafakvótann, svo einfalt er það,“
sagði Jóhann Ársælsson.
Guðjón A. Kristjánsson sagði
að þetta sýndi best hversu óeðli-
leg eignarmyndun væri í kerfinu.
„Þett sýnir glöggt að stjórnvöld
hafa, með gjafakvótanum, fært
mönnum óeðlilega fjármuni,
sem eru að hafa afgerandi áhrif á
búsetu í þessu Iandi.
Kristján Pálsson sagði að við
lifðum um þessar mundir í þjóð-
félagi sem væri algerlega óút-
reiknanlegt. Menn þytu upp eða
dyttu til botns í eignum. Það
væri ef til vill spurning hvort
eðlilegt sé að menn hagnist
svona mikið bara á kvútakerfinu.
Hann sagðist hins vegar telja
Samherjamenn dugnaðarforka í
stjórnun síns fyrirtækis. — S.DÓR
Frá heimsókn ráðherrans til ICES.
David Griffith, Hans Lassen og Árni
M. Mathiesen.
Amií
Köben
Nýlega heimsótti Arni
Mathiesen sjávarútvegsráðherra
Alþjóða hafrannsóknarráðið,
ICES, í Kaupmannahöfn. Ráðið
á sér langa sögu, var stofnað árið
1902, og aðild að því eiga 19
fiskveiðiríki beggja vegna Norð-
ur-Atlantshafs, þeirra á meðal
Island. David Griffith fram-
kvæmdastjóri stofnunarinnar
tók á móti ráðherranum ásaml
þeim Keith Brander og Hans
Lassen, yfirmönnum við stofn-
unina. Hlutverk ráðsins er að
efla hafrannsóknir, þróa og sam-
ræma rannsóknaáætlanir, dreifa
niðurstöðum rannsókna og gefa
vísindalega ráðgjöf. í því sam-
bandi má benda á að stór hluti af
niðurstöðum Hafrannsókna-
stofnunar eru sendar ICES til
álitsgjafar og upplýsingar. Með
Árna í för voru Þorsteinn Geirs-
son, ráðuneytisstjóri í sjávarút-
vegsráðuneytinu, og Jón B. Jón-
asson skrifstofustjóri.
Halldór Ásgrímsson telur að salan
á þriðjungshlut í Samherja muni
veikja ímynd kvótakerfisins.
Þýðing úr norsku
veldur uppþoti
AII snarpar umræður urðu utan-
dagskrár á Alþingi í gær vegna
ummæla upplýsingafulltrúa
Norsk Hydro á Stöð 2 á dögun-
um um að þeir NH-menn stefn-
du að 480 þúsund tonna álveri á
Reyðarfirði. Því var haldið fram
af stjórnarandstæðingum að í
umræðunum um Fljótsdalsvirkj-
un og álver á Reyðarfirði á Al-
þingi fyrir jól hafi iðnaðarráð-
herra sagt að einungis væri um
120 þúsund tonna álver að ræða.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
ráðherra sagði að talsmaður NH,
Knudsen, hefði ekki orðað þetta
svona heldur hefði þýðingin á
því sem hann sagöi í viðtalinu
ekki verið rétt.
„Hann sagði aðeins að 120
þúsund tonna álver væri erfiðara
og 480 þúsund tonna álver væri
hagkvæmara. Ég get ekki annað
en virt þessa skoðun hans og er
reyndar þeirrar skoðunar að ís-
lensk stjórnvöld séu áhugasöm
um að stækka þetta álver ef það
reynist hagkvæmt, en það er ekki
hægt að tryggja það í samningum
við NH að það verði gert,“ sagði
Valgerður.
Ekkert nýtt?
Það var Kolbrún Halldórsdóttir
sem hóf umræðuna vegna um-
mæla fýrrnefnds Knudsen, upp-
lýsingarfulltrúa Norsk llydro, í
sjónvarpsviðtalinu. Margir tóku
til máls í umræðunni og héldu
stjórnarsinnar því fram að ekkert
nýtt hefði komið fram í þessu
máli og því væri umræðan full-
komlega óþörf.
1/algerður Sverrisdóttir.
Stjórnarsinnar voru á öðru
máli. Ossur Skarphéðinsson
benti á að í umræðunum fyrir jól
hefðu stjórnarsinnar og iðnaðar-
ráðherra ekki viljað tala um 480
þúsund tonna álver, þegar hann
hefði bent á að hvað íægi undir í
virkjanamálum ef stefnt væri að
svo stóru álveri. Þá hefði iðnað-
arráðherrann þáverandí sagt að
aðeins væri um að ræða 120
þúsund tonna álver.
„Það sem um er að ræða er að
menn eru hér með lævi og blekk-
ingum að fara ákveðna ieið til að
ná öllu svæðinu N-A Vatnajökuls
undir raforkuframleiðslu. Fyrst
vilja þeir fá Fljótsdalsvirkjun og
þegar þeir hafa ’einu sinni laskað
Kolbrún Halldórsdóttir.
landið með henni þá er auðveld-
ara að fá fram samþykki til að
fara í Kárahnjúkavirkjun. Síðan
ef málið er skoðað í samhengi þá
er verið að tala um Eyjabakkana,
Kárahnjúkavirkjun og það er líka
verið að tala um Jökulsá á Fjöll-
um og þar með Dettifoss og síð-
an bætist við virkjun í Bjarna-
flagi. Er það þá svo að mönnum
finnist það ósanngjarnt af okkur
stjórnarandstæðingum og spyrja
hvað hér sé á seyði. Hafa íslensk
stjórnvöld gefið NH formleg eða
óformleg \ilyrði fyrir því að ráð-
ist verði í þessar virkjanir,"
spurði Össur Skarphéðinsson.
Því neitaði Valgerður Sverris-
dóttir iðnaðarráðherra, — S.DOR
Gen.is oö Vesturfarasetrið í samstarf
Ættfræðifyrirtaeldð Gen.is og Vestur-
farasetrið á Hofsósi hafa skrifað
undir samstarfssamning, þar sem
Vesturfarasetrið kaupir þjónustu af
Gen.is með uppsetningu ættfræði-
grunns með sérstakri áherslu á fólk
af íslenskum ættum í N-Ameríku.
Samningurinn er liður í metnaðar-
fullri uppbyggingu Vesturfaraseturs-
ins, þar sem stefnt er að því að veita
alhliða þjónustu fyrir fólk sem vill Tryggvi Pétursson stjórnarformaður
grafast fyrir um ætlingja sína; bæði Gen.is og Valgeir Þorvaldsson for-
fyrir fólk vestra sem er af íslenskum stöðumaður Vesturfarasetursins
ættum og fyrir fólk hér heima sem skrifa undir samstarfssamninginn.
vill forvitnast um afkomendur ætt-
ingja sem Uuttust vestur á sínum tíma. „Við sáum fram á að þurfa að
byggja upp okkar eigin ættfræðigrunn, en þessi samningur flýtir fyrir um
5 ár. Við viljum standa undir þeim væntingum sem til okkar eru gerðar,
meðal annars í samningi okkar við ríkisstjórnina, þar sem okkur er falin
víðtæk þjónusta," segir Valgeir. Uppbygging Vesturfaraseturs á Hofsósi
hefst í sumar. Mikill áhugi er fyrir svona þjónustu vestra. - FÞG
Olíuleit?
I fyrra var unnið úr dýptarmælingum, sem Sjómælingar lslands gerðu út
af Norðurlandi varðandi hugsanleg setlög þar, sem olíu gæti verið að
finna. Dýptarmælingarnar segja tii um hvar setlögin eru þykkust hvar
olíu væri hugsanlega helst að finna.
Valgerður Sverrisdóttir sagði að allt væri þetta í mikilli óvissu en að
hún hefði mikinn áhuga fyrir því að setja þetta í ákveðinn farveg, þannig
að málið kæmist á hreyfingu. Hún bendir á að í mörg ár hefði verið ýjað
að því að olíu væri að finna út af Norðurlandi. Því væri full ástæða til að
skoða málið betur ef það væri ekki þeim mun kostnaðarsamara. - S.DÓR
Samið við Kínverja
Fastanefnd Islands hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WFO) í Genf, hef-
ur nýverið gengið frá samkomulagi milli íslenskra og kínverskra stjórn-
valda, sem felur í sér að Kínverjar Iækka tolla á sjávarafurðum og öðrum
iðnaðarvörum sem Island selur til Kína úr 25 - 30% niður í 10 - 15%.
Tollalækkanirnar koma að fullu til framkvæmda á árunum 2001 - 2005
el’tir vöruflokkum. Samkomulagið er árangur samningaviðræðna milli ís-
lenskra og kínverskra stjórnvalda sem átt bafa sér stað um nokkurt skeið
í tengslum við umsókn Kína um aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni og
gengur í gikli þegar aðildin verður að veruleika, væntanlega um mitt
þetta ár.