Dagur - 03.02.2000, Síða 11
FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 - 11
lÁ DABSKRÁ
Háskóli Islands.
Fyrirlestrar H.I.
I dag fímmtudaginn 3. febrúar
ld. 12:05 til 13:00 flytur Jón
Ólafur ísberg sagnfræðingur er-
indi á hádegisfundi Lífeðlis-
fræðistofnunar um Dr. Peter
Anton Schleisner og samverka-
menn hans í kaffistofu á 5. hæð
í Læknagarði, Vatnsmýrarvegi
16.
Kl. 12:30 verður haldinn
fræðslufundur að Tilraunastöð
H.I. í meinafræði, Keldum, í
bókasafninu í miðhúsi. Valgerð-
ur Andrésdóttir, líffræðingur,
Keldum, flytur erindið Mæði-
visnuveira sem módel fyrir HIV
KI. 16:00 verður haldin mál-
stofa véla- og iðnaðarverk-
fræðiskorar undir heitinu
„Verðbréf og verkfræði" í húsi
verkfræðideildar Háskóla Is-
Iands að Hjarðarhaga 2-6, í
stofu 158. Jón Helgi Egilsson,
framkvæmdastjóri Verkfræði-
hússins hf., mun fjalla um að-
ferðir sem þróaðar hafa verið til
að greina áhættu og arðsemis-
líkur og til að spá fyrir um breyt-
ingar á verðbréfamarkaðinum.
Kl. 16:15 flytur Gunnar Guð-
mundsson, sérfræðingur í
lungnasjúkdómum, fyrirlestur-
inn: „Frumuhvatar (cytókín) í
heysótt" í málstofu læknadeild-
ar. Málstofan fer fram í sal
Krabbameinsfélags íslands,
efstu hæð. Kaffiveitingar verða
frá ld. 16:00.
■krossgátan
Lárétt: 1 eldsneyti 5 skreytin 7 skömm
9 oddí 10venja 12 viðkvæmu 14annriki
16 tónverk 17 dregur 18 skynsemi
19 fljótfæri
Lóðrétt: 1 vai 2 klúryrði 3 hafna 4 farfa 6
róleg 8 áleit 11 kjánar 13óvættur 15gagn
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 sver 5 leyfi 7 oddi 9 ið 10 priks
12 illu 14dys 16ein 17 ráðin 18 þil 19 puð
Lóðrétt: 1 skop 2 eldi 3 reiki 4 efi 6 iðrun
8 dreyri 11 sleip 13 linu 15 sál
■gengib
Gengisskráning Seölabanka Islands
2. febrúar 2000
Dollari 73,82 74,22 74,02
Sterlp. 118,94 119,58 119,26
Kan.doll. 50,81 51,13 50,97
Dönsk kr. 9,635 9,689 9,662
Norsk kr. 8,93 8,982 8,956
Sænsk kr. 8,412 8,462 8,437
Finn.mark 12,0569 12,1319 12,0944
Fr. franki 10,9286 10,9966 10,9626
Belg.frank. 1,7771 1,7881 1,7826
Sv.franki 44,54 44,78 44,66
Holl.gyll. 32,53 32,7326 32,6313
Þý. mark 36,6529 36,8811 36,767
Ít.líra 0,03703 0,03726 0,03714
Aust.sch. 5,2097 5,2421 5,2259
Port.esc. 0,3576 0,3598 0,3587
Sp.peseti 0,4309 0,4335 0,4322
Jap.jen 0,6805 0,6849 0,6827
irskt pund 91,0235 91,5903 91,3069
GRD 0,2158 0,2172 0,2165
XDR 99,18 99,78 99,48
EUR 71,69 72,13 71,91
ÖNDUNARSÝNAMÆLAB
ný tœkl lögreglu gegn ölvunarakstrl
Eftir eínn eí aki neinn!
FRÉTTIR
Dóp ekkert
tíltökumál?
Daníel Snorrason yfirlögregluþjónn vill hvetja foreldra og alla til að vera
virkilega vel á verði í sambandi við fíkniefni því þau virðast ekki eiga sér
nein landamæri lengur.
Sex ungmenni, öll í kringum tví-
tugt, hafa verið handtekin á Ak-
ureyri undanfarna daga vegna
fíkniefnamisferlis og alls verið
lagt hald á um 40 grömm af amf-
etamíni og rúm 20 grömm af
hassi.
Einn maður var handtekinn
eftir hádegi á mánudag og hafði
hann í fórum sínum um 25
grömm af amfetamíni og um 20
grömm af hassi. Þetta magn af
amfetamíni er með því meira
sem lögreglan á Akureyri hefur
lagt hald á £ einstöku máli.
Vegna þessa magns leikur grun-
ur á að efnin hafi verið ætluð til
sölu en ekki Iiggur fyrir játning
um það. Manninum var sleppt
að lokinni yfirheyrslu og húsleit.
A föstudagskvöld voru fímm
ungmenni kringum tvítugt
handtekin vegna gruns um fíkni-
efnamisferli, þar af var eitt grun-
að um sölu. Lagt var hald á 15
grömm af hassi og þrjú grömm
af amfetamíni. Ungmennin voru
yfirheyrð strax um nóttina og
sleppt úr haldi að lokinni yfir-
heyrslu þar sem málið taldist
upplýst.
Af þessu virðist ljóst að áfram-
hald verði á þeirri sprengingu
sem varð í fyrra í þróun fíkni-
efnamála á Akureyri, en þá fjölg-
aði fikniefnamálum meira en
tvöfalt frá árinu 1998. Daníel
Snorrason, lögreglufulltrúi í
rannsóknadeild lögreglunnar,
hefur áhyggjur af þessari þróun.
„Óneitanlega finnst manni þetta
undirstrika hvað staðan er slæm.
Það sem ég hef virkilega áhyggj-
ur af er hvað þetta virðist orðið
almennt og manni finnst eins og
mörgu af þessu unga fólki finn-
ist þetta ekkert tiltökumál. Ég vil
hvetja foreldra og alla til að vera
virkilega vel á verði f sambandi
við fíkniefni því þau virðast ekki
eiga sér nein landamæri lengur.
Menn héldu að Akureyri hefði
sloppið betur en aðrir bæir, en
því miður,“ segir Danfel. — HI
KaupmáttarauM
50% á áratuguum
Kaupmáttur dag-
vinuulauua opinberra
starfsmanua ríkis og
borgar var að jafnaði
50% meiri á 1. árs-
fjórðungi 1999 en
árið 1990.
Við nær 40 þúsund króna kaup-
hækkun á tveim árum var kaup-
máttur dagvinnulauna opinberra
starfsmanna á 2. Qórðungi síð-
asta árs orðinn 37% meiri en
tveim árum áður og um 50%
meiri en að meðaltali á árinu
1990, samkvæmt útreikningum
Kjararannsókanefndar opinberra
starfsmanna (KOS). Hér er
miðað við hækkun meðallauna
allra opinberra starfsmanna ríkis
og borgar - sem hækkuðu að
vanda misjafnlega - mest hjá
þeim Iaunahæstu.
Kaupmáttur launa opinberra
starfsmanna (eins og annarra)
var orðinn mjög lágur árið 1990
og hækkaði mjög hægt næstu
fimm árin. En frá 1995 tók hann
á harðasprett og var á fyrsta árs-
fjórðungi 1999 orðinn 50%
meiri en 1990. A þessu árabili
hækkuðu dagvinnulaunin úr
tæplega 74.800 krónum á mán-
uði í 142.500 krónur.
Yfirviimaii lítið minnkað
Sérstaka athygli vekur, að þrátt
fyrir launakerfisbreytingar síð-
ustu árin, sem átti að auka hlut
dagvinnunnar í heildarlaunum,
þá hefur kaupmáttur heildar-
íauna aukist næstum eins mikið,
eða rúmlega 46%, á þessu ára-
bili. Heildarlaunin hafa hækkað
úr 108.000 krónum á mánuði í
rúmlega 206.000 krónur að jafn-
aði - sem þýðir að yfirvinna og
önnur laun ríkisstarfsmanna
voru að jafnaði rúmlega 64.000
krónur til viðbótar dagvinnu-
laununum í fyrravor.
„Þangað vill fá sem fé er
fyrir“
Kjarastefna ríkisins \arðist í stut-
tu máli sú, að kaup þeirra launa-
hæstu eigi að hækka mest. Sam-
kvæmt því hækkuðu dagvinnu-
laun BHM félaga hjá ríkinu um
39% að jafnaði (45.100 krónur)
frá 2. ársfjórðungi 1997 til sama
tíma 1999. En BSRB félögin
fengu „bara“ 28% hækkun
(25.100 krónur) á þessu sama
tveggja ára tímabili. Heildar-
launin hækkuðu hins vegar um
28% þessi tvö ár (52.000 krónur
að meðaltali) hjá BHM en 20%
(eða 28.500 krónur) hjá BSRB.
I fyrravor voru meðaldag-
vinnulaun 162.000 á mánuði
hjá BHM og heildartekjurnar
236.000 kr. Hjá BSRB voru
samsvarandi upphæðir annars
vegar 115.000 krónur og
172.000 krónur. — HEI
GSM í NauriMu
Namibía verður frá og með
föstudeginum 4. febrúar 61.
landið, þar sem viðskiptavinir
Símans GSM geta notað símann
sinn. Síminn hefur gert reild-
samning við Mobile Telecomm-
unications Ltd. (MTC) í Namib-
íu, sem veitir GSM-þjónustu
víðp.um Jandið. Kerfi MTC nær
m.a. til hafnarborganna
Lúderitz, Swakopmund og Wal-
vis Bay, þar sem umsvif íslend-
inga eru talsverð, höfuðborgar-
innar Windhoek og þjóðvegarins
á milli höfuðstaðarins og Atl-
antshafsstrandarinnar.
Þetta er 130. vdrki reikisamn-
ingur Símans GSM við erlent
farsímafélag. Nýlega hafa orðið
virkir samningar við Saudi Tel-
ecom Companý í Saudi Arabíu,
Globe lelecom á Filippsejjum
og VIAG Interkom, sem veitir
GSM-þjónustu á öllurn helstu
þéttbýlissvæðum í Þýskalandi.
I. ,:li‘l171''1
| mMri líiftúi BlaiúlUccll
ILEIKFÉLAG AKIIRFYRARI
Miðasala: 462-1400
^LESSI
I
„Blessuö jólin“
- eftir Arnmund Backman.
Leikarar: Aðalsteinn Bergdal,
Arndís Hrönn Egilsdóttir, Árni
Tryggvason, Anna Gunndís
Guðmundsdóttir, María Pálsdóttir,
Saga Jónsdóttir, Sunna Borg,
Sigurður Karlsson, Snæbjörn
Bergmann Bragason, Vilhjálmur
Bergmann Bragason, Þórhallúr
Guðmundsson, Þráinn Karlsson.
Leikmynd og búningar: Hlín
Gunnarsdóttir
Ljósahönnun: Ingvar Björnsson
Hljóðstjórn: Kristján Edelstein
Leikstjóri: Hiín Agnarsdóttir
NÆSTU SYNINGAR
Laugardaginn 5. febrúar
kl. 20.00
Næst síðasta sýning
Föstudagurinn 11. febrúar
kl. 20:00
Allra síðasta sýning
GJAFAKORT -
GJAFAKORT
Einstaklingar, fyrirtæki
og stofnanir.
Munið gjafakortin
okkar
■ frábær tækifærisgjöf!
ÍLil.ibjbiaugHftimLiiiutuul
|lDlDlnHiiliJtöHniiibrilnlnl|
ILEIKFÉLAG AKIIRFYRARÍ
Miðasalan opin alla virka daga
frá kl. 13:00-17:00 og fram að
sýninqu, sýninqardaqa.
Sími 462 1400.
www.leikfelag.is