Dagur - 03.02.2000, Page 12
12 - FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚA R 2 000
ERLENDAR FRÉTTIR
Forseti Austur-
ríMs hugsar sig um
Wolfgang Schussel og Jörg Halder á bladamannafundl í gær. Forsetinn
viH að þeir undirriti yfirlýsingu um trúnað við lýðræðið áður en af
stjórnarmyndun getur orðið.
ÍÞRÓTTIR j
Ríkharður Daðason skoraði sigurmarkið gegn Finnum.
Sigur á Fiimum
ísraelsstjóm kallar
heim sendiherra
sinn frá Austurríki.
Thomas Klestil, forseti Austur-
ríkis, hefur tekið sér frest þang-
að til í dag, fimmtudag, til þess
að skýra frá því hvort hann fall-
ist á stjórnarmyndun Þjóðar-
flokksins og Frelsisflokksins.
Aður en ákvörðun verður tekin
vill hann þó að Jörg Haider, for-
maður Frelsisflokksins og Wolf-
gang Schiissel, formaður Þjóð-
arflokksins, undirriti yfirlýsingu
um „Grundvallarverðmæti evr-
ópsks lýðræðis". Yfirlýsing sem
þessi mun vera einsdæmi við
stjórnarmyndun í Evrópu og
þótt víðar væri leitað.
Ljóst er því að forsetinn er
tregur til þess að fallast á þátt-
töku Frelsisflokksins í stjórn-
inni, og hann hefur ekkert full-
yrt um það hvort hann sættist á
stjórnina þótt yfirlýsing verði
undirrituð. Hann á þó erfitt um
vik þar sem engin önnur lausn
hefur fundist á stjórnarkreppu í
kjölfar þingkosninga í haust.
Haider og Schiissel gengu á
fund forsetans í gær til þess að
leggja fyrir hann hugmyndir
sínar að nýrri ríkisstjórn.
Forsetinn hefur sjálfur varað
við því í fjölmiðlum að Austur-
ríki gæti borið af því tjón á al-
þjóðavettvangi ef stjórn yrði
mynduð með aðild Frelsis-
flokksins. Meðal annars hefur
hann sagt að það orðalag sem
Frelsisflokkurinn notar að
jafnaði geri hann óhæfan til
þess að gegna nokkru pólitísku
embætti. Forsetinn segir enn-
fremur að það væru mistök að
líta á erlenda gagnrýni á
Haider og Frelsisflokkinn sem
rógsherferð eina.
Haider hefur reyndar gagn-
rýnt Kleistel vegna þessarar af-
stöðu hans og fullyrðir að for-
dæming erlendra ríkja á nýju
samsteypustjórninni sé að ein-
hverju leyti runnin undan rilj-
um sjálfs forsetans, og sömu-
leiðis kanslara landsins, Vikt-
ors Klima. Engu að síður scgist
Haider reikna með því að for-
sctinn staðfesti nýju stjórnina.
Jafnframt hefur Haider farið
hörðum orðum um viðbrögð
erlendra rfkja og sakað þau um
ólýðræðisleg vinnubrögð í því
sambandi.
Israelsstjórn kallaði í gær
heim sendiherra sinn frá Aust-
urríki í mótmælaskyni við
stjórnarmyndunina. Utanríkis-
ráðherra Israels líkti þróuninni
í Austurríki við plágu, sem væri
að láta á sér kræla.
Fjölmörg önnur ríki hafa
gagnrýnt það að Frelsisflokkur-
inn taki þátt í ríkisstjórn, en
Haider hefur aflað sér athygli
og vinsælda með glannalegum
yfirlýsingum um nasismann og
Hitlersþýskaland, þótt hann
hafi heldur verið að skapa sér
ábyrgari íniynd upp á síðkastið.
Stefna flokksins gagnvart út-
lendingum þykir jafnframt
draga dám af nýnasisma.
Fyrir þingkosningarnar í
haust sagði l laider að fyrri yf-
irlýsingar sínar hafi margar
hverjar verið villandi og bað
Gyðinga í Austurríki afsökunar
á lofsorðum sínum um nasista-
tímabilið. Hann tók það skýrt
fram að hann væri fylgjandi
lýðræðisskipulagi og hygðist
fara í einu og öllu að leikregl-
um Iýðræðisins.
Fjórtán aðildarríki Evrópu-
sambandsins, þ.e. öll aðildar-
ríkin nema Austurríki, hafa
hótað því að sniðganga Austur-
ríki í samstarfi sínu komist
Frelsisflokkurinn í stjórn.
Framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins kom einnig sam-
an af þessu tilefni og ætlar að
fylgjast grannt með verkum
nýju stjórnarinnar með tilliti til
skuldbindinga aðildarrfkja
sambandsins varðandi mann-
réttindamál og lýðræði.
íslenska karlalands-
liðið í knattspymu
byrjar velundir
stjóm Atla Eðvalds-
sonar, landsliðsþjálf-
ara, og vann í gær 1-0
sigur á Finnum, eftir
markalaust jafntefli
gegn Norðmönnum á
mánudaginn.
Islenska karlalandsliðið í knatt-
spyrnu vann í gær sanngjarnan
1-0 sigur á Finnum í öðrum leik
sínum á Norðurlandamótinu,
sem þessa dagana fram fer á La
Manga á Spáni. Ríkharður
Daðason, leikmaður Vikings í
Noregi skoraði sigurmarkið í
leiknum í lok fyrri hálfleiks eftir
harða hríð íslesnka liðsins að
marki Finna. Helgi Kolviðsson
komst upp að endamörkum, þar
sem hann gaf boltann fyrir
markið á Heiðar Helguson, sem
náði góðu skoti, en markvörður
Finna varði. Þaðan barst boltinn
til Hermanns Hreiðarssonar
sem gerði næstu tilraun. Enn
vildi boltinn ekki inn og lenti nú
á varnarmanni Finna og þaðan
fyrir fætur Ríkharðs Daðasonar
sem skoraði auðveldlega af
stuttu færi.
Fimm breytingar
Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálf-
ari, hafði gert fimm breytingar á
liðinu frá því í leiknum gegn
Norðmönnum á mánudaginn og
komu þeir Bjarki Gunnlaugsson,
Arnar Viðarsson, Þórður Guð-
jónsson, Sverrir Sverrisson og
Birkir Kristinsson, markvörður,
nú inn í byrjunarliðið, sem auk
þeirra var skipað þeim Her-
manni Hreiðarssyni, Pétri Mar
teinssyni, Rúnari Kristinssyni,
Helga Kolviðssyni, Ríkharði
Daðasyni og Heiðari Helgusyni.
Við þreytingarnar varð sóknar-
leikurinn mun beittari og allt
annað að sjá til liðsins heldur en
gegn Norðmönnum á mánudag-
inn. Finnar byrjuðu leikinn þó
mun betur og virtust ætla að
klára dæmið strax í upphafi
leiks, en þá tóku okkar strákar
heldur betur við sér og tóku nú
öll völd á vellinum og uppskáru
sigurmarkið sem áður er lýst.
Þórður óheppinn
Finnar mættu ákveðnir til leiks í
seinni hálfelik, en eins og í þeim
fyrri datt botninn sniátt og smátt
úr leik þeirra þegar leið á hálf-
leikinn. Okkar menn komu þá
grimmir inn í leikinn og voru
óheppnir að bæta ekki við öðru
marki, þegar Þórður Guðjónsson
var nálægt því að skora eftir að
hafa leikið á finnska markvörð-
inn. En hann missti boltann of
langt frá sér og finnsku vörninni
tókst að hreinsa frá á síðustu
stundu.
Þegar langt var liðið á hálfleik-
inn var Hauki Inga Guðnasyni
skipt inná fyrir Ríkharð Daða-
son, en Haukur var svo óhepp-
inn að meiðast aðeins þremur
mínútum síðar og varð þá að
yfirgefa völlin eftir stutt gaman.
Tryggvi Guðmundsson tók stöðu
Hauks Inga í sókninni og
skömmu síðar var Sigurði Erni
Jónssyni skipt inná fyrir Bjarka
Gunnlaugsson.
Norðmeim uimu Daiii
Norðmenn og Danir léku einnig
á mótinu í gær og þar unnu
Norðmenn 4-2 sigur, eftir að
hafa fengið á sig mark strax á 28.
sekúndu leiksins. Markið skor-
aði Peter Lassen, eftir slæm
varnarmistök Henning Berg,
sem ætlaði að senda boltann til
baka á Frode Olsen, markvörð.
Berg bætti svo fyrir mistökin
þegar hann jafnaði leikinn á 50.
mínútu. Fimm mínútum síðar
náði Andreas Lund svo 2-1 for-
ystu fyrir Norðmenn sem þeir
héldu þar til Sören Andersen
jafnaði fyrir Dani í 2-2, þegar
aðeins um tvær mínútur voru til
leiksloka. Það nægði Norð-
mönnum til að tryggja sér 4-2
sigur í leiknum, með sjálfmarki
Danans Allan Olesen og öðru
marki Andreas Lund á síðustu
sekúndunum.
Næsti leikur Islands er gegn
Færeyingum á morgun.
Úrslit leikja í
gærkvöld
Enski boltinn
Bikarkeppnin:
Leicester - Aston Villa 1 -0
Úrvalsdeildin:
Sheff. Wed. - Man. United 0-1
Handbolti
Úrvalsdeild karla:
ÍBV - FH 26-24
Úrvalsdeild kvenna:
Fram - Afturelding 42-1 5
ÍR-Valur 18-27
Grótta/KR-FH 19-24
Stjarnan - Haukar 23-20
Vikingur - ÍBV 15-19
HEIMURINN
Grosní virðist fallin
RÚSSLAND - Rússneski herinn reiknar með því að vera fljótlega
búinn að ná Grosní, höfuðborg Téténíu, á sitt vald. Téténsku
skæruliðarnir sögðust hafa yfirgefið borgina á þriðjudag, en svo
virðist sem einhverjir bardagar hafi áfram átt sér stað. Skærulið-
arnir virðast hafa orðið fyrir miklu manntjóni. Basajev, einn helsti
foringi þeirra, virðist hafa slasast á fæti, en misjöfnum sögum fer
af því hversu alvarleg þau meiðsli eru.
Orörómnr um valda-
rán í Indónesíu
INDÓNESÍA - Miklar sögur ganga
um það í Indónesíu að herinn sé að
undirbúa valdarán. Undir þessar sög-
ur hefur ýtt að Wiranto, fyrrverandi
hershöfðingi og núverandi ráðherra,
neitaði að verða við beiðni Abdurra-
hmans Wahids forseta um að segja af
sér. Wahid fór fram á það við Wiranto
að hann segði af sér í kjölfar þess að
skýrsla um mannréttindabrot á Aust-
ur-Tímor kom út, en þar er Wiranto
bendlaður við vígasveitirnar sem fóru
um með ofbeldi á eyjunni í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu um
sjálfstæði.
Wiranto fyrrverandi hers-
höfðingi.
Barak og Arafat hittast í dag
ISRAEL - Ehud Barak forseti Israels og Jasser Arafat leiðtogi
Palestfnumanna hittust í gær til þess að ræða deilumál sín. Rík-
isstjórn ísraels gekk í gær frá áætlun um afhendingu 6,1% af
landsvæði Vesturbakkans í viðbót, en Arafat og aðrir leiðtogar
Palestfnumanna þurfa fyrst að gefa samþykki sitt áður en lengra
verður haldið.
Stúdentaóeirðir í Mexíkó
MEXÍKÓ - Óeirðir brutust út í Mexíkóborg í gær í tengslum við
verkfall stúdenta í stærsta háskóla landsins. Stjórnvöld segja að
tugir manns hafí særst í átökunum og hátt á þriðja hundrað
manns verið handtekinn. 400 manna lögreglulið var sent til þess
að stilla til friðar, en til átakanna kom milli tveggja hópa stúdenta.
Verkfall stúdenta hefur nú staðið í fjóra mánuði. Atökin í gær
urðu milli hóps stúdenta, sem vildi snúa sér á ný að lærdóminum
og annarra sem vildu halda áfram verkfalli.