Dagur - 12.02.2000, Side 4

Dagur - 12.02.2000, Side 4
4 — LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 D^wr i i ! r FRÉTTIR Þúsundir hektara lands hafa gróið upp, rofabörð lokast og i kjölfarið hefur beitarþol jarða aukist. Þúsimdir hektara verið græddir upp Bæði Landgræðslau og himdruð bænda eru áuægðir með samvinim verkefnið Bændur græða laudið. Nær 500 bændur, fleiri en nokkru sinni áður, tóku þátt í samvinnuverk- efni bænda og Landgræðslunnar, Bændur græða landið, og síðasta ári 1999 og var sáð um 940 tonnum af áburði og rúmlega 1 5 tonnum af gras- fræi. Það svarar til sáningar í 400 ha. og að 4.600 ha. hafi verið styrktir með áburðargjöf á þessu tíunda ári verkefn- isins. „Hver sá sem ferðast um og er læs á landið ætti að sjá árangur þessa mikla starfs. Þúsundir hektara lands hafa gróið upp, rofabörð lokast og í kjölfarið hefur beitarþol jarða aukist," sagði Guðrún Schmidt fulltrúi Land- græðslunnar á ráðunautafundi Bænda- samtakanna sem haldinn var nú í vik- voru mjög eða frekar ánægðir með verkefnið og enginn óánægður. Af svarmöguleikum af hverju þeir tækju þátt í verkefninu sögðu 26% það vera til að bæta ásýnd sveita Iandsins, 25% vegna umhverfissjónarmiða og 24% eru í þessu verkefni til að skila Iandinu í betra ástandi til næstu kynslóðar. En aðeins 7%; vegna fjárhagslegs ávinn- ings, álíka margir sögðu þetta vera til að bæta ímynd bænda - en enginn sagðist standa í þessu verkefni vegna félagslegs þrýstings. Athygli vakti að tveir þriðju hlutar landgræðslubændanna ólust upp á jörðinni sem þeir búa á og alls 90% í sveit. Nær 60% þeirra stunda sauðfjár- rækt og 30% framleiða mjólk. Flest verkefnin eru í Suður-Þingeyjarsýslu, Skagafirði og Vestur-Skaftafellssýslu. Bændurnir eru flestir að græða upp mela og rofabörð, en flagmóar, sandar, moldir, aurar og slcriður eru líka algeng uppgræðslusvæði. Þeir vilja helst fá meiri fræðslu og leiðbeiningar af hálfu Landgræðslunnar. Til að bæta ásýnd landsins Skoðanakönnun meðal landgræðslu- bænda sem Guðrún Schmidt sagði frá á fundinum leiddi í ljós að 95% þeirra Ruddinn og moðið gulls í gildi Um 90% stunduðu uppgræðslu á jörð sinni áður en þeir byrjuðu í þessu Iandgræsðluverkefni, einkum með því að bera gamalt hey og moð í rofsár og dreifa búíjáráburði. Enda töldu flestir þeirra jarðvegseyðingu mikið vandamál á Islandi. MikiII meirihluti bændanna notar áfram þessar aðferðir og fleiri, meðal annars að stinga niður rofabörð og sá lúpínu, til viðbótar tilbúna áburðinum frá Landgræðslunni - en án hans gætu þeir minna gert. Landgræðslan telur að vegna mót- framlaga bænda, sem áburður, vinna, tæki, þekking og fleira, skili verkefnið margföldum árangri miðað við það sem hún gæti framkvæmt á beinan hátt með sama fjármagni. Guðrún Schmidt segir niðurstöður könnunarinnar benda til að mikilvægt sé að stórefla þetta samstarf. Stundum bæri við að litið sé á bændur sem blóraböggla af jarðvegs- og gróðureyðingarvandamál- inu. Nauðsynlegt sé hins vegar að litið sé á þátttöku þeirra sem hluta af lausn á eyðingarvandanum og ölluga sam- herja í endurheimt landkosta. - Síð- ustu árin hefur Landgræðslan stefnt að því að flytja meira af verkefnum heim í héruð, meðal annars með því að ráða bændur sem verktaka til að dreifa áburði og grasfræi innan landgræðslu- girðinga. - HEI Það hefur vakið athygli menn- ingarvitanna í heita pottinum að Páll Valsson, sem í vikmrni fékk hin íslensku bókmeimta- verðlaun, naut engra opinberra styrkja við það að skrifa ævi- sögu Jónasar Hallgrímssonar. Sem kmmugt er þykir bók Páls inikiö stórvirki og því áttu menn almennt von á þvl að vinnan við hana hefði hlot- ið náð fyrir augum skömmtunarstjóra menning- arstyrkja. Svo var ekki. Umsóknum um slíkt var hafnað á sama tíma og aðrir hafa notið allt að 3ja ára launa fyrir sambærileg verk svo ekki sé talað um þá sem styrktir eru til minni verka... Útganga Árna Mathiesen af fundi í Svartsengi í gær vakti að vonuin athygli í pottinum. Árni sem alla jafna er bara sjávarút vegsráðherra er nú í fjarvem Sturlu Böðvarssonar líka tíma- bundiim samgönguráðherra og í pottinum hafa ineiin bætt við þriðja embættinu, sem er starf- andi útgönguráðherra... Framganga Áma Jolinsen í mál- efnum Rafmagnsveitu ríkisins á Alþingi í vikunni hefur valdð miJda athygli, enda ekki vana- legt að stjómarþingmaður hjóli í ráðherra samstarfsflokks Iíkt og Ámi gerði í Valgerði Sverris- dóttur. í pottinum skýra menn málið þannig að þegar málið komst í fjölmiðla var ekki búið aö upplýsa nema hluta stjómarmanna um málið, og var Ámi einn þeirra stjómarmanna Rarik sem ekki vissi af þvi. Fullyrt er að honum hafi ekki þótt það viðrðingu sinni samboðið og þvi bmgðist illa við... V Árni Johnsen. Árni Mathiesen. Páll Valsson. FRÉTTAVIÐTALID Friðrik M. Hamldsson leiðsögutridður. Ríflega 100 leiðsögumenn hafa fetað ífótspor lækna, listamanna og arkitékta og skorað á Norsk Hydro og norsk stjómvöld að hætta við þátt- töku í álveri á Reyðarfirðifyrst ekkifarifram lögformlegt umhveifismat. Uggandi um hag ferðaþjónustu - Hvað kemur til að þið sendið þetta bréf frá ykkur? „Við fundum okkur knúin til að koma þessum boðskap á framfæri þar sem við höf- um áhyggjur af þessum stórvirkjana- og ál- versframkvæmdum. Við finnum fyrir áhyggjum okkar viðskiptavina, sem eru ferðamenn, og ekki síst hjá erlendum ferða- mönnum sem undrast það að við skulum fórna einstökum náttúruverðmætum á Eyja- bökkum, sem eru stærsta ósnortna víðerni í Vestur-Evrópu. Flestum okkar, sem sendum bréfið, finnst líka nóg komið það sem er ver- ið að gera á fleiri svæðum sem lögð eru und- ir vatn, og nefni ég þá Sprengisand, Þjórsár- ver og Kvíslárveitur. Okkur ofbýður að allt land sé Iagt undir, þegar ekki er þörf á því og ekkert er hlustað á tillögur um aðrar lausn- ir.“ - Þið eruð semsagt uggandi um hagferða- þjónustunnar? „Já, það er okkar aðaláhyggjuefni." - Eru ferðamenn mikið að spyrja ykkur út í þessi áform stjórnvalda og lýsa yfir áhyggjum sínum? ,,Viðbrögðin sem við fáum, sem flækjumst sem mest um landið dg'Upp á hálendið, eru eindregin í þá átt að við megum til með að varðveita hlutina án þess að mannshöndin komi of mikið nærri. Náttúran dregur fjöld- ann allan af fólki hingað til landsins, án þess að ég sé að segja að allir útlendingar séu svona þenkjandi. En bæði ferðaskrif- stofur erlendis, og einstaklingar þrá það að komast út í óbyggða náttúru. Þetta fólk býr ekki við þessar aðstæður, verandi í stórborg- um og á afar þéttbýlum svæðum." - Reikniði með að Norðmenn hlusti á ykkar raddir? „Við vitum það í raun og veru ekki. Við dreifðum þessu vítt og breitt til ráðamanna í Noregi. Eftir því sem fleiri standa að svona erindum vonum við að þeir líti betur á mál- ið. Ekkert af þessu tagi hafði verið sent héð- an frá Islandi frá því um áramót þannig að okkur fannst kominn tími til að eitthvað gerðist. Við viljum sýna að hér sé ekki öll andstaða dauð og við séum hætt að blása.“ - Er þetta bréf sent með vitund og vilja stjómar Félags leiðsögumanna? „Félagið sjálft stendur ekki að þessu og það er eðlilegt að svo sé. Þetta er stéttarfé- lag sem er ekki endilega að berjast á þessum- vettvangi heldur fyrir'ókkaé kjöíDfH'ög'féft'- indum. Það eru einstaldingar innan félags- ins sem standa að þessu. Eg geri ráð fyrir að hugur stjórnarmanna félagsins sé misjafn eins og alls staðar annars staðar. Við gerum ekki kröfu um að félagið gefi út svona yfir- lýsingu sem okkar heildarsamtök." - Þetta erfólk á öllum aldri, sumir á ní- ræðisaldri, og aföllu landinu? „Já, já, þetta er breiður og góður hópur. Það er nefnilega merkilegt hvað það er gott úthald hjá leiðsögumönnum. Þetta er fólk úr öllum stéttum. Við segjum að þetta séu 100 leiðsögumenn en við fengum 120 nöfn á listann, sem fylgdi bréfinu. Síðan má benda á það að Vigdís Finnbogadóttir, fýrr- um forseti, er heiðursfélagi okkar leiðsögu- manna. Hún stendur áreiðanlega með okk- ur í hjarta sínu en það er kannski ekki víst að hún hefði viljað leggja nafn sitt við Iist- ann.“ - Er þér kunnugt um fleiri starfshópa sem eru kantiski að thuga að gera það sama og þið? „Miðað við það sem maður hefur heyrt frá öðru fólki í greininni, s.s. starfsfólki á ferða- skrifstofum og bílstjórum; þáveru margir á ’MÍöifiú 'línu og við.“ - 6jfe I,

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.