Dagur - 12.02.2000, Side 5

Dagur - 12.02.2000, Side 5
LAUGARDAGUR 12. FEBRtJAR 2000 - S FRÉTTIR Vara við „hættu- legu66 frumvarpi Taimlæknar í herför gegn anJmu sjálfstæöi tauusmiða. SMptar skoðanir meðal stjómarliða um taun- smiðafrumvarpið. Frumvarp iðnaðarráðherra um löggildingu á starfsheiti tann- smiða mætir harðri andstöðu tannlækna og ljóst að málflutn- ingur þeirra gegn frumvarpinu hefur hljómgrunn meðal margra þingmanna, þeirra á meðal stjórnarsinna. Tannlæknar bein- línis vara við „Tannsmiðafrum- varpinu" og kalla það mikið hættuskref, en þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, Asta Möller, segir um réttlætismál að ræða. Með frumvarpinu er ætlunin að veita tannsmiðum réttindi til að vinna sjálfstætt, án afskipta tannlækna, í munnholi einstak- Iinga. Tannsmiðir, sem teljast til iðnaðarstétta, eru þar með að mati tannlækna farnir að stunda lækningar, sem þeir hafi ekki menntun til, þótt þeim sé gert að fara á sérstök námskeið. Tann- Katrín Fjeldsted: Mótfallin frum- varpinu. læknar líkja þessu við að flug- freyjur fái réttindi til að fljúga farþegaþotum eftir nokkurra vikna námskeið. Skiptar skoðanir Ásta Möller, hjúkrunarfræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, segir að ekki sé um stórmál að ræða, en réttlætismál fyrir Ásta Möller: Réttlætismál fyrir tannsmiði. tannsmiði að fá umrædd rétt- indi. „Það er mín skoðun að það eigi að veita þessi réttindi. Þeir eiga að fá að taka mót og máta tanngarða og ljóst að það skarast á við störf tannlækna. Eg tel rétt að sami aðili og smíðar tann- garðana, eigi að bera ábyrgð á að gera tannmótið sem hann smíð- ar eftir. Ábyrgðin á öllu verkinu verði á sömu höndum. Ég líki þessu við að stoðtækjasmiðir taki mót af stúf og smíði eftir því. Flestir tannsmiðir hafa næga þekkingu og reynslu til að þekkja heilbrigt tannhold og vísa ein- staklingum til sérfræðinga ef þeir sjá einhverja breytingu á því. Aðrir fara á sérstakt námskeið, samanber greinargerð með frumvarpinu, til að búa sig undir aukna ábyrgð," segir Ásta. Flokkssystir hennar, Katrín Fjeldsted, læknir og þingmaður, er ósammála. „Mér sýnist að flestir tannsmiðir vinni með tannlæknum og að lítill hópur þeirra sæki þetta fast. Tannlækn- ingar eru heilbrigðismál og ég get ekki líkt þessum réttindum í frumvarpinu við stoðtækjasmíði, þeir hafa iðnmenntun og starfa sjálfstætt, en þeir ákveða ekki sjálfir hvað eigi að smfða. Eg get ekki tekið undir áherslu tann- smiða á að geta unnið sjálfstætt og án tengsla við tannlækna. Eg fæ ekki séð að það gangi upp. Síðan er rétt að skoða í sam- hengi, að með öflugum forvörn- um er mögulegt að vandamál sem tannsmiðir fást við sé óðum að tilheyra sögunni sem vanda- mál,“ segir Katrín. — FÞG Jón Snorrason. Skriður á rannsókn Rannsóknarlögreglumenn og mál- verkasérfræðingur á vegum Ríkis- lögreglustjóra vinna nú náið að því með lögregluyfirvöldum í Dan- mörku að skipuleggja áffamhald- andi rannsókn á umtalsverðum meintum málverkafölsunum á Is- landi, í Danmörku og víðar. Fyrr í þessari viku fóru þrír menn frá Ríkislögreglustjóra ásamt sérfræð- ingi vegna rannsóknarinnar til Kaupmannahafnar. Tveir verða að líkindum áfram ytra alla kom- andi viku, en í íyrrakvöld kom til landsins Jón H. B. Snorrason sak- sóknari, yfirmaður efnahagsbrota- deildar Ríkislögreglustjóra. Jón segir að dönsk yfírvöld hafi fengið á fjórða tug kæra vegna meintra falsana á málverkum og ljóst að þær tengjast náið kærum hér á landi, en alls er verið að rannsaka vel á annað hundrað verk. „Rann- sókn þessara mála miðar áffam með eðlilegum hætti, en ómögu- legt á þessari stundu að geta sér til um hvenær henni lýkur,“ segir Jón. - FÞG Vilhelm Skrokkur að fjölveiðiskipi Sam- herja, sem fær nafnið Vilhelm Þorsteinsson, var sjósettur í gær í skipasmíðastöðinni Northern Shipyard í Gdansk í Póllandi. Sett verður síðan á skipið stýris- hús og það síðan dregið til Nor- sjósettur egs í byrjun marsmánaðar þar sem lokið verður við smíðina á miðju þessu ári. Skipið mun verða eitt stærsta og fullkomn- asta skip íslenska flotans. Við- staddir sjósetninguna voru m.a. Kristján Vilhelmsson, útgerðar- í Gdansk stjóri Samherja, móðir hans Anna Kristjánsdóttir, ekkja Vil- helms Þorsteinssonar, og systir Kristjáns, Valgerður Vilhelms- dóttir. — GG Uppsagnir ÍSAL ólöglegar Félagsdómur hefur dæmt að uppsagnir ISAL á tveimur starfs- mönnum fyrirtækisins í ágúst og september sl. hafi verið ólögleg- ar, en uppsögn eins starfsmanns var talin lögleg. I öllum þremur tilfellum var um starfsmenn að ræða með mjög langan starfsaldr Ástæður uppsagnanna voru tilgreindar tæknibreytingar, en uppsagnirnar komu mönnunum í opna skjöldu, þar sem að í að- draganda og undirbúningi breyt- inganna hefði verið gert ráð fyrir að mennirnir fengju önnur störf hjá fýrirtækinu, Enda v.ar verið , ,að fjölga s.tarfsmöpnum á sama tíma og þeim var gert að hætta. Félagsdómur taldi brot ISAL ekki samkvæmt ítrustu kröfum ASI og að fyrirtækið hefði ekki brotið kjarasamningsákvæði um að að öðru jöfnu hefðu fastráðn- ir menn forgang til starfa sem I losna- — FÞG Píaiiótíiiii Valgeirs vairn Verkið Píanótíminn eftir Valgeir Skagfjörð vann til fyrstu verðlauna í ein- þáttungasamkeppni Leikfélags Akureyrar og Menningarsamtaka Norð- lendinga en úrslit í keppninni voru kunngerð í gær. Alls bárust átján ein- þáttungar í keppnina. Til annarra verðlauna vann Kóngsbamið eftir Hall- veigu Thorlacius og eiginmaður hennar, Ragnar Amalds, fyrverandi ráð- herra, átti einþáttunginn sem vann til þriðju verðlauna, Vábrestur í Vest- urheimi, en þar er fjallað um landnám norrænna víkinga í Vesturheimi f)TÍr þúsund árum. Nánar verður fjallað um keppnina í Degi eftir helgina. - SBS Heildarloðnukvóti milljón tonn Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að endanlegur loðnukvóti fyrir yfír- standandi vertíð verði ein milljón lesta, þ.e. að leyfilegur hámarksafli frá 10. febrúar sl. til loka vertíðar verði 670 þúsund lestir. Þá höfðu veiðst rétt um 330 þúsund lestir. Tillaga Hafrannsóknarstofnunar á sl. vori var um 850 þúsund lesta bráðabirgðakvóta og er aukningin því 150 þúsund lestir. Kemur þessi aukning öll í hlut íslensku loðnuskipanna auk þess sem skipin fá 30 þúsund lestir úr kvóta Grænlands, samkvæmt sérstöku samkomulagi við Evrópusambandið. Þegar hafði íslenskum skipum verið úthlutað 575.800 lestum úr bráðabirgðakvótanum og eykst úthlutun til þeirra því í 755.850 lestir. Auk framangreinds kemur í hlut Islands ónýtt- ur kvóti Noregs miðað við 15. febrúar nk. auk hluta af ónýttum kvóta Grænlands, samkvæmt samkomulagi landanna þar um. Má búast við að til viðbótar komi í hlut Islands 130 til 150 þúsund lestir. — GG Háskólaþing í dag Menntamálaráðherra efnir í dag til Háskólaþings í Háskólabíói þar sem draga á upp mynd af stöðu íslenskra háskólamála við upphaf 21. aldar. Auk fjölda fyrirlestra verða háskólar, rannsókna- og vísindastofnanir, nemendafélög og aðilar úr atvinnulífinu með kynningu á starfsemi sinni í anddyri Háskólabíós. I umræðum taka þátt allir rektorar háskóla þessa lands og ýmsir prófessorar og dósentar, auk manna úr atvinnulffínu eins og Kári Stefánsson, Islenskri erfðagreiningu, og Bjarni Armannsson, for- stjóri FBA. Þingið er öllum opið á meðan húsrúm leyfir. Starfsmenn FH fagna kröfum Tæplega 30 starfsmenn rækjuvinnslu Fiskiðjusamlags Húsavíkur fund- uðu í vikunni um framkomnar kröfur VMSI í kjaramálum og sendu frá sér undirritaða yfirlýsingu þar sem kröfunum er fagnað með yfirskriftinni „Líðum ekki áframhaldandi misskiptingu11. Verkafóík um allt Iand er hvatt fij að taka undir sanngjarnar kröfur sambandsins með því að álykta um málið. yt., . . - .• -rt r:< ,• .■ Vtt

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.