Dagur - 12.02.2000, Side 7

Dagur - 12.02.2000, Side 7
XWr. LAUGARDAGUR 12. l'EBRÚAR 2000 - 7 RITSTJÓRN ARSPJALL Búnaðarbankasiðferdi og blómatesklúbbar Siðferðið á verðbréfamarkaði hefur verið Gísla J. Ástþórssyni ofarlega f huga síðustu vikur eins og sést hefur á hárbeitum Þankastrikum hans í DV síðustu vikur. BIRGIR GUÐMUNDS- SON skrifar Sennilega eru fáir ef einhver betri barómeter á þjóðfélags- hræringar en ádeiluteiknarinn Gísli J. Astþórsson. Hin hár- beittu þankastrik hans í DV segja oft miklu meira en hundruð dálksentimetra skrif eða margra klukkutíma ræður. Það má því reikna með að eitthvað mikið sé um að vera þegar myndir Gísla fjalla í marga daga um meira og minna um sama efnið, enda ger- ist það ekki oft. Slíkt hefur þó verið að gerast síðustu vikur og hefur Búnaðarbankinn og verð- bréfaviðskiptasiðferðið þar verið í brennidepli. Skilaboð Gísla eiga sér þó þó víðtækari skírskotun en bara til Búnaðarbankans og ná í raun til alls verðbréfa- og pen- ingamarkaðarins, sem þróast hefur á gríðarlegum hraða hér á Islandi á síðustu árum. Kirkjur Manimons Kauphallir víxlaranna hafa á ör- stuttum tíma náð að verða helstu kirkjur Mammons á Islandi. Allt mælist nú orðið í vísitölum verð- bréfanna og þjóðin virðist í einu vetfangi hafa snúið sér frá því að prjóna sokka á sjónvarpslausu fimmtudagskvöldi yfir í að tefla með verðbréf á alþjóðlegum hlutabréfamarkaði. Breytingin er tekin með sama áhlaupinu og einkennir nánast allt sem lands- menn taka sér lyrir hendur - hvort sem það er þilskipaútgerð, útfærsla landhelginnar, bíla- og farsímakaup einstaklinga eða umræða um nektardans. Islend- ingar hafa teygað í sig frelsið á Ijármálamarkaði, þakklátir fyrir tilkomu þess eftir ártuga skömmtun og haftabúskap fá- breytilegs bankakerfis. Nú er öld- in önnur. I dag geta allir fengið pening að láni á fjármagnsmark- aði, jafnt börn tii fíkniefnakaupa sem fullorðnir til að endurnýja eldhúsinnréttinguna. Boðorð dagsins er að fjárfesta og græða, og enginn má á nokkurs vera. Þannig er góðærið hjá okkur, að minnsta kosti þeim okkar sem ekki þurfum að búa við takmark- anir minnihlutahópsins sem gegnur undir nafninu láglauna- fólk. Hinn ókrýndl foringi Síðustu dagana hafa þó verið að koma fram vísbendingar um að hlutirnir séu kannski ekki í eins góðu ástandi og menn töldu. Jafnvel ekki á fjármagnsmarkað- inum. Ymsir barnasjúkdómar eru að gera vart við sig, bæði tækni- legir og siðferðilegir og eru þess- ir siðferðilegu e.t.v. sýnu alvar- legri. í síðasta mánuði komu upp til- felli þar sem verðhréfafvrirtæki þóttu hafa gegnið ansi langt í því að heimila starfsmönnum sínum að kaupa sjálfir óskráð bréf, sem þeir voru að veg^yrnpAftg^agf^ ast duglega á þeim viðskiptum. Búnaðarbankinn virðist ókrýnd- ur foringi í þessum efnum og heyrist nú víða talað um „Búnað- arbankasiðferði", þegar verið er að vísa til siðleysis í verðbréfavið- skiptum. Samkvæmt fréttum af bréfi Fjármálaeftirlitsins til bankaráðs Búnaðarbankans er ljóst að starfsmenn bankans keyptu ekki einvörðungu ábata- söm bréf sjálfir, heldur sáu þeir jafnframt um söluna til sín og gáfu jafnvel kvittanir fyrir öllu klabbinu líka. Ýmsir kollegar þeirra Búnaðarbankamanna hafa vissulega talið að þeir hafi farið yfir mörkin, en bankastjórnin sá þó ekki ástæðu til að gera at- hugasemdir. Það segir sfna sögu þegar bankaráð bankans þarf að koma saman til að áminna bankastjórnína og segja síðan í sérstakri samþykkt, sem send er til fjölmiðla, að bankaráðið sé að gera þessa samþykkt til að „taka af allan vafa um að bankaráð Búnaðarbanka Islands hf. leggi áherslu á að bankinn fylgi gild- andi reglum um verðbréfavið- ■skipti.“ Þetta er í raun alveg ótrú- leg samþykkt, sem scgja mætti að sé sambærileg við það ef stjórn HSI sendi út sérstaka yfir- lýsingu, þar sem það er áréttað að handboltalandsliðið muni ieika eftir gildandi handbolta- reglum! Losarabragur Það er semsé ríkjandi dálítill los- arabragur á hinum nýfrjálsa fjár- magnsmarkaði, verklagsreglur á Iloti og siðareglur nánast alveg ómótaðar. Þetta má eflaust skýra með æsku þessa markaðar og skjóts vaxtar og svo þeirrar virku samkeppni sem vissulega ríkir milli manna og íyrirtækja um ávöxtun á hinum ýmsu kostum sem fyrir hendi eru. A þessari Iausung þarf auðvitað að taka fljótt og rækilega þannig að traustari rammi skapist utan um þessa starfsemi og hún öðlist á ný almennt traust - líka hjá Gísla J. Astþórssyni. Aðgerðir Sem betur fer virðist sem nú eigi að taka nokkur skref í þessa átt. I fyrsþj. .lagj.,l\e%, FjáiWáJlajefyii-Jit-, ið tekið á sig rögg og gerí at'huga-' semdir. Þannig rann út í gær frestur fjármálafyrirtækjanna brotlegu til að skila inn greinar- gerð til Fjármálaeftirlitsins um það hvaða verldagsreglur eru í gildi hjá þeim og hvernig þeim er fylgt eftir. Einhver fyrirheit eru líka um að efla eigi þessa tiltölu- lega nýju stofnun, sem eflaust mun ekki veita af ef stofnunin á að geta staðið undir eftirlitshlut- verki sínu á tímum vaxandi um- svifa á peningamarkaði. I öðru lagi boðaði viðskiptaráððherra á þingi í vikunni nýtt frumvarp um verðbréfaviðskipti og í umræðun- um kom fram að almennur vilji er til að auka siðferðisvitund á markaðnum t.d. með einhvers konar siðanefnd. Fleira mun á döfunni sem miðar að því að setja þessari starfsemi fastari skorður og er vissulega af hinu góða. Mennmgima skortir Það sem hins vegar ekki gerist með reglugerðar- eða lagasetn- ingu er að hér skapist menning að húa við Irjálsan fjármagns- markað. Traustur rammi utan um þessa starfsemi er vissulega nauðsynlegur til að slík menning þróist á skynsamlegan hátt. En til að slík menning verði til þarf óhjákvæmilega tfma og kallar auk þess á að menn þoki sér út úr hinum þráláta veiðimannasamfé- lagshugunarhætti. Menn þurfa ekki alltaf að grípa gæsina þó hún gefi sig, þurfa ekki að taka lán þó það sé hægt, þurfa ekki að kaupa bíl af því hann fæst á af- borgunum, eða hlutabréf af því að það hækkaði svo gengið í gær. Enn eru þessi viðhorf ótrúlega áberandi og maður finnur þau magnast upp í sjálfum sér og öðr- um í góðærisspennunni. Hér vantar menningarlega kjölfestu. Blómate Einhverju sinni var stofnaður heilsuklúbbur á vinnustað góð- vinar míns. Starfsemin gekk að verulegu leyti út á að drekka hvers kyns heilsute, sem þá átti að vera allra kvilla lækning. Fólk uppgvötaði að hægt var að kaupa alls konar te í verslunum, blóma- te, jurtate, megrunarte, kamillu- te, sérstök heilsute og fleira og fleira. I klúbbnum, sem fundaði í kaffi og matartímum, á þessum vinnustað kom fljótt upp hefð- bundinn íslenskur metnaður við að finna sem sniðugust te og prófa ýmsar gerðir. 1 hvert sinn sem menn rákust á ný te voru þau keypt og kynnt í klúbbnum. Einhverju sinni kom vinur minn inn í kaffistofuna og var þá teklúbburinn heldur grettinn á svip eftir að hafa prófað afar bragðvont nýtt blómate. Ein- hverjir voru þó farnir að telja sér trú um að þrátt fyrir bragðið (eða jafnvel vegna þess) hlyti þetta að vera alveg sérstaklega heilsusam- legt te. Þegar vinur minn - sem einn fárra á vinnustaðnum var ekki í teklúbbnum - hafði skoðað pakkan og LESIÐ utan á hann uppiýsti hann að það væri kannski ekkert skrítið að teið bragðaðist ekki vel. Þetta væri nefnilega ekki te, heldur stofu- blómaáburður í grisju! MóraUinn er? Þessi saga, sem er dagsönn, hef- ur heilmikið lærdómsgildi því flest höfum við tilhneigingu til að vera dálítið teklúbbsleg þegar kemur að hinum frjálsa fjár- magnsmarkaði. Ekki bara hvað varðar verðbréfahlutann, heldur líka almennt gangvart hefð- bundnari lánastarfsemi. Við prófum mörg góð te, sem vissu- lega eru bráðholl. En í allri hrifn- ingunni yfir nýjum möguleikum á peningamarkaði og voninni um að græða sem mest, vill gleymast að Iesa utan á tepakkann. Þegar svo er getur margt farið úrskeiðis hjá okkur sjálfum, og þá ekki síð- ur þeim sem eiga að heita ábyrg- ir starfsmenn fjármagnsmarkað- arins - eins og dæmin sanna. Þó bananatréð hafi vaxið upp í Bún- aðarbankanum þá er það þá ger- ist það aðeins vegna þess að hinn almenni þjóðfélagsjarðvegur hef- ur verið frjósamur fyrir slík tré. b I I I 19 .VAisi>1 I t rvsl ( (•9 ö

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.