Dagur - 12.02.2000, Page 12

Dagur - 12.02.2000, Page 12
12- LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 Njarðvík í toppsætið Grindvíkingar misstu í fyrrakvöld toppsætið í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, þegar þeir töpuðu með 11 stiga mun, 71-60, gegn Haukum í Hafnarfirði. A sama tíma unnu Njarðvíkingar 22ja stiga sigur, 77-99, á Snæfelli í Stykkishólmi og komust þar með í toppsæti deildarinnar með 24 stig, eða jafnmörg og Grindvíkingar, en eiga leik gegn KR-ingum til góða. Með sigrinum á Grindvíkingum komust Haukar í þriðja sæti deild- arinnar með 24 stig, eða jafnmörg og Tindastóll sem er í fjórða sæt- inu eftir 19 stiga heimasigur, 81- 60, á Skallagrími í fyrrakvöld. KR- ingar sem á sama tíma unnu 8 stiga heimasigur á Þór, 79-71, eru f fimmta sæti deildarinnar með 22 stig og eiga eins og áður sagði eft- ir að leika gegn Njarðvíkingum. Keflvíkingar eru í sjötta sæti deildar- innar með 16 stig, eftir eins stigs sigur, 87-88, á Hömrunum í Hvera- gerði, sem eru í sjöunda sætinu með jafnmörg stig og Keflvíkingar. A eftir Isfirðingum, sem eru í áttunda sætinu með 12 stig og eiga einn leik til góða gegn botnliði IA, er Skallagrímur með jafnmörg stig í ní- unda sætinu og síðan Snæfell og Þór í tíunda og ellefta sæti með 10 stig. Skagamenn eru svo á botninum sem áður með aðeins tvö stig. KR-ingar unnu nauman sigur gegn Þórsurum í vikunni. Þeir mæta Njarðvíkingum í toppslagi deild- arinnar innan tíðar í frestuðum leik. Hamakova á Stórmót ÍR Pavla Hamakova frá Tékklandi, sem hefur náð þriðja besta heimsár- angri í stangarstökki kvenna í vetur, hefur þegið boð IR-inga um að taka þátt í Stórmóti IR sem fer fram í LaugardalshöII 5. mars n.k. Pavla, sem náði best 4,35 m innanhúss í fyrravetur, stökk 4,43 m á móti í Wuppertal í Þýskalandi í byrjun febrúar og hefur þar með sannað sig sem einn af bestu stangarstökkvurum kvenna í heiminum. Þetta eru góðar fréttir fyrir Völu Flosadóttir, sem fær þá örugglega verðuga keppni á mótinu, en Pavla sem er jafn gömul Völu, vann hana á móti fyrr í vetur, þegar þær stukku báðar sömu hæð, en Pavla í færri tilraunum. Pavla er önnur stórstjarnan sem hefur ákveðið að taka þátt í Stórmóti IR, en áður hefur Svíinn Kristjan Olsson, Evr- ópumeistari unglinga í hástökki þegið boð IR-inga, auk þess sem Tomas Dvorak, heimsmethafi og tvöfaldur heimsmeistari í tugþraut hefur sýnt því mikinn áhuga. Fýlupúkar í fremstu víglínu Andy Cole, framherji Manchester United, upplýsti í gær að meira en tveggja ára þögn milli hans og Teddy Sheringham muni ekki koma niður á samvinnu þeirra, ef þeim verður stillt upp í fremstu víg- línu þegar United sækir Newcatle heim á St. James Park í dag. Þeir félagar, sem leiddu sóknina í sigur- leiknum gegn Coventry um síðustu helgi, hafa ekki talast við síðustu tvö árin, eftir deilur sem upp komu efir úrvalsdeildarleik gegn Bolton. Eftir framistöðuna gegn Coventry má ætla að fýlupúkunum verði falið að sjá um markaskorunina gegn Newcastle í dag, en þar gæti Cole hugsanlega skorað sitt 100. mark fyrir United, ef hann yrði svo heppinn að senda boltann tvisvar í netið, eins og hann gerði gegn Coventry. United hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum liðanna á St. James Park, en undir stjórn Bobby Robsons hefur Newcastle náð meiri festu í leik sinn og eru síðan ósigraðir á heimavelli. Dauðapar- ið, eins og þeir Alan Shearer og Duncan Ferguson eru kallaðir, munu mjög líklega hefja leikinn fyrir Newcastle, þrátt fyrir smávægileg meiðsli þeirra beggja eftir síðasta leik. „Þeir eru okkur mjög mikilvæg- ir í þessum Ieik, sem verður örugglega sá erfiðasti síðan ég kom til Newcastle," sagði Robson. Leeds, sem er í öðru sæti deildarinnar með 47 stig, sex stigum á eft- ir United, mætir Tottenham á Elland Road í Leeds í dag. Leeds hef- ur aðeins náð einu stigi úr síðustu fjórum leikjum og þarf því nauð- synlega á öllum stigunum að halda í dag, þar sem næstu lið sækja að. Arsenal sem er í þriðja sæti deildarinnar með 44 stig, fær á morg- un Liverpool, sem er í fjórða sætinu með jafnmörg stig, í heimsókn á Highbury og er þar búist við hörkuleik. Wenger mun loks geta stillt upp sínu sterkasta liði, ef frá er talinn Nwankwo Kanu, sem enn er í Afríku og svo er spurning með Marc Overmars sem hefur átt við smá meiðsli að stríða. Eldd veitir af miðað við framistöðu Liverpool í síð- asta leik, þar sem liðið vann 3-1 sigur á Leeds. Gerard HouIIier mun stilla upp sama Iiði á morgun, með þá Patrik Berger og Titi Camara í fremstu víglínu í fjarveru Michael Owen og Robbie Fowler. Leiktr helgarinnar: Laugardagur: Chelsea - Wimbledon, Coventry - Sunderland, Everton - Derby, Leeds - Tottenham, Newcastle - Man. United, Sheff. Wed. - Southampton, Watford - Leicester, West Ham - Bradford. Sunnudagur: Arsenal - Liverpool. Mútiuddgurr AÍiddleshrl--*Aston Villa,' ' • Sheringham og Cole. ÍÞROTTIR Á SKJÁNUM Laugard. 12. febrúar Handbolti Kl. 10:45 Þýski handboltinn Magdeburg - Lemgo Kl. 16:30 Leikur dagsins Haukar - FH Fótbolti Kl. 14:20 Þýska knattspyman Unterhaching - Bayern Munchen Körfubolti Kl. 12:00 NBA-tilþrif Fótbolti Kl. 12:30 Alltaf í boltanum Kl. 14:45 Enski boltinn Newcastle - Man. United íþróttir Kl. 17:00 íþróttir um allan heim Hnefaleikar Kl. 22:35 Hnefaleikakeppni Sýnt frá keppni í Manchester. Meðal þeirra sem mætast eru Mike Tyson og Julius Francis. Sunnud. 13. febrúar Fótbolti Kl. 15:45 Enski boltinn Arsenal - Liverpool Kl. 19:25 ítalski boltinn Lazio - Parma Golf Kl. 18:00 Golfmót í Evrópu Körfubolti Kl. 23:00 NBA-Ieikur vikunnar ÍÞRÓTTIR UM HELGINA Laugard. 12. februar ■ HANDBOLTI Urvalsdeild karla Kl. 17:00 HK - Stjaman Kl. 16:30 Haukar-FH Urvalsdeild kvenna Kl. 16:30 UMFA - Víkingur Kl. 13:30 ÍBV - ÍR 2. deild karla Kl. 16:00 Fjölnir - Fram b ■ körfubolti Urvalsdeild kvenna Kl. 16:00 KFÍ - Tindastóll Kl. 14:00 Keflavík - Grindavík 1. deild karla Kl. 16:00 Selfoss - ÍS Kl. 15:30 ÍV- Höttur ■ blak 1. deild karla - Undanúrslit Kl. 16:30 Þróttur - ÍS ■ FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Meistaramót Islands Hefsta í Baldurshaga kl. 09:30 og að Varmá kl. 13:30. Heldur áfram á sunnudag kl. 10:00 að Varmá. Suunud. 13. februar ■handbolti Úrvalsdeild karla Kl. 20:00 Fram - KA Úrvalsdeild kvenna Kl. 20:00 FH - Stjarnan Kl. 18:00 Haukar - Fram ■körfubolti Úrvalsdeild karla Kl. 20:00 ÍA - Tindastóll Kl. 20:00 Skallagr. - Haukar Kl. 20:00 Grindavík - KR Kl. 20:00 Þór Ak. - Hamar Kl. 18:00 Keflavík - Snæfell Kl. 20:00 Njarðvfk - KFÍ Úrvalsdeild kvenna Kl. 13:30 KFÍ - Tindastóll 1. deild karla Kl. 15:00.Stjarnan.—Valut - . , . ♦ y V Jt. T. X. i .. % .. •'«. ja ... k. „ i # ■ Sími 462 3500 • Hólabraut 12 • www.nett.is/borgarbio Laugard. kl. 17 & 21 Laugard. kl. 21 Sunnud. kl. 17 & 21 Sunnud. kl. 21 Mánud. kl. 17 & 21 HAUNTEDfJJJI Laugard. kl. 15,17 og 19 Sunnud. kl. 13,15,17 og 19 Mánud. kl. 17 og 19 Laugard. ki. 21 og 23 Sunnud. kl. 21 og 23 Mánud. kl. 21 og 23 Laugard. kl. 17 'I Sunnud. kl. 15&17 Mánud. kl. 17 & 19 Sunnud. kl. 15 Miðaverð 300,- kr. □Dl00»*rl D I G I T A t j| DOUBI.F Ijeopardy Laugard. kl. 19 Sunnud. kl. 19 Mánud. kl. 23 Laugard. kl. 19 • Sunnud. 19,mánud. kl. 19 , - •• ■* - - - - * ■ -i i_:_:_ Laugard. m/ísl. tali kl. 17 Sunnud. m/ísl. tali kL 17 ... «?, ...... ,t.. . THE BONE COLLECTOR Laugard. kl. 23 Sunnud. kt. 23 Mánud. kl. 17 Laugard. kl. 21 og 23.15 Sunnud. kl. 23.15 Mánud. kl. 21 og 23.15 Laugard. kl. 15 Sunnud. kl. 13 og 15 TILBOÐ miöaverö 300 kr. FORSÝNING SUNNUDAG KL. 21

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.