Dagur - 17.02.2000, Side 9
FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 - 9
eru á aldrinum 6-12 ára. Ragn-
heiður Mermannsdóttir, kennari í
Vesturbæjarskóla, segir að síðan
þá hafi skólinn starfað í vaxandi
mæli í anda sveigjanlegra
kennsluhátta. I þeim sé lögð áher-
sla á svo til óbundna stundaskrá,
sérkennslu inni í almennu bekkj-
um, breytt námsmat, áætlunar-
gerð og einstaklingsbundið val
nemenda og aukna ábyrgð þeirra
á eigin námi. Þá gera kennslu-
hættir skólans kröfu um mikla
samvinnu kennara, bæði sem
heildar og í minni samstarfshóp-
um. I einstaklingskennslunni sé
t.d. leitast \dð að koma til móts við
þarfir einstaklingsins innan
ákveðins ramma með fjölbreyttu
námsefni og vinnubrögðum, mis-
munandi kennsluaðferðum og að
nemendur vinni samkvæmt getu
og hraða hvers og eins. Ragnheið-
ur segir að gamlir nemendur skól-
ans tali gjarnan um það hvað það
hefði verið þcim mikil hvatning í
námi að hafa átt kost á því að geta
valið sér verkefni í sérstökum val-
tímum með tilliti til getu, áhuga-
sviðs og þroska þeirra.
Starfsemin mótar húsið
Fræðslustjóri segir að allar þessar
breytingar sem orðið hafa í þjóð-
lífinu, atvinnu- og fjölskyldulífi að
ógleymdri tækninni krefjist öðru-
vísi skólabyggingar en verið hefur.
Anna Kristín Sigurðardóttir,
deildarstjóri kennsludeildar
Fræðslumiðstöðvarinnar, segir að
við undirbúning að skólabyggingu
hafi bæði foreldrarfélag skólans
og foreldrarráð aðkomu að þeirri
vinnu að meðtöldum fagaðilum
eins og t.d. arkitekt, byggingar-
deild borgarverkfræðings, skóla-
stjóra, kennararáði og fulltrúum
frá fræðsluyfirvöldum. Helstu
ávinningarnir af þessu fyrirkomu-
lagi séu m.a. þeir að það hvetur til
umræðu um innra starf skólans
og nýjar og óljósar hugmyndir
kvikna þar sem mætast rnismun-
andi sjónarhorn. Jafnframt hvetur
það skóla til að móta sér sérstöðu,
skapar tækifæri til framþróunar
og breytinga, auk þess sem arki-
tektinn fær tækifæri til að hlusta
á þarfir þeirra sem eiga að nýta
húsið. Allt miðar þetta að því að
starfsemin eigi að móta húsið en
ekki að húsið eigi að móta þá
starfsemi sem þar fer fram. Af
hálfu fræðsluyfirvalda er því lögð
áhersla á að skólabyggingar fram-
tíðarinnar verði með misstór rými
þar sem hægt sé að taka niður og
setja upp veggi eftir þörfum og
miðlægt bókasafn. Allt miðar
þetta að því að stuðla að sem
mestum sveigjanleika í notkun
skólarýmis þannig að hægt sé að
nýta það á sem fjölbreytilegastan
hátt. Sem dæmi þá hefur verið
byggður skóli í Noregi sem hægt
er að breyta á skömmum tíma í
heimili fjTÍr aldraða. I Bandaríkj-
unum eru dæmi um nýlega skóla
sem hægt er að breyta í skrifstofu-
húsnæði ef þörf krefur. Þá þarf
einnig að vera til staðar fjölnota-
salur í nýjum skólum þar sem
hægt er að matast, kenna og hafa
þar aðstöðu fyrir félagslíf nem-
enda og jafnvel einnig til að þjóna
viðburðum innan hverfisins og
íþróttum. A þann hátt verður
skólinn miðstöð í sínu hverl’i. Að
sumu leyti er það afturhvarf til
fyrri tíma. Engu að síður er þetta
þróun sem á sér stað á nýjan leik
í nágrannalöndum og einnig hér á
landi.
-noujfc ió ijuld ; Jj'j ~s> 'ii/Lb.'j
breytingar er m.a. að nemendur
fái heitan mat í hádeginu. Þá þarf
félagslífið einnig að taka mið af
þessum breytingum þegar foreldr-
ar eru báðir útivinnandi. Ekki að-
eins fyrir þá yngstu heldur einnig
fyrir þá eldri. 1 framhaldi af þessu
er skólinn að taka sífellt meira að
sér alla persónulega umönnun
nemenda. Það hefur náttúrulega í
för með sér breytingu á hlutverki
skólans. Fram til þessa hefur
hlutverk hans fyrst og fremst ver-
ið sem menntastofnun, þ.e. að
kenna ákveðin fræði, miðla stað-
reyndum og þjálfa vissa færni.
Með þessum breytingum verður
skólinn samhliða þessu meiri
uppeldisstofnun en verið hefur
eftir því sem viðvera nemenda er
þar lengri.
Sveigjanlegir kennslúhættir
A síðustu misserum hefur íjár-
hagslegt sjálfstæði grunnskóla
borgarinnar verið að aukast. Sam-
hliða því skapast tækifæri fyrir þá
til að móta sér ákveðna sérstöðu á
faglegum forsendum. Fyrir vikið
geta skólar orðið ólíkir innan
sama sveitarfélags. Þessi þróun
hefur átt sér stað um tíma og m.a.
eru 20 ár síðan bryddað var uppá
nýjungum í kennsluháttum í Vest-
urbæjarskóla þar sem nemendur
»)i; bfio71*2‘) uo l>», il i O'Jfn
hátta og skólastarfs grunnskólana.
séu kröfur neytenda alltaf að
aukast. Það hefur m.a. það í för
með sér að viðskiptin og þjónust-
an við neytendur sé sérsniðin fyr-
ir hvern og einn og allt innan seil-
ingar bæði í tíma og vegalengd-
um.
Uppeldisstofnun
Breyttir fjölskylduhættir hafa
einnig áhrif á þróun skólans svo
ekki sé minnst á lengda viðveru
nemenda innan veggja skólans.
Til að koma til móts við þessar
, t.v. á myndinni: Starfsemin mótar húsid
íttir, kennari í Vesturbæjarskóta: Áhersla
askrá,- mynd: hilmar þór
í opin rýini
FRÉTTIR
L
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á fundi á Fiðlaranum á Akureyri í gær.
Mýtt Akur
eyrar-RARIK
Borgaxstjóri var aðal-
gestur á (undiiium „í
sóknarhug“ á Fiðlaran-
um í gær og ræddi m.a.
um málefni RAIUK.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri sagðist á fundi á Fiðlaran-
um á Akureyri í gær vel geta séð
lýrir sér að byggt yrði upp stórt og
öflugt orkufýrirtæki á landsbyggð-
inni líkt og talað væri um í tengsl-
um við sameiningu Orkufyrirtækja
Akureyrar og Rarik með höfuð-
stöðvar á Akureyri. Einnig að hlut-
ar af Landsvirkjun gætu eflst og
styrkst sem einingar úti á landi.
Miklar hræringar væru á orku-
markaði og ljóst að Orkuveitur
Reykjavíkur hyggðust hasla sér
völl í þessu nýja umhverfi.
Ingibjörg var aðalgestur á fundi
í fundaröðinni „I sóknarhug" sem
Atvinnuþróunarfélag Eyfirðinga,
Háskólinn á Akureyri og sjón-
varpsstöðin Aksjón, standa fyrir.
Borgarstjóri benti á að „byggða-
vandinn" væri yfirleitt ræddur út
frá sjónarhóli landsbyggðarinnar
en síður út frá sjónarhóli höfuð-
borgarsvæðisins og benti t.d. á að
þótt ríkið ræki byggðastefnu, þá
væri ekkert til sem héti bæjar-
stefna eða borgarstefna. Þannig
hefði ríkið t.d. enga sérstaka
stefnu varðandi þróun miðbæjar-
ins, gagnvart almenningssam-
göngum eða byggðaröskun inni í
borginni.
Fram kom hjá borgarstjóra að í
tengslum við þessa byggðaum-
ræðu hafi borgarhagfræðingur
reiknað úr hvert stofnverð væri við
að byggja upp nýtt hverfi. I Grafar-
vogi eru þessar tölur þannig, eftir
að búið er að draga frá allar tekjur
sem fást af framkvæmdunum s.s.
gatnagerðar- og holræsagjöld, að
kostnaður á hvern íbúa er um 700
þúsund krónur. Sambærileg tala
fýrir hveija íbúð er um 2,6 milljón-
ir króna.
Samræður sveitarstjómar-
mamia
Borgarstjóri taldi í erindi sínu rétt
að sveitarstjórnarmenn kæmu að
þessum málum sérstaklega og
hæfu samræður sín á milli um
hvernig hægt væri að bregðast við
þessum vandamálum. Hún talaði
fýrir heildrænni langtímastefnu
þar sem skilgreint væri í hvaða átt
menn hyggðust fara og í því sam-
hengi að skilgreina ákveðna
byggðakjarna sem ætti að styrkja
sérstaklega með öllum þeim sárs-
auka sem því fylgdi. Slíkir kjarnar
gætu síðan kallast á við höfuð-
borgina og orðið hluti af þeirri
heildarmynd byggða- og bæja-
stefnu framtíðarinnar.
Furðu lostnar
yfir læknuni
Deildarstjórar og sviðsstjóri á
skurðlækningadeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur, hjúkrunarfræði-
menntaðir einstaklingar, hafa sent
frá sér ályktun vegna yfirlýsingar
Læknafélaga Islands og Reykjavfk-
ur, þar sem þessir yfirmenn furða
sig á tillögu læknanna um að af-
nema eigi með lagabreytingu tví-
skiptingu faglegrar stjórnunar
milli lækninga og hjúkrunar og
árétta forræði lækna á faglegri yf-
irstjórn deilda.
Deildarstjórarnir og sviðsstjór-
inn segja í yfirlýsingu sinni:
„Hjúkrun er sjálfstæð faggrein og
hafa hjúkrunarfræðingar frá upp-
hafi stýrt rekstri deilda í heilbrigð-
iskerfinu. Hjúkru narfræðingar
hafa áratuga reynslu í stjórnun og
rekstri og bera deiklarstjórar fag-
lega og rekstrarlcga ábyrgð gagn-
vart sviðssljóra. Hjúkrunarfræð-
ingar hafa ætíð litið á lækna sem
sína nánustu samstarfsmenn og
éru þyáfurðu Iostnir vfir skilnings-
Hjúkrunarfræðingar eru reiðir út í
ályktun læknafélaganna.
leysi þeirra á störfum hjúkrunar-
fræðinga. Afstaða þessi virðist ein-
kennileg og ekki annað að sjá en
að læknar ofmeti sig hvað varðar
þekkingu og hælileika til að
stjórna hjúkrunarþættinum".
Deildarstjóiarnir og sviðsstjórinn
sendu heilbrigðisráðherra, hjúkr-
unarfræðingnum Ingibjörgu
Pálmadóttur, afrit af ályktuninni.