Dagur - 26.02.2000, Síða 10

Dagur - 26.02.2000, Síða 10
10 - LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 20 00 rD^tr FRÉTTIR Stj ómsýslan dauð gagnvart Flateyri Flateyringar óánægðir með stjómsýslu og uppbyggiugarstarf eftir sameininguna. Magnea Guðmundsdóttir á Flat- eyri og fyrrverandi bæjarfulltrúi, segir að íbúar í Onundarfirði telji almennt að ekki hafi verið tekið á þeim málum sem snúi að uppbyggingarstarfi á Flateyri eft- ir náttúruhamfarirnar haustið 1995, en 6 mánuðum síðar er sveitarfélagið sameinað í Isa- fjarðarbæ. Þessi sjónarmið komu m.a. framá borgarfundir með bæjarfulltrúum á Flateyri í fyrra- kvöld. Magnea telur að stjórn- sýslan hafi í málum Flateyringa hafnað vandanum þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir um að tek- ið yrði af málinu á réttan hátt. A tfmabilinu hefur tvisvar verið kosið til bæjarstjórnar og Magnea telur að þeir sem hafi verið bæjarfulltrúar á þessu tímabili hafi ckki tekist að höndla vandann, það hafi hún vel skynjað þegar hún var sjálf bæjarfulltrúi. A fundinum voru ekki uppi mildar efasemdir um sameininguna, frekar rætt um það sem mistekist hafi. Sumir Onfirðingar telja ísfirðinga h'ta nokkuð niður til sín, og þeirri skoðun til stuðnings bent á það að í hita umræðunnar nýverið í bæjarstjórn ísafjarðar um skóla- mál hafi Þorsteinn Jóhannesson bent á hver skuldastaða Flateyr- arhrepps hafi verið, til að sýna þeim úr hvaða jarðvegi þeir væri sprottnir, og vissulega hafi skuld- setning hreppsins verið erfið. Gatnakerfi bæjarins skemmd- ist í Hóðinu auk þess sem götur skemmdust við byggingu varnar- Magnea Guðmundsdótir, fyrrver- andi bæjarfulltrúi segir óþolandi að vera með dauða stjórnsýslu. garðanna vegna mikillar umferð- ar þungavinnuvéla auk þess sem fyrir voru ómalbikaðar götur. Gatnakerfið sé nú mun verra en það var 1995. Gatnagerð sé á fjárhagsáætlun, en er ekki nefnd á Flateyri. Ekki var lokið við að kaupa upp íbúðarhús sem Ientu í snjóflóðinu fyrr en um síðustu áramót, alls 12 hús, jafnvel af fólki sem er löngu flutt burtu. Það var gert af bæjarfélaginu þar sem tryggingar gerðu það ekki. „Það var talað um að hingað kæmi þjónustufulltrúi, en það brást, en þetta byggðarlag þurfti svo sannarlega á því að halda. Við vorum ekki að biðja um meira en aðrir, það var vitað að það þyrfti að byggja upp eftir áfallið skipulega, en það var alls ekki gert. Við þökkum fyrir það sem gert var, þó það gerðist að vísu hægt. Það er rífandi gangur nú í atvinnulífinu, og því finnst okkur það óþolandi að vera með dauða stjórnsýslu," segir Magnea Guðmundsdóttir. — GG Smásagna- samkeppni Dags og Menor I ár verður efnt til smásagna- samkeppni á vegum Dags og Menor, Menningarsamtaka Norðurlands, eins og tíðkast hefur á umliðnum árum. Þetta er í sjötta skipti sem slík keppni er haldin, en þessir aðilar hafa í sameiningu staðið að smásagna- og ljóðasamkeppnum þannig að annað árið er ljóðasamkeppni og hitt árið smásagnasamkeppni. Mikil og vaxandi þátttaka hef- ur verið í smásagnasamkeppn- inni og til gamans má geta þess að síðast bárust 43 sögur í keppnina en þá sigraði saga eft- ir Hjört Pálsson. Þátttaka er öll- um heimil í keppnínni og ekki bundin við aldur eða landsvæði. Sögunum þarf að skila undir dulnefni en rétt nafn látið fylgja með í lokuðu umslagi. Skila- frestur hefur verið settur þann 1. maí næstkomandi og er stefnt að því að dómnefnd ljúki störf- um þá síðar í þeim mánuði. Áform wn flsk- eldi í Eyjaflrði AGVA ehf. hefur sótt um stað- setningarleyfi fyrir fiskeldiskvíar í Eyjafirði og sent erindi þar um til bæjarstjórans á Akureyri og odd- vita Glæsibæjarhrepps. Að AGVA standa Guðmundur Valur Stef- ánsson, ættaður frá Auðbrekku í Hörgárdal, Anna Katrín Arna- dóttir og Norðmaðurinn Arne Geirulv, sem meðal annars hefur unnið sem framkvæmdastjóri og eldisráðgjafi fyrir ýmis fyrirtæki í fiskeldi og fiskeldisráðgjöf. Markmið AGVA er að koma á fót fiskeldi við Eyjafjörð og er ráðgert að hefja framleiðslu á um 4.000 tonnum af laxi og auka framleiðslu á einu til tveimur árum í 6-7000 tonn á ári. Einnig er ætlunin að skoða möguleika á að ala þorsk. Fram kemur í umsókn AGVA að vilyrði um fjármögnun framkvæmda liggi íyrir frá fjárfestum en þó með fyrirvara um að tilskilin leyfi séu fyrir hendi. Sótt er um stað- setningarleyfi fyrir sjókvíar og það sem þeim fylgir utan við strandlengjuna frá Nunnuhólmi að Dagverðareyri. Hugmyndin er að staðsetja kvíarnar sem næst landi en þó ekki nær en svo að dýpið sé 50-70 metrar. Staðsetn- ingarleyfi er að sögn umsækj- enda grundvallaratriði til að geta haldið áfram með áætlanir og undirbúning framkvæmda. Bæjarráð Akureyrar tók erind- ið fyrir á fundi á fimmtudag og fól bæjarstjóra að leita upplýs- inga hjá félagsmálaráðuneytinu um stöðu sveitarfélagsins gagn- vart slfkri beiðni. Jafnramt verði óskað eftir umsögn Hafrann- sóknastofnunar um beiðnina. — Hi Hugljunaöur frá Softu Hugbúnaðarfyrirtækið Softa í Keflavík kynnti í gær viðhalds- kerfi sem það hefur hannað og nefnist DMM, Dynamic Main- tenance Management. Um er að ræða nýja nálgun í viðhalds- stjórnun stórra fyrirtækja þar sem miklar fjárfestingar liggja í vél- og tæknibúnaði. Flefur for- ritið, sem þróað er í samvinnu við Hitaveitu Suðurnesja, skilað fyrirtækinu umtalsverðum sparnaði. Fleiri íslensk stórfyrir- tæki; Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur, RABIK og Norð- urál, hafa þegar fjárfest í hug- húnaðinum. Utllutningur DMM og almenn sala á innanlands- markaði er að hcfjast. Telja for- svarsmenn Softu að tekjurnar geti skipt hundruðum milljóna króna á ári. Þess má geta að við uppsetningu og þjónustu hug- búnaðarins var ákveðnum að- ferðum beitt sem Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, hefur þróað. Fjölvarpið í lagi Samkeppnisráð telur ekki ástæðu til að aðhafast vegna erindis Land- símans um að Islenska útvarpsfélagið og Sýn hafi misnotað markaðs- ráðandi stöðu sína á markaði fyrir áskriftarsjónvarp. Kvörtun Land- sfmans er í tengslum við Fjölvarpið og samkeppni þess við Breiðband Landsímans. Niðurstaða samkeppnisráðs er að þessi starfsemi hafi ekki verið óeðlileg og lagaheimild sé ekki til staðar til að kveða á um fjárhagslegan aðskilnað Fjölvarps og samkeppnisráð ákvað að hafast ekki frekar að vegna erindis Landssfmans. Þrír frá hvorum skoða Rarik Undirbúningur að athugun á eignarformsbreytingu á Rafmagnsveit- um ríkisins með þátttöku Akureyringa og flutningi höfuðstöðva Rarik ætti að fara að komast á skrið. Bæjarráð Akureyrar samþykkti í gær að leggja til að Asgeir Magnússon formaður hæjarráðs, Kristján Þór Júl- íusson bæjarstjóri og Jakob Björnsson bæjarfulltrúi, skipi viðræðu- nefnd sem Ieiði viðræður við ríkisvaldið. I erindi bæjarstjóra til iðn- aðarráðherra þegar málið var fyrst tekið upp með formlegum hætti kemur fram að æskilegt sé að vinna við þessa athugun geti hafist sem fyrst og verði hraðað svo sem kostur er. Iðnaðarráðuneytið er tilbúið að hefja viðræður við fulltrúa Akureyr- arbæjar um undirbúning slíkrar könnunar. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra svaraði erindi bæjarstjóra með bréfi 17. febrúar og Ieggur leggur áherslu á að unnið verði að könnuninni með faglegum hætti og að óháður ráðgjafi verði fenginn til þess að vinna hana. Fyr- ir hönd ráðuneytisins munu Þorgeir Orlygsson ráðuneytisstjóri, Jón Ingimarsson skrifstofustjóri og Sveinn Þórarinsson stjórnarformaður Rarik taka þátt í viðræðum. — hi Janúarafli ekki meiri í áratug Fiskaflinn í nýliðnum janú- armánuði nam 205.757 tonnum á móti 119.454 tonnum í sama mánuði árið 1999 samkvæmt heimild- um Hagstofu Islands. Arið 1998 var janúaraflinn að- eins 47.409 tonn. Munar mestu um inikla aukningu í loðnuafla í janúar sl., en hann fór úr 64.200 tonn- um í janúarmánuði árið 1999 í 152.657 tonn í janúar 2000. Loönuaflinn hefur ekki verið meiri í janúar síðan 1990. Austfirðingar hafa eðlilega fengið mest af janúaraflanum vegna ná- lægðar við loðnumiðin, eða 107.993 tonn, en minnst til Vestfjarða, 4.386 tonn enda eina kjördæmið þar sem engri loðnu var Iandað. Skip með aflamark voru aflahæst með 1 52.466 tonn, þar af 32.627 tonn af loðnu, skutttogarar með 47.741 tonn, krókabátar með 3.760 tonn og smábátar á aflamarki með 1.790 tonn. — GG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.