Dagur - 29.02.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 29.02.2000, Blaðsíða 2
2 - PRIDJUDA GUR 2 9 . FERRÚA R 20 00 . FRÉTTIR Þúsuiulir voru innlyksa í vertravíti Þúsimdir lentu í gildru náttúruafl- anua. Um 1.500 manns í mörg hund- ruð bílum bjargað úr bálviðrisblindhríð á Þrengslavegi. Veðrið ekkert einsdæmi í febrúar - það var Hekla sem oHi vand- ræðunum. Var gosið gert of freistandi af fjölmiðlum? Náttúruöflin og veðurguðirnir gerðu mannfólkinu á íslandi öfl- ugan grikk um helgina; byrjuðu á þvf að Iokka misjafnlega vel ferðabúið fólk á Suðurlandi út úr híbýlum sínum með Heklugosi kl. 18.18 á laugardag og efndu síðan til bálviðris síðdegis á sunnudag sem stöðvaði alla um- ferð á Hellisheiði og um Þrengslaveg. Þúsundir vegfar- enda lentu í gildrunni og komust hvorki lönd né strönd þegar sunnudagsbíltúrinn stöðvaðist í kolbrjáluðum fannfergisstormi. Þrátt íyrir viðvaranir streymdu bílalestirnar austur fyrir fjall fyrripartinn á sunnudag og það gekk ágætlega, en öðru máli gegndi með heimferðina. þeir sem ekki beinlínis sátu fastir á heiði urðu að snúa við og leita gistingar; hótel fylltust á svip- stundu, síðan orlofshús og loks varð að koma fólki fyrir undir hvaða þaki sem er ailt austur að Flúðum og suður til Þorláks- hafnar, þar sem um 250 manns gisti í grunnskólanum og f heimahúsum og fékk aðhlynn- ingu í boði Rauða Kross Islands. Hellisheiðinni var Iokað síð- degis á sunnudag en fólki beint á Þrengslaveg, sem lokaðist ekki löngu síðar þegar bílar tóku að festast. Þeir Víðir Reynisson og Þorsteinn Þorkelsson björgunar- sveitarmenn áætla að bjarga hafi þurft um 1.500 manns úr um 300 bílum af heiðinni og þurfti til þess um 150 björgunarsveit- armenn á 20 björgunarsveitarbíl- um og níu snjóbílum. Þá er ótal- in leit að vélsleðamönnum, sem nánar er vikið að á öðrum stað í blaðinu. Fyrst er það veðurham- urinn. Ekki óalgengt í febrúar Guðmundur Hafsteinsson á Veð- urstofu Islands Iýsir þróuninni á svofelldan hátt: Fyrir austan landið var Iægð sem dýpkaði töluvert og að morgni sunnudags var orðið hvasst og jafnvel blind- Fjöldi manns gisti í grunnskólanum í Þorlákshöfn í fyrrinótt og hér koma nokkrir veðurbaröir vegfarendur í skólann eftir að snjóbíiar og önnur ökutæki björgunarsveitanna höfðu ferjað þá þangað. mynd: þök hríð austan til á landinu og víða á Norðurlandi, en þá var enn til- tölulega hægur vindur sunnan- lands. Smám saman fór vindur- inn þó að fikra sig suður yfir Iandið og síðdegis fór að hvessa töluvert sunnan til á Iandinu. Fyrir noröan snjóaði töluvert og stöku snjógusa komst suður yfir heiðar, en fyrst og fremst var þar um skafrenning að ræða. Úr varð hið versta veður. En hvar var veðravíti helgar- innar? A Hellisheiði? „Það var áreiðanlega ekki verra þar en víða fyrir norðan. En þetta er eini fjállvegurinn á Suðurlandi og yfirleitt var skaplegt veður á láglendinu. Það var töluvert hvassara á hálendi og þarna var svo mikill snjór og skafrenningur að allt varð blint. Og út í þetta óð fólk sem var spennt að sjá Heklugos. Vandræðin voru mest vegna þess, því veður í þessum klassa kemur flesta vetur, ekki síst í febrúar." Fólk óð af stað þrátt fyrir við- varanir. „Á sunnudagsmorgni vöruðum við við stormi á norð- anverðu landinu, en þá var spáin fyrir láglcndi Suðurlands og Faxaflóa norðan 10-15 metrar á sekúndu og búist við norðvestan 13-18 undir kvöld með dálitlum éljum um daginn. Þetta stóðst nokkurn veginn hvað láglendið varðar. Á Hellisheiði var vaxandi vindur um morguninn og milli kl. 14 og 15 var vindurinn einna mestur, þegar meðalvindurinn náði 19 metrum á sekúndu. Næstu klukkustundirnar og fram á nótt rokkaði meðalvindurinn þarna á bilinu 15 til 19 metrar á sekúndu, en fór í 25 í verstu hviðunum. Fyrir norðan var vindurinn mestur um kvöldið þegar meðalvindurinn fór upp í 18-19 metra á sekúndu. Þar snjóaði hins vegar töluvert," sagði Guðmundur Hafsteinsson. Erfítt að hindra för Veðrið hafði mikil áhrif á störf lögreglu. Um miðjan dag á sunnudag óskaði lögreglan á Sel- fossi eftir aðstoð lögreglunnar í Reykjavík við að loka Hellisheið- inni enda veður orðið vont og heiðin ófær. Þá voru þegar um 400 bílar fastir á heiðinni. Um sjöleytið var Þrengslavegi einnig Iokað og var þá talsverður fjöldi bíla fastur þar. Var erfitt að fá fólk til að snúa við? „Það gekk upp og ofan. Þeir sem telja sig vera á góðum og vel búnum bílum vilja reyna og það er á mörkunum að það sé bein- línis hægt að hindra för manna. En reynslan leiðir auðvitað í Ijós að jeppar komast í sjálfheldu ekki síður en aðrir og þá einkum þegar aðrir bílar eru fastir og loka fyrir öðrum," segir Grímur Grímsson, varðstjóri í Reykjavík. Fljótlega var óskað eftir aðstoð björgunarsveita við að koma því fólki sem fast var í bifreiðum til byggða. Um miðnætti voru fengnar þrjár rútur til að sækja fólk úr snjóbílunum við Þrengslavegamót og í Litlu kaffi- stofunni og flytja það til Reykja- víkur. Unnið var að því alla að- faranótt mánudagsins að flytja fólk úr Þrengslunum og höfðu allir þeir sem vildu yfirgefa bíla sína verið fluttir til byggða um tíuleytið á mánudagsmorguninn. Síðdegis í gær var ákveðið að láta bílana sem eftir urðu eiga sig þar til veðrinu hefði slotað. Bíll með kerru og koll af kolli Hjörleifur Olafsson hjá Vega- gerðinni segir að þó spáin hafi verið slæm hafi það komið hon- um á óvart hversu veðurham- urinn varð óskaplegur fýrri sunn- an. Telur hann að Ioka hefði átt fyrr (ýrir umferð um Hellisheiði og svo Þrengslin? „Það er bæði að þetta varð verra en við var bú- ist, og svo er það hitt, að oft er þetta svæði á mörkunum dögum saman vegna skafrennings, en gengur samt. Gangur mála fer nú eftir sérstöku skipulagi og samkomulagi okkar og lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu og fyrir austan fjall og samkvæmt því er það lögreglan sem ákveður hvort það eigi að loka með vald- boði. Við sendum út viðvaranir til fjölmiðla um kl. 17, en um það leyti var veðrið virkilega orð- ið brjálað.“ Hjörleifur segir að allt hafi hjálpast til við að umferðin fór í hnút. „Fram til kl. 18 leit þetta ekki mjög illa út á Þrengslavegin- um, en þá varð það óhapp að bíll með kerru snérist á veginum og lokaði honum. Það tók hátt í klukkutíma að koma mönnum á staðinn og opna veginn, en þá voru margir bílar orðnir upp- fenntir. Svo gerðist þetta koll af kolli. Um stund fór rúta þversum á veginum og lokaði. Síðan fóru þeir óþolinmóðu að reyna að aka framhjá öðrum í röðinni og allt tepptist. Þá skipti ekki máli hversu góður bíllinn er, því eng- in keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Loks vildi það svo til, eins og alþjóð veit, að um- ferðin var margföld á við venju- legan sunnudag vegna gossins í Heklu.“ Of jákvæð fjölmiðla- uinjfjöllun? Óli H. Þórðarson, framkvæmda- stjóri Umferðarráðs, sagðist í samtali við Dag spyrja sig þeirrar spurningar, varðandi umferðina um Þrengslin, hvort það hefði verið húið að vara nægjanlega mikið viö þessum vegarkafla. „Þarna var íjölmiðlaumfjöllun- in jákvæð um að menn kænm og skoðuðu Heklu. En það kom fljótlega í Ijós að menn sáu ekki nokkurn skapaðan hlut en samt voru menn að fara, langt frarn eftir degi, til að reyna að sjá eitt- hvað. Þetta er eitthvað í þjóð- arsálinni sem er full ástæða til að skoöa. Það á við um allt of marga að það er hara látið vaða. Allt á að bjargast! En því miður bjarg- ast ekki allt,“ sagði Óli. Og ekld mátti miklu muna að verr færi en raun varð á. Jóhann- es M. Gunnarsson, lækningafor- stjóri á SHR, var spurður út í viðbúnað vegna ástandsins í Þrengslunum. Hann sagði marg- an hafa haft andvara á sér. Eng- in áætlun hefði þó verið sett í gang en hlutirnir hefðu getað farið illa. „Við svona kringum- stæður geta auðveldlega orðið slys, ekki síst kæling á fólki sem lendir í svona aðstæðum, illa búið og í eldsneytislausum bíl- um. En sem betur fór bjargaðist það,“ sagði Jóhannes. Þorlákshafnarbúar opnuðu heimili sín fyrir Þrengslafólkinu og eins og sjá má þurfti að vefja suma inn í sængur og teppi tii að ná úrþeim kuldabola. mynd: þök

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.