Dagur - 29.02.2000, Blaðsíða 13

Dagur - 29.02.2000, Blaðsíða 13
 ÞRIÐJUDAGU R 29. FEBRÚAR 2000 - 13 ÍÞRÓTTIR „Dauöamánuðiiriim“ Keppni í Meistaxa- deild Evrópu heldur áfram í kvöld með fjórum leikjum í riðl- mii C og D. Fram- kvæmdastjórar lið- auna kviða miklu álagi uæsta mánuð- inu, þar sem liðin leika fjóra leiki í deildiuui á jafnmörg- um vikii in. Keppni í annarri lotu riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld eftir þriggja mánaða hlé sem gert var á keppninni í byrjun desember. Af sex umferðum í þessari lotu keppninnar, er tveimur umferðum lokið, þannig að hvert Iið á eftir að leika fjóra leiki, sem fram fara á næstu fjór- um vikum. Það er því Ijóst að mikið álag verður á liðunum, sem á sama tíma eru jafnvel að berjast fyrir meistara- og bik- artitlum heimafyrir og hefur þessi mikli keppnismánuður því fengið nafnið „dauðamánuður- inn“. Uli Höness viH breytingar Sumir þjálfarar og framkvæmda- stjórar liðanna, sem þurfa að leika að minnsta kosti tvo leiki á viku næsta máðuninn, eru mjög ósáttir við keppninsfyrkomulag Meistaradeildarinnar og hafa sumir farið fram á að þar verði gerðar breytingar á. Uli Höness, framkvæmdastjóri Bayern Munchen er einn þeirra, en hann vill að 16-liða riðlakeppn- inni verði breytt í útsláttar- keppni. Alex Ferguson, fram- kvæmdastjóri núverandi Evrópu- meistara Manchester United er ekki eins óhress með keppnisfyr- irkomulagið og .treystir þar á stóran Ieikmannahóp og reynslu sinna manna frá fyrra ári. Hann er sannfærður um að United komi mun betur undirbúið til þessarar lotu keppninnar, heldur en önnur Iið riðilsins, sem eru Bordeaux, Fiorentina og Val- encia og kvíðir því engu. Ferguson bjartsýnn Eftir 2-2 jafnteflið gegn Wimbledon um helgina sagði Ferguson að auðvitað yrði mars strembinn mánuður fyrir United. „En það er ekkert öðru- vísi en verið hefur og við gerðum alltaf ráð íyrir því. Munurinn frá því í fyrra er að nú þurfa mótherjarnir lfka að spila tvo leiki í viku og fjóra mikilvæga leiki í Meistaradeildinni með stuttu millibili. Því eru þeir Tékkneski stangastökkvarinn, Pavla Hamackovu, sem í síðustu viku þáði boð ÍR-inga um að taka þátt í stórmótinu, sem fram fer í Laugardalshöll 5. mars, varð um helgina Evrópumeistari í stang- arstökki kvenna, þegar hún stökk 4,40 m. Þær Hamackova, Christine Adams frá Þýskalandi og Belyakova frá Rússlandi stukku allar yfir 4,35 m, en Hamackova í fyrstu tilraun, á meðan hinar þurftu tvær tilraun- ir. Hamackova var síðan sú eina sem komst yfir 4,40 m, en það óvanir og það ætti að koma sér vel fyrir okkur, þar sem álagið á okkar mönnum er mun meira. Ekkert af hinum liðunum í riðl- inum á möguleika á því að vinna meistaratitilinn heimafyrir og eru því ekki undir sömu pressu og við,“ sagði Ferguson. Spuraing með Yorke Ferguson virðist geta stillt upp þokkalegu liði gegn Bordeaux á morgun, en Nicky Butt mun vera tilbúinn í slaginn og aðeins spurning um Dwight Yorke, sem að undanförnu hefur verið með landsliði Trinidad og Tobago í Ameríkukeppninni. Hann ætti þó alla vega að verða tilbúinn í deildarleikinn gegn Liverpool um næstu helgi, ef hann nær ekki heim til Englands í tæka tíð fyrir morgundaginn. Paul Scho- les og Roy Keane koma aftur inn í hópinn eftir bannið í síðasta leik og ættu því að vera vel upp- lagðir eftir hvíldina. David Beck- ham er líka kominn í náðina hjá Ferguson eftir að hafa skrópað á æfingu, en hann var í byrjunar- liðinu gegn Wimbledon. Leikux kvöldsins Leikur Real Madrid og Bayern Múnchen í C-riðli, er án efa leikur kvöldsins í kvöld, en þess- ir tveir risar evrópskrar knatt- spyrnu, mætast á Santiago Bernabeu leikvanginum í Ma- drid, þar sem heimamenn unnu 3-0 stórsigur gegn Barcelona í spænsku deildinni um helgina. Fyrir aðeins þremur mánuðum síðan, var staða Real Madrid hreint út sagt ömurleg við botn deildarinnar, en eftir að Vicente del Bosque tók við liðinu af John Toshack, hefur liðið þotið gerði hún í síðustu tilraun og tryggði sér þar með Evrópumeist- aratitilinn. Vala Flosadóttir varð í fjórða sætinu á eftir þeim Adams og Belyakovu, sem skiptu með sér öðru sætinu, en Vala stökk 4,30 m, eins og Janine Whitlock frá Bretlandi, en í færri tilraun- um. Pavla er ekki eini verðlauna- hafinn frá EM í Gent sem þátt tekur í Stórmóti ÍR, því Tékkinn Roman Sebrle, silfurhafinn í sjö- þraut karla, hefur einnig þegið boð um að taka þátt í mótinu. upp stigatöfluna og er nú í 3ja sætinu, sex stigum á eftir Deportivo La Coruna, sem er í toppsætinu. Sólin er því aftur farin að skína á Santiago Berna- beu leikvanginum í Madrid og h'klegt að leikmenn liðsins komi vel stemmdir til Ieiks í kvöld eft- ir frábært gengi að undanförnu. Með hnút í maganiun Kamerúnmaðurinn, Geremi Nidjap, sem nýlega varð Afríku- meistari með landsliði Kamer- úna, segir að Þjóðverjarnir kvíði örugglega leiknum í kvöld, þó þeir hafi unnið 4-1 sigur á Eintracht Frankfurt í þýsku deildinni um helgina. „Þeir vita vel hvernig við höfum verið að spila að undanförnu og koma því örugglega hingað með hnút í maganum," sagði Nidjap, sem átti frábæran leik gegn Barcelona á laugardaginn. Bayern mætir örugglega með sitt sterkasta í leikinn, en þó er sprurning hvort Thomas Strunz verði í leikhæfu standi. Meiðsll hjá Dynamo Hinn leikurinn í C-riðli er viður- eign Dynamo Kiev og norsku meistaranna Rosenhorgar í Kænugarði. Rosenborg mætir þar hálf vængbrotnu liði Dyna- mo, þar sem þeir Vladislav Vas- hchuk, Artyom Yashkin og Vitaly Kosovsky eru allir frá vegna meiðsla, auk þess sem spurning er með úkrai'nska landsliðsfram- herjann Serhii Rebrov og rúss- neska varnarjaxlinn Ramiz Mamedov, sem báðir hafa átt við meiðsli að stríða. Þar sem kepp- ni í norsku deildinni hefst ekki fyrr en í byrjun apríl, er erfitt að gera sér grein fyrir stöðu Rosen- Sebrle, sem er 1' öðru sæti á heimslistanum og varð i' fyrra í þriðja sæti á HM innanhúss í Japan, keppti einnig á stórmót- inu í fyrra og háði þar skemmti- legt einvígi í þrfþrautinni við Jón Arnar Magnússon, þar sem Jón Arnar hafði sigur. Enn er óljóst hvort Jón Arnar verður með á stórmótinu vegna meiðsla, en ör- uggt að Ólafur Guðmundsson, sem varð í þriðja sæti í fyrra, verður með. borgar, sem hefur átt góðu gengi að fagna í Evrópukeppnum síð- ustu ára. Fyenoord með sitt sterkasta I D-riðli mæta hollensku meist- ararnir Feyenoord, ítölsku risun- um Lazio í Róm. Feyenoord hef- ur ekki verið sannfærandi í hol- lensku deildinni að undanföru og þrátt fý'rir 3-0 sigur gegn botnliði MW Maastricht um helgina var liðið, sem nú er í 3ja sæti deildarinnar, ekki að sýna neitt sérstakt. Að sögn Leo Beenhakker, þjálfara Iiðsins, hef- ur markaskorunin verið helsti höfuðverkur liðsins í vetur. „Það er helsti munurinn frá síðustu leiktíð," sagði Beenhakker, sem á að geta stillt upp sínu sterkasta liði gegn Lazio. Vialli í Ieikma nnahópi im Hinn Ieikur D-riðils er viðureign Marseille og Chelsea á heima- velli franska liðsins í Marseille. Gianluca Vialli, framkvæmda- stjóri Chelsea, er nú kominn á leikmannalista liðsins í Meist- aradeildinni, mun þó ekki verða í liðinu í kvöld, þar sem hann þarf fyrst að taka út leikbann. Vialli, sem á árum áður varð Evrópu- bikarmeistari með Juventus, lagði skóna á hilluna í sumar, en lét vegna framherjavandamála skrá sig á leikmannalista félags- ins í Meistaradeildinni. Líberíu- maðurinn, George Weah, sem verið hefur á lánssamningi hjá Chelsea, verður heldur ekki með, þar sem hann hefur áður í vetur leikið með AC Milan og er því ekki gjaldgengur með Chel- sea í Meistaradeildinni. Marseille á einnig í vandræð- um með að stilla upp sínu sterkasta, með varnarmennina Yannick Fischer og Sebastien Perez í leikbanni og þriðja varn- armanninn, William Gallas, meiddan. Auk þess er aðalmark- vörður Iiðsins, Stephane Porato, meiddur og getur því ekki leikið með. LeiMr í kvöld: C-riðilI Dynamo Kiev - Rosenborg Real Madrid - Bayern Múnchen D-riðiIl Lazio - Feyenoord Marseille - Chelsea LeiMr á morgun: A-riðiIl Barcelona - Porto Hertha Berlín - Sparta Prag B-riðiIl Man. United - Bordeaux Fiorentina - Valencia Staðan A-riðill Porto 2 2 0 0 3:0 6 Barcelona 2 110 6:1 4 Hertha Berl. 2 0 1 1 1:2 1 Sparta Prag 2 0 0 2 0:7 0 B-riðill Fiorentina 2 110 2:0 4 Man. United 2 10 1 3:2 3 Valencia 2 10 1 3:3 3 Bordeaux 2 0 11 0:3 1 C-riðiII Real Madrid 2 2 0 0 5:2 6 B. Múnch. 2 110 3:2 4 Rosenborg 2 0 11 2:4 1 Dyn. Kiev 2 0 0 2 2:4 0 D-riðiIl Chelsea 2 1 1 0 3:1 4 Lazio 2 110 2:0 4 Feyenoord 2 1 0 1 4:3 3 Marseille 2 0 0 2 0:5 0 Evrópiuneistaii á Stórmót ÍR Úrslit leikjauin helgrna Körfubolti Úrvalsdeild karla Þór Ak. - KFÍ 74-61 Staðan: Haukar 19 14 5 1598:1432 28 Grindavík 19 14 5 1657:1475 28 Tindastóll 19 14 5 1614:1442 28 Njarðvík 18 14 4 1630:1400 28 KR 18 12 6 1451:1342 24 Keflavík 19 10 9 1774:1521 20 Hamar 19 8 11 1512:1589 16 Þór Ak. 20 8 12 1607:1788 16 KFÍ 20 7 13 1573:1681 14 Skallagr. 19 7 12 1591:1660 14 Snæfell 19 5 14 1387:1564 10 ÍA 19 1 18 1178:1678 2 Úrvalsdeild kvenna KFI - Tindastóll 72-77 KFÍ - TindastóII 74-62 Staðan: KR 17 15 2 1257:743 30 Keflavík 17 15 2 1277:888 30 ÍS 18 11 7 1054:959 22 Tindastóll 16 6 10 934:1110 12 KFÍ 18 4 14 1041:1362 8 UMFG 18 1 17 785:1286 2 1. deild karla Þór Þorl. - ÍS ÍV - Stafholtst. Stjaman - ÍR Handbolti Úrvalsdeild karla Valur - Víkingur HK - FH ÍR - ÍBV Fram - Fylkir Haukar - Aftureld. Úrvalsdeild kvenna KA - ÍBV Stjarnan - Grótta/KR Víkingur - Haukar Fram - FH ÍR - UMFA Staðan: Víkingur 19 12 5 2 413:332 29 FH 19 12 3 4 474:379 27 Grólta/KR 19 12 1 6 443:369 25 ÍBV 19 11 3 5 462:393 25 Stjarnan 20 12 0 8 467:418 24 Valur 19 10 2 7 420:353 22 Fram 19 11 0 8 467:434 22 Haukar 19 8 3 8 438:389 19 ÍR 19 6 0 13 332:407 12 KA 19 2 1 16 324:445 5 UMFA 19 0 0 19 315:636 0 Blak Úrvalsdeild karla Þróttur - KA b 3-1 (25-21, 23-25, 25-19, 25-19) ÍS - KA b 3-0 (25-19, 25-10, 25-10) Staðan: L U T Hrin.: Skor.: St. ÍS 5 4 1 14:3 415: 333 14 Þróttur 4 3 1 9:4 303: 269 9 KAb 5 I 4 4:14 344: 434 4 Stjarn. 4 1 3 3:9 260: 286 3 1. deild kvenna Víkingur - 1S (21-25, 16-25, 25-22, 16-25) Þróttur - Víkingur (25-20, 23-25, 25-21, 25-15) Staðan: L U T Hrin.: Skor: St. Þróttur Nes. 14 14 0 42:3 1111:640 42 ÍS 16 10 6 36:24 1262:1238 36 KA 14 8 6 26:26 1094:1086 26 Þróttur 14 3 11 17:35 989:1138 17 Víkingur 14 1 13 7:40 787:1141 7 1-3 3-1 97-68 84-69 95-96 24-14 20- 23 21- 26 30-23 28-22 18-30 25-24 25-17 30-25 27-19

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.