Dagur - 29.02.2000, Blaðsíða 11
Þ RID JUD A GU K 29. F F. 11 R Ú A R 2 00 0 - 11
FRÉTTIR
Umferðin tók
fj ögur maimslíf
Umferðin tók sinn
toll um helgina. Fjór-
ir létust í tveimur
slysum.
Þrír biðu bana í umferðarslysi á
Kjalarnesi á föstudagskvöld í
einu mesta hópslysi í umferðinni
hér á landi hin síðari ár. Jeppa-
bifreið og rúta rákust saman
skammt frá Grundarhverfi um
kvöldmatarleytið. Flytja þurfti
tugi manns á sjúkrahús í Reykja-
vík, þar af nokkra alvarlega slas-
aða, en flestir voru þetta farþeg-
ar úr rútunni sem jeppinn hafn-
aði á og eins rútu sem var í sam-
floti. Um var að ræða ferðaskrif-
stofufólk á leiðinni í óvissuferð
norður í Bakkaflöt í Skagafirði.
Að sögn Jóhannesar M. Gunn-
arssonar, lækningaforstjóra
Sjúkrahúss Reykjavíkur, þurftu
1 7 manns að leggjast inn á stóru
sjúkrahúsin tvö en flestir þeirra
höfðu verið útskrifaðir í gær. Þó
lágu fjórir enn inni, þar af einn
með alvarleg beinbrot. Mesta
vinna lækna- og hjúkrunarfólks
fór þó í að veita áfallahjálp þar
sem fólkið þekktist vel innbyrðis
sem lenti í slysinu. Jóhannes
sagði Ijóst að þetta væri um-
fangsmesta slysið sem hefði orð-
Björn Gíslason.
ið í umferðinni í langan tíma en
hópslysaáætlun sjúkrahúsanna
hefði gengið vel upp. Tekist
hefði að taka á móti, skoða og
greina alla um einum og hálfum
tíma eftir að fyrsti sjúklingurinn
kom í hús. Það væri vel að verki
staðið.
Þeir sem fórast
Um miðjan dag á laugardag varð
annað banaslys þejgar tveir bílar
rákust saman á Olafsvíkurvegi,
skammt vestan við Olafsvík-
urenni. Fimmtán ára piltur, sem
var farþegi í öðrum bílnum, lét
samstundis lífið. Ökumenn
beggja bíla voru fluttir með
Einar Kristjánsson.
sjúkraflugi til Reykjavíkur og
annar þeirra var vanfær kona. I
aftursæti hennar bíls var 6 ára
stúlka sem slapp við meiðsl. Líð-
an konunnar er góð eftir atvik-
um. Pilturinn sem fórst hét
Adam Bednarik, fæddur 1984 í
Póllandi. Hann hafði verið bú-
settur á Hellissandi í nokkur ár
ásamt foreldrum sfnum og
tveimur systkinum.
Þeir sem létu lífið í slysinu á
Kjalarnesi skilja allir eftir sig
fjölskyldur; konur og börn.
Benedikt Ragnarsson, 31 árs, til
heimilis að Borgartanga 2 f Mos-
fellsbæ, lætur eftir sig sambýlis-
konu og 6 ára son. Hann var
starfsmaður vélsleðadeildar bíla-
Benedikt Ragnarsson.
leigunnar Geysis og var farþegi í
rútunni.
Björn Gíslason, lögreglumað-
ur og forstjóri Bátafólksins, var
bílstjóri rútunnar. Hann hefði
orðið 37 ára í gær. Hann var til
heimilis að Háagerði 41 í
Reykjavík og lætur eftir sig eigin-
konu og börn á aldrinum 4 til 15
ára.
Einar Kristjánsson skipstjóri,
71 árs, var einn í jeppanum.
Hann var til heimilis að Dalhús-
um 86 í Reykjavík. Einar lætur
eftir sig sambýliskonu og íjóra
uppkomna syni.
Átak stendur nú yfir í umferðar-
málum á Suðvesturiandi.
Átak í notk-
un bílbelta
Lögreglulið á Suðvesturlandi
standa nú að sameiginlegu átak í
umferðarmálum sem stendur til
laugardagsins 4. mars nk. Að
þessu sinni verður sérstök áher-
sla lögð á notkun öryggisbelta í
bifreiðum og annars öryggis- og
verndarbúnaðar s.s. ungbarna-
bílstóla, barnabílstóla og
sætispúða. I tilkynningu frá lög-
reglu segir að niðurstöður ný-
legrar könnunar á notkun örygg-
isbelta á suðvesturlandi séu í
mörgum tilvikum „uggvænleg-
ar“. Til dæmis var gerð talning á
337 bifreiðum á Reykjanesbraut
sunnan Hafnarfjarðar milli kl.
16 og 17 í nokkurri hálku þar
sem aðeins um 60% ökumanna
og farþega í framsæti voru í
belti. Sérstök athygli skal vakin
á því að stór hluti þeirra sem lét-
ust í bifreiðum á síðustu árurn
notuðu ekki öryggisbelti. Það er
ljóst að þeir sem nota ekki örygg-
isbelti taka stóraukna áhættu.
Þetta á einnig við þótt eknar séu
stuttar vegalengdir í þéttbýli, því
þar verða flestir árekstrar.
Þj ófar létu greipar sópa
21 ökumaður var grunaður um ölvun við akstur í Reykjavík um helgina
samkvæmt dagbók lögreglu.
Samkvæmt dagbók
lögregliumar í
Reykjavík var í nógu
að snúast um helgina.
Auk umferðaróhappa
var talsvert um inn-
hrot, þjófnaði og lik-
amsárásir.
Að sögn Iögreglu var skemmt-
anahald í miðborginni þó með
rólegra móti, enda veður ekki
heppilegt til útiveru að nætur-
þeli. „Almennt var ástand þokka-
legt og ölvun ekki mikil. Nokkuð
var um kvartanir vegna láta í
heimahúsum en þau mál Ieyst-
ust öll á vettvangi," segir í upp-
hafi dagbókarinnar.
Alls var tilkynnt um 46 um-
fcrðaróhöpp f umdæmi Reykja-
víkurlögreglunnar um helgina,
þar sem eignatjón varð, og 21
ökumaður var grunaður um ölv-
un við akstur. Þá aðstoðaði lög-
reglan björgunarsveitir og
kollega sína fyrir austan fjall
vegna ástandsins í Þrengslunum
en því ævintýri eru gerð skil á
öðrum stað í blaðinu, sem og
umferðarslysinu hörmulega á
Kjalarnesi á föstudagskvöld. Af
öðrum tjónum helstum í borgar-
umferðinni má nefna að öku-
maður missti stjórn á bíl sínum
við Sæbraut á laugardagskvöldið
með þeim afleiðingum að hann
keyrði á rafmagnsstaur. Slasaði
maðurinn ekki alvarlega. Þá valt
bíll á Kringlumýrarbraut að
morgni sunnudags. Okumaður
og farþegar voru fluttir slasaðir á
sjúkrahús.
Veskjum víða stolið
Fjölmörg auðgunarbrot voru
framin um helgina, að sögn lög-
reglu. A föstudagsmorgun var
farið inn í hús í miðborginni og
stolið þaðan meðal annars veski
og rafmagnstækjum. Veskið
fannst seinna um daginn en ekki
hefur enn náðst til þeirra sem
þarna voru að verki. Seinna
sama dag var lögreglu tilkynnt að
hjólbarða hefði verið stolið und-
an bifreið. Einnig voru unnar
skemmdir á annarri hlið bifreið-
arinnar en ekki var farið inn f
hana.
Um miðjan dag á föstudag var
tilkynnt um innbrot í Breiðholti.
Nokkuð hafði verið rótað í hús-
næðinu og tekið eitthvað af
geisladiskum. Um þrjúleytið að-
faranótt Iaugardagsins var lög-
reglu tilkynnt um að maður
hefði stolið veski af konu inni á
skemmtistað. Er lögregla kom á
vettvang var maðurinn farinn út
af staðnum en lögreglan náði
honum fyrir utan og var hann
fluttur á stöðina.
Af fleiri innbrotum má nefna
eitt í verslun uppi á Höfða, þar
sem rafmagnstækjum var stolið,
innbrot í bílskúr, nokkra bíla til
viðbótar og þá var einn skápur
laugargests í Vesturbæjarlaug-
inni brotinn upp á laugardag og
veski tekið þaðan ófrjálsri hendi.
Svo segir frá sérstæðu máli er
kom upp í Kringlunni síðdegis á
Iaugardag. Þar var farsíma stolið
og þegar hringt var í númerið
kom í ljós að þjófarnir vildu ekki
skila honum nema gegn loforði
um fundarlaun. Þegar kom að
því að eigandi símans ætlaöi að
greiða fundarlaun hætti hann
við með þeim afleiðingum að ör-
yggisverðir Kringlunnar urðu að
skerast í leikinn og kalla til lög-
reglu. Þrír pörupiltar voru fluttir
á stöð og var þeim sleppt eftir til-
tal lögreglu.
Loks segir í auðgunar-
brotakalla dagbókarinnar frá því
er maður tilkynnti lögreglu að
morgni sunnudags að hann
hefði verið rændur. Hann hafði
boðið til sín manni um nóttina
en þcgar hann vaknaði um
morguninn var maðurinn horf-
inn á hrott ásamt nokkru af
skartgripum sem voru í íbúðinni.
Tvö hiiífamál
Nokkur líkamsárásarmál komu
upp um helgina. I einu þeirra
var óskað eftir aðstoð lögreglu
vegna slagsmála í heimahúsi.
Maður og kona höfðu lent í deil-
um. Þegar reynt var að stilla til
friðar dró maðurinn upp hníf og
ógnaði þeim sem reyndi að koma
upp á milli þeirra. Hnífamaður-
inn var handtekinn og fluttur á
stöð. Annað hnífamál kom upp á
Rauðarárstíg þegar maður réðist
að öðrum manni með kuta á
lofti. Ekki urðu nein meiðsl á
þeim sem fyrir árásinni varð.
Arásarmaðurinn var handtekinn
af laganna vörðum.
Reykspólað í miðborginni
Af öðrum málum lögreglunnar
um helgina má nefna að á föstu-
dag var óskað eftir aðstoð við að
flytja særða gæs á dýraspítala. Að
aðhlynningu lokinni var gæsin
flutt í Húsdýragarðinn í Laugar-
dal.
Starfsmenn við eftirlit á örygg-
ismyndavélum í miðborginni
urðu á sunnudagsmorgunn varir
við mann sem gerði það að
gamni sínu að reykspóla á bifreið
sinni. Ekki fór betur en svo að
dekk sprakk á bílnum og fóru
gúmmítætlur yfir nærliggjandi
bíla. Lögreglan náði ekki tali af
þessum ökuþór en li'klega hefur
bílnúmerið náðst á mynd. — BJB