Dagur - 29.02.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 29.02.2000, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUD AGU R 29. FEBRÚAR 2000 - 7 Tkypr ÞJÖÐMÁL flóabandáLagið fer sjálft með sm mál HALLDÓR BJÖRNSSON FOAMAÐUR EFLINGAR SIGURÐUR T. SIGUIffiSSON FORMAÐUR HLÍFAR OG KRISTJÁN GUNNARSSON FORMAÐUR VSFK SKRIFA Dagur Qallar í forystugrein í síð- ustu viku um samningamál og stöðu og samstöðuleysi verka- lýðshreyfingarinnar í núverandi kjaraviðræðum. Meginniður- staða leiðarans virðist vera sú að þar sem verkalýðshreyfingin gangi nú klofin til samninga og félögin á höfuðborgarsvæðinu hafi myndað Flóabandalagið, „verði verkalýðsfélögin á Iands- byggðinni að bjarga sér ein og sér. A þau sé ekki hlustað og þeim stillt upp við vegg til að hirða það sem samið verði um við Flóabandalagið." Dagur still- ir stéttarfélögunum úti á landi þannig upp sem ölmusufélögum sem verði að þiggja það sem fell- ur af borðum hinna stærri og öfl- ugri stéttarfélaga. Það er greinilega mikilvægt í huga ritstjóra Dags að eining og samstaða sé sem mest í verka- lýðshreyfingunni. Það sé for- senda árangurs. Það er einmitt þetta sem fólkið í félögunum sem mynda Flóabandalagið hef- ur verið að vinna að undanfarin ár. Félögin í Flóabandalaginu hafa öll haft frumkvæði að því að að sameina stéttarfélög, hvert á sínu svæði. Tíu félög sameinuð í þrjú I Eflingu-stéttarfélagi eru nú sameinuð fimm félög með um 16000 félagsmenn. Áður var fólkið í þessum félögum í Dags- brún og Framsókn, FSV, Sókn og Iðju. I Hafnarfirði hafa félags- menn í Vmf. Hlíf og Vkf’. Fram- tíðinni sameinast í einu stéttar- félagi Verkalýðsfélaginu Hlíf. í Keflavík hafa félagsmenn þriggja félaga,Verkalýðs- og sjómannafé- lags Keflavíkur og nágrenn- is,VerkaIýðs- og Sjómannafélags Gerðahrepps og Bifreiðastjórafé- „Flóabandalagið er ekki að gera annað í starfi sínu en að framfylgja kröfum fólksins með því að fara sjálft með sín mál I samningum við atvinnurekendur," segja forsvarsmenn félaganna. Myndin er frá fundi í yfirstandandi samningaviðræðum. lagsins Keilis, sameinast í einu félagi. Það hefur tekið ótrúlega skamman tíma að sameina þessi tíu félög á þessu svæði í þrjú fé- lög sem nú eru farin að vinna náið saman í kjarasamningum. En þessi sameining virðist hafa farið fram hjá ritstjóranum. Samtals eru í Flóabandalaginu nálægt 25 þúsund manns. Sá hópur sem myndar Flóa- bandalagið er líklega vel yfir 60% af fjölda félagsmanna í Verka- mannasambandi íslands. Það er svolítið ankannalegt þegar þessi hópur sem myndar meirihluta í VMSI og hefur unnið ötullega að sameiningu félaga á undan- förnum árum er stillt upp eins og ritstjóri Dags gerir. Þegar félögin voru sameinuð var það eitt af stóru markmiðun- um að geta komið öflugri fram fyrir hönd síns fólks. Stærðinni fylgir aukin ábyrgð og krafa um árangur. Þess vegna hefur Flóa- bandalagið lagt áherslu á að koma sjálft fram íyrir hönd fé- lagsmanna sinna og fela ekki „Þegar félögin voru sameinuð var það eitt af stóru markmiðuu- um að geta komið öfl- ugri fram fyrir hönd síns fólks. Stærðinni fylgir aukin áhyrgð og krafa um árangur. Þess vegna hefur Flóabandalagið lagt áherslu á að koma sjálft fram fyrir hönd félagsmanna sinna og fela ekki öðrum um- boð í samningavið- ræðum.“ öðrum umboð f samningavið- ræðum. Þegar Flóabandalagið var myndað voru að baki ein- róma samþykktir félagsfunda og samninganefnda félaganna. Flóabandalagið er ekki að gera annað í starfi sínu en að fram- fylgja kröfum fólksins með því að fara sjálft með sín mál í samn- ingum við atvinnurekendur. Aldrci áður hefur það gerst að félögin hér við Flóann hafi gert með sér svo víðtækt samkomulag um samstarf og samstöðu. Aldrei fyrr hafa félögin á þessu svæði undirbúið sig jafnvel fyrir við- ræður við atvinnurekendur. Það er greinilega löngu tíma- bært að fólk, þ.á .m. ritstjóri Dags átti sig á þeim breytingum sem eru að gerast í samfélaginu. Flóabandalagið er myndað um hagsmuni fólks sem býr á mesta þéttbýlissvæðinu. Um þetta svæði liggja öflugustu sam- gönguleiðir landsins. Hér eru stærstu fyrirtækin og þyngdar- punktar atvinnulífsins. Um þetta þarf ekki að deila. Átök á vinnu- markaði hafa einnig oftast átt sér stað á Reykjavíkursvæðinu og þar hafa stærstu sigrarnir unnist í verkalýðsbaráttunni. Stéttarfé- Iögin á landsbyggðinni búa að mörgu leyti við aðrar aðstæður og þau setja í mörgu tilliti aðrar áherslur á oddinn. Það er skilj- anlegt og það ber að virða. Þau geta á hinn bóginn ekki talað fyr- ir hönd þess mikla meirihluta sem býr í dag á höfuðborgar- svæðinu. Samstaða imi sameiginleg mál Það er ekkert óeðlilegt að fólkið sem er nýbúið að mynda sér bandalag um sín mál vilji láta reyna á samtök sín. Kröfur Flóa- bandalagsins eru einnig raun- hæfar tillögur um það hvernig megi bæta sérstaklega kjör þeirra sem eru á lægstu töxtum stéttar- félaganna. Kröfur okkar í skatta og velferðarmálum eru þannig að þær munu koma öllum Iands- mönnum til góða. Á það má minna að félögin innan ÁSI hafa sameinast um að setja ýmis mik- ilvæg hagsmunamál launafólks í sameiginlegan farveg. Þar á meðal eru skattamál, barnabæt- ur, fæðingarorlof og fleira. Það þjónar því engum tilgangi að etja saman landsbyggðarfólki og Flóabandalaginu eins og leið- arahöfundur Dags gerir. Flóa- bandalagið er ekki stofnað gegn landsbyggðinni. Það er alveg óþarfi fyrir leiðarahöfund Dags að gera landsbyggðarfólk að ölm- usufólki sem eigi allt sitt undir Flóabandalaginu. Innan ASI verða menn að fara að gera sér grein fyrir því að mik- ilvægt er að endurskoða skipu- lagsmálin innan sambandsins til að gera Alþýðusambandið að beittara vopni í kjarabaráttunni. En þar er ekki að sakast við Flóabandalagið þar sem mikið frumkvæði hefur verið í eigin skipulagsmálum. Rétt er að benda ritstjóra Dags á að kynna sér betur stöðu mála innan Al- þýðusambandsins og Iáta af skömmum við þá sem eru að vinna í málunum. Síðbúinn sósíalismi Þó nokkuð sé liðið frá því að frumvarp forsætisráðherra um þjóðlendur varð að lögum eru áþreifanlegir gallar þess fyrst nú að koma í ljós. Allt bendir til að þjóðlendulögin verði til þess að ríkið sölsi undir sig þúsundir fer- kílómetra af eignarlöndum ein- staklinga og sveitarfélaga. Nokk- uð sem sósíalistar gætu verið stoltir af. Það var hins vegar eng- inn kommi, heldur sjálfur for- sætisráðherra, sem flutti málið og í sameiningu bera stjórnar- flokkarnir ábyrgð á því. Tilgangur þjóðlendulaganna er að skera úr um eiganarhald á landi. Hugsunin er sú, að ekki verði til neitt sem heitir einskis- mannsland heldur verði eignar- haldið á hendi ríkis, sveitarfélaga eða einkaaðila. Lögin fela í sér þjóðnýtingarstefnu og síðbúinn sósfalisma. Leiki vafi á eignar- haldi Iands þarf meintur landeig- andi að sanna eignarrétt sinn fyrir ríkinu. Þannig er nú hið undarlega að gerast, að rfkið gengur fram fyrir skjöldu, vé- fengir eignarrétt á stórum land- svæðum og gerir kröfur til eign- arlanda. Til þess að dreifa ekki kröftunum um of er ein sýsla Iandsins tekin fyrir í einu. Þeir sem hafa kynnt sér dóma er fall- ið hafa á undanförnum áratug- um í eignarréttarmálum milli ríkisins og einstaklinga þurfa ekki að spyrja að leikslokum. Einkum og sér í Iagi á þetta við um Iandsvæði á hálendinu eða sem liggja að hálendinu. Land- eigendum hefur reynst mjög erfilt að fá eignarrétt sinn viður- kenndan og duga þar ekki til af- söl og kaupsamningar. Sjálfsagt hefur forsætisráð- herra ekki ætlað sér að verða boðberi sósíalisma þegar hann mælti fyrir þjóðlendum á þingi. Sú var engu að síður raunin og málið stefnir í að verða dæma- laust klúður. Við slíkar kringum- stæður er best að viðurkenna mistökin áður en afleiðingarnar verða afdrifaríkar. Til dæmis mætti breyta lögunum á þann hátt, að ríkið þurfi að sanna eignarrétt sinn á þeim Iands- svæðum sem það gerir tilkall til. Þá þyrftu handhafar ríkisvalds- ins að minnsta kosti að rökstyðja nauðsyn þjóðnýtingar. Eignarrétturinn er afar mikil- vægur, hann ber að vernda og má ekki rugla honum saman við al- mannarétt til umgengni og nýt- ingu auðlinda. Sá réttur er tryggður í lögum. Þjóðlendumál- ið snýst ekki einungis um deilur bænda og ríkisins um eignarhald á landi. Þjóðlendumálið snýst um eignarréttarlega stöðu ein- staklingsins gagnvart ríkinu og skapar grundvallar fordæmi í réttarkerfinu. Þess vegna eiga fleiri en bændur að láta sig mál- ið varða.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.